Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 ✝ Erla Ólafsfæddist á Siglu- firði 15. desember 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 29. maí 2011. Móðir Erlu var Arnfinna Björnsdóttir frá Siglufirði. Sem kornabarn var Erla tekin í fóstur af móðursystur sinni, Ólínu Björnsdóttur, og manni hennar, Ólafi Gottskálkssyni. Erla var skírð Erla Ólafs og ólst upp sem eitt af ellefu börnum þeirra hjóna. Erla hóf sambúð með Stein- grími Viggóssyni, f. 8. júlí 1917. Hann lést árið 1997. Með Stein- grími eignaðist hún dótturina Guðlaugu, f. 27. febrúar 1944. Guðlaug er gift Hákoni J. Ant- onssyni og eiga þau tvo syni, Steingrím Óla og Þóri Þormar. Barnabörnin eru fjögur, Ólafur Darri, Hákon Orri, Vaka Rán og Viktor Snær. Bróðurson Erlu, Ólaf Jóhann Rögnvaldsson, f. 9. janúar 1947, ólu þau upp frá unga aldri, en Ólafur lést af slysförum 11. ágúst 1974. Árið 1957 auðnaðist þeim svo í fóstur systursonur Erlu, Róbert Guð- finnsson, f. 11. mars 1957, og var hann sem sonur þeirra, þó ekki hafi hann verið á heim- ili þeirra nema fyrstu uppvaxt- arárin. Börn Ró- berts eru Gunn- hildur, Sigríður María, Ragnheiður Steina og Bryndís Erla. Barnabörn Róberts eru Róbert Orri og Brice Brynjar. Voru þau öll sem ömmu Erlu og afa Steingríms barnabörn. Má þó segja að í huga allra barna í ættinni var hún alltaf amma Erla. Erla vann ýmis störf hér í bæ, en varð henni þó tíðrætt um gömlu og góðu dagana í Herter- vigsbakaríinu og þá seinna hversu vel hún fann sig við ræst- ingar í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar innan um glaðværa ung- linga og gott samstarfsfólk. Eftir að Erla hætti að vinna hafði hún nóg fyrir stafni, úti- vist, gönguferðir um fjörðinn og sund, þar sem margt var spjall- að og skipst á skoðunum, oft um bæjarpólitík en þar var hún í essinu sínu. Útför Erlu fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 11. júní 2011, kl. 15. Það eru erfið spor að fylgja til grafar konu sem hafði jafnmikil áhrif á líf mans og gaf manni jafn- mikið og Erla Ólafs gerði. Þessi merka kona, móðursystir mín, sem tók mig í fóstur nokkurra vikna gamlan og ól mig upp fyrstu árin, er mín hvunndagshetja. Hún var mér móðir, vinkona og félagi. Þeir sem til hennar þekktu minnast flestir hversu mikill eld- hugi hún var þegar umræðan barst að stjórnmálum. Hún var með kratablóð í æðunum og vék aldrei af þeirri stjórnmálaskoðun. Þegar kosningar nálguðust breyttist fóstra mín. Hún varð ör- ari og auðvelt var að koma henni í hörkusamræður um stjórnmálin. Í hennar veröld voru allir kratar óskeikulir. Þegar minningarnar hrynja yf- ir mann og litið er yfir farinn veg sér maður hvað það var gefandi að fá að verða samferða manneskju eins og Erlu. Þessi djúpa réttlæt- iskennd, sem oft átti það til að verða ofstækisfull, vakti mann til umhugsunar um hvort maður væri á réttri leið. Ef hún var ósammála því sem ég tók mér fyr- ir hendur, hvort sem það var í við- skiptum eða í einkalífinu, lét hún í sér heyra. Óhrædd við afstöðu annarra og alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Það er engin tilviljun að öll börnin í hverfinu minnast hennar sem ömmu Erlu. Hún gerði engan greinarmun á þeim börnum sem til hennar sóttu. Þau voru öll ömmubörnin hennar hvort sem þau komu úr hennar fjölskyldu eða höfðu flutt í nágrennið. Það hefur stundum verið sagt um þá miklu ætt sem Erla var af að sá sem átti nógan mat hann ól upp börnin. Þetta hugarfar gerði það að verkum að það er stór hópur sem hefur átt viðkomu á heimili fóstru minnar á Hlíðarvegi 3. Þegar lífskrafturinn fór að þverra og styttast tók í stundina stóru var hugurinn allur hjá ung- viðinu. Það var yndisleg sjón að sjá hvernig það lifnaði yfir henni þegar yngstu fjölskyldumeðlim- irnir komu í heimsókn. Hún sá framtíðina í þeim og var treg til að kveðja án þess að sjá þau vaxa úr grasi. Það verður nú hlutverk okkar að halda uppi minningunni um Erlu Ólafs og fræða barna- börnin um þessa merku konu. Hvíldu í friði móðir kær. Róbert Guðfinnsson. Elsku kerlingin mín. Nú er þinn dagur kominn og mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda. Það var ekki bara Róbert sem þú hjálpaðir mér með, það voru líka hin börnin tvö, þú passaðir þau líka. Ég gæti skrifað heila bók um okkur, en ég ætla að eiga þær minningar í hjarta mínu. Svo ég ætla að kveðja þig með sálminum sem hann faðir okkar söng svo oft: Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Elsku Erla mín. