Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 18

Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 ✝ SigurfljóðJónsdóttir fæddist 17. júní 1918 á Bjarma- landi í Hörðudal í Dalasýslu. Hún lést á bráða- móttöku Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúss 5. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16. apríl 1887, d. 20. ágúst 1951, og Jón Bergmann Jóns- son, f. 2. febrúar 1893, d. 5. apríl 1981. Systkini Sig- urfljóðar: Margrét Kristín, f. 2. september 1919, Þorleifur, f. 25. nóvember 1921, d. 12. apríl 2010, Jakob, f. 25. september 1923, d. 15. desember 1998, Jón Arinbjörn, lést á fyrsta ári, Jón, f. 18. mars 1928, d. 26. nóvember 2008, og Ingunn, f. 5. ágúst 1931. Fósturbræður Sigurfljóðar eru Sólmundur og Sigurjón Jóhannessynir, fædd- ir 31. mars 1930. Sólmundur lést 1989. arsson, f. 3. apríl 1950. Þeirra börn eru Hjördís Björk, f. 1972, Þórarinn Böðvar, f. 1975, Hildur Björg, f. 1981, og Þór- unn, f. 1984. Barnabörnin voru fimm en eitt af þeim er látið. 2. Ragnar, f. 3. desember 1956, d. 30. september 1973. Sigurfljóð ólst upp frá tíu ára aldri í Reykjavík hjá föð- ursystur sinni, Kristínu. Að loknum barnaskóla stundaði hún nám í héraðsskólanum á Laugarvatni og síðan í Sam- vinnuskólanum. Á sextugsaldri stundaði hún nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Fram að því að Sigurfljóð og Ögmundur stofnuðu heimili stundaði hún verslunarstörf hjá Verslun Guðbjargar Berg- þórs á Öldugötu í Reykjavík, vann þó um tíma eftir það hjá Sólheimabúðinni. Húsmóð- urstarfið var hennar aðalstarf og hún var listakona í prjóna- og saumaskap. Sigurfljóð verður jarðsungin í dag, 14. júní 2011, frá Ás- kirkju kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Sigurfljóð flutt- ist með foreldrum sínum og systk- inum að Litla- Langadal en fór síðan til Reykja- víkur í fóstur til föðursystur sinn- ar, Kristínar Jóns- dóttur, og manns hennar, Jóhann- esar Jónssonar, árið 1928. Dóttir Sigurfljóðar og Guð- mundar Jóhannessonar, f. 9. september 1914, d. 14. mars 1973, er Halldóra Guðmunds- dóttir, f. 17.9. 1943. Hennar maður var Konráð R. Bjarna- son, d. 1998. Þau skildu 1994. Þeirra börn: Ragnhildur Björg, f. 1962, Kristín Sigurfljóð, f. 1968, og Konráð Ragnar, f. 1980. Barnabörnin eru fimm. Sigurfljóð giftist 17. júní 1951 Ögmundi Sigurðssyni, f. 26.11. 1913, frá Hálsi á Skóg- arströnd, en hann lést 29. mars 1994. Þeirra börn: 1. Sigrún, f. 12. apríl 1952, eiginmaður hennar er Þórarinn Böðv- Í dag kveð ég tengdamóður mína og frábæran vin. Það eru hartnær 40 ár frá því ég kom inn í fjölskylduna og var tekið vel á móti mér af þeim hjón- um, Ögmundi og Sigurfljóðu, og þau ávallt tilbúin til að létta undir með okkur. Þegar við Sigrún vorum að leggja út í lífið og kaupa okkar fyrstu íbúð þá var ekkert sjálf- sagðara en að búa hjá þeim. Var sá tími mjög ljúfur og sambandið mjög traust. Sigurfljóð hafði stundum orð á því að ég væri eins og sonur hennar og þótti mér alltaf vænt um að heyra það enda ekki ónýtt að hafa tengdamömmu með sér í liði. Sigurfljóð var mjög metnaðar- full og vandvirk kona og kom það fram í öllu sem hún framkvæmdi, hvort sem það var prjónaskapur, eldamennska eða bakstur, þá var handbragðið og gæðin til fyrir- myndar. Þegar Sigurfljóð flutti á Lind- argötuna fór hún að bjóða mér í hádegismat á föstudögum og voru það ánægjulegar stundir, mikið var spjallað og svo hafði hún ávallt einhver verkefni fyrir strákinn. Sigurfljóð hefur unnið marga sigra í gegnum tíðina eins og nafn hennar