Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTTI AÐ VITA BETUR EN AÐ BORÐA 5 PIZZUR FYRIR SVEFNINN EF ÞÚ KREMUR MIG ÞÁ VERÐ ÉG FRÆGUR! MÍN MUN VERA MINNST UM ALLAN HEIM Á HVERJU ÁRI, FEITI DURTURINN ÞINN VEIT EITTHVERT YKKAR AF HVERJU VIÐ HÖLDUM UPP Á „DAG HEIMSKUNNAR” ÁRLEGA? HELGA, HVAÐ ERTU AÐ GERA Í ELDHÚSINU? ÉG ER AÐ ELDA KVÖLDMAT LÆKNIRINN SAGÐI HRÓLFI AÐ ÉG VÆRI MEÐ FLENSU OG ÆTTI AÐ HALDA MIG Í RÚMINU EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF HONUM, ÞETTA ER BARA GERVI SEM HANN NOTAR TIL AÐ SNÍKJA MAT ÉG VAR AÐ LJÚKA VIÐ AÐ LITA SJÁLF Á MÉR HÁRIÐ ÞAÐ LÍTUR VIRKILEGA VEL ÚT ER ÞAÐ SAMT EKKI TÖLUVERT ÖÐRUVÍSI EN ÞEGAR ÉG LÆT LITA ÞAÐ Á STOFUNNI? NEI, ÞAÐ ER ALVEG EINS NEMA BARA SVOLÍTIÐ APPELSÍNUGULT AF HVERJU ÆTLI SANDMAN HAFI SNÚIÐ SÉR AFTUR AÐ GLÆPUM? ÉG ÆTLA AÐ HEILSA UPP Á GAMLA VINNU- VEITANDANN HANS HANN VAR BESTI KOKKUR SEM ÉG HEF HAFT EN HANN SAGÐI SKYNDI- LEGA UPP EITTHVAÐ VIRÐIST HAFA KOMIÐ UPP Á, EN HVAÐ? Jón Sigurðsson og óstjórnin Ritstjóri nokkur í Kaupmannahöfn, Carl Bille, ásakaði Jón Sig- urðsson um að hafa í áraraðir ráðist á Dan- mörku og Dani á óbil- gjarnan hátt og reynt að vekja hatur og óánægju Íslendinga gegn því landi sem þeir tilheyrðu. Að gefnu því tilefni skil- greindi Jón stjórn- málastarf sitt svo: „Ég hef aldrei haft neitt á móti Dan- mörku eða Dönum almennt og enn síður ráðist á þá. Aftur á móti hef ég af eigin rammleik reynt að varpa ljósi á samband Íslands og Dan- merkur og stuðla að því að taka megi enda sú óstjórn, sem óneitanlega hefur viðgengist og ríkir enn á Ís- landi, og allir hafa viðurkennt sem hafa tjáð sig um íslensk málefni í mörg hundruð ár. Að ég sé kominn í andstöðu við núverandi stefnu danskra stjórnvalda í íslenskum málum er rétt, en andstaða mín hefir alltaf verið grundvölluð á nákvæm- um rannsóknum og rökum.“ (Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson, seinna bindi, bls. 426). Segja má að hér sé í hnotskurn lykillinn að skilningi á þjóðmálaþátttöku Jóns Sigurðs- sonar. Ekkert minna. Íslendingar bjuggu lengi við Rentukammer. Þar var stjórnsýslan og óstjórnin sem Jón Sigurðsson gagnrýndi á hispurslausan en kurteisan hátt. Þar voru mál í athugun ár- um, áratugum og jafn- vel öldum saman. En hlustuðu Danir á Jón? Flest bendir til að svo hafi verið. Þeir báru mikla virðingu fyrir honum, þó upp- reisnarmaður væri í augum margra þeirra. Kom þar margt til, einkum þó hversu maðurinn var glæsi- legur, starfsamur og geðþekkur fulltrúi þjóðar, sem ekki var almennt hátt skrifuð þar ytra. Hann var viðræðu- góður og glaður maður. Það hefur fallið vel í kramið hjá Dönum. En hvað ætli Jón okkar forseti hefði sagt um íslensku stjórnsýsluna í dag, væri hann á meðal vor? Um það er auðvitað ekki hægt að full- yrða, en ætli hann mundi ekki kann- ast við stílinn: Málið er í athugun. Við erum að skoða málið. Málið er í rannsókn. Og meðal annarra orða: Hvað ætli hann segði um leyndarhyggjuna, sem er eitt allra alvarlegasta vanda- mál sem okkar litla og sundurþykka þjóð glímir við? Hallgrímur Sveinsson. Ást er… … að falla fyrir ein- hverjum af sál og líkama. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði og útskurður kl. 9, botsía kl. 9.45, handavinna kl. 13. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, kaffi og matur. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferðin verður 13.