Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 14
Útivistarfataveldið VF hefur tilkynnt að það hyggist kaupa skó- og fata- framleiðandann Timberland. Íslendingar þekkja Timberland vel, ekki síst fyrir ágæta kulda- og gönguskó en fyrir á VF merki eins og Wrang- ler, The North Face, Vans, Eastpak og Jansport. Gert er ráð fyrir að kaupin muni kosta VF tvo milljarða bandaríkja- dala, 230 milljarða króna, samþykki hluthafar og eftirlitsaðilar samrun- ann. Býður VF 43 dali í hvern hlut, sem er 43% yfir markaðsverði föstu- dagsins. Hlutir í Timberland höfðu fallið í verði um 34% síðan í maí vegna slakari frammistöðu en spáð hafði verið. Stjórn VF samþykkti þessa áætlun samhljóða, að því er segir á fréttavef BBC. Eins og lesendur geta ímyndað sér sjá að- standendur VF fyrir sér að Timberland styðji við aðrar vörur samsteypunnar, og hafa þá sérstaklega í huga samspil milli Timberland og The North Face. Er gert ráð fyrir að kaupin á Timber- land auki árstekjur VF um 700 milljónir dala, og gera menn þar á bæ sér vonir um að auka tekjur Timberland- hlutans um 10% á ári. ai@mbl.is Timberland á leið til nýrra eigenda  Varð fótaskortur fyrr á árinu 14 VIÐSKIPTIFréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 H a u ku r 0 6 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Ársvelta 150 mkr. • Meðeigandi óskast að stóru ferðaþjónustufyrirtæki. Viðkomandi þarf að leggja fram um 50 mkr., sem gefur góða ávöxtun. • Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 40 mkr. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Vel tækjum búið þjónustufyrirtæki með fasta samninga við opinberar stofnanir og einkaaðila um þjónustu utandyra. Ársvelta um 100 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og gjafavörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Lítil trésmiðja sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum. Góð tæki. Hentar til flutnings út á land. Auðveld kaup. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar þrengir að fjárhag heimilisins er eðlilegt að skoða hvort megi spara útgjöld eins og tryggingar. „Greinilegt er að fólk hugsar meira um peninginn en áður. Það sem við höfum séð gerast er að neytendur horfa meira til þess að tryggja dauðu hlutina en sjálfa sig. Á heild- ina litið er samt ekki um mikinn samdrátt í trygggingum að ræða,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, deildarstjóri söluþjónustu hjá VÍS. Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, deildarstjóri einstaklingsviðskipta tekur í sama streng. „Fólk sem var með víðtækar tryggingar, eins og F- plús 3 er kannski að færa sig niður í tryggingar sem ekki eru eins víð- takar, og ákveður t.d. frekar að sleppa líf- og sjúkdómatryggingunni en að segja upp kaskótryggingunni á bílnum.“ Vernd hins opinbera lítil Þau Hildur og Ásgrímur segja rétt að hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun. Skiljanlegt sé að fólk einblíni á veraldlegu eigurnar í svona árferði en það geti verið algjört reiðarslag að vera án góðra trygginga ef t.d. heilsan gefur sig óvænt. „Vitaskuld er það raunin í mörgum tilvikum að fólk var kannski með meiri trygg- ingar en það þurfti hér á góð- æristímanum. Einstaklingar og fjöl- skyldur eru að fara yfir öll útgjöldin og koma auga á að tryggingarnar eins og þær hafa verið samræmast kannski ekki aðstæðum og þörfum eins og þær eru í dag,“ segir Hildur. Ásgrímur bætir hins vegar við að tryggingar vegna heilsutjóns eða ör- orku virðast of oft mæta afgangi. „Það er stundum eins og fólk hafi litlar áhyggjur af mögulegum afleið- ingum slysa eða sjúkdóma, en er með miklu meiri áhyggjur af því hversu há sjálfsábyrgðin er á kaskó- tryggingu bílsins.“ Hluti vandans kann að vera að al- menningur geri sér ekki nógu góða grein fyrir þeirri takmörkuðu vernd sem almannatryggingakerfið og aðrar bótaleiðir veita. „Veikist t.d. önnur fyrirvinnan af erfiðum sjúk- dómi eða fellur frá þá greiðast ekki full laun nema í eitt ár og viðbúið að án réttrar tryggingaverndar verði töluverð skerðing á tekjum fjöl- skyldunnar.“ Almennt séð virðist Hildi samt að kalla megi Íslendinga vel tryggða. „Bæði gegnir almannatrygg- ingakerfið hlutverki sínu ágætlega miðað við mörg önnur lönd, en svo er það venjan að tryggingafélögin bjóði upp á mjög hagstæða trygg- ingapakka. Fólk er fyrir vikið mjög sjaldan að taka aðeins eina trygg- ingu. Þetta er ólíkt því sem við sjáum erlendis þar sem tryggingar eru iðulega ekki seldar nema hver í sínu lagi, svo fólki hættir kannski frekar til að tryggja sig minna held- ur en meira.