Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Audi A6 4.2 Quattro Sérlega vel útbúinn umboðsbíll Nýskráður 12.12. 2005, ekinn: 57.000 km Ásett verð: 5.650.000 kr. Tilboðsverð: 4.990.000 kr. stgr. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Allt útlit er fyrir að nýgerðir kjara- samningar og stöðugar hækkanir á hrávöruverði muni kynda undir frek- ari verðbólgu með haustinu. „Ég skynja þetta í gegnum tölvu- póst sem ég fæ frá heildsölunum. Allir innlendir framleiðendur eru að hækka gjaldskrána hjá sér, einn, tveir og þrír. Þeir eru fljótir að velta launahækkunum út í verðskrána. Skýringin er þessar launahækkanir og ýmsar kostnaðarhækkanir, á borð við hrávöruhækkanir. Þessu til við- bótar kemur veiking á krónunni. Þetta spilar allt saman,“ segir Gísli Sigurbergsson, verðlagsstjóri hjá Fjarðarkaupum, um undirliggjandi þrýsting á hækkanir á matvörunni. Hagræðingin á endastöð „Það hefur ekki verið mikið svig- rúm til launahækkana. Menn hafa hagrætt eins og kostur er. Ég sé ekki annað en að hækkanirnar fari beint út í verðlag.“ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir þessa greiningu á stöðunni. „Ég met stöðuna þannig að það sé undirliggjandi hækkunarþörf á bæði innflutnings- og framleiðsluvöru á Íslandi vegna þess að hrávöruhækk- anir erlendis eru nú að koma fram af fullum þunga. Hækkanir sem hafa komið til á síðustu mánuðum eru nú að koma í hús. Birgðir á gamla verð- inu eru búnar og því hlýtur nýja verðið að fara að segja til sín,“ segir Andri sem telur of snemmt að nefna tölur. „Það er engin leið að nefna eina tölu í þessu sambandi. Hækkunar- þörfin er mismunandi. Það er nánast sama hvar borið er niður því hrá- vara, hvaða nafni sem hún nefnist, hefur hækkað. Ég get til dæmis nefnt sykur, sem kemur mikið við sögu í framleiðslunni hjá okkur, og plast, sem fylgir olíuverðinu. Ég get einnig nefnt kakó, kaffi og hveiti. Hækkunin er á alla línuna.“ Hagvöxtur eða atvinnuleysi Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir kjarasamningana hvíla á þeirri forsendu að verðmætasköpun aukist. „Þetta snýst allt um það hvort við komum fjárfestingum af stað. Við vissum að verðbólgan myndi fara upp fyrir 2,5% og að fyrsta árið yrði mjög erfitt. Þegar kjarasamningarn- ir eru gengnir í gegn munu þeir hafa verðhækkunaráhrif í för með sér. Við undirritun kjarasamninga treystum við á að fjárfestingarnar fari af alvöru í gang þannig að við fáum meiri hagvöxt og getum þannig dregið meira úr atvinnuleysinu en spár hafa gert ráð fyrir.“ Markmiðið verður fjarlægara – Er það raunhæft? „Eftir því sem lengra líður á árið því fjarlægara verður það markmið að við séum að rífa okkur upp úr 2,5% hagvexti. Slíkur hagvöxtur er ekki nóg. Meira þarf að koma til. Ár- in 2012 og 2013 verða að vera góð hagvaxtarár. Ef það gengur eftir getur þetta gengið upp. Ef við hins vegar náum ekki fjárfestingum í gang og atvinnuleysinu niður erum við að hjakka í þessum eilífu vand- ræðum. Annars skapa kjarasamn- ingarnir sem slíkir meiri verðbólgu eða meira atvinnuleysi – eða blöndu af hvoru tveggja – en ella hefði ver- ið,“ segir Vilhjálmur sem varar einn- ig við neikvæðum áhrifum gjaldeyr- ishafta á verðbólguhorfur. „Eftir því sem gjaldeyrishöftin eru lengur við lýði því lengur verður gengi krónunnar lágt. Þetta er sama grundvallaratriðið og með verðlags- höftin og verðbólguna. Eftir því sem höftin eru hert þeim mun meiri verð- ur verðbólgan.