ber með sér. Það eru for- réttindi að hafa fengið að kynnast eins vandaðri manneskju og kveð ég Sigurfljóðu með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir ómetanleg- an stuðning, umhyggju fyrir börnum og barnabörnum og trausta samfylgd í 40 ár. Þórarinn Böðvarsson. Okkar ástkæra Fljóða amma er látin á 93. aldursári. Það gerð- ist skyndilega og kom okkur að óvörum enda amma nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur. Elsku amma, þú varst svo hlý, góð, jákvæð, jarðbundin, skyn- söm, vel gerð og falleg. Það var stutt í afmælið þitt á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní og fjölskyldan var að undirbúa að halda upp á það. Við erum þrjú systkinin, börn- in hennar Dóru. Það er langt á milli okkar systkinanna í aldri þannig að við kynntumst ömmu hvert á sinn hátt. Fyrsta barna- barnið varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að njóta umönnunar hennar fyrstu æviárin og býr enn að því. Þegar við hugsum til Fljóðu ömmu hlýnar okkur um hjarta- ræturnar og minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með henni. Það var gott að vera ná- lægt henni, svo mikill friður og ró. Amma gat allt. Ef hún tók sér eitthvað fyrir hendur gerði hún það óaðfinnanlega, hvort heldur sem það var prjóna- eða sauma- skapur, eldamennska eða eitt- hvað annað. Hún naut þeirrar gæfu að mennta sig, en þegar hún ólst upp þótti það ekki sjálfsagt. Amma stundaði nám í héraðs- skólanum á Laugarvatni og í Samvinnuskólanum. Á sextugs- aldri fór hún í öldungadeildina í MH og þá kom í ljós að teikning var eitt af því sem lék í hönd- unum á henni. Íslenskan var henni hjartfólgin og vildi hún að við legðum rækt við hana. Amma var alltaf til staðar og fylgdist með okkur og barna- barnabörnunum alla tíð. Elsku amma, takk fyrir allar góðu minningarnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Ragnhildur Björg, Kristín Sigurfljóð, Konráð Ragnar og fjölskyldur. Elsku besta amma okkar, Sig- urfljóð Jónsdóttir, er látin. Það er ljúfsárt að setjast niður og rifja upp allar góðu minning- arnar um hana ömmu sem eru ófáar. Það var alltaf svo yndislegt að koma í heimsókn til ömmu og afa í Álfheimana. Við pössuðum okk- ur alltaf á því að mæta með gal- tóman maga því kræsingarnar voru himneskar. Heimsins besta súkkulaðikaka og pönnukökur sem ómögulegt var að fá upp- skriftina að, því amma gerði þær eftir sínu höfði sérhvert sinn. Við systkinin vorum alltaf klædd eftir nýjustu tísku því að amma sá um að sauma á okkur hátíðardressin. Það voru einnig margar ullarflíkurnar sem við af- komendurnir nutum góðs af. Það var alltaf gott að leita til ömmu þegar próf voru framund- an. Hún var mikill viskubrunnur og uppfull af fróðleik og með ein- staklega góða tungumálakunn- áttu. Enda nutum við systkinin góðs af því bæði í framhalds- og háskólanámi. Amma var stórglæsileg kona og var hún alltaf einstaklega snyrtileg og vel til fara. Við minn- umst hennar með rúllurnar í hárinu og í nýjustu fötunum sem hún pantaði sér oft og iðulega úr tískulistanum Quelle. Ferðirnar með ömmu vestur á land á uppeldisslóðir hennar og afa í Litla-Langadal, að Hálsi, Setbergi og að Emmubergi, voru ógleymanlegar. Í þeim ferðum tóku bræður hennar og fjölskyld- ur vel á móti okkur og eru það einstaklega dýrmætar minning- ar. Amma var kona með sterkar skoðanir og ríka réttlætiskennd og var oft gaman að ræða við hana um stjórnmál og það sem efst var á baugi hverju sinni. Amma hafði einnig sterkar skoð- anir á okkur systkinunum og vakti það ávallt