Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Handhægar umbúðir með tappa Barnsins stoð og stytta Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Kirkjuþing hefst í dag og á stefnu- skrá þess er að fjalla um niðurstöður rannsóknarnefndar kirkjuþings. Baldur Krist- jánsson, sókn- arprestur í Ölf- usi, sagði sig frá þinginu í gær. Rannsókn- arnefnd kirkju- þings, um við- brögð og starfshætti þjóð- kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni fyrrum biskupi um kynferðisbrot, gerði sérstakar athugasemdir í skýrslu sinni sem birt var á föstudag við þá ákvörðun Baldurs að sitja fundi stjórnar Prestafélags Íslands í febrúar og mars árið 1996 þegar um- rædd brot voru þar til umfjöllunar. Baldur sagði í gær að viðbrögð kirkjuþings yrðu trúverðugri eftir því sem færri sætu á þinginu sem hefðu átt aðild að málinu á sínum tíma. Hann bað jafnframt fórnar- lömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefn- ingar á hlut sínum í málinu. Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonur, mun ekki taka sæti á þinginu vegna fjölskyldu- tengsla. Árni Svanur Daníelsson, verkefn- isstjóri hjá Biskupsstofu, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld ekki vita til þess að fleiri hefðu sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. haa@mbl.is Úttektin rædd á Kirkjuþingi Tveir taka ekki sæti vegna tengsla Baldur Kristjánsson Hlaupararnir sem hlaupa hringinn til styrktar krabba- meinssjúkum börnum fengu góðar móttökur á Hvammstanga – „fjöldinn allur af fólki hljóp með okkur þrátt fyrir mikla umferð. Íþróttafélagið Valur tekur á móti okkur en þeir eru rétt við Barnaspít- alann. Borgarstjórinn mun taka á móti okkur líka, áætlað að við verð- um komin um þrjúleytið hinn 16. júní,“ segir Signý Gunnarsdóttir. Fólk hljóp með okkur Signý Gunnarsdóttir Tvær tillögur er uppi um hvernig eigi að ganga frá holu í veginum sem liggur í gegnum Almannagjá, að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum. „Annars vegar kemur til greina að setja járn- grind yfir sem hægt væri að ganga á og sjá ofan í eða setja göngustíg með- fram holunni. Jafnframt er ætlunin að koma fyrir ljósum til að lýsa hana upp,“ segir Ólafur. Hann segir ennfremur að gengið hafi verið tryggilega frá holunni og engin hætta stafi af henni. „Það væri æskilegt að koma fyrir skilti þarna til upplýsinga fyrir gesti. En það er engin hætta á ferðum. Það þarf að fara sér vísvitandi að voða þarna til að þetta reynist hættulegt.“ Morgunblaðið/Einar Falur Nýja holan í Almannagjá verði upplýst fyrir gesti Tvær tillögur um frágang á holu við Þingvelli Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Ýmis ný lög voru samþykkt á síðasta fundi Alþingis fyrir frestun þing- funda til 2. september næstkomandi. „Litla kvótafrumvarpið“ var m.a. samþykkt ásamt bandormi fjármála- ráðherra og frumvarpi um breyting- ar á þingsköpum Alþingis. Ákvörðun um að fresta þingfund- um til hausts var tekin um klukkan 19.40 á laugardagskvöld. Alþingi mun þó koma saman til hátíðarfund- ar miðvikudaginn 15. júní í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Lögfestingu gjaldeyrishafta var jafnframt frestað fram á haust og af þeim sökum var samþykkt að heim- ild Seðlabanka Íslands til að setja reglur, með samþykki efnahags- og viðskiptsráðherra, í bráðabirgða- ákvæðum laga um gjaldeyrismál yrði framlengd frá 31. ágúst til 30. september. Í frumvarpi breytingar- laganna segir að stefnt sé að því að afgreiða frumvarp um gjaldeyrismál í september næstkomandi og ekki sé búist við að höftin falli úr gildi 30. september 2011. Samkvæmt nýjum lögum um þingsköp Alþingis fækkar fasta- nefndum Alþingis úr tólf í sjö og hver nefnd fer nú með víðtækara málasvið en áður. Nefndirnar sjö verða því allsherj- ar- og menntamálanefnd, atvinnu- vega- og viðskiptanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjárlaganefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Frumvarpið var flutt af Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og markmið breytinganna er sagt vera að styrkja og efla nefndastarfið enn frekar ásamt því að gefa nefndunum meira og betra svigrúm til starfa. Annasamur þingfundur  Bandormur fjármálaráðherra meðal annars samþykktur að stórum hluta Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Þingfundum hefur nú verið frestað fram á haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist vera ánægður með að sá hluti bandorms fjármálaráðherra sem sneri að skattlagningu lífeyrissjóða skuli ekki hafa farið í gegn á síð- asta þingfundi Alþingis fyrir sum- arfrí. „Það er ljóst að það stefndi í harðar deilur við okkur um þessa skattlagningu. Við erum auðvitað mjög sátt við að hlustað hafi verið á okkar rök og þessi liður hafi verið tekinn út.“ Gylfi er ánægður með að lögfest hafi verið ákvæði um starfsend- urhæfingarsjóð. „Nú er komin á skylda atvinnurekenda til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við telj- um þetta vera mjög mikilvæga aðgerð og höfum kallað eftir þessu nokkuð lengi.“ Gylfi fagnar því einnig að lög- fest hafi verið að nýju að persónu- afsláttur fylgi verðlagi. „Við vorum mjög ósátt þegar þetta var fellt úr lögum við árslok 2009. Þarna er verið að koma til móts við þau at- riði sem ríkisstjórnin hafði heitið að gera hvað varðar skattmálin.“ haa@mbl.is Sáttur við breyting- ar á bandorminum Gylfi Arnbjörnsson Ólafur Gaukur Þór- hallsson tónlistar- maður lést á hvíta- sunnudag, 12. júní síðastliðinn. Hann fæddist hinn 11. ágúst 1930 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949. Foreldrar hans voru Bergþóra Ein- arsdóttir frá Garð- húsum í Grindavík og Þórhallur Þorgilsson, magister í rómönskum málum. Ólafur Gaukur var einn helsti brautryðjandi dægurtónlistar á Ís- landi sem gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, texta- höfundur, plötuútgefandi og kenn- ari. Aðeins fimmtán ára stofnaði Ólaf- ur Gaukur sitt fyrsta tríó og á menntaskólaárunum fór hann að leika með vinsælustu dans- hljómsveitum lands- ins, meðal annars KK sextett. Einnig stýrði hann eigin hljóm- sveitum og mun Sext- ett Ólafs Gauks vera þeirra þekktust. Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks árið 1975 og rak hann til ævi- loka. Fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar hlaut Ólafur Gaukur ýmsar viðurkenningar. Heið- ursverðlaun Íslensku tónlistarverð- launanna hlaut hann árið 2006. Árið 2008 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu, sama ár var hann kjörinn heiðursfélagi í Félagi tón- skálda og textahöfunda og árið 2009 sæmdu gítarleikarar hann Gullnögl- inni. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Gauks er Svanhildur Jakobsdóttir. Andlát Ólafur Gaukur Þórhallsson Mörg sveitarfélög stefna á töluverð- an niðurskurð hjá grunnskólum skv. óformlegri könnun Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Margir hyggj- ast skoða samvinnu eða sameiningu við aðrar stofnanir eða hafa þegar farið út í slíkar framkvæmdir. „Hins vegar svara tæp 70% því til að ekki standi til að draga úr sérkennslu og um 84% að ekki muni koma til sam- dráttar í sérfræðiþjónustu. Þá kem- ur einnig fram í niðurstöðum að ým- ist hefur kennslustundum nú þegar verið fækkað (32%) eða í farvatninu er að fækka þeim (32%). 50% þeirra sem svöruðu hafa þegar aukið sam- kennslu en innan við 40% sameinað bekki. Þá hefur stöðugildum verið fækkað hjá um 40% sveitarfélaga sem svöruðu og tæp 40% svara því til að slíkt standi til á næsta skólaári og alls svara tæp 90% aðspurðra því til að dregið hafi verið úr yfirvinnu eða slík aðgerð framundan.“ Stefnir í töluverðan niðurskurð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.