Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 36

Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 ✝ Anna LáraGísladóttir fæddist á Ósi í Bolungarvík 9. desember 1935. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 6. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Gísli Valdimarsson, f. 30.8. 1914, d. 20.7. 1984 og Margrét Magn- úsdóttir, f. 22.1. 1918, d. 20.11. 1997. Börn Önnu Láru voru þrjú, drengur andvana fæddur, Guðrún María, gift Hjalta Þór, saman eiga þau þrjú börn, Evu Ólöfu sem á einn dreng, Re- bekku Lind og Hjörnýju Eik. Kolbrún, gift Þrándi Jóhannesi, saman eiga þau tvö börn, Þorkel Má og Söru Dögg. Útför Önnu Láru fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 11. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég, Sara og Re- bekka komum í heimsókn til þín og settumst við eldhúsborðið og fengum okkur tekex með osti og kók að drekka. Það var alltaf til nóg að borða að drekka hjá þér. Við spjölluðum um hina ýmsu hluti á meðan við borðuðum og spiluðum, við gátum setið heil- lengi að spila hver við aðra. Svo eru það allir bíltúrarnir og sum- arbústaðaferðirnar sem við fjöl- skyldan fórum í saman. Ég mun ávallt sakna þín og aldrei gleyma þér, elsku amma mín, en ég veit að núna ertu á betri stað og þér líður vel. Ég elska þig, amma. Hjörný Eik Hjaltadóttir. Elsku amma okkar. Þú varst yndisleg í alla staði og við hefðum ekki getað fengið betri ömmu en þig. Við munum aldrei gleyma öll- um stundunum sem við eyddum með þér, við munum alltaf muna þegar við komum í heimsókn til þín og það fyrsta sem þú sagðir alltaf við okkur var: Má bjóða þér eitthvað? Og alltaf varð te- kex með smjöri og osti, rúsínur og kók fyrir valinu og auðvitað var tekið í spil með og bara allt sem við gerðum saman og þú gerðir fyrir okkur, allt eru þetta yndislegar minningar sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar. En nú ert þú komin til hinstu hvíldar og þótt það sé sárt að missa þig frá okkur þá vitum að þú munt alltaf gæta okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Eva Ólöf Hjaltadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir, Þorkell Már Þrándarson og Sara Dögg Þrándardóttir. Anna Lára Gísladóttir Nokkur kveðju- orð við leiðarlok. Þegar ég horfi inn í mistur liðins tíma kemur svo margt fram í hugann. Við Krist- ján hittumst um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar. Það var vetrarmorgunn, vettvangurinn Lögreglustjóraembættið á Kefla- víkurflugvelli. Þó ég væri kunn- ugur þessum störfum úr öðrum heimkynnum þá var ég þar eng- inn heimamaður. Náinn og dag- legur samgangur við varnarliðið á Miðnesheiðinni setti starfsum- hverfinu ákveðna og fasta um- gjörð enda verða íslensk löggæsla og útlendur heragi að mætast af varfærni. Og það mun víst hafa Kristján Kristjánsson ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Höfða í Njarðvík 20. mars 1946. Hann lést af slys- förum á Spáni 21. maí 2011. Útför Kristjáns fór fram frá Kefla- víkurkirkju 8. júní 2011. tekist harla vel á rúmlega 50 ára tímabili. Við þessar aðstæður var gott að geta leitað til Krist- jáns til að átta sig sem best á öllum að- stæðum og setja sig inn í málin þarna. Hann hafði áratuga reynslu í starfi þarna og maðurinn þægilegur viðmæl- andi. Kristján var röskur meðal- maður á hæð, samsvaraði sér vel, fas hans hlýlegt og daglegur sam- gangur við hann var upplífgandi í betra lagi. Hann var mjög næmur á umhverfi sitt, menn og málefni. Eitt einkenni hans langar mig að nefna hér en það var hans mikla og sjaldgæfa frásagnargáfa. Kristján byrjaði frásögn og var kominn nokkuð á skrið þegar upp kom önnur saga sem hann skaut inn í eða sagði samhliða þeirri fyrri. Þessum frásögnum landaði Kristján alltaf heilum til hafnar og kom þó ekki fram fyrr en rétt í blálokin að aukafrásögnin