Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 30

Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Bók mín Rosabaugur yfir Íslandi hefur hlotið góðar viðtökur og er uppseld hjá útgefanda. Við undirbúning 2. prentunar sá ég mér til leiðinda fáeinar villur, einkum stafa- eða frágangsvillur. Verst þótti mér að við lokafrágang bókarinnar, við heimildavinnu um dóm hæstaréttar 5. júní 2008, urðu mér á þau leiðu mistök að segja Jón Ásgeir Jóhannesson sakfelldan fyrir fjárdrátt. Með því vakti alls ekki fyrir mér að gera á hlut hans og bið ég hann afsökunar á mistök- unum. Jón Ásgeir hlaut dóm sam- kvæmt 15. ákærulið fyrir meiri háttar bókhaldsbrot samkvæmt 2. mgr. 262 gr. almennra hegning- arlaga en var sýknaður að öðru leyti af ákæruliðum 2 til 17. Hann hlaut engan dóm samkvæmt 19. ákærulið eins og skilja má af texta mínum á bls. 368. Þetta leiðrétti ég hér með og mun einnig gera í 2. prentun bókar minnar sem vænt- anleg er á markað innan skamms. Ég þakka lesendum áhuga þeirra á bókinni og góð orð um hana. Bið ég þá velvirðingar á þeim villum sem hér eru nefndar. Björn Bjarnason Rosabaugur Höfundur er fyrrverandi ráðherra. „Í umræðu um svo- kallað „læknadóp“ hefur borið á for- dómum gagnvart fíkn og orð eins og „fíkill“ notað á niðurlægjandi hátt. Hafa ber í huga að fíkn á oftast rætur sínar að rekja til þess að fólki líður illa og hefur ekki í önnur hús að venda en lyf (lögleg eða ólögleg) til að gera lífið bærilegt. Að tala sig frá breytingu Kenningin um að allir sem eru í neyslu séu í „afneitun“ stenst ekki nánari skoðun. Margir vilja þó ekki viðurkenna fíknina út á við fyrr en allt er komið í þrot, vegna þess að fólk óttast „fíklastimpilinn“. Ef þú vilt fá einhvern til að tala af ein- lægni um neyslu og fíkn, er hlut- drægni og fordæming eitthvað sem ber að forðast. Þú tekur ef til vill eftir einhverju sem bendir til fíkn- ar hjá vini þínum, sjúklingi, maka eða barni. En ef þú byrjar á að segja að hann/hún eigi við vanda- mál að stríða, tekurðu afstöðu með „hér er vandamál sem þarf að breyta“-hlið málsins. Þú kallar á „þetta er sko ekkert vandamál“- andstöðu frá þeim sem þú talar við. Því meira sem þú rökstyður þína hlið málsins þeim mun meira ver hinn aðilinn hina hliðina. Þetta er kunnuglegt handrit. Fólk sem sett er í þessa stöðu getur bókstaflega talað sig frá því að breytast. Stimpilgildran Sumir trúa því að það sé mjög mikilvægt fyrir þann fíkna að við- urkenna og sætta sig við greiningu ráðgjafans („þú ert alkóhólisti,“ „þú ert í afneitun,“ „þú ert fíkill,“ o.s.frv.). Af því að svona stimplar hafa neikvæða merkingu ætti það ekki að koma neinum á óvart að fólk með sæmilega sjálfsvirðingu streitist á móti. Engar rannsóknir benda til þess að það geri nokkurt gagn fyrir fólk að sætta sig við stimpil eins og „alkóhólisti“. Það er oft undirliggjandi „valdabarátta“ í svona stimpladeilum þar sem ráð- gjafi leitast við að sýna vald sitt og sérfræðilega þekkingu. Hjá fjöl- skyldumeðlimum getur stimpill leitt til fordómafullra samskipta. Fyrir suma, gæti jafnvel bara lítil tilvísun í „vandamál þitt með …“ leitt til óþægilegrar tilfinningar um það að vera kominn í gildru. Sama gildir um samskipti lækna og við- skiptavina þeirra. Stimpill er hlut- drægni, sem kemur í veg fyrir já- kvæða samræðu. Það er vel hægt að skoða vandamál í kjölinn án þess að fólk fái á sig stimpla sem geta kallað fram óþarfa