Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 ✝ Jóhanna Sig-fríður Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júní 2011. Foreldrar Jó- hönnu voru Guðjón Guðjónsson, f. 30. ágúst 1898 á Dal- vík, d. 30. janúar 1992 og María Valgerður Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1916 í Efstalandskoti í Eyja- fjarðarsýslu, d. 1. júní 2011. Bróðir Jóhönnu er Guðjón Steingrímur Guðjónsson, f. 10.9. 1951. Systir Jóhönnu sam- mæðra er Svala Mambert, f. 4. nóvember 1939, búsett í Banda- Grétar, f. 24. júní 1974, maki Kristín María Stefánsdóttir, f. 10. desember 1974, börn þeirra eru Jóhanna Rut, f. 8. apríl 1997 og Arnór Pétur, f. 7. mars 2002. 3) Guðjón Davíð, f. 8. október 1978, maki Jóhanna Þórey Sveinþórsdóttir, f. 18. janúar 1984. Jóhanna ólst upp á Eiríks- götu 25 og þar bjó hún allt sitt líf. Hún gekk í Austurbæj- arskóla og að loknu námi vann hún við ýmis verslunarstörf. Jó- hanna og Pétur voru aðeins 16 ára þegar þau hófu sambúð og fyrsta barnið leit dagsins ljós. Jóhanna helgaði líf sitt börnum sínum og fjölskyldu og þeim gaf hún ómælda ást og umhyggju. Hún annaðist móður sína eins lengi og heilsa hennar leyfði. Síðustu 14 ár reyndust Jóhönnu erfið vegna baráttu við illvígan sjúkdóm. Útför Jóhönnu og móður hennar fer fram frá Guðríð- arkirkju í dag, 14. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ríkjunum. Systkini Jóhönnu samfeðra eru Ingibjörg, f. 1925, búsett í Bandaríkjunum, Ólafur Þórir, f. 1926, Nína Sig- urbjörg, f. 1928, d. 1961, Guðlaug, f. 1930, d. 1997, Matt- hías Geir, f. 1933 og Fjóla, f. 1933. Þann 26. janúar 1974 giftist Jóhanna Pétri Rönning Jónssyni, f. 8. nóv- ember 1954. Börn þeirra eru: 1) Anna María, f. 2. nóvember 1971, maki Arnar Sigurbjörns- son, f. 24. ágúst 1973, börn þeirra eru Jason Nói, f. 29. des- ember 1998 og Bryndís María, f. 21. janúar 2009. 2) Róbert Ég sit hér með brostið hjarta og skrifa kveðjuorð til elskulegr- ar móður minnar sem er látin langt fyrir aldur fram. Nú er hún laus við þjáningar sínar eftir margra ára erfið veikindi. Hún tók veikindunum með miklu æðruleysi, stundum slíku að maður var agndofa. Alla sína ævi bjó hún á Eiríks- götu 25, í húsi sem faðir hennar byggði fyrir fjölskyldu sína. Þetta var sannkallað fjölskyldu- hús og á ég óendanlega margar og góðar minningar þaðan. Á Ei- ríksgötunni hófu mamma og pabbi búskap, stofnuðu fjöl- skyldu og tókust á við foreldra- hlutverkið þótt þau væru ung að árum og þar var mikið líf og fjör. Fyrir 14 árum veiktist hún af krabbameini og var það mikið áfall. Aldrei heyrði ég hana blóta eða reiðast yfir þessum örlögum sínum, slíkt var æðruleysið. Á meðan á þessum veikindum stóð var pabbi við hliðina á henni eins og klettur. Orð geta ekki lýst því hversu duglegur hann er búinn að vera. Gaui bróðir hennar var henni einnig ómetanlegur fé- lagsskapur og stuðningur. Nú eru mæðgurnar saman í friði og ró og ég veit að amma náði í hana því nú var komið nóg. Elsku mamma, ég á eftir að sakna þín óendanlega. Hvíl í friði. Þín dóttir, Anna María. Í dag verður elskuleg tengda- móðir mín borin til grafar. Það er þyngra en tárum taki að kveðja hana svo langt fyrir aldur fram. Það var árið 1993 sem ég kom fyrst inn á heimili tengda- foreldra minna á Eiríksgötunni. Það fyrsta sem maður tók eftir var hversu hlýlegt og yfirvegað andrúmsloftið var. Fallegt heim- ilið bar þess merki að þar byggi manneskja sem hefði auga fyrir fallegum hlutum. Tengda- mamma mín, eða Didda eins og hún var ávallt kölluð, var ein þægilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Manni leið alltaf vel í návist hennar og það var ein- staklega gott að leita til hennar. Didda las mikið og fékk ég oft ábendingar frá henni um góðar bækur. Hún var mikið náttúru- barn og naut þess að fara út að ganga, þannig safnaði hún orku. Það eru óteljandi minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hana og allar stundir