Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 19

Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 19
var elstu börnunum okkar jafn- opinn og þeirra eigin barnabörn- um. Öll fengu þau frá frænku heimaprjónaðar peysur og sokka, allt snilldar handverk. Fljóða var greind kona og víð- lesin og kunni ógrynni ljóða. Hún gekk ung í Samvinnuskólann og þar mótuðust sterkar skoðanir hennar á þjóðfélagsmálum, varð höll til vinstri en í anda sam- vinnustefnunnar. Rígfullorðin hóf hún nám í öldungadeildinni í Hamrahlíð sér til ánægju og gagns. Henni fannst að konur ættu að herða sig á öllum sviðum og var einlægur jafnréttissinni. Hún var strangheiðarleg, mátti ekki vamm sitt vita og ætlaðist til þess sama af öðrum. Hún sagðist stundum í seinni tíð ekki vera félagslynd kona og vera sjálfri sér nóg. Fjölskyldan var þó þar undanskilin, hún vildi hafa fólkið sitt í kringum sig. Þrátt fyrir meint ófélagslyndi varð hún ósjálfrátt trúnaðarvinur þeirra sem til hennar leituðu. Hún kunni að hlusta og hún kunni að hugga og herða. Hún hafði reynt margt, átti auðvelt með að setja sig í annarra spor og bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Fljóða átti við heilsubrest að stríða alla tíð, en lét það ekki aftra sér frá að sinna hugðarefn- um sínum og vera fjölskyldunni allri stoð og stytta. Henni varð það erfitt er hún fékk heilablóð- fall fyrir nokkrum árum, sem varð til þess að hún missti að nokkru mátt og vald á máli og minni. Hún var alla tíð sjálfstæð manneskja og féll þungt að þurfa að þiggja aðstoð annarra. Í lífinu eru margir hornstein- ar. Sigurfljóð frænka okkar var einn slíkur steinn í uppvexti og lífi okkar systra, þótt stefnumót- um hafi fækkað í dagsins önn. Við minnumst hennar með söknuði og virðingu og flytjum hinstu ást- ar- og þakkarkveðju frá systur hennar Margréti Kristínu. Anna Björg og Kristín Marín. Þegar ég hugsa til þín kemur fyrst í hugann mikill söknuður en um leið þakklæti, þakklæti fyrir allt sem þú og afi gerðuð fyrir mig, þakklæti fyrir að hafa fengið að alast upp hjá ykkur og fyrir að fá að hafa þig hjá mér svona lengi. Nítugasta afmælisdag ömmu Rósu, 4. apríl 2010, bar upp á páskadag eins og fæðingardag hennar árið 1920. Fjöldi gesta, vina og ættingja kom saman til að fagna með henni og í tilefni dagsins tók sólin nokkur auka- dansspor fyrir hana á himnum. Hvíl í friði, elsku amma. Þinn Björn Axelsson. Elsku Rósa mín. Ekki datt mér í hug þegar ég kom til þín 29. maí og færði þér rós að ég ætti ekki eftir að sjá þig meir. Við vorum mjög nánar og vor- um svo að segja í daglegu sam- bandi áður en þú fórst á Hlíð. Mínir göngutúrar á morgnana enduðu venjulega á kaffisopa hjá þér. Ef þú varst ekki búin að hella upp á þegar ég kom, þá varstu búin að setja í könnuna en áttir bara eftir að kveikja á henni. Við höfðum alltaf nóg að tala um, bernsku okkar, rifjuðum upp ljóð og þulur og höfðum áhyggjur af ef hætta ætti að kenna kristinfræði í skólum, hvað með Faðirvorið og bæn- irnar? Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ég sakna þín mjög. Þín systir, Jóna. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Garðar Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 11. nóvember 1937. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 2. júní 2011. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urlín Eggerts- dóttir, f. 16. des- ember 1914, d. 19. desember 2001, og Sigurður Guðmundsson, f. 18. apríl 1901, d. 29. september 1982. Garðar var giftur Ástu Ágústu Halldórsdóttur en þau slitu samvistir 1991. Börn þeirra eru fjögur: 1) Val- gerður, f. 1965, maki Svanur M. Kristvinsson, börn þeirra eru Helena, f. 1984, d. 1985, Garðar, f. 1986, Markús, f. 1988, og Birgir Viðar, f. 1992. 2) Guðrún, maki Guðmundur Guðmundsson, börn hennar eru Elísabet, f. 1984, Elva Hlín, f. 1988, og Ágústa Kolbrún, f. 1991. 3) Bergur, maki Nína Margrét Perry, börn Einar, f. 1989, sonur Bergs frá fyrra sam- bandi, Sunna, f. 1994, Sóley Líf, f. 1995, og Aron Freyr, f. 1997. 