Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH “EIGINLEGA NAUÐSYNLEGT FYRIR MIG AÐ SJÁ MYNDINA AFTUR...” - R.M. - BÍÓFILMAN.IS JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI 1.000 kr.á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.0 kr. GILDIR LAUGARDAG, SUNNUDAGOG MÁNUDAG HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN KU KU TH SU PIR DÝ KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 L X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14 THE HANGOVER 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 8:20* - 10:25 - 11 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 2 - 5 - 8 - 10:40 10 DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 2 L SUPER 8 kl. 8:20 (eingöngu sunnudag) 12 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL THE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 9 - 10:20 - 11:10 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L THE HANGOVER 2 kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl.2 -4-6 L SUPER 8 (FORSÝNING LAU.) kl. 10:50 Forsýning lau. 12 KUNGFUPANDA2 3D M/ensku tali kl. 10:50* Ótextuð L PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 4 -7-83D -10 10 KUNGFUPANDA2 3D M/ensku tali kl 2-4-6-10:20 M.texta L SOMETHING BORROWED kl. 8 L DÝRAFJÖR ísl. tal kl.2 -4 L EINGÖNGU LAUGARDAG OG MÁNUDAG*EINGÖNGU FÖSTUDAG OG MÁNUDAG* SÝNINGARTÍMAR LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG Ég hata helvítis Eagles,“ segir Jeff „TheDude“ Lebowski á einum stað í leigu-bíl þegar „Peaceful Easy Feeling“ erí útvarpinu í bíómyndinni The Big Lebowski. Þessi orð eru klassísk og margir halda þeim á lofti, finnst sem Eagles standi aðeins fyrir aldurhnigið FM-popp. Má segja að það hafi kom- ist í tísku að agnúast út í Eagles og þykja þeir hallærisleg miðjumoðshljómsveit. Þeirra aðalsök (fyrir utan að eldast) eru kannski óheyrilegar vin- sældir en Eagles hafa selt fleiri hljómplötur en allar aðrar bandarískar hljómsveitir. Þegar vin- sældir þeirra voru mestar er ég viss um að ekki hafi fundist heimili á Íslandi þar sem ekki var að finna a.m.k. eina plötu með Eagles. Eagles fundu ekki upp kántrírokkið en þeim tókst að búa lögunum þann búning sem flestir gátu fílað. Aðalsprautur hljómsveitarinnar, þeir Don Henley og Glenn Frey, voru e.t.v. ekki eins hæfileikaríkir lagasmiðir og samferðafélagar þeirra JD Souther, Jackson Browne og Warren Zevon en þeim tókst að gera Kaliforníu-kántrí- rokkið að ofurvinsælli tónlistarstefnu milli 1970 og 1980. Eagles-sándið með fallegum melódíum, nákvæmum útsetningum og raddsetningum varð að tónlistarstefnu og vegna þess hversu þægileg tónlistin var náði hún undir sig útvarpsstöðv- unum. Seinna meir kom svo hinn ógeðfelldi stimpill „Adult Contemporay“ á tónlistina til að hjálpa markaðsmönnum að selja útvarpsstöðvar með tilheyrandi gengisfellingu á Eagles. Fyrstu tónleikar Eagles í enn einni tónleika- ferðinni um heiminn voru í nýju Laugardalshöll- inni og tókust í stuttu máli frábærlega. Bestu þakkir til þess sem datt í hug að láta Magnús og Jóhann hita upp fyrir Eagles því þeir voru flottir og með virkilega fína hljómsveit sér til aðstoðar. Gaman væri að heyra heilt prógramm með þeim félögum. En fólkið var komið til að sjá og heyra í Eagles flytja öll sín frægustu lög en ekki Magnús og Jóhann. Eftir hæga „a capella“-byrjun söngv- aranna komu gömlu lögin á færibandi: „Witchy Woman“, „Hotel California“, „Peaceful Easy Feeling“. Það er skrýtin tilfinning og ánægjuleg að hlusta á gamla smelli lifna við í flutningi höf- undanna. Timothy Schmidt söng t.d. fallega „I Can’t Tell You Why“ en flutningur þeirra félaga á „Long Road Out of Eden“ af samnefndri plötu frá 2007 var áhrifamikill og einn af hápunktunum. Rokkið jókst enn frekar þegar gítarsnillingurinn Joe Walsh tók nokkur lög, m.a. „Life’s Been Go- od“ sem hann lofaði að gera að þjóðsöng Banda- ríkjanna þegar hann fór í grínframboð til forseta árið 1980. Joe Walsh er eins og margir vita eft- irsóttur gítarleikari og hefur sameinað Bítla- og Stóns-aðdáendur með session-spilamennsku sinni með Ringo Starr annars vegar og Keith Richards hins vegar, en með þeim heið- ursmönnum spilar hann reglulega. Greinilegt að Joe Walsh skiptir miklu máli fyrir tónleika Eag- les og hætt við að þeir yrðu bragðdaufari án hans framlags því hann er frábær rokkgítarleikari og mikill stuðkarl. Lokalag tónleikana var „Heartache Tonight“ af The Long Run-plötunni. Eftir uppklapp komu þrjú lög til viðbótar. Glenn Frey söng „Take It Easy“ (sem hann samdi með Jackson Browne fyrir 40 árum), síðan fór Joe Walsh í gang með rokkslagarann sinn „Rocky Mountain Way“, af annarri sólóplötu hans. Að endingu róaði Don Henley áheyrendur með angurværu „Despe- rado“. Eagles þökkuðu fyrir sig og 10.000 áhorf- endur héldu glaðir heim. Ég er ekki yfir það haf- inn að vera neikvæður í garð FM-poppsins sem Eagles bera mikla ábyrgð á en mér er ómögulegt nema þá í gríni að taka undir orð Dude sem vitn- að var til í upphafi. Það er notalegt að heyra göm- ul og góð rokklög í lifandi flutningi höfunda, jafn- vel útjöskuð lög eins og „Hotel California“ hreyfa við manni í frábærum flutningi fagmanna. Já hel- vítis Eagles … þeir klikkuðu ekki. Morgunblaðið/Golli Ernir tveir Öxulveldið í Eagles, þeir Don Henley og Glenn Frey, á sviði Laugardalshallar.Laugardalshöll Eagles bbbbm Eagles í Laugardalshöll, fimmtudaginn 9. júní. Magnús og Jóhann hituðu upp. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST „Já helvítis Eagles … þeir klikkuðu ekki“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.