Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 37

Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 ✝ Jóhanna Vig-fúsdóttir fædd- ist á Hellissandi 11. júní 1911. Hún lést 29. apríl 1994 og var jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju 7. maí. Foreldrar hennar voru hjónin Vigfús Jónsson og Kristín Jensdóttir. Hún var elst 13 systkina og átti eina uppeldissystur. Eigin- maður Jóhönnu var Hjörtur Jónsson hreppstjóri en hann lést 1963. Þau eign- uðust 7 börn; þar af eru þrjú nú látin. Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhönnu. Af því til- efni verður haldin stutt minning- arathöfn um hana í Ingjaldshólskirkju og hefst hún kl. 13. Jóhanna Vigfúsdóttir var ein af þeim manneskjum sem stóðu upp úr í litrófi mannlífsins undir Jökli á sinni tíð. Hún skildi eftir sig mikið og heilladrjúgt lífsstarf sem hefur orðið mörgum til blessunar. Líf hennar var fagur vitnisburður um heilbrigðan ein- stakling sem hafði mikið að gefa samtíð sinni. Jóhanna var framákona á mörgum sviðum félagsmála í sínu byggðarlagi; stóð m.a. fyrir sunnudagaskóla í rúm 30 ár, var organisti Ingjaldshólskirkju í meira en hálfa öld, formaður Kvenfélags Hellissands í 25 ár, sat á kirkjuþingi um árabil og gegndi mörgum öðrum félags- og trúnaðarstörfum; flest unnin í sjálfboðavinnu. Hún var kjörin heiðursborgari á Hellissandi 1990 og kom það engum á óvart! Jóhanna mótaðist af þeim tíð- aranda og þeirri menningu sem ríkti í uppvexti hennar. Brauð- stritið á vormorgni síðustu aldar kostaði bæði svita og tár en engu að síður átti fólkið sína ham- ingjudaga. Gleðin var fundin í hinu smáa. Fólkið elskaði landið og sá Guð alls staðar að verki, í gróanda lífsins og öllu því sem gladdi og styrkti í dagsins önn. Það sá einnig hönd hans að verki í erfiðleikum og sorgum og fann birtuna frá honum streyma inn í líf sitt á nýjan leik. Jóhönnu var séð fyrir góðu trúaruppeldi. Hún nam ýmis heilræði og bænir við kné móð- urömmu sinnar og foreldra og fylgdi sá fjársjóður henni alla ævi. Bjó hún alla tíð að þeim dýr- mæta arfi. Lifði hún trúartraust- ið djúpt og heilt frá fyrstu bernsku eins og annað sem lífið í allri sinni töfrandi auðlegð færði henni. Hún var oft kölluð til þeg- ar einhver átti um sárt að binda á Hellissandi og veitti mörgum styrk á erfiðum stundum með hollráðum sínum og hlýrri ná- vist. Við, hin mörgu, sem nutum ávaxtanna af lífsstarfi Jóhönnu, hvort heldur var í sunnudaga- skólanum, sem var til húsa í barnaskólanum, á helgum stund- um í kirkjunni eða á öðrum vett- vangi félagsstarfs og mannlífs, minnumst hennar með mikilli virðingu og þökk. Hún var ein- stök kona. Guð launi það allt og blessi! Eðvarð Ingólfsson. Jóhanna Vigfúsdóttir Eitt sinn verða allir menn að deyja er sagt í laginu sem allir kannast við. Maður sönglar með en veltir ekki fyrir sér textanum í alvöru fyrr en á reynir og ým- islegt rifjast upp. Ég man fyrst þegar ég kynntist eiginmanni mínum, syni Oddgeirs, og fann fyrir allri þekkingunni sem Odd- geir bjó yfir og var að miðla til sona sinna. Það voru bílaviðgerð- irnar að ógleymdum smíðunum. Oddgeir var hagleiksmaður mik- ill og listasmiður. Hann stytti sér aldrei leið við smíðarnar heldur vann lengur fram eftir kvöldum til að klára verkin. Fólk sem fékk Oddgeir í vinnu vildi bara Odd- geir eftir það. Það sást að þarna var fagmaður að verki. Hann var það eftirsóttur að hann hafði allt- af nóg að gera. Meira að segja í samdrætti þegar flestir höfðu lít- ið sem ekkert þá fékk hann alltaf verkefni. Þegar Oddgeir sýndi mér einu sinni verk eftir sig og ég dáðist að því þá sagði Oddgeir: „Það spyr enginn þegar hann horfir á verk eftir smið: „Hversu lengi var hann að þessu?“ En það spyrja allir ef verkið er illa gert: „Hver gerði þetta eiginlega?