Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 42

Morgunblaðið - 11.06.2011, Side 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Humanum errare est – Það er mannlegt að skjátlast Þetta er eitt af því fáa, sem ég man úr mínum latínulær- dómi, enda var ég í stærðfræðideild. Þótt ég hafi aldrei verið mikill tungu- málamaður hefur mér alltaf verið frek- ar annt um íslensk- una. Ef einhverjir bind- ast samtökum um að koma einhverju í verk og einhver þeirra ákveður síð- an að hundsa samkomulagið er tal- að um að hann hlaupist undan merkjum. Nú er talað um að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, verði þeim eitthvað á í embætt- isfærslu sinni. Mér þykja þetta al- gjör öfugmæli, þar sem með þessu eru menn að varpa ábyrgðinni af klúðrinu á herðar eftirmanna sinna. Hafi menn framið slík embættis- afglöp, að þeir sjái sér ekki fært að gegna embættinu áfram, segja þeir einfaldlega af sér og fá öðrum ábyrgðina á hendur. En séu þeir menn til að axla ábyrgðina hlaupast þeir ekki undan merkjum. Þórhallur Hróðmarsson. Slæm símsvörun hjá Landsbank- anum Ég vil kvarta yfir símsvörun Lands- bankanns. Þegar þangað er hringt svarar símsvari sem telur upp hvaða þjónusta er í boði, og að einnig sé hægt sé að skilja eftir símanúmer og hringt verði innan klukkustundar. En óski við- skiptavinur eftir því að bíða og fá samband við til dæmis þjónustufull- trúa, þá má hann bíða í allt að hálf- tíma, jafnvel lengur eða þangað til hann gefst upp á biðinni. Óánægður viðskiptavinur. Ást er… … grill fyrir tvo. Velvakandi Karlinn á Laugaveginum var ídjúpum þönkum, þegar ég sá hann. Hann sagðist hafa verið að blaða í séra Matthíasi og dottið nið- ur á þetta erindi í bréfi hans til Gröndals: Skólavarðan himinhá horfir yfir kaldan sjá og ofan í heimsins endakrík, Álftanes og Reykjavík. Tvíloftuð með traustri gjörð, tignarmynd á grænni jörð, gægist inn í Dellings dyr og Drottin sinn um veðrið spyr. Já, sagði karlinn, þau vita sínu viti þarna uppi á holtinu. Á gulum miða stendur skrifað öðrum megin með rithönd föður míns: Vanmáttugum vorkunn er, vesæll hugur grætur, enginn dugur er í þér ef þú bugast lætur. Og undir stendur „gömul“. En hinum megin á blaðinu stendur „ný“ og þessi staka: Því mér varð ei lífið létt lögmálum með sínum að ég hneppti ekki rétt ævifrakka mínum. Í vísnasafni hans er líka að finna vísu eftir Hannes Blöndal, sem kveðin var meðan Ameríkuskipin voru hér við land 1930: Úr bannlandinu einu í annað hinn ameríski sigldi her; hvern undrar það, að augafullur þar innanborðs var maður hver. Svo er hér vísa af öðrum toga, en undir henni stendur Barði og kann ég ekki frekari skil á henni: Stöku minni ég stilli í hóf, stend mig við að gera ’ða Enginn kallar Þormóð þjóf þó hann kunni að vera ’ða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skólavarðan himinhá Sænska skáldið Esaias Tegnérsagði: Snjallar þýðingar eru, líkt og fallegar eiginkonur, ekki alltaf hinar trúustu. Sumt verður að þýða með því að víkja frá frumtextanum. Eitt dæmi er í leikriti enska skáldsins Toms Stoppards, Night and Day, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum árum. Þar er eftirfarandi samtal einræðisherra í Afríku og ensks blaðamanns: [Mageeba:] Do you know what I mean by a relatively free press, Mr Wagner? [Wagner:] Not exactly, Sir, no. [Mageeba:] I mean a free press which is edited by one of my relati- ves. Þetta missir marks, ef það er þýtt bókstaflega, eins og gert var í íslensku uppfærslunni. Davíð Odds- son stakk upp á annarri þýðingu við mig: [Mageeba:] Veistu, Wagner, hvað ég á við með því, að frjáls blöð geri skyldu sína? [Wagner:] Nei, herra minn, það veit ég ekki. [Mageeba:] Ég á við það, að eitt- hvert skyldmenni mitt ritstýri þeim. Með þessari þýðingu næst merk- ingin án þess að fórna orða- leiknum. Annað dæmi er áletrun á latínu yfir dyrum þinghúss aðalsmanna í Stokkhólmi, Riddarhuset: „Arte et marte.“ Orðrétt merkir hún: „Með lagni eða vopnavaldi.“ En eðlileg- ast væri að segja á íslensku: „Með blíðu eða stríðu.“ Í því sambandi detta mér í hug tvö vígorð róttæklingahreyfinganna í Bandaríkjunum um og eftir 1968. Annað var: „Black is beautiful.“ Því mætti snúa: „Svart er smart.“ Hitt var: „Make love, not War.“ Þá mætti segja: „Betra að ríða en stríða.“ Með þessu eru orðin þýdd á götumál frekar en klassíska ís- lensku, en sennilega á það vel við um mótmælendur á götum úti. Sennilega er þó einn enskur orðaleikur úr heimspeki með öllu óþýðanlegur á íslensku: „What is mind? No matter. What is matter: Never mind.“ Ef lesendur hafa til- lögur, þá eru þær vel þegnar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Lauslegar þýðingar Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ HITTIR MIG EKKI! HVERNIG STENDUR ÞÁ Á ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT FLÖT? ÞYNGDARAFLIÐ ER SVO STERKT ÞESSA DAGANA MIG LANGAR AÐ SÝNA ÞÉR SVOLÍTIÐ MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í HNATTLÍKAN SAMKVÆMT NÝJUSTU RANNSÓKNUM ÞÁ ER JÖRÐIN PERULAGA ÉG VEIT AÐ ÞÚ ÁTT ERFITT MEÐ AÐ SOFNA Á KVÖLDIN... EN FLESTIR LÁTA SÉR NÆGJA AÐ TELJA KINDUR LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA FEIT MEÐ ALLA ÞESSA VASA Á BELTINU MÍNU? ÉG KEYPTI MÉR HÁRLIT SVO ÉG ÞURFI EKKI AÐ FARA Á STOFUNA TIL AÐ LÁTA LITA MIG ÉG VEIT EKKI HVORT ÞAÐ KEMUR VEL ÚT EN ÉG ÆTLA AÐ LÁTA REYNA Á ÞETTA TIL AÐ SPARA PENING HVAÐ? GERÐU ÞAÐREYNDU AÐ STÖÐVA MIG ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR AÐ RÆNA EINN BANKA Í VIÐBÓT OG SVO SLEPPIRÐU DÓTTUR MINNI! BARA EINN STÓRGLÆP Í VIÐBÓT... ...OG SVO SLEPPI ÉG DÓTTUR ÞINNI ER STJÓRINN AÐ SEGJA SATT? ÉG EFAST UM ÞAÐ Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.