Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 11

Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 11
bátur veltur um leið og siglt er frá bryggjunni.“ Líka vatnasportskynning „Við viljum gjarnan kenna fólki grundvallaratriði í róðri, með því að kenna því að róa hefð- bundnum árabát. Við eigum heima á Íslandi og það er sjór allt í kringum landið og fullt af vötnum og ám. Margir eiga þess kost að fara út á árabát, ýmist við sum- arbústaði eða annarsstaðar. Við bjóðum líka upp á vatnasports- kynningu, þá kemur fólk í eitt skipti og er í tvo tíma og prófar alla bátana, þá getur fólk fundið út hvernig bát það vill fá sér, ef það stendur til.“ Í Siglunesi er einnig tekið á móti hópum, t.d. af vinnustöðum. „Vinsælast er að fara með hópa í kajakróður, enda eru þeir skemmtilegir og spennandi, maður veit ekki hvernig slíkur róður end- ar. Fólki finnst spennandi áskorun að takast á við það. Ef fólk leitar til okkar og vill komast út á sjó, þá reynum við að finna réttu leið- ina fyrir hvern og einn.“ Megum ekki tapa niður verklaginu og vinnunni Óttari finnst miður hversu al- menningur á Íslandi er orðinn af- tengdur sjónum og hann segir því um að kenna hversu lítið sé eftir af smábátum hér á landi. „Áður var hellingur af þeim í hverju sjávarþorpi en þar eru núna ein- vörðungu togarar. Árabátarnir eru horfnir. Yfirvöld hafa með skipu- lögðum hætti látið eyða trébátum á Íslandi. Þeir, sem hafa átt trillu en selt af henni kvótann, sitja uppi með verðlausan bát, þó hann sé kannski í toppstandi, því þeir mega ekki veiða fisk á honum. Þá er báturinn sagaður í sundur eða settur á áramótabrennu. Þannig höfum við gengið um okkar menn- ingararf, því miður. En fólk er að vakna til lífsins með að passa upp á þessa báta. Ég fæ ótal símtöl á hverju ári þar sem fólk er að leita að gömlum trébátum, til að geta komist út á sjó eða vatn til að róa. En það er líka verklagið og vinnan sem við megum ekki tapa niður, þessu verklagi sem felst í því að búa til og viðhalda trébátum. Bátasmíð er merkilegt sérfag.“ Á sjó Þær eru góðar og gefandi stundirnar úti á sjó og ekkert verra að þurfa aðeins að taka á til að halda stjórninni. saman. Fólk lærir betur að sigla á litlum seglbátum, því þar finnur fólk allar hreyfingar vel og það skiptir máli hvar setið er, ekki of framarlega og ekki of aftarlega. Stóra seglskútan er svo þung að fólk finnur ekki þessar hreyfingar sem krefjast þess að maður læri hvar og hvernig skal haga sér um borð.“ Reynum að halda fólki eins þurru og hægt er En hver er munurinn á kajak og kanóa? „Við segjum stundum að kanóar séu indíánabátarnir en kajakar eskimóabátarnir. Kanóar eru langir, mjóir bátar þar sem yfirleitt tveir róa saman og hann er opinn að ofan, eins og skel. Kajak er eins manns bátur og lok- aður, sest er ofaní hann flötum beinum og fæturnir fara inn í bát- inn, sumum finnst það óþægilegt því kajakar eru valtir. Á kanó er ræðari með ár með einu árablaði en á kajak er árin með tveimur árablöðum.“ Óttarr segir að fólk þurfi alls ekki að detta oft í sjóinn áður en það nær tökum á bátnum. „Við reynum að halda fólki eins þurru og við mögulega getum, því þá líð- ur fólki betur og orkan og einbeit- ingin fer ekki í að halda sér heit- um. En vissulega kemur fyrir að Litlu bátarnir Eins og tveggja manna bátarnir léttu.Sprell á kanó Sumir eru með jafnvægið í góðu lagi. www.siglunes.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Vagn fylgir GARÐAÞJÓNUSTA REYKJAVÍKUR Öll almenn garðvinna á einum stað fyrir garðinn þinn. Góð vinnubrögð og sanngjarnt verð. 20% afsláttur eldri borgara Eiríkur S. 669 0011 - Þórhallur S. 772 0864 „Er mosinn að eyðileggja flötinn þinn, við höfum lausn við því“ Í tilefni af 60 ára afmæli Krabba- meinsfélags Íslands var Heilsuhlaup- ið haldið í tuttugasta sinn síðastlið- inn miðvikudag, 8. júní. Fjölmargir tóku þátt í hlaupinu en heildarfjöldi þátttakenda var 387. Tvær vega- lengdir voru í boði þetta árið, tíu kíló- metrar og þrír kílómetrar. Svo skemmtilega vill til að í þriggja kílómetra hlaupinu var það unga kynslóðin sem sigraði, þau Dað- ey Ásta Hálfdánsdóttir 9 ára sem hljóp á tímanum 14:42 og 15 ára drengur, Þorgeir Kristjánsson, sem hljóp á 13:39. Þau fengu bæði gjafa- körfu frá Sölufélagi garðyrkjumanna og mánaðarkort í Baðstofunni í Laug- um. Fjörið og krafturinn er mikil hvatning fyrir alla Í 10 km hlaupinu unnu svo Birgir Sævarsson og Helle Pia Sörensen. Birgir hljóp á tímanum 35:37 og Helle á 41:59. Þau fengu bæði gjafakort að verðmæti 50.000 krónur frá Asics og gjafakörfu frá Sölufélagi garðyrkju- manna. Tími var mældur hjá öllum og úrslit og listi yfir verðlaunahafa verð- ur birt eftir aldursflokkum á vefsíðu Krabbameinsfélagsins: www.krabb.is og á www.hlaup.is. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, var að vonum afskaplega ánægð og sagði að hlaupi loknu: „Þetta var mikil skemmtun, fjör og kraftur. Þessi mikli áhugi er hvatning og við munum stefna að því að Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verði árlega í framtíðinni.“ Fjölmörg útdráttarverðlaun voru í boði og var heildarverðmæti vinninga um 500.000 krónur. Þeir sem ekki náðu að vitja verðlauna sinna geta nálgast þau í Skógarhlíð 8. Heilsuhlaup Krabbameinsfélags Íslands 9 ára stúlka og 15 ára drengur unnu 3 kílómetra hlaupin Morgunblaðið/Golli Fjöldi Alls hlupu 387 þetta árið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.