Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gistinátt-askatturvar á meðal þeirra frumvarpa sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi sl. laug- ardag. Þessi nýja skattheimta fór mótatkvæðislaust og um- ræðulítið í gegnum þingið, sem hlýtur að vera umhugs- unarvert á tímum þegar rík- isstjórnin leitar allra leiða til að auka álögur á borgarana og hefur hækkað nánast alla skatta frá því hún komst til valda. Gistináttaskatturinn er ekki ný hugmynd. Hann hefur oft áður verið kynntur til sög- unnar og þá undir nafninu gistináttagjald, en gistinátta- skattur er vissulega réttari nafngift. Skatturinn er ekki mjög hár, 100 kr. á gistinótt, sem er líklega önnur af ástæð- um þess að hann rann svo greiðlega í gegnum þingið. Engu að síður safnast hann upp í álitlegar fjárhæðir enda gistinætur margar. Önnur ástæða þess að málið mætti engri raunverulegri and- stöðu á þingi er vafalítið sú staðreynd að markmið laganna er göfugt. Í fyrstu grein þeirra segir að markmiðið sé að „afla tekna til að stuðla að uppbygg- ingu, viðhaldi og verndun fjöl- sóttra ferðamannastaða, frið- lýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins“. Þó að margt hafi verið vel gert í náttúruvernd hafa ýmsar nátt- úruperlur, sem jafnframt eru fjöl- sóttir ferðamanna- staðir, látið á sjá vegna ófull- nægjandi aðstöðu, svo sem afmarkaðra göngustíga og merkinga. Í þessum efnum má vissulega gera betur og frá því sjónarmiði er skiljanlegt að vilji sé fyrir hendi að afla fjár til verksins. Vandinn við þá leið sem sam- þykkt hefur verið er á hinn bóginn að hún felur í sér aukn- ar álögur á ferðaþjónustuna án þess að aðrir skattar lækki á móti eða að tryggt sé að fjár- málaráðherra muni ekki seilast í gistináttaskattinn. Hann hef- ur þegar seilst í skattinn sem á að renna til Ríkisútvarpsins og lýst þeirri skoðun sinni að slíkt sé ekki óeðlilegt. Þess vegna er engin sérstök ástæða til að treysta því að hann láti þennan skatt í friði eða lækki ekki önn- ur framlög til náttúruverndar á móti, sem er jafngilt. Þvert á móti verður að ætla að veru- legar líkur séu til að gistinátt- askatturinn verði beint eða óbeint nýttur sem almennur skattur. Þrátt fyrir göfugt markmið er þess vegna hætt við að með þau viðhorf ríkjandi sem nú eru hjá ríkisstjórninni verði gistináttaskatturinn að- allega til að auka skattbyrðina en ekki til að efla nátt- úruvernd. Hætta er á að gistináttaskatturinn auki álögur en efli ekki náttúruvernd} Nýr skattur á lokasprettinum Gjáin á milli lýs-ingar for- manns Vinstri grænna og utan- ríkisráðherra á at- burðum tengdum þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum NATO í Líbíu breikkar stöðugt. Fram hafði komið hjá Steingrími J. Sigfússyni að ekki hefði verið fjallað um málið í ríkisstjórn og að flokkur hans væri and- vígur aðgerðunum og þar með samþykki Íslands, sem var ein af forsendum þeirra. Einnig hefur komið fram að Össur Skarphéðinsson sagði aðgerð- irnar hafa verið ræddar og samþykktar í ríkisstjórn. Óljóst er hvor ráðherranna fer rétt með, en ljóst að tvo ráð- herra hefur sjaldan greint jafn mikið á um jafn mikilvægt mál og jafn einfaldar staðreyndir. Össur kýs að láta Vinstri græna ekki sleppa vel frá þessu máli. Hann bauðst til þess í umræðum á Alþingi að upplýsa um samskipti við utanríkismála- nefnd og ráðu- neytið hefur nú upplýst um að Al- þingi hafi rætt málið um það bil tíu sinnum og að utanríkis- nefnd hafi fjallað um það fimm sinnum. Með þessu vill hann aug- ljóslega vekja athygli á að Steingrímur J. og Árni Þór Sigurðsson, vopnabróðir hans úr utanríkisnefnd, voru allan tímann upplýstir um stöðu mála og að fullyrðingar þeirra um annað séu flótti frá ábyrgð. Skylmingar af þessu tagi á milli forystumanna í ríkis- stjórn