Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 25
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir rithöfundur. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Á bleikum náttkjólum. Það var eina íslenska tónlistin sem ég hafði heilt ár í Mexíkó 1977-1978. Fékk hana senda á spólu. Sem texta- maður er ég veik fyrir töfrum texta með músik. Í upphafi voru tónlist og orð eitt. Texti þenur tónlist í mikilfenglegar vídd- ir. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Joni Mitchell, Vala Gestsdóttir, Sigríð- ur Thorlacius … mér finnst epli betra en appelsína, en mangó er líka svo gott. Mozart og Mingus vil ég vera líka og trymbill í Gíneu. Ég er ekki sá sem getur sagt hvað er best þegar heimurinn er fullur af gæðum. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng ekki í baði, bara í eldhúsinu og stofunni, sing-along jazz sem ég kaupi í Tónastöðinni. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Ringa, ringa, ringa úr kvikmyndinni Slumdog millionaire. Annars er ég oft of þreytt á föstudagskvöldum fyrir læti, spila frekar sjálf á píanóið. Lögin mín eru úttroðinn ipod með allt frá Silfurplötum Iðunnar til þungrar klassíkur til jazzverka til pungarokks … alæta sem sagt. Hamingjan vex mjög inn úr eyrunum og er tré með kirsuberjum. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Samtímatónlist Dantes, fléttuð inn í Inferno, sem er lesin af Heathcote Williams, lestur hans er músik líka. Það er rúm- tónlist mín þessa dagana. Svo er oft hunang á Gufunni. Í mínum eyrum Þórunn Erla Valdimarsdóttir Svo er oft hun- ang á Gufunni MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 » Listhópar Hins húss-ins eru starfræktir á sumrin og þar gefst ungu fólki færi á að sýna hvað í því býr. Verk- efnin eru fjölbreytt og skapandi og eru sýnileg vegfarendum Reykja- víkurborgar á föstudög- um, en fyrsta Föstu- dagsfiðrildi sumarsins var fyrir helgi. Föstudagsfiðrildi Hins Hússins Morgunblaðið/Sigurgeir S. „Aðferðir við að láta tímann líða“ kallast innsetning sem Brogan og Ellen voru með í Mæðragarðinum. Listatvíeykið Pínulítið skárra ritar ljóðabrot og tilvitnanir eftir íslensk skáld á gangstétt í miðborginni. Samaris spilar lifandi tónlist þar sem fortíð mætir nútíð. Dansarar taka sporið á Lækjartorgi. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 15/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Húsmóðirin – sýningum líkur í júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.