Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.2011, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 ✝ Loftur Magn-ússon fæddist á Ísafirði 24. júlí 1925. Hann lést á Sunnuhlíð í Kópa- vogi 6. júní 2011. Foreldrar hans voru Magnús Frið- riksson, skipstjóri á Ísafirði (Friðriks- sonar, útvegsbónda á Gjögri), f. 22. október 1898, d. 7. mars 1926, og kona hans Jóna Pétursdóttir, frá Hlíð í Álfta- firði, f. 25. janúar 1897, d. 2. nóvember 1971, verkakona. Al- bræður hans Lúðvík (1918- 1994), Gunnlaugur (1920-2008), Trausti (1922-2008), Ólafur (1924-1987) og Magnús, f. 1926. Seinni maður Jónu var Ásgeir Ásgeirsson, vélstjóri á Ísafirði, f. 23. nóvember 1910, d. 18. jan- úar 1990. Börn þeirra og hálf- systkini Lofts eru Þórður, f. 1934, Pétur, f. 1936 og Vigdís, f. 1938. Loftur kvæntist Aðalheiði Steinu Scheving 7. maí 1954. Hún er fædd 19. febrúar 1927, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar voru Guðjón S. Schev- ing, f. 11. september 1898, d. 9. október 1974, málarameistari og kaupmaður í Vest- börn, Aðalheiði Steinu, Jónu Margréti og Berglindi Ósk. Loftur ólst upp á Ísafirði og hóf ungur störf sem sendill og afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Ísfirðinga. Snemma komu í ljós söng- og leikhæfileikar. Hann flutti til Reykjavíkur 1945, vann þar við sölu- og verslunarstörf , kom fram í leiksýningum og skemmtunum. Hann lagði stund á leiklist hjá Soffíu Guðlaugs- dóttur og síðar hjá Ævari Kvar- an. Eftir að hann flutti til Vest- mannaeyja 1954 tók hann þátt í mörgum leiksýningum og var formaður í Leikfélagi Vestmannaeyja. Hann var um árabil kaupmaður í Eyjum, allt þar til hann flutti með fjöl- skyldu sína í Kópavog í árslok 1969. Hann stundaði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og var knattspyrnumaður bæði á Ísafirði og í Val. Eftir að hann flutti frá Eyjum var hann sölu- maður hjá sælgætisgerðinni Víkingi og síðar hjá birgðastöð Sambandsins. Einnig var hann um skeið húsvörður í Valsheim- ilinu á áttunda áratugnum. Hann var mikill félagsmála- maður og ötull félagi í Akóges, en hann var formaður félagsins í Eyjum um skeið og síðar varð hann einnig formaður félagsins í Reykjavík. Útför Lofts fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. mannaeyjum, og kona hans Ólafía Jónsdóttir, f. 4. apríl 1904, d. 10. apríl 1983, hús- móðir. Börn Steinu og Lofts eru: 1) Guðjón Scheving Tryggvason (Þor- steinssonar, lækn- is), f. 7. október 1951, verkfræð- ingur, kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur, f. 4. maí 1951, lífeindafræðingi, og eiga þau þrjú börn, Hildi, Stefán og Steinar, og 5 barnabörn. 2) Jón, f. 15. september 1954, raf- eindavirki, kvæntur Jóhönnu Björgvinsdóttur, f. 21. febrúar 1957, og eiga þau tvö börn, Björgvin Loft og Fríðu. 3) Hreinn, f. 12. janúar 1956, hæstaréttarlögmaður, kvæntur Ingibjörgu Kjartansdóttur, f. 5. ágúst 1958, lífeindafræðingi, og eiga þau þrjú börn, Ernu, Loft og Kjartan. 4) Magnús, f. 12. janúar 1957, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, maki Gunnar Ás- geirsson, f. 21. desember 1964, hárgreiðslumeistari. 5) Ásdís, f. 7. febrúar 1958, fatahönnuður, gift Guðmundi Sigurbjörnssyni, f. 26. desember 1954, húsa- smíðameistara, og eiga þau þrjú Í dag fer fram útför föður míns, Lofts Magnússonar, en hann lést hinn 6. júní sl. nær 86 ára að aldri. Hann missti föður sinn þegar vélbáturinn Eir fórst við Suður- nes 6. mars 1926. Heimili fjöl- skyldunnar brann á Ísafirði 9. mars 1926. Móðir hans var í Reykjavík, en systir hennar gætti bús og barna. Með snarræði tókst að bjarga fimm drengjum þeirra hjóna undan eldinum. Faðir minn var vafinn inn í þykkt ullarteppi