Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 21

Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 21
21Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Gróður bindur gróðurhúsaloft Gróður bindur gróðurhúsaloftteg- undina CO2 og leggur því sitt af mörkum til að draga úr hnatt- rænni hlýnun. Hér á landi er fylgst með losun og bindingu gróð- urhúsalofttegunda í tengslum við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna (Sþ). Liður í því er að fylgjast með landnýtingu því hún er einn af sex meginflokkum loftslags- bókhalds Sþ hvað varðar losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Hlynur Óskarsson, dósent og vistfræðingur við Landbún- aðarháskóla Íslands, sagði að sett- ir hafi verið upp viðmiðunar- punktar um allt land. Þeir eru heimsóttir reglulega og fylgst með landnýtingu, ástandi gróðurs auk þess sem tekin eru jarðvegs- sýni o.fl. Út frá því verður hægt að meta þróun mála þegar nið- urstöður nægilega margra athug- ana liggja fyrir. Hlynur sagði það ekki fara framhjá mönnum að gróðri hafi víðast hvar farið fram. Hann þakkaði það bæði hlýindum und- anfarinna ára, a.m.k. þar sem við- varandi þurrkar drógu ekki úr vexti. Gróður er einnig í framför þar sem beit hefur minnkað eða horfið. Íslenskur jarðvegur er eldfjalla- jarðvegur og hefur mikla vatns- drægni. Það veldur mikilli frost- lyftingu á vetrum sem rífur upp jarðveg og gróðurþekju. Hlynur sagði að á rofasvæðum fari gróð- urinn ekki aftur af stað af sjálfu sér því rofferlin séu gróðrinum yf- irsterkari. Þess vegna þurfi að hjálpa vistkerfinu yfir þröskuldinn svo gróður nái yfirhendinni þar sem auðnin hefur blasað við. Athugunarstaðir vegna loftslagsbreytinga Rauðu ferningarnir sýna athugunarstaði varðandi landnýtingu hér á landi vegna loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staðirnir eru heimsóttir reglulega og athugaðir. Kort/www.lbhi.is Uppgræðsla landsins er eðli máls- ins samkvæmt hægfara ferli, að sögn Andrésar Arnalds, fag- málastjóra Landgræðslu ríkisins. Stofnunin hét áður Sandgræðsla Íslands, sem er nokkuð lýsandi fyr- ir ástand landsins þegar starfið hófst 1907. Andrés sagði það taka skamman tíma að skemma land og koma eyðingarferlum af stað en batinn sé hægur. Jarðvegur er lengi að myndast og verða frjór. Fyrst þarf planta að festa rætur og bera fræ. Fyrstu stig framvind- unnar geta verið mjög hæg. Marg- ir samverkandi þættir hafa áhrif á hvernig gróðurfar vex og dafnar. Lofthiti og raki eru þar mjög veigamiklir þættir. Andrés sagði að gróðri virtist hafa farið fram á flestum svæðum landsins undanfarin sumur og gróð- urslikja að aukast á hálendinu. „Maður sér á melum, sem áður merlaði á, að nú er byrjuð að koma lítil ló á þá, þannig að þetta er um allt land,“ sagði Andrés. Áberandi breytingar verða á gróðri þegar beitarálag minnkar mikið eða hverfur. Tegundir sem sauðfé þykir lostætar fara þá að láta á sér kræla. Best sést þetta í íslenska víðinum, ekki síst gulvíði og grávíði, að sögn Andrésar. Beit- artilraunir sem gerðar voru á ár- unum 1975-1980 sýndu vel hvað víðirinn var afgerandi einkennis- planta fyrir beitarálag. „Mér finnst útbreiðsla víðis vera byrjuð að þéttast og hann er líka að svara hlýindunum,“ sagði Andrés. Þess- arar þróunar gætir t.d. á afréttum þar sem beitarálagið hefur minnk- að mikið. Verkefni á borð við „Bændur græða landið“ hafa einnig leitt til aukinnar uppgræðslu. Um 650 bændur eru í samvinnu við Land- græðsluna um uppgræðslu á eigin landi. Árangurinn af því er farinn að setja sinn blæ á