mundu alla jafna þýða að endalokin nálguðust í stjórnarsamstarfinu. En þá verður að hafa í huga að engir ráðherrar hafa loðað jafn kirfi- lega við stólana og þeir sem nú sitja. Friðarsinnarnir í rík- isstjórninni láta vopnaskakið ekki trufla þaulsetuna} Gjáin breikkar F íkn hefur verið mikið til umræðu í samfélaginu síðustu vikur og ekki af góðu einu. Lands- mönnum hefur birst hryllings- mynd sem því miður er stað- reynd hér á landi sem víða annars staðar en vonandi verður umfjöllunin til þess að þjóðin sameinast um að finna lausnir á þessu sorg- lega vandamáli. Aldrei má gefast upp. Það hefur margoft sannast eins og við, íþróttafíklar landsins, þekkjum mjög vel. Strákarnir í ungmennalandsliðinu í fótbolta vita það vonandi manna best; að aldrei má gefast upp. Þeir voru skiljanlega gríðarlega vonsviknir eftir tap, 2:0, fyrir Hvít-Rússum á Evrópumótinu í Danmörku um helgina enda úrslitin hróplega ósanngjörn. Um það verður hins vegar ekki spurt framar. Í dag er komið að næsta verkefni „drengjanna okkar“ á EM; að glíma við sterkt lið Sviss, og þá er að duga eða drepast. Staðan er ekki góð og ekki bætir úr skák að besti maður liðsins gegn Hvít-Rússum, Aron Einar Gunnarsson, var rekinn af velli og er því í banni í dag en það þjappar strákunum vonandi saman. Í sjálfu sér er glæsilegt afrek hjá íslensku strákunum að hafa komast í úrslitakeppni átta bestu þjóða álfunnar. Hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, en svo vel vill til Íslendingar „eiga“ fjölda efnilegra leikmanna á þessum aldri og strákarnir eru til alls líklegir. Landinn sendir jákvæða strauma yfir á Jótland og við vonum það besta. Þrátt fyrir tapið gegn Hvít-Rússum var helgin fjarskalega góð fyrir íþróttafíkil eins og mig. Laugardagurinn þó ekki til lukku eins og vonast hafði verið eftir, en hvílíkur sunnudagur! „Strákarnir okkar“ í karla- landsliðinu í handbolta hafa glatt þjóð sína í tíma og ótíma í gegnum árin en sjaldan boðið upp á eins mikla flugeldasýningu og á sunnu- daginn. Full Höll stuðningsmanna, sæti í úrslitakeppni EM næsta vetur í húfi og Aust- urríkismenn, sem sigruðu Íslendinga í fyrri leiknum ytra, voru kokhraustir ef marka má erlendar fréttastofur, sáu aldrei til sólar. Sigur „strákanna“ kom í sjálfu sér ekki á óvart eða það að þeir skyldu tryggja sér sæti á EM en sérstök ástæða er til þess að fagna því að „stelpurnar okkar“ – kvennalandsliðið í handbolta – skyldu sama dag tryggja sér sæti í úr- slitakeppni heimsmeistaramótsins næsta vetur í fyrsta skipti. Það eru söguleg tímamót og ánægjuleg. Við íþróttafíklar fengum sem sagt mikið fyrir okkar snúð um helgina. Margar hafa svo eflaust notað aðfara- nótt mánudagsins eins og ég, til þess að sjá Dallas-inga fagna NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Það var at- hyglisverður leikur. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, einn besti körfuboltamaður heims, var afleitur megnið af leiknum en tók sig til undir lokin og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann veit það sem alvöruíþróttamenn þurfa að vita; og allar þjóðir líka, ef út í það er farið, ekki síst mín: það má aldrei gefast upp. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Aldrei má gefast upp STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is S amhljómur virðist vera um það á Alþingi, að Alþingi nýti ekki þau tækifæri sem gefast í EES-samstarfinu til að hafa áhrif á Evr- ópuþinginu, meðal annars á þær til- skipanir sem lögfestar eru hér á landi. Hvað þetta varðar er litið til Norð- manna sem halda úti tugum manna í Brussel til að fylgjast með því sem er að gerast. Að því er kom fram á þinginu fyrir helgi virðist það hafa komið þingmönnum nokkuð á óvart hversu góðan aðgang Norðmenn hafa í