“ Morgunblaðið/Golli Við Austurvöll Borgarbúar nutu sólarinnar um helgina. Rætist spár um hagvöxt ekki er útlit fyrir að verðbólga éti upp nýsamþykktar launahækkanir. Verðbólguskot í kortunum  Innlendir framleiðendur bregðast við launahækkunum með verðhækkunum  Framkvæmdastjóri SA varar við auknu atvinnuleysi aukist fjárfesting ekki Áberandi mikil aukning er í að- sókn í háskóla- nám fyrir næsta skólaár. Mest áberandi er aukin aðsókn í tölv- unarfæði, hug- búnaðarverk- fræði og mat- vælafræði sam- kvæmt upplýs- ingum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Keilir og Háskólinn í Reykjavík mæta þörfum þeirra vel sem óska eftir að hefja háskólanám án stúdentsprófs með því að bjóða undirbúningsnám á frumgreinasviði. Um 9.200 umsóknir bárust Háskóla Íslands sem er um 14% aukning í grunnnámi og 12% aukning í framhaldsnámi. Umsókn- um um grunnnám í hugbúnaðarverk- fræði og matvælafræði fjölgar um 90% á milli ára en umsóknum um grunnnám í tölvunarfræði fjölgar um 65% á milli ára samkvæmt upplýs- ingum frá markaðs- og sam- skiptasviði Háskóla Íslands. Um 1.800 umsóknir bárust um skólavist í Háskólanum í Reykjavík, sem er um 20% aukning frá því í fyrra að sögn Jóhanns Hlíðar Harð- arsonar, upplýsingafulltrúa Háskól- ans í Reykjavík. Aðsókn hefur aukist þar mest í tölvunarfræðideild eða um 50% en um 20% í viðskiptafræðideild. Þá hefur umsóknum um nám á frum- greinasviði fjölgað um 60%. Jóhann Hlíðar skýrir þessa ásókn í raun- greinar með því að þörf á tækni- menntuðu vinnuafli hafi styrkt enn frekar stöðu útskrifaðra tölvunar-, verk-, kerfis-, tækni- og iðnfræðinga. Atvinnuleysi drífi fólk til að afla sér menntunar og þá sérstaklega á námsleiðum sem bæti stöðu þess á vinnumarkaði. „Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri hafa aldrei verið fleiri en í ár,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynning- arsviðs, en umsóknir eru alls 1.030. Hjálmar Árnason, framkvæmda- stjóri hjá Keili, segir um 15% aukn- ingu síðan í fyrra. Tölvunar- fræði vinsælust  Metaðsókn í stærstu háskólana Stjakað var við starfsmanni Umhverfisstofnunar eftir að hann hafði lokað fyrir umferð að Dyrhólaey á sunnudag. „Starfsmaður frá okkur var þarna þegar komu menn sem stjökuðu við honum og rifu niður girðingar. Við kölluðum til lögreglu á staðinn sem mætti á svæðið og ræddi að mér skilst við hlutaðeigandi,“ segir Ólafur Arnar Jóns- son, deildarstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun. Hann segir ákvörðunina um lokun eyjarinnar löggilda enda hafi hún verið birt í Stjórnartíðindum. Það beri því að hlýða henni. Harðar deilur hafa staðið um málefni Dyrhólaeyjar sem náðu nýjum hæðum um liðna helgi. Að sögn Þor- steins Gunnarssonar, ábúanda á Vatnsskarðshólum, var ráðist inn í friðlandið á Dyrhólaey aðfaranótt föstudags. Hann sagði að ýmis skilti og lokunarslár hefðu verið rifin niður og þeim stolið. Í tilkynningu frá Mýrdalshreppi sagði að íbúar hreppsins hefðu verulegan hluta tekna sinna af ferðaþjónustu og væru því skiljanlega mjög ósáttir við lokunina enda væri mjög lítið fuglavarp í eynni. Nýjum hæðum náð í deilum um Dyrhólaey  Stjakað við starfsmanni Umhverfisstofnunar í hita leiksins Deilur Dyrhólaey var lokað á nýjan leik í gærmorgun. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ofan á þá kjararýrnun sem þús- undir heimila verða fyrir vegna vax- andi verðbólgu munu hækkanir á ýmissi þjónustu draga enn frekar úr svigrúmi til einkaneyslu. Nýlegt dæmi er að Póst- og fjar- skiptastofnun hefur fallist á rök Símans fyrir því að hækka upphafs- og lúkningarverð símtala úr fast- línusíma um rúmlega 46% en lækka umflutningsgjöld um rúm- lega 14%. Verður Vodafone jafn- framt heimilt að hækka lúkning- arverð í samræmi við heimild Sím- ans. Þá hefur stofnunin sam- þykkt beiðni Ís- landspósts um hækkun á póst- burðargjöldum og gjaldskrá svokall- aðs einkaréttar- pósts um 20%. Hefur hækkunin þau áhrif að 75 kr. burðargjald fyrir 50 g bréf hækkar í 90 kr. Verðskrárnar á uppleið SÍMINN OG PÓSTURINN HÆKKA Síminn hækkar. 90% aukning á milli ára í hugbún- aðarverkfræði og mat- vælafræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.