reynd- ist hafa verið ómissandi til að dýpka skilninginn á meginmálinu. Það tók mig smá-tíma að átta mig á þessari frásagnarlist Kristjáns og halda samhenginu. Ég held ég hafi með tímanum orðið góður hlustandi. Kristján lauk farsælu starfi sínu hjá Sýslumanninum á Suð- urnesjum síðasta dag aprílmánað- ar s.l. Þann dag áttum við stutt samtal í húsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli. Framundan á næstu dögum var ferðalag til Spánarstranda þar sem hann og fjölskyldan áttu sitt annað heimili um árabil. Og nú kemur fram í hugann augnablik fyrir árum síð- an, það er morgunn á hásumri, í lok síðustu aldar, vaktaskipti í að- alhliðinu. Tólf tíma næturvakt að ljúka kl. sex, jafnlöng dagvakt að taka við. Þar mættumst við Krist- ján, ekki man ég hvor okkar kom eða fór en við ræddumst við utan við varðskýlið og áttum orðaskipti um hvað þessi morgunn væri nú fallegur á Suðurnesjunum. Geisl- ar morgunbirtunnar helltust eins og í strengjum í gegnum hálfskýj- aðan austurhimininn. Það heita sólstafir. Það er birta þeirrar náttúru sem lýsir upp minn- inguna um Kristján Kristjánsson. Hér í lokin er vers úr sálmi eftir Matthías Jochumsson þar sem við erum minnt á vonina, þakklætið og óræð náttúruöflin: Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. Mínar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Kristjáns. Jón Þórarinsson. Elsku afi, það eru svo margar minningar sem koma upp í huga okkar. Þú hefur alltaf passað svo vel upp á okkur og notið þess að leiðbeina okkur í lífinu. Þegar við bræðurnir vorum að koma í heim- sókn frá Danmörku þá varð að vera allt til alls fyrir okkur, ef eitt- hvað vantaði eða eitthvað stóð til þá var sko ekki bara nóg að fara með afakút og kaupa t.d. nýja tak- kaskó, heldur varð að kaupa allan fótboltabúnaðinn. Þú hafðir endalaust gaman af því að segja frá og var alltaf svo gaman að sjá þig ljóma og hlusta á þig segja sögurnar frá því þú varst ungur. Afi, þú varst svo handlaginn og duglegur og gast aldrei bara slappað af, þú þurftir að breyta húsinu nokkrum sinn- um, hugsa um garðinn, laga, bæta, bletta, mála, já eða bara pæla hvernig hægt væri að gera betur. Svo þegar þú komst í heim- sókn til okkar, þá fengum við sko alveg að vita að það þyrfti að mála betur, laga ofninn, gera og bæta. Svo þegar þú gast ekki breytt miklu meira í húsinu ykkar ömmu þá fórstu að hugsa um húsið ykk- ar á Spáni. Við vissum að þér myndi ekki leiðast þar, því þú varst byrjaður að breyta þar líka. Atli Freyr hafði verið á Spáni með ykkur í dekri og sl. haust fór Vik- ar Logi langafastrákur í heilan mánuð í dekurferð. Þá var að sjálfsögðu útbúið barnaherbergi þar, keypt sundlaug, leikföng og fleira. Ein sameiginleg minning sem við öll eigum er um verkfærin hans afa, þau yngstu voru varla farin að tala, en ef þau sáu verk- færi þá er bara sagt „afi“. Við hin vissum að afi átti öll verkfæri, hann vildi alltaf lána okkur verk- færin sín, en vildi ekki fá lánuð verkfæri sjálfur. Afi, hvernig getur þetta verið svona óréttlátt, þú varst svo spenntur að fara að hætta að vinna og fara að njóta lífsins, njóta góða veðursins á Spáni og vera þar meira. Svo verður slys, allt breytist og við sitjum og rifj- um upp minningar um þig. Marg- ar góðar minningar, sem við verð- um að vera dugleg að minna hvort annað á og munum við varðveita þær vel í hjörtum okkar. Kveðja frá afabörnum, Sigurjón Rúnar, Atli Freyr, Sara Björk og Vikar Logi. Elsku afi Kikki, það er erfitt að reyna að skrifa eitthvað niður þegar svona slys gerast. Við erum rosalega þakklát fyr- ir að hafa kvatt þig svona vel uppi í flugstöð áður en þið amma Þóra fóruð út til Spánar. Síðustu dag- ana fyrir brottför varstu eins og lítið barn að bíða eftir jólunum, út- landafiðringurinn var orðinn það mikill enda leið þér svo vel á