Morgunblaðið - 14.06.2011, Page 8

Morgunblaðið - 14.06.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Það er hægt að misnota eða farailla með reglur sem jafnvel eru góðar ef menn hafa einbeittan vilja í þá veru,“ sagði einn af þeim fáu þingmönnum sem sl. laugardag tóku þátt í umræðum um frumvarp um breytingu á þingsköpum Al- þingis.    Frumvarpiðvar sam- þykkt en þessi varnaðarorð áttu vel við og segja sína sögu um þær væntingar sem gerðar eru til þess hluta breyting- anna sem snýr að eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu.    Eitt af því sem ætlunin er að náfram með lagabreytingunni er að auðvelda þingmönnum að veita ráðherrum aðhald og óhætt er að taka undir mikilvægi þess aðhalds miðað við hvernig ýmsir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa starf- að.    Þó hlýtur einhverjum að stökkvabros á vör við að lesa eftirfar- andi setningu í nefndaráliti: „Lagt er til að frestur til að svara fyr- irspurnum skriflega sé lengdur úr 10 virkum dögum í 15 virka daga og eins að ráðherrar geri þinginu grein fyrir því þegar það dregst að svara fyrirspurn af hvaða ástæðum það stafar og hvenær vænta megi svars.“    Ráðherrar ríkisstjórnarinnarhafa ekkert gert með þann frest sem þingsköp hafa sett þeim til að svara. Hið sama á við um ann- að sem snýr að upplýsingagjöf, sér- staklega hvaða upplýsingar eru veittar.    Ríkisstjórnin er fyrir löngu orð-in alræmd fyrir leynimakk og pukur og litlar líkur eru á að hún fari frekar að nýjum þingsköpum en gömlum að þessu leyti. Einbeittur vilji til misnotkunar STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 7 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 9 alskýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 17 skýjað Brussel 20 skýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 21 léttskýjað París 22 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 28 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 15 alskýjað Montreal 13 alskýjað New York 21 léttskýjað Chicago 18 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:58 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:14 23:42 Sólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Eigum nokkur eintök af vel með förnum Kia Sorento, frá 1.850.000 - 3.690.000 kr. - bensín eða dísil. Verð frá kr. 1.850.000 Opið virka daga frá kl. 9-18 VW Passat EcoFuel/metan árg. 2010, ekinn 8 þús. km 1400cc, metan/bensín, beinsk. Verð: kr. 4.390.000 notaðra bíla ÚRVAL Allt að 70% fjármögnun Góð kaup ! KIA S OREN TO Mikið úrva l! upp að landi í þjóðgarðinum þegar brumið springi út, sem oftast er í lok maí, en nú fyrst er það að gerast á þessu kalda sumri, þannig að veiðin ætti að glæðast. Laxveiðitímabilið byrjaði vel hjá Kjartani Þorbjörnssyni í Norðurá í gær. Þau Júlía Þorvaldsdóttir eigin- kona hans hófu veiðar á Eyrinni og fjörutíu mínútum síðar hafði Kjartan landaði fyrsta laxi sínum í sumar, 62 cm hæng. Smálaxinn er því mættur í Norðurá en fram að þessu hafa eink- um verið að veiðast þar laxar sem eru 74 til 84 cm langir. 44 laxar höfðu verið færðir til bókar í gær. „Hann tók litla svarta Snældu, mjög neðarlega við Eyrina,“ sagði Kjartan. Annars var frekar rólegt yfir veið- inni við Norðurá. Lax hafði aðeins sýnt sig í Konungsstreng og tyllt var í annan í Klingenberg en sá slapp. Laxveiðiárnar verða opnaðar hver af annarri á næstu dögum: Þverá og Kjarrá í dag og á morgun, og 20. og 22. júní hefst veiði í þeim mörgum. Laxar hafa víða sést, til að mynda sá blaða- maður tvo stóra í Kvíslarfossi í Laxá í Kjós í gær. Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Morgunblaðið/Einar Falur Bleikjan að taka Halldór Gunnarsson með fjögurra punda bleikju sem hann veiddi við Vatnskot í Þingvallavatni á hvítasunnudagsmorgni.  Veiðimenn að fá eina og eina fallega bleikju í Þingvallavatni  Smálax tekinn að veiðast í Norðurá  Fjörutíu og fjórir höfðu verið færðir til bókar í gær STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fjöldi veiðimanna sótti þjóðgarðinn á Þingvöllum heim um hvítasunnu- helgina, enda viðraði vel til stang- veiða, og ekki var verra að þeir voru að ná einum og einum fiski. Á hvíta- sunnudagsmorgni voru átta veiði- menn samtímis á Pallinum við Vatns- kot og þar hitti blaðamaður Halldór Gunnarsson sem hafði fengið bleikju sem var á að giska fjögur pund, stuttu eftir að hann byrjaði að kasta. Síðan hafði verið rólegt. „Ég hef komið nokkrum sinnum í vor og stundum fengið fallegar bleikjur, fiska sem hafa verið tvö til þrjú pund,“ sagði hann. Oft hefur verið vitnað í „gömlu“ mennina sem segja að bleikjan komi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.