Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 28
tekin fram og notuð í keppnina einu sinni á ári. Núna vann keppnina Steinunn Ketilsdóttir, listdansari. Eftir það dönsuðu allir konga sem er einnig árlegur viðburður á hátíð- inni. Hátíðin þótti tak- ast vel í ár, en um 300 manns sóttu hana, svipaður fjöldi og í fyrra. Ekki tókust þó allar við- skipta- Á SKJALDBORG Eftir Börk Gunnarsson borkur@mbl.is H átíð heimildarmynda á Patreksfirði fór fram um helgina. Hátíðin var opnuð með pompi og prakt á föstudags- kvöldinu með myndinni Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson. Sú mynd átti síðar eftir að hreppa verð- laun hátíðarinnar, svokölluð áhorf- endaverðlaun, Einarinn. Steinþór Birgisson gerði myndina og tók það hann sjö ár að vinna hana. „Ég horfði á dóttur mína vaxa úr grasi, læra að lesa og hefja skólagöngu á meðan gerð þessarar myndar stóð. Myndin og hún eru jafn gamlar, þær eru sjö ára,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Myndin fjallar um hina sér- kennilegu persónu Jóns sem er ein- mana bóndi og prestur á Vest- fjörðum með sókn sem telur 47 manns. Sóknarbörnunum líkar illa við prest sinn og ekki alltaf að ósekju, þarsem hann er sérlund- aður. Þau bola honum á brott og að mati Jóns og séra Jóns er það vegna girndar í hlunnindin sem jörðinni hans fylgja. Af myndinni að ráða virðist það samt ekki vera eina ástæðan. Ómar heiðraður Á laugardaginn vakti sérstaka at- hygli myndin Paradox, sem fjallar um unga kvikmyndahöfunda sem koma að ókláruðu þrjátíu ára gömlu verki. Höfundar þessarar stutt- myndar, Paradox, sem tekin var upp fyrir áratugum en aldrei kláruð, hleypa efnilegum kvikmyndahöfum samtímans að verki sínu og árekstr- arnir verða stórskemmtilegir fyrir áhorfandann. Um kvöldið var síðan tveggja klukkustunda dagskrá með Ómari Ragnarssyni, heiðursgesti hátíð- arinnar þarsem farið var yfir fjöru- tíu ára feril hans við heim- ildamyndagerð. Sýnd voru brot úr mörgum þátta hans og skemmti Ómar áhorfendum með skrautlegum sögum af ferli sínum. Á sunnudagsmorgun voru sýndar myndir einsog Oddi, Mótvægi, Earth to Earth og Krossgötur. Earth to Earth verður að teljast með slappari myndum á hátíðinni en Mótvægi kom á óvart þar sem fjallað er um Bryndísi Pétursdóttur sem gerir hugsjón sína að starfi sínu og vinnur við að rannsaka jarð- fræðilega streitu, rafsegulbylgjur og áhrif þessara ósýnilegu fyrirbæra á líðan fólks. Fyrst var maður gapandi af undrun yfir dellunni sem hún var að hella sér út í, en þegar á líður myndina verður hún frekar sæt. Í eftirmiðdaginn var síðan Bakka- Baldur sýnd eftir Þorfinn Guðnason og að mati flestra þótti hún ásamt verðlaunamyndinni standa uppúr á hátíðinni. Þetta er óvenjuleg mynd frá Þorfinni sem sýnir samfélagið í Svarfaðardalnum í fallegu ljósi, hlý og yndisleg mynd. Um kvöldið var síðan Land míns föður eftir Poppola sýnd og þótti líka vel heppnuð mynd, um þrjár kynslóðir bænda í Dölunum. Limbókeppni í lokin Lokakvöldið eldaði svo Atli Otte- sen steinbít og þorsk ofan í gesti há- tíðarinnar í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Verðlaunaafhending fór síðan fram í félagsheimilinu og þar var hátíðinni slúttað með dansi- balli þarsem hin árlega limbókeppni fór fram. En Færeyingar gáfu hátíð- inni limbóstöng fyrir nokkrum árum sem er í glerkassa í bíóhúsinu en er hugmyndir hátíðarinnar, til dæmis var framleiddur sérstakur frisbíd- iskur með merki hátíðarinnar en síð- ast þegar fréttist höfðu þrír frisbíd- iskar verið seldir, frekar minna en búist hafði verið við. Skjaldborgartíminn Þá var tekinn upp sumartími á há- tíðinni og þurftu allir hátíðargestir að færa klukkuna fram um eina klukkustund. Þetta olli miklum rugl- ingi þarsem meira að segja aðstand- endur hátíðarinnar tilkynntu við- burði ýmist á íslenskum tíma eða skjaldborgartíma. Þá mættu gestir í plokkfiskinn á skjaldborgartíma en þeir sem útbjuggu matinn fylgdu ís- lenskum tíma þannig að hundrað hungraðir gestir þurftu að bíða í klukkustund eftir matnum. Enginn ruglingur var samt svo mikill að fólk hefði ekki gaman af. Hátíðin var haldin í fimmta sinn í ár og hefur náð að festa sig í sessi á meðal kvikmyndagerðarmanna. Er ástæða til að lofa vinnu þeirra heimamanna og sunnanmanna sem hafa staðið að þessari skemmtilegu hátíð. Skjaldborgarhátíðinni lokið  Um 300 manns mættu á hátíðina þar sem yfir 20 íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar  Nokkrar afbragðsmyndir voru sýndar á hátíðinni  Hátíðin búin að festa sig í sessi á meðal kvikmyndagerðarmanna Ljósmynd/Björn Ómar Guðmundsson Fiskur á Patró Atli Ottesen eldaði steinbít og þorsk ofan í hátíðargesti á lokakvöldinu. Bakka-Baldur Mynd Þorfinns Guðnason þótti einstaklega falleg og hlý. Afslöppun Á lokakvöldinu var slappað af við Sjóræningjahúsið áður en haldið var í félagsheimilið þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Sigurmyndin Mynd Steinþórs Birgissonar, Jón og Séra Jón, vann áhorf- endaverðlaunin á Skjaldborg. Verðlaunahafinn Hér tekur Steinþór Birg- isson við verðlaunum hátíðarinnar. Áhorfendur Vel var mætt á hátíðina á Patreksfirði um helgina og yfirleitt fullur salur þegar myndirnar voru sýndar. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.