Spáni. Þetta skiptið var líka öðru- vísi – þú þurftir ekki að vera kom- inn heim fyrir einhvern ákveðinn tíma. Ætlaðir bara að njóta þess að vera hættur að vinna og gera það sem þér fannst skemmtilegast. Við viljum þakka þér fyrir allan tímann sem við áttum saman og þá sérstaklega þann tíma sem þú eyddir með barnabarnabarninu þínu honum Vikari Loga. Það skein alltaf af ykkur langar leiðir þegar þið tveir voruð að smíða saman eða leika með fjarstýrða „veppann“. Það var alveg sama þótt þú værir meiddur í hnénu, þá varstu með Vikar Loga á bakinu sem aðstoðarmanninn, sem aðal- lega tafði fyrir þér. Svo var skrímslið aldrei langt undan og þá var hlaupið hratt í burtu eða pass- að extra vel upp á matinn sinn. Elsku afi, þær eru endalausar minningarnar sem við geymum í hjörtum okkar og varðveitum vel. Við lofum að passa ömmu Þóru vel og Vikar Logi heldur áfram að hlýja holuna þína þegar hann gist- ir hjá henni. Takk fyrir allt. Sigurjón, Hrafnhildur og Vikar Logi. ✝ Einlægar þakkir flytjum við öllum er heiðruðu minningu föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, BJARNA ÓLAFSSONAR fyrrverandi lektors, og sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks á V-3 á hjúkrunarheimilinu Grund. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Bjarnason, Kristín Sverrisdóttir, Ólafur Bjarnason, Hallfríður Bjarnadóttir, Terje Fjermestad, Felix Ólafsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KONRÁÐS PÁLS ÓLAFSSONAR, Asparási 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við Höllu Skúla- dóttur krabbameinslækni, starfsfólki Heimahlynningar og deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Ingigerður St. Óskarsdóttir, Guðjón Árni Konráðsson, Teresita Ragmat, Jóna Ósk Konráðsdóttir, August Håkansson, Guðmundur Kr. Konráðsson, Krittiya Huadchai, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU JÚLÍUSDÓTTUR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 24. maí. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks Sunnuhlíðar í Kópavogi. Bjarkey Magnúsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Sólveig Sigurðardóttir, Brynja Kristjánsdóttir, Örn Bergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samhug, sent hlýjar kveðjur og aðstoð- að okkur vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur okkar, móður og systur, ÞÓRU ELÍNAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Sauðárkróki. Það er ómetanlegt að finna slíkan stuðning og samhug á erfiðum tímum og einstakt að upplifa hvað margir hafa verið fúsir til að leggja á sig bæði vinnu og fjárútlát til að létta undir með okkur. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa Jóhann Einar í minningu móður hans. Kristín Snorradóttir, Þorvaldur Einar Þorvaldsson, Jóhann Einar Axelsson, Jón Þór Þorvaldsson, Einar Logi Þorvaldsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÖRGENSDÓTTUR, Hvammstangabraut 35, Hvammstanga. Ólafur Valdimarsson, Valdimar Ólafsson, Hlédís Þorbjörnsdóttir, Jörundur Ólafsson, Jan Ólafsson, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Jóhannes Sigfússon, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru INGIBJARGAR SIGVALDADÓTTUR frá Svanshóli. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar Hólma- vík eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Sigurrós Gunnarsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Pétur Ingimundarson, Margrét Ingadóttir, Svanur Ingimundarson, Anna Inga Grímsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Hallfríður Sigurðardóttir. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, barnabarns, frænda og vinar, ALBERTS KARLS SIGURÐSSONAR, Tunguvegi 7, Njarðvík. Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth og aðrir ættingjar og vinir. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.