Morgunblaðið - 14.06.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Landsbankinn lækkar skuldir yfir 30 þúsund viðskiptavina Kynntu þér nýja skuldalækkun Landsbankans. Við lækkum skuldir einstaklinga og munu yfir 30 þúsund viðskiptavinir njóta góðs af. Þetta gerum við í samræmi við þá stefnu okkar að styðja við endurreisn heimila og atvinnulífs. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn. 2 Við lækkumfasteignaskuldir 3 Við lækkum aðrar skuldir1 Við endurgreiðum 20% af vöxtum Þær aðgerðir sem nú eru kynntar koma til framkvæmda fyrir 1. október 2011. Skilmála og nánari upplýsingar um skuldalækkun Landsbankans má finna á heimasíðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 426 kandídatar brautskráðust síð- asta laugardag frá Háskólanum á Akureyri, á 24. starfsári skólans. Konur voru í miklum meirihluta en aðeins fjórðungur kandítata var karlar. Flestir útskrifuðust úr hug- og félagsvísindadeild eða 271, 83 af viðskipta- og raunvísindasviði og 72 af heilbrigðisvísindasviði. Rektor sagði í brautskráningarræðu sinni að við stofnun Háskólans 1987 hefði skólinn lagt mikla áherslu á að þjóna þeim sem byggju og störfuðu á landsbyggðinni en um 70% þeirra sem hefðu útskrifast úr skólanum störfuðu á landsbyggðinni. „Í mín- um huga myndi það þýða dauða- dóm fyrir Háskólann á Akureyri ef hann yrði gerður að útibúi frá há- skólastofnun á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði rektor í ræðu sinni og að nauðsynlegt væri að auka fjárveit- ingar til háskólanna sem og sam- starfið á milli þeirra. Flestir út- skrifaðra voru lotunemar eða 194, staðarnemar voru 171 og fjar- nemar 61. Fjarnám hefur verið í örri þróun í skólanum sem og til- raunaverkefni virkjað til að kanna kosti staðarnáms og fjarnáms. mep@mbl.is 426 út- skrifuðust úr HA  Fjórðungur út- skrifaðra karlar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brautskráning Um 1500 nemendur stunduðu nám á 3 fræðasviðum. Metfjöldi kandídata brautskráðist frá Háskóla Íslands síðasta laugar- dag, á aldarafmælisári Háskóla Ís- lands, en brautskráningin fór fram í Laugardalshöll. 1.138 útskrifuðust úr grunnnámi og 678 úr framhalds- námi. Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði í ræðu sinni að fjölgun dokt- orsnema í launuðum vísindarann- sóknum hefði gert skólann að raun- verulegum alþjóðlegum rannsókna- háskóla en nú stunduðu 450 nemendur doktorsnám við skólann. Starfsfólk háskólans hefði á síðustu fimm árum fengið samþykkt 24 ný einkaleyfi á uppgötvunum á sviði eðl- isfræði, lyfjafræði, reikniverkfræði, sameindalíffræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, læknisfræði, efna- fræði, tannlæknisfræði og tölvunar- fræði. Á fimmta tug sprotafyrir- tækja hefði byggst á rannsóknum kennara og nemenda við skólann Kristín Ingólfsdóttir minntist einnig þeirra fjölmörgu sem stóðu að stofn- un Háskóla Íslands á Alþingi hinn 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Nú væru 14.000 manns við nám í skólanum en fyrsta námsárið hefðu þeir verið 45. Í upp- hafi hefðu þrettán starfað við skól- ann en í dag væru tæplega 1.400 manns í fullu starfi ásamt 2.000 stundakennurum. Deildum skólans hefði fjölgað frá fjórum í 25. mep@mbl.is Metfjöldi útskrifast úr HÍ Hátíð Kandídatar voru hvattir til að klæðast þjóðbúningi á aldarafmæli HÍ.  Háskóli Íslands orðinn alþjóðlegur rannsóknarskóli  Fjöldi sprotafyrirtækja byggður á rannsóknum nemenda og kennara Hinn ungi og efnilegi skák- maður Hjörvar Steinn Grét- arsson náði um helgina sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á al- þjóðlegu skák- móti í Búdapest í Ungverjalandi. Hjörvar hafði þá náð fimm vinn- ingum í sjö skákum en í áfangann þarf fimm vinninga í níu skákum. Hjörvar á möguleika á að krækja sér í stórmeistaraáfanga en til þess þarf hann að vinna báðar skákirnar sem eftir eru gegn tveimur sterk- um stórmeisturum. Áfangi að al- þjóðlegum meistaratitli Hjörvar Steinn Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.