og honum fleygt út í snjóskafl. Honum varð ekki meint af þó að hann væri aðeins 7 mánaða gam- all. Yngsti drengurinn fæddist hálfu ári síðar. Óhjákvæmilegt reyndist að koma þeim í fóstur hjá vinum og vandamönnum. Föður minn lét amma þó ekki frá sér. Þessir atburðir mótuðu líf föð- ur míns, en þeir buguðu hann ekki. Hann var glaðlyndur að eðl- isfari og upplitsdjarfur. Hann sagði mér eitt sinn sögu af viðskiptum sínum við Torfa Hjartarson, sýslumann á Ísafirði. Hann var í hópi 10 ára stráklinga, sem voru að kasta grjóti í glugga. Kom þá Torfi aðvífandi og greip í hnakkadrambið á föður mínum og skammaði hann fyrir að mölva glerið. Honum varð ekki orða- vant. Hann hafði ekki brotið neina rúðu. Hann hafði að vísu reynt hvað hann gat að hitta í gluggann, en honum hafði bara ekki tekist að hæfa hann, sama hvað hann reyndi! Líklega hefur Torfi séð, að hugur fylgdi máli. Hann hló við, klappaði drengnum á kollinn og sagði honum að reyna þetta aldrei aftur. Faðir minn hóf lífsstarfið sem sendill hjá Kaupfélagi Ísfirðinga strax að loknum barnaskóla. Um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Þó var hann töluglöggur og minnugur með afbrigðum. Húm- orinn var heldur aldrei langt und- an. Félagi hans í kaupfélaginu útbjó auglýsingar á stórar papp- írsarkir. Ein þeirra vakti eftirtekt föður míns. Þar stóð: „Ef yður vantar jólasteik þá útvegum vér yður hana.“ Þó að lítið færi fyrir formlegu námi þá opnaðist föður mínum stórkostleg leið til að þroska gáf- ur sínar. Það var leiklistin, en þar hafði hann ótvíræða hæfileika. Hann flutti til Reykjavíkur um tvítugt og nam leiklist hjá Soffíu Guðlaugsdóttur og framsögn hjá Ævari Kvaran. Í Reykjavík vann hann við sölu- og verslunarstörf. Hann söng einnig gamanvísur og tróð upp við margvísleg tækifæri. Örlögin höguðu því svo að faðir minn kynntist móður minni í Vestmannaeyjum 1953. Hann flutti til Eyja og starfaði þar við kaupmennsku í samstarfi við tengdaföður sinn. Einnig gerðist hann driffjöður í leikfélaginu og í félaginu Akóges. Hann var vin- sæll kaupmaður, enda greiðvik- inn. Hann varð þó fyrir áfalli í verslunarrekstrinum í efnahags- lægðinni undir lok sjöunda ára- tugarins. Kannski átti hann full- erfitt með að neita fólki um greiða. Foreldrar mínir fluttu í Kópavog í árslok 1969. Faðir minn starfaði eftir það við sölu- og verslunarstörf þar til starfsæv- inni lauk fyrir um 15 árum. Síðustu árin voru föður mínum erfið vegna veikinda. Hann tók því með stillingu. Hann var glett- inn, ærlegur og hreinskiptinn. Ég sakna hans sárt. Hreinn Loftsson. Hann pabbi átti aðdáun mína alla, jafnt þegar ég var lítil stúlka að fylgjast með honum í leik og starfi sem og undanfarin ár þegar hann sem fullorðinn maður glímdi við mikinn heilsubrest. Alltaf var hann með opinn faðminn, bros á vor og blik í auga og tók því sem að höndum bar með æðruleysi, dug og húmor. Hann vissi hvað er mikilvæg- ast í lífinu, framkoma hans end- urspeglaði það. Það er ekki hvað maður á sem skiptir máli, heldur samferðafólkið á þessu ferðalagi sem lífið er. Pabbi fann fljótt að við Gummi áttum vel saman og sagði mér hve hamingjusamur hann væri með að ég skyldi hafa fundið ferðafélaga minn. Þau mamma slógust oft í för með fjöl- skyldu minni og Gummi biður mig að koma því að hve vel honum var tekið og hvað það var alltaf gam- an hjá okkur á fjölmörgum ferð- um okkar um landið með þeim og hversu góður félagi pabbi var. Pabbi var gjafmildur maður og okkur fjölskyldu sinni gaf hann það mikilvægasta af öllu; tíma sinn, athygli, hvatningu og ást og það var enginn undanskilinn, við börnin kom hann fram sem jafn- ingi og átti í þeim hvert bein. Við mömmu kom hann