Morgunblaðið - 11.06.2011, Síða 46

Morgunblaðið - 11.06.2011, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Það getur verið erfitt að sitjakyrr heila tónleika í fín-asta tónleikasal landsinsog hlusta á mesta stuð- bolta landsins flytja sín bestu lög við undirleik bestu hljómsveitar landsins. Sumir létu það samt ekki stoppa sig og dönsuðu þegar löng- unin greip þá. Páll Óskar Hjálmtýsson hélt ferna tónleika í vikunni, þeir síðustu eru í kvöld, með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinsons í Eldborg, stærsta sal tónleikahússins Hörpu. Ég fór á aðra tónleikana, á fimmtudags- kvöldið. Páll Óskar fyllti stærsta sal Hörpu fjórum sinnum, en löngu uppselt var á alla tónleikana, og þar áður fyllti hann Háskólabíó nokkr- um sinnum í haust þegar hann kom fyrst fram með Sinfóníuhljómsveit- inni með sömu dagskrá og í Hörpu. saman diskósyrpa úr „TF-Stuð“ og fleiri lögum og Páll Óskar kom inn á sviðið eins flugmanna-guð. Gaf það forsmekkinn að búningasýningu kvöldsins. Páll Óskar tók svo sín helstu stuðlög, til dæmis; „Betra líf“, „Söngur um lífið“, „Þú komst við hjartað í mér“, „Stanslaust stuð“, „Allt fyrir ástina“, „Ljúfa líf“ og endaði auðvitað á „Gordjöss“. Þá trompaðist salurinn, stóð allur upp, klappaði og dansaði í brjáluðu stuði. Ég sá hóp af ungum stelpum dansa skælbrosandi á svölunum fyrir ofan mig og eldri hjón dilla sér við hlið- ina á mér. Páll Óskar nær til allra, töfrar hans eru miklir og nánast áþreifanlegir. Einn töfrasporti hans er sviðsframkoman og sviðsklæðn- aðurinn. Hann skipti um búninga nokkrum sinnum þetta kvöld og voru þeir hver öðrum glæsilegri, glansandi og glitrandi. Ég átti erfitt með að horfa á sviðið á tímabili því Palli glitraði svo mikið að ég fékk illt í augun. Hann var eins og diskó- kúla, eða stjarnan Bjartsýni sem hafði fallið af himnum ofan til að bjarga okkur Íslendingum frá böl- sýni. Páll Óskar ræddi við áhorf- endur á milli laga, einlægur eins og alltaf og á eintali við hvern og einn. „Takk fyrir að fara ekki á Eagles“ var meðal ógleymanlegra setninga kvöldsins. Já, Páli Óskari er allt til lista lagt þegar tónlist og skemmtun er ann- ars vegar. Þetta voru frábærir tón- leikar, skemmtun frá byrjun til enda, og ég væri ekki hissa þótt tónleikagestir herðu dansað heim í rúmið. Stjarnan sem færði okkur betra líf Geislandi „Ég átti erfitt með að horfa á sviðið á tímabili því Palli glitraði svo mikið að ég fékk illt í augun.“ Harpa Páll Óskar og Sinfó bbbbm Eldborg, Hörpu. Fimmtudagskvöldið 9. júní 2011 kl. 20. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TÓNLIST Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Cynthia Ann Stephanie Lauper syngur í Hörpu annað kvöld. Cynthia er betur þekkt sem Cyndi Lauper sem söng hér forðum daga skærri röddu um að stelpur vildu bara skemmta sér. Lauper hefur alltaf langað að koma til Íslands, elskar Björk og fær aldrei leiða á tónlist. Blaðamaður spjallaði við „eighties“-söngdívuna um daginn og veginn. Gæti ekki hugsað sér annað Lauper skaust á toppinn um miðjan níunda áratuginn, á „eig- hties“-tímabilinu, þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, She’s So Unu- sual. Hún var fyrst allra kvenna til að fá fjögur lög af einni plötu á topp fimm vinsældalista. Lauper hefur síðan þá gefið út tíu plötur, yfir 40 lög og frá 2008 selt yfir 30 milljónir eintaka á heimsvísu og nú er hún komin til Íslands. En hvers vegna ákvað hún að koma hingað? Var þetta hennar ákvörðun eða var hún beðin að koma? „Ég hugsa að það sé svolítið af hvoru tveggja. Mig hefur alltaf langað að koma hingað til Íslands og spila hérna. Ísland er eitt af fáum löndum sem ég hef ekki hald- ið tónleika í. Aðdáendur mínir hafa oft beðið mig að koma hingað svo að hér er ég!“ Nú hefur þú verið í tónlistar- bransanum af fullum krafti í næst- um 30 ár, hvernig ferðu að þessu? Færðu aldrei leiða á tónlistinni? „Tónlist er alltaf að breytast, svo það er lítill möguleiki á því að ég verði þreytt á henni. Ég elska að gera það sem ég geri. Ég gæti ekki ímyndað mér að gera neitt annað.“ Hefur tónlistin þín þróast í ein- hverja sérstaka átt yfir árin? „Ég myndi segja að ég elti bara sönggyðjuna mína, hvert sem hún ber mig. Ég er ekki hrifin af því að einskorða tónlistina mína við ein- hverja ákveðna tegund eða stefnu.