Morgunblaðið - 14.06.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 14.06.2011, Síða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Það er ekki á hverjum degi að Krist- inn Sigmundsson söngvari og Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram saman en það munu þeir gera fimmtudaginn 16. júní í Eld- borgarsal Hörpu þegar þeir flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Þetta síðasta verk Schuberts, sem samanstendur af 24 lögum, er af mörgum talinn áhrifamesti ljóða- flokkur allra tíma. „Þetta er í fyrsta skipti sem við flytjum Vetrarferðina saman og raunar í fyrsta skipti sem Víkingur spilar hana og fyrsta skiptið sem ég syng í Hörpu,“ segir Kristinn sem margoft hefur sungið Vetrarferðina. „Ég kynntist Vetrarferðinni í menntaskóla. Böðvar Guðmundsson rithöfundur kenndi mér íslensku og hann kynnti mig fyrir ljóðasöng, meðal annars Vetrarferðinni. Hann sagði: „Þú átt bara að syngja ljóð. Enginn maður með sjálfsvirðingu syngur óperur.“ Ég fór ekki alveg eftir því.“ Himneskar sönglínur „Í þessu verki er mikill „díalóg“ milli söngvara og píanóleikara,“ seg- ir Víkingur. „Vetrarferðin fjallar um mann sem gengur út í óvissuna og tekst á við einsemd og ástarsorg. Sönglínurnar eru himneskar en pí- anóparturinn er jafnframt með ólík- indum fallegur og dýnamískur, hvert einasta blæbrigði textans og sönglínunnar er speglað í píanóinu. Píanóleikarinn Dalton Baldwin sagði við mig eitt sinn hálf-hvíslandi að þetta verk ætti að setja í sam- hengi við stærstu sigra mannsand- ans. Eftir þau orð er ég búinn að vera tíu ár í að mana mig upp í að flytja það.“ En hvað er það sem gerir Vetr- arferðina að áhrifamiklu verki? „Þetta verk sækir á mann tilfinn- ingalega,“ segir Kristinn. „Í fyrsta sinn sem ég söng Vetrarferðina sagði ég bæði upphátt og í hljóði: Nú er ég búinn að syngja þetta – og átti þá við að nú væri ég búinn að syngja mig frá verkinu og önnur verk tækju við. En Vetrarferðin sækir alltaf á mig og ef ég hef ekki sungið hana í tvö til þrjú ár finn ég alltaf ríka þörf fyrir að syngja hana. Það sem er svo heillandi, og ég veit að Víkingur á eftir að finna fyrir því, er að Vetrar- ferðin talar til manns á mismunandi hátt eftir því hvað maður hefur sjálf- ur upplifað. Þetta verk hefur dýpt sem maður finnur ekki annars stað- ar, það er í því eitthvað óskilgrein- anlegt sem Schubert miðlar af sínu eigin persónulega lífi þegar hann semur verkið, þá dauðvona.“ „Hann deyr 31 árs, úr sýfilis, al- gjörlega óþekktur,“ segir Víkingur. „Hann spilaði og söng þennan flokk fyrir vini sína í Vínarborg og þeir kunnu einungis að meta eitt lag, sem á yfirborðinu er kannski einfaldasta lagið, Linditréð. Þessi viðbrögð eru lýsandi fyrir allt líf hans. Vetrar- ferðin spilar meir inn á óöryggi og einsemd en nokkurt annað listaverk sem ég hef kynnst. Hún opinberar tilfinningar sem er erfitt að tala um, en ég held að allir þekki. Einlægni Schuberts er slík að það er ekki hægt að leika eða búa neitt til; gagn- vart þessum tónum er flytjandinn fullkomlega berskjaldaður. En þrátt fyrir allt flakk um þessa myrkustu afkima sálarinnar er fegurðin slík að mér líður þrátt fyrir allt vel innan um þessa tóna, maður finnur eig- inlega fyrir samkennd.“ Horft beint inn í dauðann „Ég byrjaði að syngja ljóðaflokk- inn löngu áður en ég vissi að ég gæti ekki sungið hann,“ segir Kristinn. „Þegar maður er ungur gerir maður alls konar hluti sem maður veit ekki að maður getur ekki. Kannski þess vegna hefur verkið allaf verið að vinna á. Það er að segja, það er eitt- hvað sem gerist inni í manni án þess að maður geri sér grein fyrir því, sem kallar á að maður flytji verkið aftur.