margar jarðir og jafnvel heilu sveitirnar á svæð- um þar sem áður var mikil gróð- ureyðing, að sögn Andrésar. Gróðri fer víðast hvar fram Bændur græða landið Landgræðslan og um 650 bændur víða um land vinna saman að upp- græðslu heimalanda og eru bæirnir sem taka þátt merktir á kortið. Bændurnir dreifa áburði og fræi, stöðva rof og þekja landið gróðri. Gróðurmagn á Íslandi jókst um nærri 50% frá árinu 1982 og til ársins 2010 samkvæmt greiningu á gögnum frá bandarískum gervi- tunglum. Gróðuraukningin var mest á vestan- og sunnanverðu landinu en minni breyting varð eftir því sem austar dró. Martha K. Raynolds, gróður- og fjarkönnunarfræðingur við há- skólann í Fairbanks í Alaska, hef- ur unnið að greiningu á gervi- hnattamyndunum í samstarfi við starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar Íslands, þá Sigurð H. Magn- ússon gróðurvistfræðing og Borg- þór Magnússon, forstöðumann vistfræðideildar. Raynolds hefur unnið mikið að rannsóknum á gróðurfari á norðurheimskauts- svæðinu. Athugunin á gróðurfarsbreyt- ingunum hér byggðist á gögnum frá gervitunglum NOAA, en þau greina m.a. gróðurstuðul sem er mælikvarði á blaðgrænu og gróð- ur á yfirborði jarðar. Öllu landinu var skipt upp í 893 reiti og var hver þeirra 154 km2 (12,4x12,4 km). Könnuð voru hæstu gildi gróðurstuðulsins hvert sumar í hverjum reit. Niðurstöðurnar sýna að gróður hefur aukist og tók gróskan mikið stökk upp á við árið 2001. Hæsta gildi tímabilsins mældist 2010 og var það nærri 50% hærra en frá árinu 1982. Dr. Raynolds sagði í samtali við Morgunblaðið að gróðurstuðull- inn hefði farið hækkandi á norð- urslóðum, en mismikið þó á hinum ýmsu stöðum. Hvað Ísland varðar sagði hún ljóst að frá 1982 hefðu mestar gróðurfarsbreytingar orð- ið á vesturhluta landsins. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvaða gróður óx mest á vest- anverðu landinu. Dr. Raynolds sagði að vísindamenn hefðu hug á að rannsaka gróðuraukninguna nánar. Greiningu gagnanna er ekki lokið, samkvæmt því sem fram kemur á vef Náttúru- fræðistofnunar. Niðurstöðurnar hafa ekki verið tengdar við ein- staka umhverfisþætti. Talið er líklegt að meðalaukningu gróðurs megi rekja til aukinna hlýinda, minni beitar og aukinnar land- græðslu og skógræktar. Hlýrra loftslag og minni beit eru talin vega þar þyngst. Gróðurmagnið jókst um 50% Gróðurmagn Kortið sýnir hvar gróðurmagnið óx mest hér á landi á árunum frá 1982-2010. Kort/www.ni.is „Frá tímabilinu 1961-1990 hefur meðalárshiti hækkað um 1,2 gráður hér á landi. Við sjáum í mörgum rannsóknum á gróðurfari að þetta er að slá í gegn,“ sagði Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands. Hann er braut- arstjóri skógfræði og landgræðslu við skólann. Bjarni nefndi til dæmis rannsókn- arniðurstöður Christophs Wöll, sem lauk meistaraprófi fyrir þremur ár- um. Hann rannsakaði skógarmörk ís- lenskra birkiskóga og hvernig birkið hafði svarað hlýnandi loftslagi. Rann- sakaðir voru ellefu staðir á landinu þar sem birkiskógar eiga sér nátt- úruleg efri mörk. Aldur skóganna var rannsakaður, vöxtur þeirra í mis- munandi hæð yfir sjó og vaxtarsaga undanfarinna 50 ára. Bjarni sagði birkið hafi tekið vel við sér þegar hlýnaði upp úr 1990 eft- ir kuldaskeið áratugina á undan. „Síðustu tíu árin hafa birkiskógarnir vaxið svona 5-8 sinnum meira við skógarmörkin en þeir gerðu í kring- um 1970. Það er 500–800% vaxt- arsvörun við þessu hlýnandi lofts- lagi,“ sagði Bjarni. Á þriðjungi rannsóknarstaðanna var birkið að sá sér og breiðast út, þrátt fyrir að sauðfjárbeit