-17. ágúst. Sprengi- sandur, Mývatnssveit, gist á Stöng. - Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Ak- ureyri (2 n.). - Eyjafjarðarsveit. - Svarf- aðardalur, Héðinsfjörður, Síldar- minjasafnið á Siglufirði, Bakkaflöt (gist). -- Upplýsingar gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, jóga kl. 10.50, matur. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16. Bónusrúta kl. 14.45. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall kl. 10.30, jóga kl. 11 á Skólabraut. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9 - 16.30, m.a. perlusaumur og stafganga kl. 10.30. Fyrirhugað ferðalag á morgun um ,,ævintýralandið“ fellur niður. Uppl. á staðnum og í síma 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía kl 10.30, Bónusbíll kl. 12.15. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16. Matur og kaffi. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Púttnámskeið hefst 16. júní. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13 er opið hús á Korpúlfsstöðum. Ýmis vinna í gangi. Skemmtifélag eldri borgara | Óvissu- ferð verður 15. júní. Farið frá Hraunbæ kl. 13, Mjódd kl. 13.05, Aflagranda kl. 13.20, Vesturgötu kl. 13.25, Lækjartorgi 13,30. Uppl. í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, handa- vinna kl. 9.15. Spurt og spjallað/ leshópur/spil kl. 13. Sumarferð Vestur- götu og Vitatorgs verður fimmtud. 16. júní kl. 13.30. Farið um Heiðmörk að Hafravatni, um Mosfellsheiði að Meðal- fellsvatni og fyrir Hvalfjörð. Veitingar á Hlöðum. Harmonikku- og gítarleikari með í för. Leiðsögumaður Helga Jörg- ensen, skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Sumarferð verður farin frá Vitatorgi fimtudaginn 16. júní kl. 13.30. Farið um Heiðmörk að Hafravatni, Mosfellsheiði að Meðalfells- vatni og Hvalfjörð að Hlöðum. Matur og dans. Fararstjóri er Helga Jörgensen. Uppl. í síma 411-9450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 14. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar. Höskuldur Búi Jónsson skrifarfróðlega kveðju: „Á þessu ári eru 135 ár síðan ættmóðir Bæj- arættarinnar fæddist, langa- langamma mín, hún Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæ á Selströnd. Maður hennar og langalangafi minn var Guðmundur Guðmunds- son og kynntust þau í Tungusveit- inni við Steingrímsfjörð. En bjuggu síðan víða, meðal annars í Árnes- hreppi, Drangsnesi, Bæ á Selströnd (sem ættin er kennd við) og á Hólmavík. Ragnheiður var hagyrt eins og margir í Bæjarættinni og rakst ég á lítið ljóð eftir hana í Alþýðublaðinu frá 2. febrúar 1961 (sjá timarit.is). Eg lít í lágan kofa í ljúfri aftan ró. Þar blundar bóndi lúinn er björg að landi dró. Þar kona er á kreiki svo kvik á fæti og ung. Hún ber inn vatn í bæinn en býsna er fatan þung. Og augu hvarfla um koddann hins kæra og þreytta manns. Já, mér ber ekki að mögla því minni er hvíldin hans. Veit einhver um vísur eftir Loft Bjarnason (1883-1956) frá Asp- arvík, er síðar bjó á Hólmavík?“ Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli í Svartárdal orti um Jóhannes Jóns- son frá Asparvík: Ljóðagerð er söm við sig. Siglir háreist gnoðin. Yrkir fyrir aftan mig Asparvíkurgoðinn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Asparvík og langalangömmu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.