Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Því er gjarnan fleygt að það þurfi að taka upp ný vinnubrögð á Alþingi. Af reynslu minni sem þingmaður get ég fullyrt að það er bráðnauð- synlegt. Það þarf að stokka upp kerfið, auka aga og vanda vinnubrögðin í að- draganda og vinnslu þing- mála. Fyrsta skrefið er að gjörbreyta vinnubrögðum og viðhorfum til þeirra verkefna sem bíða. Miðað við stöðuna í dag ættu atvinnumál ásamt skuldavanda heimila og fyr- irtækja að vera í algerum for- gangi. Við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins höfum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að tefla fram málum í þeim tilgangi að skapa ófrið og ágreining. Á tímum atvinnu- leysis og kjaraskerðingar þótti ríkisstjórninni brýnast að setja á oddinn alls kyns mál sem ekkert hafa með þann brýna efnahagsvanda sem við erum í að gera. Ann- að dæmi um vinnubrögð sem eiga hvergi að líðast er þegar ríkisstjórnarflokkarnir leggja fram hvert málið á fætur öðru, óunnið og óhugsað, nú síðast á sviði sjávarútvegs- mála. Er þetta gert í þeim til- gangi að skapa sér tíma- bundnar vinsældir og varpa þar með fyrir róða efnahags- legum hag þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn stóð ásamt fulltrúum flestra flokka og hagsmunaaðila að sáttaleið í sjávarútvegsmálum á síðasta ári. Sú sátt dugar ekki rík- isstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur heldur þarf stöðugt að efna til ófriðar og ágrein- ings. Til viðbótar er alveg frá- leitt að ríkisstjórnin hunsi álit sérfræðinga og þeirra sem best þekkja til mála eins og við höfum nú orðið vitni að í um- ræðum um sjáv- arútvegsmálin. Það er ótrúverð- ugt þegar stjórn- málamenn þykj- ast vita allt betur en hinir vísustu menn þegar kemur að því að meta efnahags- leg áhrif tiltekinna aðgerða. Og til að bæta gráu ofan á svart var ekki verið að hafa fyrir því að reikna út afleiðingar sjávar- útvegsfrumvarpanna áður en þau voru lögð fram – heldur eiga slíkir útreikningar að koma einhvern tímann seinna. Ríkisstjórnin rennir blint í sjó- inn með frumvarp sem mun hafa afar neikvæð áhrif á af- komu allrar þjóðarinnar,verði það að lögum. Allir sjá að lengra verður ekki gengið á þessari braut. Til að tryggja hér raunveru- lega endurreisn og þau lífskjör sem þjóðin á skilið þarf að skapa hagvöxt, taka ákvarð- anir um mikilvægar fram- kvæmdir og skapa þannig störf. Búa þarf fjölskyldum betri framtíð með lækkun skatta og raunverulegum lausnum fyrir þá sem höllum fæti standa. Eftir Ólöfu Nordal » Það er ótrúverðugt þegar stjórn- málamenn þykjast vita allt betur en hinir vísustu menn þegar kemur að því að meta efnahagsleg áhrif til- tekinna aðgerða. Ólöf Nordal Höfundur er alþingismaður og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. Ný vinnubrögð þjóðinni til heilla Það má vera mikil fréttaþurrð á fjölmiðl- unum. Þau harðindi ganga meira að segja svo nærri sumum þeirra að þeir eru, frekar en ekki neitt, farnir að segja „fréttir“ af því sem þeir nefna „starf stjórnlagaráðs“. Er þó mjög vandséð hvaða er- indi slíkt á í almennar fréttir, svo fullkomlega marklaust sem „stjórnlagaráðið“ er, og allt það sem þar fer fram. Allir nema „stjórnlag- aráðsmennirnir“ sjálfir, og hugsanlega Jóhanna Sigurðardóttir, vita að engu skiptir hvaða „niðurstöður“ koma af „fundum stjórnlagaráðs“, því ráðið hef- ur nákvæmlega enga þýðingu. Þjóðin vildi ekki stjórnlagaþing Meðal þess sem stjórnmálamenn hafa talað um eftir gjaldþrot viðskipta- bankanna, til að þurfa ekki að tala um nokkuð sem gæti skipt almenning raun- verulegu máli, er að endurskoða þurfi stjórnarskrána. Sú hugmynd hafði raunar heyrst áður, en eftir banka- gjaldþrotið var bætt við þeirri kenningu að nú yrðu aðrir en alþingismenn að semja stjórnarskrá, því alþing- ismönnum hefði fram að þessu láðst að gera á stjórnarskránni þær breytingar sem álitsgjafar og aðrir meinlokumenn hefðu látið sig dreyma um. Þessu fylgdi staðhæfing um að „þjóðin“ treysti ekki þingmönnum sínum til að breyta stjórn- arskránni svo það yrðu aðrir að gera. Í framhaldi af þessu knúði núverandi for- sætisráðherra fram lög um stjórnlaga- þing, sem þjóðin skyldi kjósa til og fá þannig loksins þá fulltrúa sem hún vildi til að semja nýja stjórnarskrá. Allir vita hvernig það fór. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar reyndist ekki hafa áhuga á stjórnlagaþinginu eða fram- bjóðendum til þess. Aðeins þriðjungur kjósenda lét sjá sig á kjörstað, þrátt fyrir mikinn áróður stjórnvalda, og samkvæmt opinberum tölum dreifðust atkvæði svo mjög að fáir eða engir frambjóðenda fengu nokkurn stuðning að ráði. skipaða þeim tuttugu og fimm sem kjör- stjórn, sem síðan sagði af sér, hafði rang- lega sagt hafa náð kjöri til stjórnlaga- þings og skyldi sú nefnd vinna allt það sama starf sem stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað, og á sömu rausnarlegu starfskjörum. Einn af þessum tuttugu og fimm hafði manndóm til að hafna boðinu. „Stjórnlagaráðsmennirnir“ eru nefndarmenn minnihluta þing- manna Þingsályktunartillagan var samþykkt með naumum meirihluta viðstaddra þing- manna. Sumir þingmenn létu sig hverfa af vettvangi áður en atkvæði voru greidd, og hlaut tillagan ekki einu sinni stuðning meirihluta kjörinna þingmanna. Þegar al- þingi kýs stjórnir eða nefndir er jafnan kosið listakosningu, þannig að minnihlut- inn fær fulltrúa í samræmi við þingstyrk sinn. Það var ekki gert hér. Hinn naumi meirihluti viðstaddra þingmanna ákvað að velja sjálfur alla nefndarmennina tutt- ugu og fimm. Við hvert einasta skref málsins hefur snarminnkað umboð þeirra tuttugu og fimm sem nú sitja á alþing- ismannslaunum í furðulegustu nefnd rík- isins, „stjórnlagaráði“. Umboðslaust fólk Þeir sem nú sitja í „stjórnlagaráði“ eru kjörnir þangað af minnihluta kjörinna al- þingismanna, valdir eftir kosningu sem var augljóslega algerlega að engu haf- andi. Þeir eru ekkert annað en fulltrúar í nefnd á vegum nokkurra þingmanna. Þeir hafa ekkert annað umboð og engan varðar meira um „niðurstöður“ þeirra en niðurstöður annarra nefnda á vegum stjórnmálaflokka. „Starf stjórnlagaráðs“ á ekkert erindi í fréttir, hversu mikil sem „gúrkan“ er. Kosningin var ógild, vegna fjölmargra alvar- legra galla Þótt raunveruleikinn hefði þannig ruðst með nægilega afgerandi hætti inn í tilveru stjórnarherr- anna þá var ballið fyrst að byrja. Strax blasti við að mjög margt var athugavert við það hvernig staðið var að málum. Svo alvarlegir voru annmarkarnir að Hæstirétt- ur Íslands komst samhljóða að þeirri niðurstöðu að kosningin hefði ekkert gildi. „Skapandi úrlestur“ kjörseðla Engin tök eru á að reifa hér þá fjöl- mörgu galla sem voru á kosningunni, en flestir ættu að sjá að Hæstiréttur Íslands ógildir ekki kosningar að gamni sínu. En til fróðleiks mætti vitna hér í skýrslu sem yfirkjörstjórnarmaður í einu kjördæm- anna gerði um framkvæmd talning- arinnar og sendi til allsherjarnefndar al- þingis. Í skýrslunni segir meðal annars: „Sumt innsláttarfólkið stundaði „skap- andi“ úrlestur, giskaði á tölur, og breytti jafnvel svo passaði við frambjóðanda. Fyrir kom að eingöngu síðasta tala var „misskráð“ hjá kjósanda og tók innslátt- arfólkið sér þá stundum vald til að setja inn „rétta“ tölu.“ Þegar menn horfa á þetta, að innsláttarfólk stundaði „skap- andi úrlestur“ og „giskaði á tölur“ á kjör- seðlum, þá ættu menn að sjá í senn hversu alvarlegt mál það er að engir eft- irlitsmenn frambjóðenda fylgdust með talningunni sem og það hversu fráleitt það er, að nokkuð sé á „úrslitunum“ að byggja. Það fólk sem í fyrstu fréttum var sagt hafa náð kjöri, náði aldrei neinu kjöri og fékk aldrei neitt umboð. Höfuðið bitið af skömminni Þegar svona var komið var aðeins tvennt sem sómakærir þingmenn gátu gert. Þeir höfðu val um að láta endurtaka kosninguna og gera það þá með forsvar- anlegum hætti, eða þeir gátu skilið skila- boð kjósenda og hætt við stjórnlaga- þingshugmyndina. Núverandi ráðamenn landsins ákváðu hins vegar að gera hvor- ugt. Með þingsályktunartillögu, ekki lög- um, var samþykkt að skipa skyldi nefnd, Eftir Bergþór Ólason » „Stjórnlagaráðsfullrú-ar“ eru aðeins nefnd- armenn á vegum minni- hluta kjörinna þingmanna og hafa ekkert annað um- boð. „Starf“ þeirra er Ís- landsmet í tímaeyðslu. Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Furðufréttir af „stjórnlagaráði“ Skarkali Föstudagsfiðrildi Götuleikhússins og listhópa Hins Hússins vekur athygli í miðbæ Reykjavíkur og sýningar í glugga Rokks og rósa við Laugaveg vekja vegfarendur til umhugsunar. Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.