fjölskyldunnar á Eiríksgötunni. Þar hefur alla tíð verið sá staður sem sameinaði fjölskylduna. Þar hefur alla jafna verið mikið líf og fjör, mikið spjallað og mikið hlegið. Didda naut þess að fylgj- ast með barnabörnunum og þótti þeim líka afar vænt um ömmu sína. Börnin hafa alltaf sótt mik- ið til afa og ömmu á Eiríksgöt- unni og þar hefur þeim líka verið tekið opnum örmum. Fyrir fjórtán árum greindist Didda með illvígan sjúkdóm og hafa árin síðan verið henni mjög erfið, þótt ágætir tímar hafi komið inn á milli. Síðustu fjögur ár hafa verið sérstaklega erfið og er með ólíkindum hversu mikið æðruleysi hún hefur sýnt í gegn- um allt saman. Maður hefur oft spurt sig hvort það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina mann- eskju. Það sýndi best hversu baráttuþrek hennar var mikið þegar hún gekk til altaris við fermingu elsta barnabarnsins hinn 9. apríl síðastliðinn, en það hafði verið henni ofarlega í huga í allan vetur að ná því. Í gegnum þetta allt hefur Pétur tengdafað- ir minn staðið eins og klettur við hlið hennar svo aðdáunarvert hefur verið á að horfa. Þá hefur Guðjón bróðir Diddu einnig veitt henni ómetanlegan stuðning. Missir fjölskyldunnar er mikill en eftir sitja þakklæti og minn- ingar um einstaka manneskju sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Kristín María Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega Diddu ömmu okkar. Við erum þakklát fyrir allar yndislegar stundir sem við höfum átt sam- an. Nú vitum við að hún er laus við alla verki og líður vel. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. (23. Davíðssálmur) Hvíl í friði elsku amma, Jóhanna Rut, Jason Nói, Arnór Pétur og Bryndís María. Jóhanna Sigfríður Guðjónsdóttir ✝ María Val-gerður Jóns- dóttir fæddist í Efstalandskoti í Eyjarfjarðarsýslu 5. ágúst 1916. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 1. júní 2011. Foreldrar Maríu voru Jón Jónsson, f. 25. apríl 1866 í Brita á Þelamörk, d. 14. maí 1939, og Jóhanna Sigfríður Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1885 í Hallfríð- arstaðakoti í Hörgárdal, d. 24. janúar 1973. Systkini Maríu voru Sigríður, f. 1909, d. 1979, Gísli, f. 1914, d. 1990, Halldór, f. 1919, d. 1987, Aðalheiður, f. 1919, d. 2005, Hermann, f. 1924. Hálfbróðir Maríu sam- feðra var Jónas Rósant, f. 1893, d. 1973. fyrri eiginkonu hans eru Ingi- björg, f. 1925, Ólafur Þórir, f. 1926, Nína Sigurbjörg, f. 1928, d. 1961, Guðlaug, f. 1930, d. 1997, Matthías Geir, f. 1933, og Fjóla, f. 1933. María ólst upp í Öxnadal og gekk í skóla á Þverá. Hún gerðist kaupakona á Hálsi í Öxnadal og einnig í Bakkaseli. Hún fluttist til Reykjavíkur í kringum 1950 og vann sem húshjálp hjá Guðjóni sem þá hafði misst eiginkonu sína frá sex börnum. María og Guðjón giftust síðar og var hún mest- megnis heimavinnandi eftir það. Þau bjuggu öll sín hjú- skaparár á Eiríksgötunni í húsi sem Guðjón byggði. Þar hefur alla tíð verið helsti griðastaður fjölskyldunnar og ættingjar og vinir fengið húsaskjól bæði um langan og skamman tíma. María var heilsuhraust fram eftir aldri og flutti á hjúkr- unarheimilið Skjól haustið 2009. Útför Maríu og Jóhönnu dóttur hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 14. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. María var gift Guðjóni Guðjóns- syni, f. 30. ágúst 1898 á Dalvík, d. 30. janúar 1992. Hann var tré- smíðameistari í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Guð- jón Steingrímur, f. 10. september 1951. 