“ Fílar Björk og Sykurmolana Cyndi Lauper hlustar á íslenska tónlist og segir Björk vera í miklu uppáhaldi. „Algjörlega, einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum er Björk og ég dýrkaði Sykurmol- ana,“ segir Lauper. „Ég er mjög hrifin af elektrónískri tónlist og það kemur fullt af virkilega góðri elektróník frá Íslandi.“ En nú hafa tímarnir í tónlistar- heiminum breyst töluvert frá því að þú slóst í gegn. Sérðu einhvern mun á þér á þeim tíma og á ungum stúlkum í dag sem eru að taka sín fyrstu skref í heimi frægðarinnar? „Tónlistariðnaðurinn virðist vera mun opnari konum í dag en var á þeim tíma. Hins vegar þarf að hafa einhverja hæfileika og þessa þrá til að ná langt.“ Semur eigin tónlist og enginn vafi á fleiri plötum „Já, að sjálfsögðu sem ég mína eigin tónlist,“ segir Lauper. „En mér finnst líka mjög gaman að tækla tökulög frá tónlistarmönnum sem ég hef miklar mætur á, eins og lögin sem ég valdi á nýjustu plötu mína, Memphis Blues.“ Nú hefur þú gefið út samtals 11 plötur, heldurðu að þú munir gefa út fleiri plötur á lífsleiðinni? „Já, án alls efa mun ég gera það. En í bili ætla ég að njóta nýju plöt- unnar og helga öðrum verkefnum tíma minn. Ég mun einnig gefa út DVD frá tónleikum sem kemur út í september og svona jólastuttskífu yfir hátíðirnar.“ Þá er aðeins eitt að lokum, vilja stelpur bara skemmta sér? „Algerlega! En við viljum líka fá virðingu og lifa við jöfnuð.“ Cyndi sækir í sönggyðjuna Saklaus Cyndi Lauper gerði garðinn frægan með lögum á borð við Time After Time og Girl Just Want To Have Fun af plötunni She’s So Unusual og miðað við fataval hennar gæti verið að titill plötunnar hafi átt við hana sjálfa.  Krúttlega röddin komin til landsins Það dylst líka engum að Páll Ósk- ar er stjarna og hann sýndi það og sannaði enn og aftur á þessum tón- leikum. Páll Óskar var eins og kon- ungur í ríki sínu í Eldborg á fimmtudaginn. Hann átti salinn og át hann með húð og hári. Maðurinn hefur mikla orku og ótrúlegt úthald, flutti sextán lög auk tveggja upp- klappslaga á mikilli keyrslu, dansaði og djöflaðist, og blés ekki úr nös. Lögin hans komu líka vel út í sin- fónískri útsetningu þótt ég hefði viljað heyra sum stuðlögin, sér- staklega fyrir hlé, betur útsett að eiginleikum Sinfóníunnar. Rólegu lögin voru best. „Ó, hvílíkt frelsi“ sem hann flutti með Moniku Abend- roth var gæsahúð, „Góða nótt“ sem hann söng með Kristjönu Stef- ánsdóttur var yndislegt og „Ást við fyrstu sýn“ einnig. Í þessum lögum naut Sinfónían sín best og hreinn unaður að hlusta á spilamennsku hennar í þessum sal. Það lag sem kom mér þó mest á óvart og var frábærlega útsett fyrir Sinfóníuna var Evróvisjónlagið „Minn hinsti dans“, kom mjög vel út og ég væri til í að heyra það aftur í þessari út- setningu. Stuðlögin hans Palla þekkja flest- ir og kannski erfitt að gera eitthvað annað við þau en að halda stuðinu áfram. Tónleikarnir byrjuðu á óborganlegu atriði þar sem sett var Ljósmynd/Heida HB Það vita flestir hver Cyndi Lau- per er, drottning níunda áratug- arins. Þeir sem kannast ekki við nafnið kveikja eflaust á perunni þegar lagið Girls Just Want To Have Fun er spilað. Þessi söng- kona, lagahöfundur og leikkona er enn að og nýjasta plata henn- ar, Memphis Blues, kom út í fyrra. Nú er hún á tónleika- ferðalagi og spilar á Íslandi ann- að kvöld. Cyndi reyndi lengi fyrir sér sem söngkona og gaf meðal annars út plötu með hljómsveit- inni Blue Angel. Platan seldist illa og í kjölfarið flosnaði sveitin upp. Umboðsmenn höfðu haft áhuga á Cyndi sjálfri og ein- stakri rödd hennar en hún hafði ekki viljað gera neitt án hljóm- sveitarinnar. Eftir þessa mis- heppnuðu tilraun fór Cyndi að vinna fyrir sér sem búðarkona og söng þess á milli á hverfis- pöbbum í New York-borg. Eitt slíkt kvöld hitti hún mann að nafni David Wolff sem varð um- boðsmaður hennar og kom henni í samband við útgáfufyr- irtæki. Þarna fór frægðin að taka völd. Enn á fullu EINSTAKA RÖDDIN Skvísan Cyndi er komin á sextugsaldurinn og lítur mjög vel út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.