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti þér. Ég hitti þig svo þegar minn dagur kemur. Þín systir, Steinfríður Ólafsdóttir (Steina). Látin er á Siglufirði sómakonan og jafnaðarmaðurinn Erla Ólafs. Erlu kynntist ég ungur að aldri þegar ég var sendill á kosninga- skrifstofu Alþýðuflokksins. Þá tíðkaðist að skrifa niður á kjördag hverjir kæmu að kjósa og við unga fólkið vorum í því að koma skrán- ingunni á kosningaskrifstofuna þar sem þeir fullorðnu merktu við í kjörskrá og reyndu að skipta háttvirtum kjósendum niður á flokka. Þegar líða fór á kjördaginn samdi Erla alltaf á sinn ljúfa hátt við okkur um að fá að sjá listana fyrst til að athuga hverjir væru búnir að kjósa. Erla var alltaf með á hreinu hverjir væru búnir að kjósa og hverjir eftir. Hún þurfti hvorki að skrifa það niður né nota síðari tíma tölvutækni. Þetta var greypt í huga hennar. Erla trúði mér fyrir því að hún notaði alltaf sparidúkinn sinn til að hafa á tertuborðinu í kosninga- kaffinu. Þegar dúkurinn var not- aður fyrst unnum við stórsigur og því notaði hún hann alltaf síðan, oftast með góðum árangri. Áhugi Erlu var ekki eingöngu bundinn við kjördaginn sjálfan og það sem fram fór þá. Strax í aðdraganda kosninga var hún komin á fullt. Hún var með það á hreinu hverjir væru utan bæjar á kjör- degi, og þyrftu því að kjósa utan kjörfundar, og hverjir væru á leið úr bænum. Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna Erla var svona áhugasöm og hvers vegna hún lagði svona mikið á sig vegna kosninga. Svar við þessum vanga- veltum mínum fékk ég í einu morgunkaffinu hjá henni. Þetta var hugsjónastarf, hún gerði þetta fyrir jafnaðarstefnuna og bæinn sinn. Að leiðarlokum vil ég þakka Erlu fyrir mikinn stuðning við mig í mínu pólitíska starfi og sér- staklega hin síðari ár eftir að ég settist á Alþingi. Spjall í síma um pólitíkina og bæjarmálin á Siglu- firði var ávallt uppbyggilegt og skemmtilegt. Erla var í raun og veru eins og alfræðiorðabók um málefni Siglufjarðar og íbúa bæj- arins og með allt á hreinu. Það væri hægt að skrifa heila bók um Erlu og áhuga hennar á stjórnmálum. En nú sný ég mér að Erlu sem vini okkar hjóna og fjölskyldunnar allrar. Þegar ég kom til Siglufjarðar árið 1978 frá Bolungarvík, nýgiftur, tók Erla á móti okkur hjónum á eftirminni- legan hátt. Hún tók á móti konu minni eins og hún væri búin að þekkja hana í tugi ára og ætti í henni hvert bein, eins og sagt er. Margar stundir okkar hin síðari ár í morgunkaffi á Hlíðarveginum hjá Erlu eru eftirminnilegar og alltaf nýbakað muffins og besta soðbrauð sem hægt er að fá. Gott dæmi um þennan vinskap eru orð og hvatning yngsta sonar okkar, sem er að útskrifast úr HÍ á útfarardegi Erlu, en hann sagði ekki annað koma til greina en að við hjónin tækjum útför Erlu fram yfir útskrift sína og útskriftar- veislu. Erla er búin að vera vinur og pólitískur samherji alla tíð, fyrst í Alþýðuflokknum og síðar í Samfylkingunni, og fyrir það vilj- um við þakka með þessum minn- ingarorðum um heiðurs- og jafn- aðarkonuna Erlu sem verður sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Kristján L. Möller, Oddný og synir. Kveðja frá siglfirskum jafn- aðarmönnum Siglfirskir jafnaðarmenn standa í mikilli þakkarskuld við baráttukonuna og jafnaðarmann- inn Erlu Ólafs. Erla gekk ung að árum til liðs við Alþýðuflokkinn og starfaði í honum alla tíð og síðar í Samfylkingunni eftir stofnun hennar. Erla tók mikinn þátt í öllu starfi jafnaðarmanna. Hún var drjúg við að baka meðlæti og hita kaffi á al- mennum fundum, stórum sem smáum, svo ekki sé talað um störf á kosningadögum. Hún hafði sterka réttlætiskennd og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Alltaf var hún fremst í flokki í aðdraganda kosninga og mikil keppniskona um kosninga- sigra sem voru þó nokkuð margir í gegnum árin, enda styrkur jafn- aðarmanna á Siglufirði jafnan mikill, meira að segja í andbyr