átök. Auð- vitað má fólk stimpla sig ef það vill. Til dæmis segja „ég er alkó- hólisti“. Reynslan hef- ur sýnt að slíkir stimplar hjálpa mörg- um séu þeir notaðir í réttu samhengi á réttu augnabliki, af réttum aðila. Það er sem sagt mikilvægt að stimpillinn komi frá þeim stimplaða á því augnabliki þegar hann/hún vill stimpla sig, en honum sé ekki troðið upp á fólk. Forðist ásakanir Í langflestum tilvikum er fólk meðvitað um hvaða áhrif neysla hefur á umhverfi þess enda koma slíkar áhyggjur mjög fljótlega fram í opnum og fordómalausum viðræðum við fólk sem er fíkið. Þá er hægt að skoða þær áhyggjur og virkja þær sem jákvætt afl til breytinga. Hins vegar er afar eðlilegt að fólk fari í vörn ef það er lamið í hausinn með ásökunum eins og t.d.: „Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þessi drykkja þín er á góðri leið með að eyði- leggja börnin þín?“ Í þeim til- vikum fer fólk í vörn og fer að telja sjálfu sér og andmæland- anum trú um að þetta sé nú alger vitleysa. Í stað þess að vera afl til jákvæðra breytinga verður þetta hemill á breytingar og í versta falli afl sem ýtir viðkomandi í öf- uga átt. Ferlið afneitun – botn – bati er lærð hegðun, ekki með- fædd. Jákvæð samræða Ég vil hvetja til jákvæðra sam- ræðna með það að markmiði að bjóða fólki hjálp til að ná tökum á lífinu áður en allt er komið í óefni – áður en botninum er náð. Þú þvingar ekki hjálp upp á fólk sem er að glíma við fíkn. Faglegt sam- tal, þar sem borin er full virðing fyrir skoðunum og vilja þess sem talað er við, leiðir þó oftar en ekki til þess að fólk sem er háð efnum sem skaða það til lengdar, vill reyna að draga úr notkun þeirra. Öll berum við endanlega ábyrgð á eigin lífi og hver og einn veit best á hverju augnabliki lífsins hvaða hjálp hann/hún vill taka á móti. Jákvæð tilboð um stuðning eru sú leið sem ber að fara og þá á að forðast forræðishyggju, stimpla og fordóma. „Fíklar“ eru líka fólk Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R. Helgason »Ef þú vilt fá einhvern til að tala af einlægni um neyslu og fíkn, er hlutdrægni og fordæm- ing eitthvað sem ber að forðast. Höfundur er dósent í sálfræði og lýðheilsufræði. Í söluferð til Hvíta- Rússlands hitti ég fyr- ir tilviljun ítalskan rauðvínsbónda, sem átti ásamt bræðrum sínum 200 hektara vínekrur á Norður- Ítalíu. Vínin hans eru afrakstur vínræktar forfeðra hans í marga ættliði og nú upp- skera bræðurnir það sem til var sáð um aldir. Rauðvínin eru meðal þeirra bestu á Ítalíu, margverðlaunuð og seld á allt að 460 evrur flaskan, jafnvirði 76.000 króna, á veitinga- húsum í New York. En verðmætin eru ekki bara í sjálfu víninu því bóndinn taldi að vínekrurnar væru í flokki verðmætustu svæða á Ítal- íu, enda gáfu þær ekki bara af sér góð rauðvín heldur tryggðu fyr- irtæki þeirra bræðra líka góða af- komu. Það var stoltur Ítali sem opnaði rauðvínsflösku af bestu sort, hellti í glasið mitt og útlistaði gæði víns- ins, sem vissulega var gott. Því miður hafði ég hvorki reynslu né þekkingu til að dæma vínið í sam- anburði við aðrar rauðvínsteg- undir. Í spjalli yfir vínglasi barst tal að Afríkuríkinu Simbabve, áður Ródesíu, þar sem Mugabe ræður nú ríkjum. Ítalinn sagði að Sim- babve og stór hluti Afríku væri án vafa gjöfulasta og verðmætasta landsvæði heims. Þar mætti rækta allt á milli himins og jarðar og í hans huga væri þar eitt mesta gnægtaborð jarðarinnar. En því miður væri skipulag atvinnuvega og traust á stjórnarfari með þeim hætti að þjóðir Afríku brauðfæddu sig varla og stærstur hluti íbúa lifði við hungurmörk eða undir þeim. Gott dæmi má taka af því þegar Mugabe þjóðnýtti jarðir hvítra bænda í Simbabve fyrir um áratug og færði í hendur stuðningsmanna sinna til áframhaldandi búrekst- urs. Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ og stjórnlagaþingmaður, lýsti þjóðnýtingu Mugabe á bú- jörðum í grein fyrir nokkrum ár- um og taldi að af þessu mætti draga lærdóm um hvernig fara myndi fyrir íslenskum útgerðarmönnum þegar nýtingarrétt- urinn yrði af þeim tekinn og færður þjóðinni til að upp- skera og njóta hinnar svokölluðu auðlinda- rentu! Þjóðnýting og upp- stokkun í simbab- veskum landbúnaði hefur kallað algert hrun yfir atvinnu- greinina með skelfi- legum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Vissulega er enn stundaður landbúnaður í Simbabve en með litlum árangri. Afrakstur búanna lélegur og afkoma bænda afar slæm. Simbabve var áður eitt af matarforðabúrum Afríku en brauðfæðir sig varla lengur. Ítalski rauðvínsbóndinn sagði að nú byði Mugabe hinum brott- hröktu bændum að snúa heim gegn því að fá afnotarétt jarða sinna til 20 ára. Enn sem komið væri hefðu engir þegið boðið, enda væru 20 ár alltof stuttur tími til að byggja bújarðirnar upp aftur upp og svo treysti enginn stjórnvöldum landsins. Simbabve er ekki bara frjósamt ræktarland. Þar eru líka víðlendar óbyggðir með hjarðir hjarta, antílópa, fíla og aðrar dýra- tegundir sem við höfum einungis séð í sjónvarpi. Ítalski rauðvínsbóndinn hafði „keypt“ 30.000 hektara af óbyggð- arlandi fyrir ekki neitt, eins og hann orðaði það. Samtals höfðu Ítalinn og grannar hans girt af og friðað fyrir dýr merkurinnar og byggt upp hjarðir villidýra á um 250.000 hekturum óbyggðs lands á um áratug. Viðkoma dýranna hefði verið með ólíkindum og nú reikuðu þar um stórar hjarðir dýra sem Vesturlandabúar greiddu stórfé fyrir að koma og skoða eða veiða undir leiðsögn. Hófleg veiði væri líka mikilvæg, enda dýrastofnarnir stórir og þyldu slíkt vel. „Af hverju hirða stjórnvöld ekki veiðilendurnar?“ spurði ég og fékk svarið: „Þetta er eina uppspretta erlendra tekna og þeir þora ekki að hrifsa hana til sín, ekki enn. Um leið og stjórnvöld innleiða afr- ískt skipulagsleysi vita þau að ferða- og veiðimennirnir hverfa samstundis. Við bókum þessa „eign okkar“ á núlli, enda „keypt- um“ við hana fyrir lítið en þarna eru fólgin gríðarleg verðmæti í frekari uppbyggingu ef hirt verður um líkt og vínræktina okkar á Ítalíu fyrr og síðar. Þannig mætti skapa bæði okkur og Simbabve miklar tekjur. En við búumst við að einn góðan veðurdag muni Mu- gabe eða arftakar hans hirða af okkur löndin, bótalaust. Við tökum allt sem við getum út úr landinu og skiljum ekkert eftir. Við höld- um meira að segja að á landsvæð- inu okkar séu verðmætar námur en þorum ekki að rannsaka málið því við vitum að um leið og við finnum verðmæti þarna verður allt af okkur hirt. Þetta er sorglegt en staðreynd,“ sagði ítalski bóndinn sem þekkir sögu kynslóðanna við að þróa framleiðslu verðmætra vína. Ég játa að þrátt fyrir að vera hreifur af ítölsku gæðavíni lagði ég ekki í að útskýra fyrir Ítal- anum hvað væri að gerast á Ís- landi með hugmyndum um rík- isvæðingu sjávarútvegsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir land og þjóð. Lesandi góður, getur