“ „Við erum kannski svolítið að tala um þetta verk eins og helgidóm en helgin felst í því að verkið er svo mennskt,“ segir Víkingur. „Ann Schein, einn af kennurum mínum, var nemandi Arthurs Rubinstein, sem þá var níræður. Hún spilaði eitt sinn fyrir hann hæga þáttinn úr síð- ustu píanósónötunni sem Schubert samdi á sama tíma og Vetrarferðina. Hinn aldni meistari fór að hágráta og sagði: Schubert er eina tón- skáldið sem þorir að horfa beint inn í dauðann. Þessi orð Rubinsteins eiga líka ákaflega vel við við um Vetr- arferðina.“ „Eitt lagið heitir Vegvísirinn og þar er píanóið eins og klukka, sami tóninn er stöðugt endurtekinn. Ef maður sæi þetta myndrænt þá væri maðurinn að ganga inn í eilífðina,“ segir Kristinn. „Þessi 24 ljóð sem eru í verkinu eru hringur, segir Vík- ingur. Ferðalangurinn hefur göng- una einsamall og lýkur henni einn.“ Opinn vinnustofa Þeir miðar sem keyptir eru á Vetrarferðina gilda jafnframt á opna æfingu Kristins og Víkings í Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 14. júní kl. 20.00, þar sem sætaval verður frjálst. Þar munu listamennirnir leiða áheyrendur í gegnum flokkinn í tali og tónum og skoða ólíkar túlk- unarleiðir. „Þetta verður eins og op- in vinnustofa, við munum velja lög sem við fjöllum um og um leið gefa fólki innsýn í vinnu okkar og sýna kannski líka hversu margt er ekki hægt að ákveða fyrirfram, hversu stór partur túlkunarinnar fæðist á tónleikunum sjálfum,“ segir Vík- ingur. Þegar listamennirnir eru spurðir um samvinnuna segir Kristinn: „Eitt af því sem gerir þetta samstarf okkar svo skemmtilegt fyrir mig er að Víkingur er svo miklu yngri en ég og tekur engu sem sjálfsögðum hlut heldur spyr alltaf. Á fyrstu æfingu í apríl var ég á tánum að svara spurn- ingum hans: „Hvers vegna gerirðu þetta svona?“ Þá þurfti ég að hugsa: Af hverju geri ég þetta svona? Stundum gat ég gefið gild rök fyrir því en það var ekki alltaf. Ég gerði mér grein fyrir því að stundum geri ég hlutina á ákveðinn hátt vegna þess að ég hef alltaf gert þá þannig. Við tölum mikið um merkingu og ólíka túlkunarmöguleika og þannig lærum við mikið hvor af öðrum.“ „Þetta er draumaverkefni og sam- starf fyrir mig,“ segir Víkingur og bætir við: „Ég er ekki viss um að það verði auðvelt að flytja Vetrar- ferðina með öðrum en Kristni.“ Og Kristinn segir: „Ég held að gald- urinn við að syngja Vetrarferðina, þetta mannlega og persónulega verk, sé fyrst og fremst að vera maður sjálfur, að vera ekki að búa neitt til.“ Einlæg og fögur vetrarferð Morgunblaðið/Ernir Tveir góðir Vikingur Heiðar og Kristinn Sigmundsson „Við tölum mikið um merkingu og ólíka túlkunarmöguleika og þannig lærum við mikið hvor af öðrum.“  Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar flytja Vetrarferð Schuberts í Hörpunni  Tónleikagestum býðst einnig að koma á opna æfingu þar sem listamennirnir leiða þá í gegnum verkið í tali og tónum » Þetta verk hefur dýpt sem maður finnur ekkiannars staðar, það er í því eitthvað óskilgrein- anlegt sem Schubert miðlar af sínu eigin persónu- lega lífi þegar hann semur verkið, þá dauðvona.“ Kristinn Sigmundsson »Einlægni Schuberts er slík að það er ekki hægtað leika eða búa neitt til; gagnvart þessum tón- um er flytjandinn fullkomlega berskjaldaður. En þrátt fyrir allt flakk um þessa myrkustu afkima sálarinnar er fegurðin slík að mér líður þrátt fyrir allt vel innan um þessa tóna. Víkingur Heiðar 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.