4) Hrafnhildur, maki Ríkarður Pét- ursson, dætur þeirra eru Krist- björg Júlía, f. 1996, og Drífa Hrund, f. 1999. Garðar átti eitt langafabarn, Fabio Mikael Fer- reira, f. 2010. Garðar starfaði alla tíð sem pípulagningamaður, lengst af á Landspítalanum við Hring- braut og Kópavogshæli og síð- ustu þrjú ár starfsævinnar á líknardeildinni. Útför Garðars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. júní 2011, kl. 15. Garðar var fæddur í Reykjavík árið 1937 og ólst þar upp í fimm bræðra hópi á heimili foreldra okkar, þeirra Sigurðar Guð- mundssonar og Guðrúnar Sigur- línu Eggertsdóttur. Heimilið var í kjallaranum á Bárugötu 6, og voru húsakynni hvorki betri né verri en almennt þótti boðlegt fyrir verkamanna- fjölskyldur þeirra tíma. Garðar fór snemma að vinna því skólaganga og hann voru alltaf svolítið fjarlæg hvort öðru. Samt las hann einhver ósköp og vissi meir en margur annar, það mátti bara ekki vera námstengt því þá fóru augnlokin í hvíldarstöðu. Hann fór ungur að vinna hjá Daní- elsslipp og var þar við góðan orðs- tír í nokkur ár. Ekki hugnaðist honum þó að læra skipasmíði, sem honum bauðst, heldur steig gæfu- spor og lærði pípulagnir hjá Kristni Auðunssyni pípulagninga- meistara og 1974 réðst hann til starfa hjá undirrituðum. Honum var boðin fastráðning sem pípu- lagningamaður á Kópavogshæl- inu, sem hann þáði. Hann gekk í hjónaband með Ástu Halldórs- dóttur en þau slitu samvistum eft- ir nokkuð langa sambúð. Þau eiga fjögur börn, 12 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Nokkur ár eru liðin frá því Garðar fór á eftirlaun og réðu skrokkskjóður þar miklu um. Garðar átti mörg gæfuspor í lífinu og eitt af þeim voru kaupin á landi og sumarbústað fyrir um það bil 34 árum í Ketlubyggð í nábýli við Heklu. Við sambúðarslitin kaus náttúrubarnið Garðar bústaðinn og var búinn að eiga þar heima meira og minna til margra ára. Hann átti þó heimili í Kópavogi við Birkigrund, gamalt lítið einbýli. Þótt Garðar væri allt árið um kring fyrir austan voru sumrin hans tími. Fáa veit ég sem hlökk- uðu eins til sumranna og hann. Allan veturinn var spáð og spek- úlerað og undirbúið fyrir fyrstu vorkomu. Ekkert benti til þess að vorið og sumarið 2009 yrði með öðrum hætti en öll hin þar á und- an. Garðar hélt því fullur tilhlökk- unar og eftirvæntingar inn í sum- arið, en eitthvað var að. Hann kvartaði undan þrekleysi, án þess að leggja nokkra meiningu þar í. Vágestur hafði tekið sér bústað í þessum góða dreng. Það var þó ekki fyrr en 24. september þá um haustið sem hann greindist með krabbamein. Hann tók ótíðindun- um af karlmennsku og jafnaðar- geði sem nú reyndi verulega á næstu 20 mánuðina en aldrei brugðust honum þeir eiginleikar sem hann var gæddur svo ríku- lega. En Guði sé lof, hann stóð ekki einn. Hann hafði ekki konu sér við hlið þar sem þau höfðu slit- ið samvistum fyrir allmörgum ár- um, en hann hafði börnin sín og barnabörnin og maka þeirra sem sinntu honum af einstakri alúð og er hlutur Elísabetar, barnabarns hans, síst minnstur. Engan mann er vitað um sem fór bónleiður til búðar frá Garðari. Hjartahlýju og viðkvæmni, feimni og hlédrægni faldi hann bak við leiktjöld kímni sinnar og uppá- tækja. Ég veit að Garðar er Guði falinn en við sem eftir stöndum er- um miklum mun fátækari, en minningarsjóðurinn, sem hann skilur eftir og hafði greitt svo ríkulega í, er okkur opinn og verð- ur ekki frá okkur tekinn. Guð blessi minningu yndislegs manns og kærs bróður. Sverrir Sigurðsson. Meira: mbl.is/minningar Garðar Sigurðsson ✝ Magnús Daní-elsson fæddist á Tindstöðum á Kjalarnesi 3. nóv- ember 1923. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 4. júní sl. Foreldrar hans voru Daníel Magn- ússon, bóndi á Tindstöðum, f. 27.12. 1890, d. 29.7. 1963, og Geirlaug Guð- mundsdóttir, húsfreyja á Tind- stöðum, f. 2.11. 1900 d. 21.12. 1986. Systkini Magnúsar: Hulda Daníelsdóttir, f. 27.4. 