Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Einn af þekktustu hagfræðingum heims, Nouriel Roubini, segir í grein í Financial Times í gær að mistekist hafi að leysa vandann vegna mismunandi efnahagsgetu og samkeppnishæfni aðildarríkja evru- svæðisins. Að óbreyttu stefni nú í að að evrusamstarfið leysist upp. Roubini, sem er hagfræðiprófess- or í New York, er m.a. frægur fyrir að hafa spáð rétt um fjármála- kreppuna 2008. Hann segir rætt um þrjár leiðir út úr evruvandanum. Í fyrsta lagi að láta gengi evr- unnar falla til að auka samkeppn- ishæfnina í jaðarríkjunum en harð- línustefna evrópska seðlabankans bendi ekki til að það sé raunhæf leið. Í öðru lagi að auka framleiðni og halda launum niðri en það verði of seinlegt, hafi t.d. tekið Þjóðverja heilan áratug. Loks sé nefnd verð- hjöðnun en hún valdi samdrætti. Argentínumenn hafi reynt þessa aðferð í þrjú ár en loks gefist upp og hætt að borga af skuldum sín- um. „Ef við gefum okkur því að þess- ar þrjár lausnir séu ólíklegar er í raun aðeins eftir ein leið til að auka samkeppnishæfni og hagvöxt í jað- arríkjunum: yfirgefa evruna, taka aftur upp þjóðargjaldmiðilinn og ná þannig fram geysimikilli gengisfell- ingu, bæði á nafnverði og í reynd,“ segir Roubini. Núna álitið óhugsandi en … „Þegar öllu er á botninn hvolft reyndist nauðsynlegt að taka upp sveigjanlegt gengi í öllum nýmark- aðsríkjunum sem höfnuðu í fjár- málakreppu en tókst að koma aftur af stað vexti, þetta var óhjákvæmi- legt ásamt því að auka peninga- magn í umferð, draga úr opinberum útgjöldum og koma á umbótum, sums staðar varð líka að endur- skipuleggja skuldir og fella þær niður. Að sjálfsögðu er núna litið á hugmyndina um að yfirgefa evru- svæðið sem óhugsandi, jafnvel í Aþenu og Lissabon. Slík brottför myndi valda miklum peningalegum áföllum í öðrum hlutum evrusvæð- isins, vegna þess að fjármagnstapið og verðfallið yrði svo mikið hjá lán- ardrottnunum í öflugustu ríkjum þess, eins og gerðist þegar Argent- ínumenn breyttu dollaraskuldum sínum í pesoskuldir þegar þeir lentu síðast í kreppu.“ Hann segir að það sem þyki óhugsandi núna þurfi ekki að vera svo fjarlæg hugmynd eftir fimm ár, einkum ef stöðnun verði í efnahag jaðarríkjanna áðurnefndu. Lágir vextir, sem hafi haldið uppi vext- inum, vonin um að umbætur myndu í senn auka samræmið milli evru- ríkjanna og horfurnar á að smám saman yrði komið á sameiginlegum ríkisfjármálum, allt þetta hafi límt saman evrusvæðið. „En nú er samræmingin horfin, umbætur hafa strandað og einingin í ríkisfjármálum og sambandsríkið orðin að fjarlægum draumi,“ segir Nouriel Roubini. Spáir hruni evrusamstarfsins  Roubini segir það sem menn álíti nú óhugsandi geta orðið innan fárra ára Reuters Búsáhöld Þátttakandi í mótmælum gegn niðurskurði og spillingu í Grikk- landi lemur pott á Syntagma-torgi í Aþenu um helgina. Ríki heims hafa á fundi í London heitið því að verja samtals um 4,3 milljörðum dala til að bólusetja börn gegn ýmsum sjúkdómum, m.a. lungnabólgu, kíghósta og niður- gangspest. Samtökin GAVI, sem berjast fyrir bólusetningum, höfðu farið fram á aðeins 3,7 milljarða doll- ara, þau segja árangurinn á fund- inum mikil tímamót. Fjármagnið muni bjarga um fjórum milljónum mannslífa á næstu fjórum árum. „Við þá sem segja að við ættum að bíða með þessi loforð þar til síðar vegna þess að núna höfum við ekki efni á að hjálpa segi ég: Við höfum ekki efni á að bíða,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands. Framlag Breta verður 1,3 milljarðar og Bandaríkjamaðurinn Bill Gates leggur fram milljarð. kjon@mbl.is Reuters Leiðtogi Forseti Líberíu, Ellen Johnson-Sirleaf, talar á fundinum. Lofa stór- átaki í bólu- setningum  Ríki heita alls 4,3 milljörðum dollara Stuðningsmenn AK, stjórnarflokksins í Tyrk- landi, fagna sigri við aðalstöðvar flokksins í höf- uðborginni Ankara um helgina. Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hét því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum, fræðimönnum og öðr- um að samkomulagi um breytingar á stjórnar- skránni. AK bætti við sig nokkru fylgi, hlaut rétt um 50% atkvæða í kosningunum á sunnudag og 325 af 550 þingsætum. Um 50 milljónir manna voru á kjörskrá, þátttaka var um 84,5%. Að þessu sinni náðu 78 konur kjöri en voru 50 á síð- asta þingi. Vonir Erdogans um tvo þriðju hluta þingsæta, nógu mörg til að geta gert breytingar á stjórnarskrá landsins án aðstoðar annarra flokka, brustu þótt sigurinn væri stór. Flokkar þurfa minnst 10% fylgi á landsvísu til að koma að manni og náðu tveir því auk AK, einnig buðu margir sig fram utan flokka og náðu 36 fram- bjóðendur inn á þing með þeim hætti. „Fólkið sendi okkur skilaboð um að setja saman nýja stjórnarskrá í samráði við aðra,“ sagði Erdogan. Reuters Liðsmenn Erdogans fagna sigri í Ankara Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ítalir veittu forsætisráðherra sínum, Silvio Berlus- coni, löðrung í þjóðaratkvæði um nokkur mál í gær og benti allt til þess að þeir hefðu fellt með yfir 90% greiddra atkvæða allar tillögur stjórnar hans, þ.á m. tillögu um ný kjarnorkuver. Stjórnvöld höfðu ákveðið að hefja á ný fram- leiðslu á rafmagni með kjarnorku en frestað um sinn áformunum eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í öðru jarðskjálftalandi, Japan. Verum Ítala var lokað 1987 en ákveðið 2008 að taka þráðinn upp á ný. „Í kjölfar ákvörðunar ítölsku þjóðarinnar mun Ítalía líklega þurfa að kveðja hugmyndina um kjarnorkuver- in,“ sagði Berlusconi í gær. „Við verðum að einbeita okkur að endurnýjanlegri orku.“ Einnig var kosið um einka- væðingu vatnsveitna og lög um friðhelgi ráðherra gagnvart lög- sókn. Forsætisráðherrann hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni svo að niðurstaðan yrði ekki bindandi en yfir helming at- kvæðisbærra þarf til að úrslit verði bindandi. En kjörsóknin mun hafa verið um 57%. Ítalir höfnuðu kjarnorku- verum í þjóðaratkvæði  Tillaga Berlusconis um friðhelgi ráðherra gagnvart dómstólum einnig felld Áfallið í Fukushima hræðir » Andstaða ítalsks almennings við kjarnorku hefur aukist í kjölfar Fukushima-kjarn- orkuslyssins. Þjóðverjar ákváðu nýlega að leggja niður kjarnorkuver sín. » Hinn 74 ára gamli Berlusconi á nú aðild að þremur dómsmálum vegna fjármálasvindls og einu vegna meintra kynmaka með stúlku undir lögaldri. Flokkur hans tapaði stórt í sveitarstjórnarkosningum í lok maí. Silvio Berlusconi Matsfyrirtækið Standard&Poor’s lækkaði í gær lánshæfismat Grikk- lands um þrjá punkta niður í CCC og njóta Grikkir nú þess vafasama heiðurs að vera með lélegasta mat í heimi. S&P segir ástæðuna þá að aukn- ar líkur séu á að gríska ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sín- ar. Álagið á 10 ára ríkisskuldabréf- um Grikkja hækkaði um 17% á mörkuðum við tíðindin. Með lélegasta lánsmat í heimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.