Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 umhverfi þar sem engar pöddur eru. En það er ekki hægt. Ég held að það sé hvergi eins mikil pöddu- fóbía eins og Íslandi, þar sem minnsta ástæðan er til þess,“ seg- ir Erling og brosir í kampinn. Pöddutegundum muni fjölga bæði utandyra og inni í húsum. Eitthvað fór að gerast Erling hefur unnið hjá Nátt- úrufræðistofnun frá 1978 og rann- sakað ótal skordýr og hryggleys- ingja síðan þá. Hann segist fyrst hafa farið að taka eftir því að „eitthvað væri að gerast“ um alda- mótin. „Ég var alltaf að rekast á nýjar og nýjar pöddur og fólk að koma hingað með pöddur sem maður hafði ekki séð áður og vissi að þær voru ekki í fánunni fyrir.“ Vissulega sé spennandi að fylgj- ast með þessu og þótt að Erling segi að sem vísindamaður eigi hann ekki endilega að taka af- stöðu til þess hvort fjölgunin sé til baga eða betrunar, er greinilegt að hann hefur ákveðnar áhyggjur af fjölgun smádýra. „Það væri betra fyrir okk- ur að vera án þeirra sumra,“ segir hann. Þumalputtareglan sé sú að um 10% landnema séu til óþurftar. Spurður um skaðvalda nefnir Erling strax asp- arglyttu og spánarsnigilinn. Ýms- ar fleiri tegundir geti verið til ama. Dæmi um það sé hin kol- svarta fíflalús sem lifir á safanum í fíflum. Síðsumars skríða heilar hersingar af þeim upp á sólpalla og upp húsveggi, fólki til undr- unar og jafnvel skelfingar. Þá sé sagvesputegundin rifsþéla ansi grimm, sérstaklega við stikkilsber og „gjörsamlega aflaufgi“ stikkils- berjarunna. Þurfa bara að berast hingað Fjöldi annarra tegunda smá- dýra, sem yfirleitt eru til friðs, hafa numið hér land á und- anförnum árum. Ástæðan er eink- um af tvennum toga að sögn Er- lings. Annars vegar hlýnandi loftslag og hins vegar óheftur og mikill innflutningur á gróð- urvörum. „Það er ansi margt sem getur lifað hérna, það þarf bara að berast hingað,“ segir hann. Með hverri gráðu sem hitinn eykst hér á landi aukist mögu- leikar smádýra á að þrífast hér. Dýr sem áður bárust hingað og drápust úr kulda, lifi nú frekar af. Ræktunarstarf, m.a. í görðum, hafi þar að auki bætt lífskilyrðin. Sumir séu undrandi á fjölgun köngulóa í görðum sínum en hún sé bein afleiðing betra skjóls; með því fjölgar flugum og öðrum skor- dýrum sem köngulærnar veiða. Ljósmynd/Erling Ólafsson Stór en meinlaus Hjartað í mörgum tekur sjálfsagt kipp þegar þeir sjá hina stórvöxnu skemmukönguló skjótast fram þegar hreyft er við varningi. Köngulær þessar berast hingað með varningi frá útlöndum og er því helst í vöruhúsum en hefur einnig fundist í gróðurhúsum í Hveragerði og í verksmiðju á Selfossi. Búkur þeirrar á myndinni er 14 mm. Innfluttar og óþarfar pöddur geta valdið miklum skaða  Mestu skaðvaldarnir eru asparglytta og spánarsnigill  Pöddum mun fjölga utandyra og inni í húsum Íslendingar geta lítið ráðið við hækkandi hitastig. Ekki er hægt að koma í veg fyrir að skordýr fljúgi hingað og sömuleiðis er ómögulegt hindra að hingað slæðist skordýr með innfluttum matvælum, húsgögnum og öðrum varningi af þeim toga. Á hinn bóginn er hægt að stemma stigu við innflutning á gróðurvörum sem er mikill þyrnir í augum Er- lings. Þegar hingað er flutt tré eða lifandi blóm, fylgir því mold. „Og hvað er í mold- inni?“ spyr Erling. „Þetta er lífríki, þetta er vistkerfi. Í moldinni eru veirur, bakteríur, sveppir, smádýr og fleira. Þetta er allt þarna, annars myndi moldin ekki virka,“ segir hann. „Ég hef lengi talað gegn þessu og inn- flytjendur hafa ekki lagt í mig. Ég hef hvatt til þess að íslenskir blóma- bændur myndu sjá um þessa framleiðslu, úr sprotum og fræjum,“ segir Erling. Hann telur ljóst að asp- arglyttan og spánarsnigillinn hafi borist til landsins eftir þessari leið. „Það er fásinna að flytja inn vistkerfi. Veiðimaður má ekki koma til landsins með veiðistöng eða klofstígvél, eðlilega. Við bú- um á eyju, af hverju reynum við ekki að njóta þessarar einangr- unar? Einangrun er stundum slæm en hún getur líka verið góð.“ Í flestum tilvikum breiðist nýtt landnám út frá görðum og í flestum tilvikum eigi viðkomandi tegundir lítinn möguleika á að breiðast út fyrir borgir og bæi. Sístækkandi sumarbústaðalönd auki reyndar líkurnar á frekari út- breiðslu, sérstaklega ef fólk flyt- ur útlendar plöntur þangað. Asp- arglyttur og fleiri skordýr geti líka tekið sér far með kerrum upp í sumarbústað og fundið þar gós- enland. „Þau eru tímasprengjur fyrir landnám,“ segir Erling um sumarbústaðalöndin. Tifandi tímasprengjur við sumarbústaðalönd ÆTTUM AÐ BANNA INNFLUTNING Á GRÓÐURVÖRUM Erling Ólafsson - SKORDÝR Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lirfur asparglyttunnar ganga skipulega til verks. Hlið við hlið ráðast þær til atlögu við mjúka vefina í laufblöðum asparinnar og á nokkrum dögum stórsér á trénu. Ekki er spánarsnigillinn skárri. Þetta mikla átvagl og argasta rán- dýr, sem étur um hálfa þyngd sína á dag, veit fátt betra en krydd- jurtir, lauka og skrautblóm en veldur líka usla í kartöflugörðum, étur hræ, aðra snigla og hundaskít (það eina gagnlega sem hann ger- ir). Báðar þessar tegundir eru ný- komnar til landsins, sennilega með innfluttum garðplöntum, og ljóst þykir að báðar geti orðið til mik- illa vandræða á næstu árum. Mesta pödduhræðslan Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, segir eins gott fyrir Íslend- inga að fara að venjast fjölbreyttara smádýralífi. Ekki sé nóg með að tegundunum fjölgi heldur muni einstaklingum innan sumra tegunda einnig fjölga. Þró- unarinnar gæti í náttúrunni en sjálfsagt einnig í sálarlífinu hjá mörgum. „Íslendingar vilja ekki pöddur og halda að þeir geti lifað í Hamskipti lífríkis og landslags

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.