““ Það er leitt að hugsa til þess að Oddgeir fær ekki að klára öll þau hugðarefni sem honum fannst hann ætti eftir að gera í Oddgeir Steinþórsson ✝ Oddgeir Há-rekur Stein- þórsson fæddist í Ólafsvík 13. apríl 1931. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 31. maí 2011. Útför Oddgeirs fór fram frá Þor- lákshafnarkirkju 8. júní 2011. ellinni. Taka til í bíl- skúrnum og koma sér upp almenni- legri aðstöðu til að smíða skútur. Hann ætlaði að smíða litl- ar skútur og var byrjaður að huga að því verkefni. Hann hafði alltaf nóg fyrir stafni og eitt af listaverkum hans, dúkkuhús fyrir eitt af barnabörnunum, sá dagsins ljós fullklárað núna eftir áramót- in þrátt fyrir veikindin. Það var sko ekki verið að gefast upp. Elsku Inga mín. Mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðrún Ágústsdóttir. Ég kynntist Oddgeiri 18 ára gömul þegar besta vinkona mín hún Inga kynnti hann fyrir mér sem kærastann sinn. Mér leist strax mjög vel á hann því hann var ekki bara myndarlegur held- ur líka afar vingjarnlegur. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma þegar Inga og Odd- geir voru að draga sig saman en þau buðu mér til að mynda oft með sér í sunnudagsbíltúr á Þingvöll í tilhugalífinu. Frá því að þau hófu búskap hefur heimili þeirra alltaf verið mér og minni fjölskyldu opið. Það eru líklega ekki allir eiginmenn sem hefðu þolað það að besta vinkonan kæmi í heimsókn að norðan og flytti inn á heimilið í heilan mán- uð sumar eftir sumar og það með þrjú börn í eftirdragi. En Odd- geir sagði ekki orð, alltaf var ég velkomin á heimili þeirra Ingu, og alltaf var hann boðinn og bú- inn að gera allt fyrir mig þegar ég var í heimsókn í Reykjavík og skutlaðist með mig hingað og þangað. Við Ingi fórum einnig í nokkur ferðalög með þeim hjón- um og höfðum afar gaman af. Eins fannst okkur notalegt að heimsækja þau Ingu og Oddgeir til Þorlákshafnar þar sem ekki var síður vel á móti okkur tekið en í Háagerðinu. Elsku Inga, við sendum þér og þínum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Við hugsum hlýtt til ykkar. Margrét Ingólfsdóttir og fjölskylda. Mikið væri lífið bjartara ef fleiri menn væru eins og Oddgeir heitinn sem borinn var til grafar við vestfirskan andvara undir fögrum sólstöfum frá Þorláks- kirkju miðvikudaginn 8. júní. Þessi yndislegi, staðfasti maður sem hafði svo skýr lífsgildi; heið- arleika, samviskusemi, trú- mennsku og jöfnuð svo nokkur séu nefnd, var kvaddur með virktum af fjölmenni vina og vandamanna við fallega athöfn. Þótt manni sé nú sjaldan bros á vör við slíkar aðstæður verð ég að viðurkenna að ég brosti örlítið innra með mér þegar ég hugsaði til hans og rifjaði upp. Það hefur örugglega átt vel við Oddgeir að jarðneskar leifar hans hafi verið bornar rakleiðis út og komið fyr- ir í fallegum garði, steinsnar frá Þorlákskirkju – hann hefur ekki viljað láta hafa of mikið umstang í kringum þennan viðburð sem bíður okkar allra. Bara einfalt og beinustu leið. Oddgeir var mikill völundur og átti gnótt verkfæra sem hann annaðist af alúð og einhverntíma hafði hann á orði að ekkert gerði maður án góðra verkfæra. Þetta er auðvitað alveg rétt en ég veit að Oddgeir var mjög meðvitaður um að lífsgaldurinn væri ekki eingöngu fólginn í slíkum hlut- um. Hann vissi nefnilega að mik- ilvægustu hlutirnir í lífinu eru ekki endilega hlutir. Hann vissi að mikilvægustu hlutirnir eru op- inn hugur, virðing fyrir góðum gildum, jákvæðni og hjálpsemi við náungann. Þessa hluti átti Oddgeir í ríkum mæli og miðlaði ríkulega til okkar samferðafólks- ins. Ég minnist með mikilli hlýju heimilis Oddgeirs og Ingu að Háagerði 67. Hússins sem Odd- geir byggði yfir sína stóru fjöl- skyldu og hýsti ekki einungis þann glæsilega hóp heldur einnig barnabörnin