þú ímynd- að þér upplitið á þeim ítalska ef ég hefði reynt að kynna honum hina íslensku fyrningarleið upp á ítalska vísu? Nýtingarréttur vín- ræktenda af þeim tekinn og boð- inn upp á 5, 10 eða 20 ára fresti. Án vafa hefði Ítalinn tekið af mér flöskuna í hvelli, enda talið líkleg- ast að skemmt vín væri sennileg- asta skýringin á fjarstæðutali við- mælanda síns af Íslandi. Ítalskt rauðvín, afrískt helsi og íslensk fyrning Eftir Sigurgeir B. Kristgeirsson » Þjóðnýting og uppstokkun í simbabveskum land- búnaði hefur kallað algert hrun yfir atvinnu- greinina með skelfi- legum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Sigurgeir B. Kristgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum Illa ígrunduð gjald- eyrisstefna Seðla- banka Íslands, ógn- vænleg staða Íbúðalánasjóðs, sífellt versnandi staða krón- unnar með tilheyr- andi eignaupptöku og hækkun verðtryggðra lána ásamt auknu at- vinnuleysi getur á skömmum tíma keyrt ríkissjóð og stóran hóp húseigenda í þrot. Svikin loforð stjórnmála- manna um afnám verðtryggingar og glórulaus eignaupptaka gætu leitt til þess að Íbúðalánasjóður gæti eignast þúsundir íbúða og ljóst er að ríkissjóður stendur ekki undir slíku fargi. Stór hluti þjóð- arinnar mun – og er að tapa eign- arhlut sínum í eigin húsnæði og stendur uppi slyppur og snauður. Eins og staðan er í dag á Íbúða- lánasjóður 1.900 eignir sem marg- ar hafa verið sviknar út úr lands- mönnum með vafasömum útreikningum geng- istryggðra lána og vægast sagt vafasamri túlkun á dómi Hæsta- réttar, skuldurum í óhag. Forsætisráðherra sem hvatti til afnáms verðtryggingar hefur ekki staðið við stóru orðin og mallar eigna- upptakan áfram í skjóli stjórnvalda. Eru menn í ríkisstjórn Ís- lands kolblindir eða sjá þeir ekki að alltaf fjölgar lán- um sem ekki er borgað af og leggjast þessar skuldir með aukn- um þunga á ríkissjóð sem á end- anum getur ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Gjaldeyrisstefna Seðlabankans er svo sér-kapítuli í öllum þessum darraðardansi og hvarflar að manni að stjórnendur þar á bæ átti sig ekki á þeirri stöðu sem ríkissjóður er kominn í. Ef ekkert verður að gert í þessum málum blasir hugsanlega við ann- að hrun sem mun leggja íslensku þjóðina á fjórar fætur með ævar- andi vantrú á Alþingi, stjórn- málamenn og æðstu stofnanir þjóðfélagsins, þar með taldir dóm- stólar. Það er ámælisvert að innláns- stofnanir þurfi að margreikna úr- skurð Hæstaréttar til að fá niður- stöðu sem er alltaf innlánsstofnun og bönkum í hag en skuldurum í óhag. Þarna ber Hagsmuna- samtökum heimilanna að grípa í taumana svo rækilega verði tekið eftir. Veruleikafirrtir fiðlusnill- ingar í fjármálaráðuneytinu eiga að stunda tónsmíðar. Skattlagn- ingu sem þessir nótnastaglarar hafa keppst við að troða upp á landann verður svarað með sam- drætti í neyslu og útkoman verður minni skattar í ríkissjóð. Skatta- hagfræði sem þessi er dæmd til að mistakast. Eina leiðin út úr ógöng- unum er að stoppa atvinnuleysið og einbeita sér að því að fjölga störfum, þessu verða stjórnvöld að gera sér grein fyrir. Er annað hrun innan seilingar? Eftir Sigurjón Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson » Vangaveltur og ábendingar um að annað hrun geti verið innan seilingar ef rík- isstjórnin breytir ekki um stefnu og áherslur. Höfundur er matreiðslumeistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.