flokksins á landsvísu. Erla mætti á nær alla fundi og tók þátt í um- ræðum og lagði ávallt eitthvað gott til málanna, sérstaklega um vöxt og viðgang bæjarins okkar – Siglufjarðar. Erla var mikill Siglfirðingur og var mjög umhugað um vöxt og viðgang bæjarins og tók það nærri sér þegar áföll riðu yfir, t.d. fækkun atvinnutækifæra og fækkun íbúa. Erla var kappsfull og jafnvel óþreyjufull og fannst að málefni bæjar síns ættu að ganga betur fram. Þess vegna er það ánægjulegt hvað mikið hefur ver- ið að gerast í bænum okkar hin síðari ár. Hún samgladdist yfir öll- um sigrum og uppgangi, hvort heldur það var opnun Héðins- fjarðarganga eða uppbygging gamalla húsa við innri höfnina, sem er glæsilegt framtak eins ættingja hennar. Þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár og þverrandi þrótt var Erla alltaf með hugann við starf okkar og fylgdist vel með. Erlu verður sárt saknað en minning hennar mun efla okkur til dáða við að vinna að vexti og við- gangi bæjarfélagsins. Með þess- um minningarorðum viljum við þakka Erlu áratuga stuðning, traust og mikla vinnu fyrir sigl- firska jafnaðarmenn og jafnaðar- stefnuna sem hún barðist alltaf fyrir og lét aldrei bugast. Við sendum ættingjum Erlu innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, heiðurskona. F.h. siglfirskra jafnaðarmanna, Ólafur Kárason. Erla Ólafs ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR MAGNÚSSON, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi mánudaginn 6. júní. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Aðalheiður Steina Scheving, Guðjón Scheving Tryggvason, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Loftsson, Jóhanna Björgvinsdóttir, Hreinn Loftsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Magnús Loftsson, Gunnar Ásgeirsson, Ásdís Loftsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar PÁLS VALDIMARS MAGNÚSSONAR fv. bónda á Vindhæli A-Hún. Alúðarþakkir sendum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir frá- bæra umönnun síðustu árin. Fyrir hönd ástvina, Magnús Guðmannsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURFLJÓÐ JÓNSDÓTTIR frá Litla-Langadal á Skógarströnd, Sóltúni 2, sem lést sunnudaginn 5. júní, verður jarð- sungin frá Áskirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Þórarinn Böðvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, GARÐAR SIGURÐSSON, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudag- inn 2. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og líknardeild Landspítalans. Valgerður Garðarsdóttir, Svanur M. Krisvinsson, Guðrún Garðarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergur Garðarsson, Nína Margrét Perry, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ríkarður Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ÁRMANNS SIGVALDASONAR, Borgartúni, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir færum við öllum í Álftarima 2 og á vinnu- stofunni Viss. Jóna Katrín Guðnadóttir, Sigvaldi Ármannsson, Dagný Sigvaldadóttir, Guðni Sigvaldason, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurjóna Sigvaldadóttir, Emil Jakob Ragnarsson, Margrét Árdís Sigvaldadóttir, Óskar Eyberg Aðalsteinsson, Guðfinna Björk Sigvaldadóttir,Erlendur Reynir Guðjónsson, Eyþór Jónsson og frændsystkini. ✝ Einlægar þakkir til allra þeirra er sýndu sam- úð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐRÚNAR VILMUNDARDÓTTUR, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A6 Landspítala Fossvogi og starfsfólks Múlabæjar fyrir góða umönnun. K. Kolbrún Baldursdóttir, Guðmundur Fr. Ottósson, Ásgeir Torfason, Hrefna S. Sigurnýasdóttir, Ástríður G. Torfadóttir, Trausti Ævarsson, Valgerður G. Torfadóttir, Elías Kári Halldórsson, Ragnhildur Torfadóttir, Kristján Sigurðsson, Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS ANDRÉSSONAR, Bauganesi 39, Reykjavík. Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir, Steinar Þór Guðjónsson, María Jolanta Polanska, Hilmar Guðjónsson, Agnes Henningsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Gunnar Kjartansson, Raggý Guðjónsdóttir, Ágúst Einarsson og afabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.