Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Nú þegar sumarið er komið fara eig- endur vélknúinna hjóla á stjá. Ef þú ert einn þeirra, eða bara áhugamaður um sportið, þá ætti motocross.is að vera eitthvað fyrir þig. Á síðunni er að finna mikið af gagnlegum upplýs- ingum svo sem hvar má keyra, hve- nær og hvar mótorkross-námskeið eru haldin, keppnisdagatal og stað- setning þar til gerðra hjólabrauta. Jafnframt er töluvert magn skemmti- legra mynda og tengla. Þá er mjög öflugt spjallsvæði á síðunni, þar sem spjallað er um allt sem tengist mót- orkross. Síðan var stofnuð árið 1998 og hefur síðan þá vaxið mikið og er í dag orðin öflugasti mótorkrossvefur landsins. Vefurinn er í eigu Vélhjóla- íþróttafélagsins Vík, sem er jafn- framt stærsta akstursíþróttafélagið á Íslandi. Endilega kíktu á þessa yf- irgripsmiklu síðu um þessa skemmti- legu hjólaíþrótt. Vefsíðan www.motocross.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stuð Margir fá mikla útrás með því að tætast um á stórum hjólum. Vendi mínu kvæði í mótorkross Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Áheitasöfnunarverkefnið „Meðan fæturnir bera mig“ er nú í fullum gangi en söfnuninni lýkur 16. júní. Verkefnið gengur út á að tvenn hjón hlaupa hringinn í kringum landið og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms í símanúmerin 904-1001 fyrir 1000 kr., 904-1003 fyrir 3000 kr. eða 904-1005 fyrir 5000 kr. Þá er hægt að stykja söfnunina með greiðslukorti eða millifærslu á mfbm.is. Í janúar 2010 greindist þriggja ára sonur Sveins og Signýjar með hvítblæði og hefur hann gengið í gegnum strembna lyfjameðferð en er í dag á batavegi. Þau hjónin ákváðu að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fengu í lið með sér vin- ahjón sín. Í dag hlaupa kapparnir frá Hvammstanga að Bifröst. Nánari upplýsingar er að finna á mfbm.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áheit Hlaupið til styrtar krabbamein- sjúkum börnum. Endilega … Meðan fæturnir bera mig Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ egar fólk rær þá tekst það á við sjálft sig og náttúruöflin. Það er sterk upplifun að fara út á bát og upplifa sig í nýju umhverfi, takast á við vind og öldur og þurfa að beita lík- amanum á annan hátt en venju- lega. Þetta er áskorun, að fara út í eitthvað sem þú veist ekki alveg hvernig mun vera. Fólk lærir nýja hluti um sjálft sig og getur meira en það heldur. Fólk kemur í land skælbrosandi og margir eru hissa á hversu auðvelt þetta er. Þetta er tilfinningaleg og andleg áskorun,“ segir Óttarr Hrafnkelsson, starfsmaður Sigluness, en þar verður í sumar í fyrsta sinn boðið upp á siglinganámskeið fyrir full- orðna, 17 ára og eldri. Þrjár vinnustöðvar um borð „Foreldrar þeirra 300 barna, sem við erum með á siglinga- námskeiðum á hverju sumri, spyrja mikið um slík námskeið fyrir fullorðna og þetta er svar okkar við því. Á fullorðinsnám- skeiðunum getur fólk lært að sigla á einni tegund af bát, hvort sem það er skúta, seglbátur, kajak, kanó eða vélbátur. Þeir sem velja skútuna læra grunntökin í siglingu á 8 metra langri seglskútu með föstum kili en við erum líka með námskeið á litlum eins manns seglbátum með lausum kili. Á seglskútunni eru að lágmarki þrjár vinnustöðvar um borð, einn stjórnar stýrinu, annar stjórnar stórseglinu og einn stjórnar fram- seglinu. Þetta þarf allt að vinna Fólk getur meira en það heldur Í Siglunesi í Nauthólsvík er nú í fyrsta sinn boðið upp á siglinganámskeið fyrir fullorðna. Fólk getur lært að sigla skútu, seglbát, kajak, kanó eða vélbát. Það er tilfinningaleg áskorun að fara út á sjó og takast á við vatn og vind. Seglskúta Hún er 8 metra löng með föstum kili og þrjá þarf til að stjórna. Hið árlega sundnámskeið sunddeildar KR hefur verið fast- ur liður í sumarstarfi KR í fjölda ára. Fyrsta námskeiðið af fjórum byrjaði síðastliðinn mánudag með tilheyrandi gus- um og gleði. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og fer sundkennslan fram daglega. Námskeiðsgjald er 6500 kr. Þau námskeið, sem eftir eru, fara fram 20. júní, 4. júlí og 8. ágúst. Teknir eru fimm hópar á hvert námskeið og byrjar fyrsti hópurinn klukkan 09:00 og stendur hver sundtími yfir í 40 mínútur. Hægt er að skrá sig í síma 690- 6500 eða með því að senda skilaboð á sund@kr.is. Þrír til fjórir kennarar verða með hverjum hópi og þrír til fjórir sundmenn úr KR í lauginni. Þetta er gert til þess að veita börnunum sem besta leiðsögn og jafnframt til að gæta fyllsta öryggis. Þá er farið með börnunum í gegnum klefana þeim til að- stoðar. Gríðarleg ásókn hefur verið í námskeiðin síðast- liðin ár og fer því hver að verða síðastur að skrá sig. Nám- skeiðin eru samstarfsverkefni sunddeildar KR, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar (ÍTR) og Sundlaugar Vesturbæjar. Þeir sem lokið hafa sumarnámskeiðum fá forgang á vetrarnámskeiðin sem sunddeild KR er einnig með á sínum snærum. „Það hefur verið mjög gott samstarf bæði við Sundlaug Vesturbæjar og frístundaheimilin,“ segir Jóhannes Bene- diktsson, formaður sunddeildar KR. „Foreldrar hafa byrjað daginn á því að fara með krakkana niður í sundlaug og að sundtíma loknum eru þeir sóttir af starfsmönnum frí- stundaheimilanna.“ Nánari upplýsingar um sundnámskeið á vegum sund- deildar KR er að finna á síðu deildarinnar: www.kr.is/sund. Sundkennsla Gusur og gleði á sundnámskeiðum KR Morgunblaðið/Ásdís Sund og sæla Þessar stúlkur skemmtu sér vel í Vest- urbæjarlauginni eins og svo margir aðrir hafa gert í gegn- um tíðina. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum Tyrklandi 21. júní í 11 nætur Frá aðeins 129.800 með „öllu inniföldu“ Kr. 129.800 – 11 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2 - 11 ára á Hotel Bellacasa Hotel **** 21. júní í 11 nætur með öllu inniföldu.Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 144.900 Góð gisting - Hotel Bellacasa **** Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 11 nátta ferð til Bodrum í Tyrklandi 21. júní. Í boði er frábært sértilboð á Hotel Bellacasa **** með “öllu inniföldu” á ótrúlegum kjörum. Bellacasa er gott og vel staðsett hótel í Gumbet sem býður fjölbreytta þjónustu og góðan aðbúnað. Gríptu þetta einstæða tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Bodrum og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.