2) Jóhanna Sigfríður, f. 26. nóvember 1954, d. 1. júní 2011, maki Pétur Rönning Jónsson, f. 8. nóvember 1954, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Fyrir átti María eina dóttur, Svölu Mambert, f. 4. nóvember 1939, búsett í Bandaríkjunum, maki Daniel Mambert, f. 7. febrúar 1943. Þau eiga eina dóttur og eitt barnabarn. Fyrir átti Svala fjögur börn og sjö barnabörn. Börn Guðjóns og Elsku amma, ég kveð þig nú og minnist þín með gleði í hjarta. Þú varst stór hluti af mínu lífi og ég á þér margt að þakka. Þú varst drottningin á Eiríksgötunni og hélst stórfjölskyldunni saman. Ég man vel eftir öllum þorrablót- unum og öðrum veislum sem haldnar voru þar sem húsið fyllt- ist af ættingjum og vinum. Þetta þótti þér gaman þar sem þú varst mikil félagsvera. Kleinur, ástar- pungar, pönnsur, jólasmákökur, laufabrauð og ýmislegt annað í þessum dúr er mér ofarlega í huga. Alltaf allir skápar fullir af góðgæti sem ég læddi mér í. Ég veit að þú átt eftir að passa vel upp á hana mömmu og ég bið að heilsa afa. Þín á eftir að verða sárt sakn- að. Hvíl í friði elsku amma. Anna María. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Þó augun sofni aftur hér í þér mín sálin vaki. Guðs son, Jesús, haf gát á mér, geym mín svo ekkert saki. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði elsku langamma. Jóhanna Rut, Jason Nói, Arn- ór Pétur og Bryndís María. María Valgerður Jónsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Lindasmára 39, áður Laufbrekku 27, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 7. júní. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 13.00. Erlendur Guðjónsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Karl Guðjónsson, Bára Guðjónsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Óskar Guðjónsson, Ásta S. Guðnadóttir, Sigurður Guðjónsson, Katrín S. Guðjónsdóttir, Vilhjálmur Á. Ásgeirsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Davíð Hreinsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Guðni Þór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri SIGURÐUR HEIÐAR JÓNSSON lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 16. júní kl. 13.30. Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, Stefán Alfreðsson, Einar Sigurðsson, Þóra Soffía Gylfadóttir, Arna Ýrr Sigurðardóttir, Elvar Árni Lund, Bjarni Heiðar Sigurðsson, Malin Waldefeldt, Baldur Heiðar Sigurðsson, Bárður Heiðar Sigurðsson, Börkur Heiðar Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, barnabörn, systkini hins látna og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN KRISTJÁNSSON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 5. júní, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Ingibjörg Rafnsdóttir, Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson, Auður Rafnsdóttir, James Bett, Hjördís Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, ÁSGEIR AXELSSON, Litla-Felli, Skagaströnd, lést miðvikudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju laugar- daginn 18. júní kl. 14.00. Sigrún Guðmundsdóttir, Axel Gígjar Ásgeirsson, Bryndís Þ. Heiðarsdóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir, Sigurjón Ragnarsson, Einar Þór Ásgeirsson, Monika Jónasdóttir, Ólafur Sveinn Ásgeirsson, Elva Þórisdóttir, Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir, Ágúst Óðinn Ómarsson, Jóhann Ingi Ásgeirsson, Erla Jónsdóttir, Gunnar Þröstur Ásgeirsson, Anna Guðrún Ásgeirsdóttir, Ása Ósk Ásgeirsdóttir, Jóhann G. Sigurjónsson, Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir, Stefán Sveinsson, Þóra Dögg Ásgeirsdóttir, Birgir Þór Ingason, Ásta Ýr Ásgeirsdóttir, Gunnar Tryggvi Ómarsson, barnabörn og systkini þess látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HANS PLODER fagottleikari lést á Landspítalanum Fossvogi hvítasunnudag 12. júní. Jarðarför auglýst síðar. Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir, Franz Ploder, Aðalheiður Ploder, Bryndís Ploder, Björgvin Ploder, Jóhanna Ploder, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður ALICE JULIU SIGURÐSSON Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hana á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Landspítalanum og Heimahlynningunni á Akureyri. Aðalsteinn Sigurðsson, Sigurður Aðalsteinsson, Helena Dejak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.