1914, d. 16.2. 1983. Maður hennar var Jónmundur Ólafs- son (látinn.) Þau eignuðust tvo syni. Guðmundur Daníelsson, f. 28.6. 1926, d. 1.1. 1992. Maki hans Ingibjörg Sveinbjarn- ardóttir, þau eignuðust sex börn. Þórólfur Daníelsson, f. 17.4. 1932. Maki Erla Sigurð- ardóttir, þau eiga einn son. Lilja Daníelsdóttir, f. 29.9. 1941. Maki Óli Kr. Björnsson (látinn.) Þau eignuðust þrjá syni. Magnússon, f. 18.6. 1967. Maki Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 7) Andvana fædd dóttir 18.6. 1967. Magnús var vélstjóri að mennt og starfaði hann til sjós til fjölda ára, bæði á frakt- skipum og fiskiskipum. Hann gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík árið 1956 og gegndi því starfi til ársins 1990 eða þar til hann varð 67 ára. Einnig ráku Magnús og Elín prjóna- og saumastofu í Kópavogi og vann hann þar samhliða lög- reglustörfum. Eftir að Magnús hætti störfum hjá lögreglunni hóf hann hlutastarf hjá Gliti við leirkeragerð. Samhliða því starfi lærði hann útskurð og varð það hans aðaláhugamál síðustu æviárin. Það voru margir sem lögðu leið sína í skúrinn til Magnúsar til að skoða og/eða kaupa af honum útskorna eða rennda gripi. Eftir hann liggja margir fal- legir hlutir. Útför Magnúsar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 14. júní 2011, kl. 15. Magnús kvænt- ist 30. desember 1964 Önnu Elínu Ringsted, f. 20.6. 1924. Foreldrar hennar voru Sig- urður Gísli Rings- ted, skipstjóri á Sigtúnum á Kljá- strönd, f. 1.1. 1880, d. 30.11. 1950, og Guðríður Gunn- arsdóttir húsfreyja á Sigtúnum, f. 6.9. 1881, d. 9.1. 1967. Börn Magnúsar og Önnu Elínar eru: 1) Guðmundur Ringsted Magnússon, f. 3.6. 1949. Maki Þórunn Aldís Pét- ursdóttir, hann á fjögur börn og fjögur barnabörn. 2) Guð- ríður Kristín Magnúsdóttir, f. 3.12. 1953. Maki Kristján Hálf- dánarson, þau eiga eina dóttur. 3) Daníel Þorkell Magnússon, f. 28.6. 1958. Hann á eina dóttur. 4) Hrönn Magnúsdóttir, f. 10.5. 1963. Maki Guðmundur Skúli Hartvigsson, þau eiga fjögur börn. 5) Geirlaug Magn- úsdóttir, f. 30.10. 1965. Maki Theódór Ásgeirsson, þau eiga þrjú börn. 6) Magnús Már Elsku pabbi er dáinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Auðvitað áttum við von á því að hann næði sér aftur eins og áður þegar hann lagðist inn á spít- ala. Jafnvel þó að heilsu hans hefði hrakað síðasta árið var alltaf stutt í glettnina. Þegar við heimsóttum pabba þessar síðustu vikur á spítalann urðum við þess áskynja að hann talaði við starfsfólkið eins og gamla vini og vissi oft margt um þeirra hagi. Þá var ómögulegt að gera sér grein fyrir hversu veikur hann var orðinn. En þegar leið á síðustu vikuna var orðið ljóst í hvað stefndi. Pabbi var orðinn gamall maður og lú- inn. Þrátt fyrir einbeitni og skýran hug var líkaminn orðinn þreyttur. Við viljum minnast pabba fyrir það sem hann áorkaði í þessu lífi en ekki hvernig hann kvaddi þennan heim. Pabbi kom sinni stóru fjölskyldu á legg með dugnaði og eljusemi. Eins og títt var um fjölskyldu- menn á þessum árum var hann oft í þrefaldri vinnu til að koma húsi yfir fjölskylduna, fæða hana og klæða. Hann þurfti oft eftir langan vinnudag að sinna erfiðum verkum við húsbygg- ingu heima í Kópavogi. Við vilj- um minnast pabba fyrir þær lexíur sem hann kenndi okkur með því einu að ástunda þær sjálfur sem voru dugnaður og heiðarleiki. Við viljum minnast hans fyrir þolinmæðina og áræðið sem hann sýndi í erf- iðleikum og ráðin sem hann átti til að leysa úr þeim. Við viljum minnast þín pabbi fyrir hvað þér tókst vel án þess að hafa mikið á milli handanna. Við er- um þér svo þakklát fyrir það hvað þú skilaðir okkur heilum út í lífið. Eða eins og þú sagðir oft sjálfur um þá sem þér líkaði við og kallaðir „almennilegt fólk“. Við erum þér þakklát fyrir að gera okkur að almenni- legu fólki. Guð varðveiti þig elsku pabbi. Guðmundur, Guðríður Kristín (Systa), Daníel, Hrönn, Geirlaug og Magnús. Ég er ekki enn alveg búin að gera mér grein fyrir því sem