mikla kátínu hjá bróður okkar þegar hún lét okkur systurnar vita ef við höfðum bætt eitthvað utan á okkur. Okkur er það einstaklega minnisstætt þegar við kíktum í kaffi á Lindargötuna og skipt- umst á að lesa upp ljóð eftir Dav- íð Stefánsson. Út frá því stóð amma upp og flutti fyrir okkur ljóðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson sem hún kunni ut- anbókar og flutti án þess að hika. Vorum við í senn orðlaus og full aðdáunar. Við kveðjum ömmu okkar með söknuð í hjarta en yljum okkur yfir minningunum um heimsins bestu ömmu og erum við óend- anlega þakklát fyrir að hafa kynnst þeirri stórmerku konu sem hún amma okkar var. Hvíl í friði elsku amma. Hjördís Björk, Þórarinn B., Hildur Björg og Þórunn. Sigurfljóð Jónsdóttir frænka okkar frá Litla-Langadal er látin. Hún var systir Margrétar móður okkar og besta vinkona, elst systkinanna frá Litla-Langadal og höfuð stórfjölskyldunnar ára- tugum saman. Hún bjó í Reykja- vík, lengi ein systkinanna og áttu þau hjá henni athvarf ef þau áttu erindi í borgina. Fyrstu minningar um Fljóðu frænku eru samofnar fyrstu ferð- um til borgarinnar, ævintýri fyrir okkur sveitabörnin. Elska og um- hyggja Fljóðu og Ögmundar manns hennar, notaleg íbúðin, græni stóllinn í horninu og spor- öskjulagað eldhúsborðið þar sem Ögmundur spilaði Ólsen við okk- ur systur. Kótelettur í raspi, súkkulaðikakan dásamlega og púðursykurtertan fræga bland- ast saman við minningar um óteljandi hús, bíla og verslanir, fyrsta sjónvarpsáhorfið og töfra- veröld blikkandi ljósaskilta sem blöstu við úr gluggunum í Álf- heimum. Minningabrotin eru mörg. Sögur mömmu af þeim systrum í æsku, ljóðalestur Fljóðu, tifandi prjónar. Þau hjón í heimsókn í Holti; eftirvæntingin eins og von væri á konungbornu fólki. Síðar, á menntaskólaárun- um, dvaldi Kristín í húsi Fljóðu frænku. Þar með urðum við báð- ar heimagangar í Álfheimunum, sóttum þangað ráð og móðurleg- an félagsskap. Þá var oft spjallað heilu kvöldin og skipti þá fjörutíu ára aldursmunur engu. Faðmur þeirra hjóna og dótakassinn góði Sigurfljóð Jónsdóttir ✝ Anna Rósa-munda Jó- hannsdóttir fædd- ist að Jaðri, Dalvík, 4. apríl 1920. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. júní 2011. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðar Guð- mundssonar og Sigurlínu Sigurð- ardóttur, sem lengst af voru bú- sett á Hauganesi við Eyjafjörð. Systkin Rósu eru: Birna og Jón- ína á lífi en María Dagný og Sverrir látin. Fósturbróðir Rósu er Sverrir Traustason. Þann 10. apríl 1943 giftist Rósa Þorsteini Magnússyni vél- stjóra, f. 19. maí 1919. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Þorsteinsson og Arnþrúður Friðriksdóttir, bændur á Grund og síðar á Syðsta-Kambhóli í Arnarneshreppi. Rósa og Steini eignuðust sex börn og ólu einn- ig upp dótturson sinn, Björn son Sigurlínu. Börn Rósu og Steina eru: 1) Magnús, maki 1 Elísa Jónsdóttir, látin. Börn þeirra: a) Þorsteinn. b) Áslaug Ágústa, maki Svavar Sigmundsson, þau eiga þrjú börn. c) Jón Pálmi, Rósa. f) Fjóla Gerður. 7) Björn Axelsson, maki Birna Bessa- dóttir. Sonur Björns er Guðni Þór. Birna á þrjú börn. Rósa fluttist kornung með foreldrum sínum á Hauganes þar sem hún ólst upp og gekk í barnaskóla. Hún vann sem vinnukona á yngri árum. Hún var ákaflega samviskusöm og dugleg en jafnframt skapgóð og jafnlynd og var hún því eft- irsóttur vinnukraftur. Einn vet- ur var hún í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi. Rósa og Steini hófu búskap fyrst á Hauganesi en árið 1947 fluttu þau til Akureyrar. Rósa var lengst af heimavinnandi hús- móðir, heimilið var stórt og þar sem Steini var sjómaður kom það í hennar hlut að halda utan um barnahópinn. Þótt hópurinn væri stór voru ættingjar og vin- ir alltaf aufúsugestir, hvort sem þeir komu til lengri eða skemmri dvalar. Þorsteinn lést þann 26.12. 