og af einstökum kærleik og hlýju opnuðu þau hjónin heimili sitt upp á gátt fyr- ir öðrum börnum því Inga starf- aði sem dagmóðir um árabil. Eiga fjölmargar fjölskyldur þeim hjónum að þakka giftusamlegt uppeldi barna sinna og ég veit að sá stóri barnahópur sem þar naut ástríkis í gegnum tíðina minnist Háagerðis 67 með hlýju og þakklæti í huga. Þótt trúmál hafi sjaldnast komið upp í fjörlegu spjalli okkar Oddgeirs í gegnum tíðina þá koma í hugann ýmsar málsgrein- ar úr Biblíunni þegar ég hugsa til baka og rifja upp ánægjulegar samverustundir. Einni þeirra langar mig að deila með ykkur því mér finnst hún eiga svo sérstaklega vel við Oddgeir: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul- uð þér og þeim gjöra.“ Í þessari ritningargrein finnst mér kristallast nákvæmlega lífs- viðhorf Oddgeirs sem við hin mættum svo sannarlega taka okkur til eftirbreytni. Kæri Oddgeir, nú ert þú í ljós- inu hinum megin, kvalalaus og í hópi ástvina, hittumst þar þótt síðar verði og hver veit nema ég taki með mér hamarinn. Með vinsemd og virðingu, Guðmundur Pálsson. ✝ Trausti Jak-obsson húsa- smíðameistari var fæddur í Vest- mannaeyjum 5. febrúar 1933. Hann lést að heim- ili sínu Hólagötu 25 í Vest- mannaeyjum 3. júní 2011. Trausti var sonur hjónanna Maríu Jóhannsdóttur frá Höfðahúsi, f. 16. febrúar 1912, d. 30. nóvember 1979, og Jakobs Guðmundssonar frá Þórshöfn í Færeyjum, f. 19. nóvember 1901, d. 30. nóv. 1975. Trausti á einn bróður, Jóhann Ævar, f. 22. ágúst 1937. Jóhann Ævar er giftur Sólveigu Pálsdóttur frá Akureyri, þau eiga þrjá syni, Pál, Jakob og Þóri. Trausti ólst upp í foreldra- húsum í Höfðahúsi, sem stóð við Lautina í miðbæ Vest- mannaeyja. Á heimilinu bjuggu einnig móðurforeldrar Trausta, amma Ingibjörg og afi Jóhann. Móðurbræðurnir Karl og Sig- urður voru meira og minna til heimilis í Höfðahúsi. Það hefir oft verið þröng á þingi í þessu litla húsi. Trausti og Sig- urður ólust upp nán- ast sem bræður. Þau tryggðabönd héld- ust alla ævi. Sig- urður lést 1997. Trausti gekk að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Jessý Friðriksdóttur frá Hól í Vest- mannaeyjum, 12. desember 1954. Foreldrar hennar voru Magnea Sjöberg og Friðrik Jes- son, þau eru bæði látin. Jessý og Trausti eignuðust þrjú börn. 1) Magnea, f. 2. nóvember 1954, gift Friðbirni Ólafi Valtýssyni. Magnea og Friðbjörn eiga tvær dætur: a) Þórey, f. 28. ágúst 1975, eiginmaður hennar er Benóný Benónýsson, þau eiga Friðbjörn Sævar og Benóný. b) Jessý, f. 20. júlí 1984, í sambúð með Ómari Páli Erlendssyni, þau eiga Magneu Evey. 2) María, f. 3. janúar 1961, hennar börn: a) Ívar Ágústsson, f. 6. maí 1991, giftur Sesselju Hreindísi Sig- mundsdóttur, þau eiga Maríu Sif. Fyrir átti Ívar soninn Trausta Þór með Dorothy Joe Lowery. b) Sif Ágústsdóttir, f. 8. júní 1988. 3) Trausti Friðrik, f. 21. september 1965, hann á son- inn Brynjar, f. 13. mars 1988, með Jónínu Ármannsdóttur. Brynjar er í sambúð með Láru Pálmarsdóttur. Þau eiga dótt- urina Emmu Mjöll. Trausti og Jessý hófu búskap á efri hæð að Heiðarvegi 24, en það hús reistu þeir feðgar Jakob og Trausti í samvinnu við Þóri Jóhannsson frá Höfðahúsi. Árið 1966 fluttu þau síðan að Hóla- götu 25. Það hús byggði Trausti sjálfur, og þar hefir fjölskyldan átt heimili síðan. Í eldgosinu 1973 bjó fjölskyldan hjá frænd- fólki á Ölduslóð 19 í Hafnarfirði í nokkra mánuði. Öll fjölskyldan kom heim til Eyja í september sama ár. Útför Trausta fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 11. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. Fallinn er frá tengdafaðir minn Trausti Jakobsson frá Höfðahúsi. Brotthvarf hans héð- an úr jarðlífi var snöggt og óvænt. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. júní sl. Ýmislegt kemur upp í hugann, þegar ég hugsa um fjörutíu ára kynni af ágætum alþýðumanni, sem Trausti vissulega var. Áberandi í fari hans voru effin þrjú, fjölskylda, fuglar og fréttir. Fjölskyldan í fyrirrúmi, hitt voru hans helstu áhugamál. Rökfastur var Trausti, eitt af hans helstu einkennum var sterk réttlætiskennd, sem endurspegl- aði viðhorf og lífsgildi hins vinn- andi manns. Uppeldið var innan um fólk, sem vann hörðum hönd- um og skapaði það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Höfðahús stóð við Lautina í miðbæ Vestmanna- eyja. Þar var alltaf líf og fjör. Reynistaður, Háeyri, Hólmur, Steinn, Ártún og fleiri barnmörg heimili voru allt í kringum Laut- ina. Lautarpeyjarnir voru mestu og bestu villingarnir í bænum að eigin áliti, það hefir ekkert breyst. Áhugi á stjórnmálum var mikill og oft var Trausti ósáttur við viðhorf ríkjandi afla. Þegar stjórnmálamenn eða aðrir gengu fram af honum, hafði hann gjarn- an eftir ágæta setningu. „Best, sem vitlausast.“ Trausti Jakobsson var nátt- úrubarn, þekkti alla fugla og seinni árin höfðu þau hjónin það fyrir sið að gefa hröfnum við Ömpustekki, suður á Eyju. Hrafnarnir þekktu bílinn, gull- molann. Hann lærði ungur tré- smíðar og vann við það alla starfsævina. Trausti byggði með- al annars dæluhúsið á Landey- jasandi ásamt félaga sínum Ágústi Hreggviðssyni. Hann minntist ávallt verunnar þar með hlýhug. Landeyjabændur og búalið áttu sterk ítök í Trausta. Heimili þeirra hjóna að Hóla- götu 25 ber eigendum gott vitni. Hann sagði mér frá því að eini maðurinn, sem hann fékk til að aðstoða sig við byggingu hússins hefði verið Valli Snæ. Segja má að Trausti hafi goldið þá aðstoð dýru verði, því í staðinn varð hann að láta af hendi elstu dóttur sína. Húmorinn var ríkur þáttur í fari Trausta í Höfðahúsi, eins og hann var kallaður. Trausti var lengst af fílhraustur, þurfti að vísu að láta lappa upp á hjartað fyrir ellefu árum. Um síðustu jól varð honum misdægurt, og þurfti aðstoð lækna. Góð vinkona hitti hann skömmu síðar á förnum vegi. „Trausti minn, varðstu svona veikur, þurftir stuð og allt, og ég vissi ekki meir?“ „Þetta er allt í lagi, ég skal láta þig vita næst.“ Þetta atvik lýsir manni, sem hafði gott skopskyn, og tók sjálfan sig ekki hátíðlega. Hugur minn síðustu daga er hjá ekkju Trausta, Jessý frá Hól, tengdamömmu minni og börnum þeirra, Magneu, Maríu og Trausta Friðrik. Það er erfitt að sjá hvernig Jessý fær afborið að missa manninn sinn. Þau voru svo náin og samheldin, ekki komst hnífsblað á milli þeirra. Það samband mætti vera mörg- um öðrum til eftirbreytni. Ég er í dag þakklátur Trausta fyrir að auðga mitt líf. Hann víkkaði sjóndeildarhringinn og kom mér í kynni við gildi, sem voru mér framandi. Við vorum samferða í mörgu, bæði í verald- legum og andlegum skilningi. Það eru fleiri en hrafnarnir við Ömpustekki, sem sakna vinar í stað. Friðbjörn Ólafur Valtýsson. Trausti Jakobsson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 Pálmi Jónsson Þótt ríki kyrrð um kvæðamann er kom og söng í dagsins önn þá geymist þeim er þekktu hann hve þrá til lífs var djúp og sönn. Og sérhvert verk hans vitni bar um vilja þess sem starfi ann. Sú dagsins kvöð er valin var Pálmi Jónsson ✝ Pálmi Jónssonfæddist á Blönduósi 10. febr- úar 1917. Hann lést 3. júní 2011. Útför Pálma fór fram frá Grens- áskirkju 10. júní 2011. hún vakti allt sem stækkar mann. Svo lengi sem að grasið grær þá geymast sporin bóndans þar. Og söngur alls sem eyra nær er endurhljómur þess sem var. Það land er bjó þér brjósti nær mun bera þakkir allt um kring, hvert vaxið blóm, hvert gras sem grær, hvert gengið spor um Húnaþing. (RÁ) Ragnar Ágústsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ALDARMINNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.