væri á flestum svæð- anna. Eins og landið hafi færst „Birkið er að breiða úr sér upp fyr- ir núverandi skógarmörk. Með- alaldur birkitrjánna í efstu mörkum var ekki nema 16 ár. Það segir okkur að birkiskógarnir eru hreinlega að skríða upp fjöllin og það er svörun við þessari hlýnun. Þetta segir manni að vaxtarskilyrðin síðustu 10-15 árin eru betri en þau voru áður um langa hríð,“ sagði Bjarni. Hann sagði að jafna megi hlýnuninni sem orðið hef- ur frá 8. áratug síðustu aldar við það að Ísland hafi færst alla vega 700– 1.000 kílómetra í suður. Hann benti á að meðalárshiti í Færeyjum og norð- anverðu Skotlandi sé um tveimur gráðum hærri en í Reykjavík. Margar tegundir trjáa og runna bregðast vel við hlýnuninni. „Það birtist t.d. í þeim gríðarlega áhuga sem er að verða í ræktun aldintrjáa eins og epla- og plómutrjáa. Mörg af þeim yrkjum sem nú eru ræktuð með góðum árangri og gefa ávöxt voru reynd hér á 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar án góðs árangurs,“ sagði Bjarni. Hann sagði muninn nú og þá ekki fólginn í öðrum aðferðum heldur fremur breyttum aðstæðum. „Á köldu árunum tókst þetta ekki nema á allra bestu blettunum en nú er þetta hægt víðast hvar á láglendi á Íslandi,“ sagði Bjarni. Vaxtartíminn orðinn lengri Vaxtartími gróðurs hefur lengst um 3-4 vikur frá því veðurfar var kaldara og það gerir gæfumuninn, að sögn Bjarna. Haustin hafa og al- mennt verið mildari en áður og það hefur gert alla ræktun auðveldari. Áhrifin eru mest á tegundir sem eru hér á norðurmörkum sínum. Hlýnunin hefur breytt miklu fyrir skógrækt víðast hvar á landinu. Trjá- vöxtur ýmissa tegunda er ekki lengur hindrun fyrir því að rækta skóga til nytja, svo dæmi sé tekið. Svæðin þar sem nú er mögulegt að stunda nytja- skógrækt á Íslandi eru margfalt stærri en þau voru fyrir 30 árum. Bjarni tók það fram að sveiflur í veðurfari séu mjög miklar á Íslandi og sveiflur í meðalárshita t.d. meiri hér en víðast hvar annars staðar. Þótt hlýni megi því miður áfram bú- ast við kuldaköstum – og þarf víst ekki að minna neinn á það þessa dag- ana. Veðrið er meginforsenda bættra skilyrða fyrir vexti og aukinni út- breiðslu birkiskóganna en hófleg beit eða beitarfriðun er einnig mikilvæg forsenda. Hvort tveggja verður að vera til staðar svo skógurinn breiðist hratt út, að sögn Bjarna. Kornræktarsvæði stækka Miklar framfarir sem orðið hafa í kornrækt hér má að hluta þakka rannsóknum og leit að yrkjum sem henta til ræktunar hér, að sögn Bjarna. „En það er ekki síður hlýn- unin sem hefur aukið möguleika kornræktar. Fyrir 20-30 árum voru kornræktarsvæðin bundin við hlýj- ustu sveitir landsins, undir Eyjafjöll- um, austur á Héraði, í Eyjafirði og Skagafirði. Með hlýnuninni eru sennilega 60-70% bújarða komin að þeim mörkum að geta ræktað korn til fóðurs. Það er gríðarleg aukning. Þar sem áður voru byggræktarsvæði er nú hægt að rækta vetrarhveiti, eins og á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Það eru fleiri möguleikar en korn- rækt og aldintrjáarækt sem eru að opnast við þessa hlýnun,“ sagði Bjarni. Hlýnun loftslags er að slá í gegn  Birkiskógarnir klífa upp fjöllin  Líkt og Ísland hafi færst 700-1.000 km í suður  Hægt að rækta korn á meirihluta bújarða Ljósmynd/Bjarni Diðrik Sigurðsson Birkið klífur fjöll Þessi birkiplanta var að vaxa upp í 519 metra hæð yfir sjó. Skordýrin bregðast vel við hlýn- andi loftslagi. Hætt er við að þeim eigi eftir að fjölga innan dyra og utan haldi áfram að hlýna. Á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.