1992 eftir erfið veikindi. Rósa hélt góðri heilsu og þó þrekið minnkaði fylgdist hún alltaf vel og af einlægum áhuga með öllum hópnum sín- um, börnum, ömmu- og lang- ömmubörnum og ekkert var henni ofar í huga allt til síðustu stundar. Afkomendur hennar eru um 50. Síðustu tvö árin bjó Rósa á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför Rósu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 14. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. maki Gréta Baldursdóttir, þau eiga þrjár dætur. d) Anna Rósa, maki Bjarni Áskelsson, þau eiga þrjá syni. Maki 2 Roxanna Björg Morales, hún á þrjú börn. 2) Sig- urlína, maki Gunn- laugur H. Jónsson. Synir þeirra eru: a) Jón Hjaltalín, maki Helga Guðjónsdóttir, þau eiga fjórar dætur. b) Þór, maki Íris Ólafsdóttir, þau eiga tvö börn. 3) Jóhanna Sigrún, maki Björn Jósef Arnviðarson. Börn þeirra eru: a) Sigr. Lovísa, maki Þ. Pálmi Bragason, þau eiga fjög- ur börn. b) Anna Lilja, maki Haukur Sigurðsson, þau eiga þrjú börn. c) Arnviður Ævarr, maki Elísa Kristín Arnarsdóttir, þau eiga eina dóttur. 4) Viðar, maki Kolbrún Ólafsdóttir. Börn Viðars eru: a) Sveinn. b) Lilja. c) Haraldur Guðni. Kolbrún á fjög- ur börn. 5) Björgvin, maki Jóna Dóra Kristinsdóttir. Dóttir Björgvins er Steina Rósa, hún á fjögur börn. Jóna Dóra á einn son. 6) Gunnar, dætur hans eru: a)Rún, hún á einn son. b) Erla. c) Hulda. d) Arna. e) Málfríður Það sem einkenndi Rósu tengdamóður mína var jafn- lyndi, umhyggja fyrir öðrum, gott minni og góður frásagn- arhæfileiki. Henni var annt um allt sitt fólk, elskaði börn sín og aðra af- komendur ótakmarkað og fylgd- ist mjög vel með öllum sínum. Ljóð voru Rósu hugleikin, hún fór létt með að flytja heilu ljóðabálkana og þulur eftir helstu skáldin okkar og er ekki langt síðan að hún fór með Gunnarshólma fyrir mig og Björgvin og rak aldrei í vörð- urnar. Hún hafði gott geð og góða frásagnagáfu sem var blönduð kímni og gæsku. Hún var ein- staklega minnug á atvik allt frá barnæsku til nútíðar. Unun var að hlusta á skemmtilegar sögur hennar af samferðamönnum sín- um, börnum hennar á yngri ár- um og svo barnabörnum og barnabarnabörnum. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan fluttist hún úr íbúð sinni í Hlíðarlundi á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Hún var af- skaplega þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk þar og sagði gjarnan að hún gæti ekki kvartað yfir neinu því þar væru allir svo góðir. Með þökk og virðingu kveð ég góða konu. Jóna Dóra. Mig langar að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum. Amma Rósa var alveg eins og allar ömmur eiga að vera. Alltaf þegar maður kom í heimsókn var bakkelsi á borðum og smurt brauð með banönum og hangi- kjöti og það er svo einkennilegt að brauðið hennar ömmu var alltaf betra en brauðið heima. Amma var mikil handverkskona og fengu barnabörnin og lang- ömmubörnin hennar að njóta þess. Hún prjónaði ógrynni af vettlingum og ullarleistum handa þeim. Þegar langömmu- börnunum fór að fjölga fór hún að prjóna ungbarnateppi og gaf þeim í fæðingargjafir. Þessi teppi eru fjársjóður sem börnin mín og þá sérstaklega Sigrún Lilja og Kamilla kunna að meta, en á kvöldin þegar þeim er