Brussel og að hlustað sé á at- hugasemdir þeirra. Evrópumálin voru nokkuð til um- ræðu í síðustu viku og ekki síst samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, þing- maður sama flokks, nefndu bæði að á umliðnum vikum hefði nokkuð mikið verið rætt um Evrópusambandið og EES-samninginn. „[V]ið á Alþingi höf- um ekki nýtt okkur þau tækifæri sem gefast í EES-samstarfinu til að taka þátt í nefndastarfi á því stigi mála þeg- ar engar ákvarðanir hafa enn verið teknar, áður en mál eru tekin upp í EES-samninginn,“ sagði Bjarni og Þorgerður sagði síðar að „okkar hags- munir tengjast ótvírætt EES- samningnum og því verðum við að fylgja eftir þeirri umræðu sem hefur verið í þingsal um það hvernig þingið og stofnanir í samfélaginu geta virkjað þennan samning betur“. Þingið taki til sín Samhljómurinn nær til utanrík- isráðherra, Össurar Skarphéð- inssonar, en hann sagðist í umræðu um málið þeirrar skoðunar að þinginu bæri skylda til að gera allt sem hægt er til að styrkja EES-samninginn og hafa af honum það gagn sem hægt er, þrátt fyrir umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. „Ég er alfarið sammála og það hefur margoft komið fram að ég tel þingið ekki standa sig ekki nægilega vel við að gæta hags- muna Íslands gagnvart Evrópuþing- inu.“ Hann sagði ennfremur að það væri eitthvað sem Alþingi yrði að taka til sín enda væri þetta ekki á forræði framkvæmdavaldsins. Össur sagðist hafa rætt það hvernig þingið og þingflokkarnir gætu haft ákveðna aðkomu að Evrópuþing- inu eins og Norðmenn með því að hafa þar fjölmenna skrifstofu, en Íslend- ingar hafa þar enga. „Ef það kæmi mál til kasta [Evrópuþingsins] sem væri andsætt hagsmunum Íslands myndu allir þingflokkarnir hafa sam- eiginlega afstöðu í því máli og geta unnið það með þeim hætti,“ sagði Öss- ur en bætti við: „Ég tel hins vegar mun betra að við göngum í Evrópu- sambandið.“ Hlustað á athugasemdir Þorgerður Katrín segir að lengi hafi verið talað um þetta, og meðal annars á það bent að eflaust hefði það komið Íslendingum mjög vel að fylgj- ast vel með í Brussel þegar raforku- tilskipunin var til umræðu. „Þar er ekki tekið nægilegt tillit til íslenskra aðstæðna, sem eru auðvitað sérstakar. Það er í svona málum, stórum og smáum, sem Norðmenn notfæra sér skrifstofu sína. Við höfum verið að fylgjast með því sem Norðmenn gera og merkjum að þegar þeir tala þá er á það hlustað. Farið er yfir athugasemd- ir þeirra.“ Hún segir forvitnilegt að sjá hvað forsætisnefnd kemur til með að gera í sínum tillögum fyrir fjárlög næsta árs, hvort þingið ætli að nýta sér þá heim- ild sem það hefur til að fylgja eftir réttindum og hagsmunum Íslands í tengslum við EES-samninginn. Morgunblaðið/Sverrir Samþykkt Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði var samþykktur á Alþingi í janúar 1993 með 33 atkvæðum gegn 23. Sjö þingmenn sátu hjá. Vannýtt tækifæri í EES-samstarfinu EES-samningurinn » Samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES- samningurinn) er viðamesti samningur sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi. » EES-samningurinn öðl- aðist gildi 1. janúar 1994 í kjöl- far umfangsmikillar umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. » Norðmenn vinna nú að umfangsmikilli úttekt á EES- samningnum til að kortleggja hvernig þeir geta nýtt hann betur. » Utanríkisráðherra telur ekki rétt að Íslendingar ráðist í slíka úttekt enda hafi þingið ákveðið að sækja um aðild ESB og sneiða þannig hjá ágöllum samningsins. » Ráðherrann segist hins vegar fylgjast vel með vinnu Norðmanna enda séu þeir ágallar sem koma fram í henni þeir sömu og Íslendingar kljást við. » Niðurstöður Norðmanna ættu að liggja fyrir í september næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.