fram af virð- ingu og óeigingjarnri ást sem má vera okkur hinum til eftirbreytni. Og í þessu liggur arfleifð hans til okkar afkomendanna, við munum áfram segja sögur af pabba og þeir fjölskyldumeðlimir sem enn eru ekki fæddir munu fá að heyra af honum og lesa vísurnar og sög- urnar sem liggja eftir hann. Ég er óendanlega döpur að samveru okkar sé lokið en ég er líka óend- anlega þakklát fyrir að hafa átt pabba í lífi mínu. Minning hans lifir. Ásdís. Frá því ég man eftir mér hefur pabbi alltaf verið hetjan mín. Ein fyrsta minning mín um hann er þegar ég var pínulítill og horfði á eftir honum fara í vinn- una. Mig langaði svo að fara með honum að ég stakk af og elti hann fótgangandi í bæinn. Það varð fljótt uppi fótur og fit þegar mamma uppgötvaði að ég var horfinn. Ég fann ekki pabba en mamma fann mig grátandi á tröppunum á mjólkurbúðinni að- eins neðar í götunni. Síðar minn- ist ég þess að hafa setið á háhest á leið í sundlaugina, borið fyrir hann golfkylfurnar, vigtað kart- öflur og sykur í poka í búðinni hans, setið í sendiferðabílnum og fullur aðdáunar horft á hann bera fullan pappakassa með annarri hendi eins og þjónn með bakka út í báta í Friðarhöfn þar sem bát- urinn lá oft utan á tveimur öðrum bátum. Ég sá hann syngja með Sam- kórnum og leika í leikfélaginu og kasta kringlu á frjálsíþróttamóti á malarvellinum. Enn síðar dáðist ég að dugnaði hans og mömmu sem um 1970 fluttu frá Eyjum til að skapa fjölskyldunni nýtt líf á höfuðborgarsvæðinu með fimm börn á unglingsaldri. Nú síðustu árin þegar ég sat hjá pabba í tíðum sjúkrahúsdvöl- um vorum við ekkert að ræða of mikið um veikindin heldur rifjuð- um við upp liðna tíð – æsku hans og mína. Blessuð sé minning pabba. Magnús Loftsson. Það vakti vissan ugg í brjósti mér, ungrar menntaskólastúlku, þegar kom að því að kynnast verðandi tengdaforeldrum, og það meira að segja alls fjórum manneskjum. Litla samúð var að hafa hjá menntaskólapiltinum, verðandi eiginmanni mínum, þeg- ar ég reyndi að fá einhverja hug- mynd um það sem í vændum var. „Hann Loftur er besti maður sem ég þekki“ sagði hann þó og þar með var málið útrætt. Á björtu sumarsíðdegi heilsaði mér svo í fyrsta sinn vörpulegur maður, há- vaxinn, myndarlegur og svipfal- legur, með hlýju og traustu handabandi. Þetta var fyrir 40 ár- um og þarna knýttust bönd sem ekki hafa rofnað. Loftur var að vestan, fæddur á Ísafirði og ekki með silfurskeið í munni. En sögurnar sem hann sagði af uppvaxtar- og mótunar- árunum vestra voru ekki af basli og barningi heldur kímnar skemmtisögur, til dæmis af við- skiptavinum í Kaupfélaginu eða þá af torsóttum ferðalögum með skemmtikröftum vestur í Dýra- fjörð. Alltaf sá hann broslegu hliðina á málum. Svo voru sagðar sögur frá Vestmannaeyjaárun- um, úr félagsmálastússi ýmislegu og af ört stækkandi uppátækja- sömum barnahópnum, þá kom sérstakur glampi í auga og hlýja í röddina. Hann var fljótur til ef sinna þurfti einhverju barnanna, hvort sem var að degi eða nóttu og stundum kom fyrir að einhver unginn vaknaði ekki í réttu rúmi að morgni, hafði bara verið holað í næsta lausa ból. Í fyllingu tímans varð hann „afi Loftur“ og það var lærdómsríkt að sjá hve einstakt lag hann hafði á barnabörnunum sem hændust að honum eitt af öðru. Þau fengu líka sinn skammt af sögum, meðal annars í litlum heftum sem hann samdi og stakk í jólapakkana í nokkur ár. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með Lofti á efri árum. Af alúð og natni annaðist hann Steinu sína í erfiðum veikindum hennar meðan þrek og þróttur leyfðu. Síðustu árin hafa verið Lofti tengdaföður mínum þung í skauti líkamlega. En til hinstu stundar hafði hann glampa í auga og gam- anyrði á vör. Í dag fylgjum við Lofti til graf- ar. Ég vil gera orð unga mennta- skólapiltsins að mínum: Hann Loftur er besti maður sem ég hef kynnst. Blessuð sé minning hans. Sigrún. Loftur Magnússon  Fleiri minningargreinar um Loft Magnússon bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Elín ValborgÞorsteinsdóttir fæddist 8. febrúar 1947 á Eyr- arbakka. Hún lést á gjörgæslu Land- spítalans 6. júní 2011. Foreldrar henn- ar eru Jóhanna Valdimarsdóttir, f. 14.11. 1925 og Þorsteinn Sigurðs- son, f. 3.12. 1926, d. 30.5. 1999. Systkini Elínar eru Sigurður Þorsteinsson, f. 31.5. 1948 og Ingunn Þorsteinsdóttir, f. 9.5. 1953. Elín giftist Ricardo Eloy Villalobos, f. 27.10. 1945, árið 1969, þau skildu árið 2010. Börn þeirra eru: Ricardo Mario Villalobos, f. 27.3. 1968, sam- býliskona hans er Anna Oddný Helgadóttir, f. 15.3.1961. Börn hans eru Róbert Elís Villalo- bos, f. 29.3. 1998 og Tómas Ingi Villalobos, f.15.2. 2000. Anna Steinunn Villalobos, f. 5.11. 1974. Þorsteinn Þór Vil- lalobos, f. 3.12. 1981, sambýlis- kona hans er Ingveldur Theo- dórsdóttir, f. 27.11. 1981. Elín ólst upp í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan árið 1964. Að námi loknu lagði hún leið sína til Banda- ríkjanna til að vinna í sendiráði Íslands í Washington. Elín vann ýmis störf á lífsleiðinni og er þar helst að nefna dagmóðurstörf, skrifstofustörf, verslunarstörf og sem starfsmaður á leikskól- anum Hálsakoti. Við það vakn- aði áhugi hennar á frekara námi og fór hún í Fósturskóla Íslands og útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1998. Starfaði hún síðan sem leik- skólakennari og síðar sem deildarstjóri á leikskólanum Fellaborg. Elín verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 14. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma mín. Mér er minnisstæðast hvað ég fékk oft að fara með þér út að rukka á Lödu Sportinni og bað oft um að fá happaþrennu til að sjá hvort heilladísirnar væru með mér. Stundum var skafið af og kom þá í ljós vinningur er dugði fyrir mið- anum. Þó er einn dagur sérstak- lega ofarlega í huga mér. Komum við í Kringluna og spurði ég þig um pening fyrir einum skafmiða, léstu mig þá fá 50 krónur. Þá var farið að afgreiðsluborðinu og sá ég þá að kona ein var á undan mér og ákvað að sýna kurteisi og leyfa henni að velja sér happaþrennu á undan. Svo fékk ég happaþrennu og byrjaði að skafa og viti menn; um vinning var að ræða og hljóm- aði sú upphæð upp á heilar 5.000 krónur. Þótti mér þá um mikinn pening að ræða því ég var þá ekki nema átta ára. Þinn sonur, Þorsteinn Þór Villalobos. Elsku mamma mín, í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig en lífið er ekki alltaf eins og við helst viljum. En mér líður betur að vita að þú þurf- ir ekki lengur að berjast við veik- indin. Ég vil þakka fyrir þann góða tíma sem við áttum saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig og strákana. Ég er einnig glaður að við áttum þennan tíma saman í Stokkhólmi og fyrir það er ég ákaflega þakklátur mamma mín. Þú varst alltaf svo hjálpsöm, góð og gott að leita til þín. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Við Anna kveðjum þig með söknuð í hjarta, hvíl í friði. Þinn sonur, Ricardo Mario Villalobos. Yndislega mamma mín. Það eru margar skemmtilegar og ánægjulegar samverustundir sem ég hef fengið að upplifa með þér. Þér fannst svo gaman að vera úti í náttúrunni og ég man sér- staklega eftir því að þú, ég, pabbi og Steini fórum í tjaldútilegur. Við skoðuðum marga staði og fór- um t.d. í Húsafell, Kirkjubæjar- klaustur, Skaftafell, Akureyri og hringinn í kringum landið á Lödu Sport. Það var svo gaman og við hlógum