kalt kúra þær fyrir framan sjónvarp- ið vafðar inn í ömmuteppið. Það var alltaf gaman að koma í Byggðaveginn til ömmu og afa. Mér þykir siginn fiskur afskap- lega góður, en mamma eldaði hann aldrei heima. Amma hringdi því alltaf í mig þegar hún var með siginn fisk í matinn og bauð mér í mat. Ég hafði hana nú stundum grunaða um að hafa hann oftar fyrir vikið, en þannig var hún amma, setti alltaf alla aðra í forgang en sjálfa sig. Þegar Sigrún Lilja fór í skóla fór hún þrjá daga í viku heim til langömmu sinnar og var hjá henni í tvo tíma. Hún vildi alltaf að amma eldaði handa henni mjólkurgraut helst alla daga og borðaði hún hann alltaf með bestu lyst. Amma kenndi henni líka að prjóna og sauma út og dunduðu þær sér við handavinnu þangað til ég var búin í vinnunni. Þetta eru ómetanlegar stundir fyrir Sig- rúnu Lilju og forréttindi að fá að vera svona mikið með lang- ömmu sinni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt ömmu Rósu að og fyrir allan þann tíma sem við fengum saman. Minn- ingu um ótrúlega og yndislega konu geymi ég í hjarta mínu. Elsku amma takk fyrir allt. Þín Lovísa. Samkvæmt gamalli þjóðtrú dansar sólin um himininn á páskadagsmorgni ár hvert og fagnar þannig komu páska. Á páskadagsmorgun árið 1920, þann 4. apríl, hafði sólin ennþá meiri ástæðu til að fagna en venjulega og dansaði nokkur aukaspor því þann morgun fæddist amma Rósa. Elsku amma, skyndilegt og óvænt andlát þitt þann 4. júní var mér mikið áfall. Þó þú hafir náð háum aldri hafðir þú verið frísk og þegar ég fór frá þér að kvöldi 3. júní og þú baðst mig að skila kveðjum til fjölskyldunnar gat engan grunað að tæpum hálfum sólarhring síðar værir þú ekki lengur hjá okkur. En kallið kom og þú svaraðir eins og allir þurfa á endanum að gera. Þegar við feðgar heimsótt- um þig í byrjun júní tókst þú eins og alltaf vel á móti okkur, knúsaðir og kysstir Guðna Þór sem fyrr um daginn hafði lokið síðasta prófi til stúdents frá MA. Þótt þú samgleddist Guðna innilega með áfangann fullviss- aðirðu okkur um að þú yrðir ekki viðstödd fyrirhugaða út- skriftarveislu, kannski var þig farið að gruna eða þú vissir að stutt væri í að kallið kæmi. Amma hafði mikið yndi af börnum og þau hændust að henni enda voru þau fljót að sjá að hjá henni áttu þau öruggt skjól. Hún gerði aldrei kröfur fyrir sjálfa sig, allir aðrir sátu í fyrirrúmi, sérstaklega afkom- endahópurinn sem var henni efstur í huga allt til hinstu stundar. Hún fylgdist af áhuga með öllum hópnum sínum og hvatti hann áfram í leik og starfi, studdi ef eitthvað bjátaði á en samgladdist yfir velgengni. Amma var alltaf mjög skap- góð og jafnlynd og tók öllu sem að höndum bar með stóískri ró. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og aldrei stóð neinn svangur upp frá eldhúsborði ömmu Rósu. Hún hafði yndi af ljóðum og söng, ljóðabækur hafði hún alltaf innan seilingar og voru Skólaljóðin í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún söng fyrir munni sér við verkin eða fór með ljóð en hún kunni mikið af ljóðum. Eitt af uppáhaldsljóðunum hennar var sálmurinn „Í bljúgri bæn og þökk til þín“ sem hún söng mjög gjarnan. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Eftir að amma varð ein og bjó í Hlíðarlundinum sat hún gjarnan í stólnum sínum í stof- unni, hlustaði á tónlist, söng með og prjónaði eða heklaði, hún var mikil hannyrðakona og hafði prjónað óteljandi vettlinga, húfur og leista á hópinn sinn áð- ur en yfir lauk. Anna Rósamunda Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.