Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  137. tölublað  99. árgangur  VETRARFERÐ VÍKINGS HEIÐARS OG KRISTINS ÁSKORUN ÚTI Á SJÓ NÝLIÐAR ÞÓRS SAFNA STIGUM OG ÚR FALLSÆTI FÓLK GETUR MEIRA 10 ÍÞRÓTTIREINLÆG OG FÖGUR 26 Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur, Guðmundur Ögmundsson, aðstoð- armaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, og Unnur Jónsdóttir, landvörður á Lónsöræfum, fóru inn á Morsárjökul til reglubundinna mælinga á skriðu- hlaupi síðasta sunnudag. Í klettabeltinu í hvelfingunni innst á Morsárjökli voru stórfenglegir fossar sem Jón Viðar hafði lengi grunað að væru hærri en Glymur, en hann hefur verið talinn hæsti foss landsins hingað til. Eftir einfalda hornamælingu kom í ljós að hæð hæsta fossins er 228 m eða um 30 m hærri en Glymur. Líklegt er að fossinn sé enn hærri, jafnvel yfir 250 m þar sem hann hverfur bak við fönn. mep@mbl.is Stórfenglegir fossar í klettabelti innst á Morsárjökli Ljósmynd /Jón Viðar Sigurðsson Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir Íslendinga mega búa sig undir fjölbreyttara smádýralíf í umhverfi sínu. Ekki sé nóg með að tegundum fjölgi heldur muni einstaklingum inn- an sumra tegunda einnig fjölga. „Það væri betra fyrir okkur að vera án þeirra sumra,“ segir Erling. Hann segir jafnframt að þumalputtareglan sé sú að um 10% landnema séu til óþurftar. Spurður um skaðvalda nefnir Erling asparglyttu sem dæmi sem og spánarsnigil. Ýmsar fleiri teg- undir geti verið til ama eins og t.d. hin kolsvarta fíflalús. Smádýrunum fjölgar hratt Morgunblaðið/Brynjar Gauti Litadýrð Hunangsfluga á ferð.  10% landnema til ama og óþurftar Mesta pödduhræðslan 12 Tifandi tímasprengjur 12 Spánarsnigli skal tortímt 13 7. hluti af 7 Hamskipti lífríkis og landslags  Upplýsingar frá stærstu háskól- um landsins sýna að veruleg aukn- ing er á umsóknum í háskólanám. Að meðaltali virðist aukningin vera um 14–20%. Nauðsynlegt und- irbúningsnám fyrir háskólanám er í boði í Keili og Háskólanum í Reykjavík fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Mest áberandi er stökkið í aðsókn í tölvufræði, hugbúnaðarverkfræði og matvæla- fræði frá því í fyrra. Mikil aukning er líka í félagsvísindagreinar, við- skiptafræði og lögfræði. Aukin að- sókn er í háskólanám vegna ástands á vinnumarkaði sem og vegna fleiri atvinnutækifæra hjá þeim sem eru með háskólapróf í raungreinum. »2 Ungt fólk sækir meira í raungreinar Alþingi samþykkti á laugardags- kvöld hið svonefnda minna frumvarp um fiskveiðistjórnun og miðað við óbreyttar forsendur hækkar veiði- gjald útgerð- arinnar um einn milljarð á næsta fisk- veiðiári. Stóra frumvarpinu var frestað. „Frestur er á illu bestur og skynsam- legast hefði verið að fresta báðum frum- vörpunum. Við verðum að vona að nú sýni menn skynsemi og vandi meira til verka,“ segir Vil- mundur Jósefsson, formaður SA. Aðspurður segir hann einnig að breytingar sem gerðar voru á minna frumvarpinu auki líkur á því að sam- tökin staðfesti kjarasamninga 22. júní. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir að fresta hefði átt báðum frumvörpum. „Við erum ekkert sátt við þetta. Vinnubrögðin sem höfð voru uppi eru algjörlega ótæk. Þing- ið logaði í deilum og það hefði þurft að vísa málinu til frekari vinnslu.“ haa@mbl.is »4 „Frestur er á illu bestur“ Veiðigjald hækkar að óbreyttu um milljarð Hækkun Miðað við óbreyttar for- sendur hækk- ar veiðigjald útgerðarinnar um einn millj- arð á næsta ári Morgunblaðið/RAX Frestað Stóra kvótafrumvarpið bíð- ur þess að þing komi saman í haust. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum sínum vegna nýafstaðinna kjarasamninga og þess kostnaðarauka sem leiðir af stöðug- um hækkunum á hrávöruverði. „Allir innlendir framleiðendur eru að hækka gjaldskrána hjá sér, einn, tveir og þrír. Þeir eru fljótir að velta launahækkunum út í verðskrána,“ segir Gísli Sigurbergsson, verðlags- stjóri hjá Fjarðarkaupum, og bætir við að nýgerðir kjarasamningar séu nefndir sem skýring hækkananna. Hærra verðlag slær á kaupmátt Spurð um þessa þróun og hækk- anir á verðskrám, m.a. hjá Símanum og Íslandspósti, svarar Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, því til að ljóst sé að hærra verðlag vegi á móti markmiðum kjarasamninga. „Ef verðbólguhorfur dökkna ótt- ast maður að kjarabótin verði minni en til stóð. Ein forsenda kjarasamn- inga er að hér verði stöðugleiki. Ef þetta er leiðin sem fyrirtækin velja er forsendan brostin,“ segir Henný. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir undirliggjandi þörf fyrir hækkanir „á alla línuna“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, óttast aukið at- vinnuleysi og verðbólguskrið í haust takist ekki að örva fjárfestingu. MVerðbólguskot í kortunum »2 Skriða hækkana vofir yfir  Verðlagsstjóri hjá Fjarðarkaupum segir launahækkunum velt út í verðlagið  Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að forsendur kjarasamninga kunni að bresta Dýrari sími og póstur » Íslandspóstur og Síminn eru á meðal fyrirtækja sem undir- búa verðhækkanir á gjald- skrám sínum á næstunni. » Hefur það í för með sér að notkun fastlínusíma verður dýrari sem og póstdreifing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.