mikið. Nesti var alltaf meðferðis, flatkökur með hangi- kjöti og kakó að drekka. Gleðin var heldur ekki langt undan. Þú varst svo glöð og ánægð á þessum tímum. Það var alltaf svo gaman og notalegt að sjá þig brosa og heyra hláturinn þinn. Þér fannst líka svo gaman að fara á skíði, hvort sem það var í Bláfjöll, Skálafell eða til útlanda. Ég man þegar þú, ég, pabbi og Steini vor- um í skíðaferð á Ítalíu og við borð- uðum á veitingastað uppi í fjall- inu. Þar var spiluð tónlist og fólkið söng og dansaði með. Þú varst svo glöð að þú dansaðir líka við tón- listina og við hlógum svo og það var svo gaman hjá okkur. Yndis- lega dýrmætir tímar sem ylja mér um hjartarætur. Ég minnist líka þegar við vorum að baka snúða og skinkuhorn. Ég og Steini gátum ekki beðið eftir því að snúðarnir kólnuðu. Þannig að við náðum í mjólkurglas og borðuðum snúð- ana heita með bestu lyst. Ógleym- anlegir tímar fyrir okkur. Og allar tilraunir þínar, hvort sem það var að rækta jarðarberjaplöntur, paprikuplöntur eða hreinlega brugga vín. Það var bæði hvítvín, rauðvín og rabarbari sem þú sett- ir á flöskur og gafst sem gjafir. Yndislegt að fylgjast með þér og fá að hjálpa þér. Mér fannst líka flott hjá þér að fjárfesta í eplatré og setja út í garð. Og ekki má gleyma haustkransagerðinni. Heiðmörk var staðurinn og þar fengum við mosa, greinar, köngla og ber. Fórum svo í Fljótaselið og byrjuðum að setja saman krans- inn. Náðum í blómavír og það sem við þurftum. Ég vil þakka þér fyr- ir þessar dýrmætu stundir með bros í hjarta. Einnig var í uppá- haldi að fara í berjamó með þér, elsku mamma mín. Svo þegar heim var komið þá tók við sultu- gerð. Það var svo skemmtilegt þegar þú, ég og Steini fórum í rifs- ber í Laugardalnum. Veðrið var svo gott að við tíndum svo mikið. Við hlógum og það var skemmti- legur tími. Ég man eftir útskrift- ardeginum þínum úr leikskóla- kennaranáminu. Ég er svo stolt af þér, elsku mamma mín. Takk fyrir allar þessar dýrmætu og yndislegu minningar sem við áttum saman og ég geymi þær í hjarta mínu. Ég vil þakka þér fyrir dýrmætar stundir úti í Stokkhólmi. Trú þín á mig var svo sterk og mér fannst yndislegt að vera hjá þér uppi á spítala. Gefa þér nudd, elda fyrir þig hafragraut og stjana svolítið við þig. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Þakka þér fyrir að vera yndislega mamma mín. Ég kveð þig með söknuð í hjarta en ég veit að sál þín lifir og ég veit að þú ert hjá mér og það finnst mér svo ynd- islegt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín elskandi dóttir, Anna Steinunn Villalobos. Elsku Ella amma. Þú varst okkur alltaf svo góð og kær. Við söknum þín óumræði- lega mikið og vildum að þetta hefði farið öðruvísi. Við áttum eft- ir að gera svo margt skemmtilegt saman. Ella amma var alltaf reiðubúin að fara með okkur á skemmtilega staði; eins og í Húsdýragarðinn, bakarí, í sumarbústað og átti allt- af gott í gogginn. Allir uppáhalds- réttirnir voru framreiddir þegar hún vissi að von var á okkur. Ekk- ert var til sparað. Hún vissi alltaf hvað okkur þótti skemmtilegast að gera og best að borða. Við geymum í minningunni ferðir á víkingahátíðina í Hafnar- firði, heimsóknir til Hönnu ömmu og frábæra daga með Ingu og Óla þar sem allir ömmustrákarnir voru í fyrirrúmi. Við vissum að veikindin voru mjög alvarleg en áttum þó von á því að samverutíminn yrði lengri og að við myndum hittast aftur. Elsku Ella amma, við vitum að nú vakir þú yfir okkur á himnum og munt gera það að eilífu. Þínir ömmustrákar, Róbert Elís og Tómas Ingi. Elín Valborg Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elínu Valborgu Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.