er búið að gerast. Svo skrýtið að hugsa til þess að hann liggi ekki í bláa sófanum með sjón- varpið í botni. Ég vildi að ég hefði notað betur tímann sem ég hafði með honum en ég er þakklát fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Afi var alltaf svo duglegur að hrósa mér og hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Hann var alltaf svo glaður og góður og hafði gaman af að stríða mér. Mér þótti það bara líka gaman. Ég vona að honum líði vel þarna uppi og passi upp á okkur. Guð geymi þig elsku afi. Ástarkveðja, Elína Arna. Magnús bróðir okkar er far- inn. Hann hefur skrifað síðustu línurnar í dagbókina sína, sem hann hefur haldið í áratugi. Ekkert vantar þar nema dán- ardægur og klukkustund. Ekki verður framar hringt á skype- inu og boðaður góður dagur. Hitastigið á svölunum á Strik- inu 8 gefið upp í tugum hita- gráða og gert grín að aðstæð- um okkar þarna í kuldanum á Spáni. Hann bauðst til að senda ullarteppi og síð nærhöld. Ann- an hvern dag að minnsta kosti fengum við þannig frásagnir af fjölskyldunni og afrekum henn- ar. Eðlilegar stórframfarir yngstu afkomendanna sam- kvæmt eðli ættarinnar. Ekki dregið úr afköstum þessara yngstu mannvera, hvort heldur var hér á landi eða í öðrum löndum, þar sem yfirburðirnir voru hvað sýnilegastir. Þessu tímabili í lífi okkar systkinanna er nú lokið. Eftir stendur minn- ingin um elsta bróður, höfð- ingja stórfjölskyldunnar og skemmtilegan viðmælanda. Hann var hrókur alls fagnaðar í fjölskyldunni og enginn var meiri stríðniskarl. Hann kunni að halda úti þrætu um stærstu kartöfluna úr garðinum við ungan systurson sinn, sem átti garð í Hafnarfirði og höfðu þeir uppi ákveðið merkjasamband sín á milli þegar þeir hittust. Engin orð, en hendurnar sýndu stærðina á stærstu kartöflunni, sem fór stækkandi eftir því sem leið á sumarið. Þetta voru rosa ávextir. Hann hafði ánægju af börnum og þau voru ánægð með hann. Við, stóra fólkið, fylgdumst með þessum ósýnilegu tengslum, sem hann hafði við þessi barnabörn sín. Hann vann margvísleg störf í sínu langa lífi og vinnustund- irnar voru óendanlegar. Hvíld- artíminn var knappur, enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Sex eru börnin, sem nú sjá eftir föður og góðum vini. Listagenið í ættinni, sem við í hógværð okkar kölluðum eða- lættina, lá augljóslega hjá hon- um. Hann skar út myndir en einnig nytjahluti. Hann var ekki ýkinn maður eins og allir vita, en hann taldi að hann ætti útskornar klukkur á öllum tímabeltum hnattarins. Lög- reglufélög austan og vestan hafs fengu afhentar útskornar klukkur með lögreglumerkinu frá honum. Ungur piltur, sem Magnús heiðraði með því að gefa honum útskorna klukku fyrir margt löngu, sagði, þegar hann heyrði um andlát hans: „Og enn gengur klukkan.“ Þessi listaæð hefur svo gengið áfram til barna og barnabarna hans honum og okkur öllum til ómældrar ánægju. Við samhryggjumst Elínu, eiginkonu hans til tæpra sextíu ára. Við vitum að sorgin og eft- irsjáin verður fjölskyldunni erf- ið, en minningin um ástkæran eiginmann og föður gerir þenn- an sorgartíma léttari. Samúð okkar er með þeim öllum. Ferjutollinn í mynt eilífðar- innar, evru, settum við með þér svo ekki standi á greiðslum yf- ir. Ef þú getur samið um lægri toll, þá stendur afgangurinn þarna inni þar til við systkinin þurfum á að halda. Þá köllum við á ferjumanninn. Kæri bróðir, farðu í friði. Jarþrúður Lilja og Þórólfur Daníelsbörn. Magnús Daníelsson  Fleiri minningargreinar um Magnús Daníelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GAUKUR ÞÓRHALLSSON tónlistarmaður, lést sunnudaginn 12. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Svanhildur Jakobsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Cal Worthington, Andri Gaukur Ólafsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ingunn Ólafsdóttir, Hlöðver Már Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Árnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.