“ Strangari reglur um upplýsingagjöf VÍS hefur haldið markaðshlutdeild sinni eftir bankahrunið og segja Hildur og Ásgrímur að áhrif banka- og gengishruns séu ekki óviðráð- anleg. Þannig taka t.d. trygginga- upphæðir sjálfkrafa breytingum í takt við verðbólgu, og ytri aðstæður eru ekki svo breyttar að forsendur trygginganna hafi breyst verulega. „Þær helstu breytingar sem við sjáum á ytra umhverfi trygginga- félaga eru meiri kröfur um upplýs- ingagjöf. Þar er um að ræða löggjöf sem komin er frá Evróupsamband- inu og hugsunin er sú að öruggt sé að neytandinn fái rétta ráðgjöf. Þarf tryggingafélagið að geta sýnt og sannað að þar var engu ábótavant,“ segir Ásgrímur. Miklar náttúruhamfarir eins og öskuspúandi eldfjöll og jarðskjálftar falla síðan yfirleitt ekki undir trygg- ingapakka hefðbundinna trygginga- félaga heldur greiðast bætur úr við- lagatryggingasjóðum. Því er ekki um að ræða að slíkar uppákomur séu reiðarslag fyrir sjóði trygginga- félaganna. „Það sem við höfum gert er að aðstoða okkar viðskiptavini með því að benda þeim á hvert þeir eigi að snúa sér og flýta mati á skemmdum eins og hægt er, því það er eðlilegt að fólk hringi fyrst til okkar þegar eitthvað kemur upp á,“ segir Ásgrímur. Hildur segir aftur á móti grein- legt að landinn sæki tryggingarétt sinn betur nú en fyrir hrun. „Fólk er að mínu mati orðið meðvitaðra um rétt sinn en áður, og hefur kannski meiri þörf til að sækja bæturnar nú en áður,“ segir hún og áréttar að fá- ar vísbendingar sé um að eitthvað misjafnt sé í gangi þó útgreiðslum fjölgi. „Þá skýrast hækkaðar greiðslur líka af því að tjónin eru orðin dýrari í krónum talið, dýrara t.d. að gera við bíla en áður eða kaupa nýtt sjónvarpstæki ef það gamla skemmist.“ Morgunblaðið/Kristinn Forgangsröðun „Það er stundum eins og fólk hafi litlar áhyggjur af mögulegum afleiðingum slysa eða sjúkdóma, en er með miklu meiri áhyggjur af því hversu há sjálfsábyrgðin er á kaskótryggingu bílsins.“ Ágúst Helgi og Hildur Jóna. Margir láta líf og heilsu mæta afgangi  Tilhneiging neytenda að tryggja eigurnar frekar en sjálfa sig  Íslendingar vandlega tryggðir miðað við aðrar þjóðir en mættu þekkja betur réttindi sín  Sækja harðar í bætur nú Íslendingum hættir stundum til að vera ekki nógu vel að sér um trygginga- réttindi sín og Hildur myndi vilja sjá landsmenn tileinka sér að vera betur meðvitaðir um ákvæði tryggingaskilmálanna. Þetta séu skjöl sem þurfi að lesa og skilja. „Kannski er það einn kostur þess hvað fólk þarf að hafa fyrir því að tryggja sig í mörgum öðrum löndum, að um leið er það að skoða vel og bera saman skilmála og kjör, og veit betur hvar það stendur. Hérlendis sé ég það gerast of oft að fólk uppgötvar ekki fyrr en skaðinn er skeður að það var ekki með þá tryggingu sem það hélt.“ Eins þarf að hafa vakandi auga með tryggingaréttindunum og fara reglulega yfir allar upphæðir og forsendur og sjá hvort tryggingaþörfin hefur breyst. „Virði innbús er t.d. eitthvað sem algengt er að gleymist að uppfæra, og sérstaklega áríðandi nú að skoða núvirði heimilisins. Það kost- ar allt annað að kaupa nýjan sófa í dag en fyrir fjórum árum. Jafnvel bara fataskáp fullan af dýrri merkjavöru getur kostað töluverðar fjárhæðir að bæta ef tjón ber að höndum.“ Verður að lesa smáa letrið Hildur segir útgangspunktinn í markaðssókn VÍS síðustu ár hafa verið að bæta tengslin við við- skiptavinina, frekar en t.d. að leggj- ast í stórar auglýsingaherferðir. „Við höfum lagt okkur fram við að hlusta vel á viðskiptavinina og reyna að mæta þörfum þeirra enn betur. Þjónustuverið er að störfum fram á kvöld og við höfum samband við fólk, förum yfir vöruframboðið og leggjum okkur fram við alla þjónustu,“ segir hún. Markaðskænskan virðist vera að virka, því alltént hefur hlutur VÍS í markaðinum ekki minnkað. Teikn eru á lofti um að samkeppnin sé að harðna og m.a. er danskt trygg- ingafyrirtæki nýlega byrjað að þreifa fyrir sér. Bæði Hildur og Ás- grímur eru sammála um að trygg- ingafélögin geti seint orðið feit og makindaleg eins og aðstæður eru nú. „Mikil verðsamkeppni er til staðar og neytendur mjög meðvit- aðir um fjárhæðir iðgjalda.“ Hörð verð- samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.