Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 TÓNLIST Hallur Már hallurmar@mbl.is Nákvæm vélræn hrynjandi með flóknum stærðfræðilega hönnuðum lúppum og bjöguðum melódíum sem ferðast á sporbaug hver um aðra. Amerískt afbrigði af útpældu og þungu kraut-rokki og því sem eng- inn dirfist að viðurkenna að fíla, prog-rokki. Þannig væri hægt að lýsa tónlist New York-sveitarinnar The Battles. Einstaka lög eru sungin og á köflum minna þeir félagar á Trans Am í Futureworld-gírnum eða jafnvel kraftmikla keyrslu !!! (Chk Chk Chk). Á stundum má jafn- vel finna suðræna latín-stemningu í vandlega samsettum hljóðveggnum. Mirrored Sveitin var stofnuð árið 2002 af þeim Dave Konopka, Ian Williams, Tyondai Braxton og John Stanier (trommarinn úr Helmet sem margir rokkhundar ættu að muna eftir). Hljómsveitin gaf út þrjár EP-plötur árið 2004. Skífurnar vöktu áhuga Warp-útgáfunnar sem gerði samn- ing við fjórmenningana. Árið 2007 Orrustan er hafin á ný  Ný plata frá Battles er komin út Amerísk útgáfa af kraut-rokki  Gary Numan og Kazu Makino koma að verkinu Leoncie í miklu uppáhaldi Flottir Battles stillir sér upp. „Amerískt afbrigði af útpældu og þungu kraut-rokki og því sem enginn dirfist að viðurkenna að fíla, prog-rokki.“ kom svo út platan Mirrored sem sveitin hlaut mikið lof fyrir. Sér- staklega hið magnaða Atlas sem m.a. var valið besta smáskífa vik- unnar í hinu breska NME. Í fyrra sagði svo gítarleikarinn og söngv- arinn Braxton skilið við sveitina. Að sögn var hann orðinn þreyttur á ferðalögunum sem fylgdu spila- mennskunni og trufluðu önnur verk- efni hans í tónsmíðum. Gloss Drop Þremenningarnir héldu ótrauðir áfram og gáfu út plötuna Gloss Drop á dögunum sem þykir vera aðgengi- legri og jafnvel poppaðri en Mirro- red. Til þess að fylla í skarð Braxtons fengu sveit- armenn nokkra gesta- söngvara til þess að koma fram á Gloss Drop. Indí- gyðjan Kazu Mak- ino úr Blonde Redhead syngur í einu lagi og sömu sögu er að segja af Gary Numan sem líklega er þekkt- astur fyrir smellinn Cars frá árinu 1979. Þá kemur japanski tónlistar- og myndlistarmaðurinn Yamantaka Eye fram. Platan hefur fengið góða dóma, er t.d. með 79 af hundrað mögulegum á metacritic.com. Ýmsir poppspekúlantar hafa gengið svo langt að tala um kandídat í plötu árs- ins. Hvort eitthvað sé til í því skal ósagt látið en óhætt er að mæla með gripnum. Spilagleði sveitarinnar er smitandi, eiginlega má finna svita- lykt af hverri nótu. Öllu er svo haldið saman af mannlega róbótnum Stan- ier sem fer hamförum á settinu. Fíla IcySpicy Leoncie Miðað við það sem finna má á net- inu er þetta kynngimögnuð tónleika- sveit sem væri gaman að fá á klak- ann. Líklega væri auðsótt að fá þá til að ferðast til landsins en þeir félagar eru yfirlýstir aðdáendur hinnar einu sönnu Leoncie. Á Youtube-síðu sveitarinnar er að finna lista yfir áhugaverð myndskeið sem þeir mæla með. Þar á meðal er hið stór- brotna lag IcySpicy Leoncie „Tee- nage Boy In Town“. Nýrómantíkur-stjarnan Gary Numan leggur Battles lið í laginu My Machines. Ásamt hljómsveit sinni Tubeway Army gerði hann hið frábæra Are Friends Electric sem komst á topp breska vin- sældalistans árið 1979 og sömu sögu er að segja af laginu Cars sem hann gaf út undir eigin nafni. Vinsældirnar voru merkilegar fyrir þær sakir að vera fyrstu syntha-smellirnir í kjölfar þess að pönk- ið hafði bylt tónlist- arlandslaginu. Hljóð- gervlapönk GARY NUMAN The Pleasure Prin- ciple frá árinu 1979 Óbyggðapopparinn Justin Vernon eða Bon Iver er enginn venjulegur maður. Eftir að hafa slitið ást- arsambandi og hætt í hljómsveit- inni DeYarmond Edison ásamt því að berjast við erfið veikindi hafði hann vetursetu í óbyggðum Wis- consin. Þar tók hann upp For Emma, Forever Ago. Platan naut mikilla vinsælda og var ein af plöt- um ársins 2008. Á dögunum kom svo út platan Bon Iver. Athygli vakti þegar iTunes-búðin þjóf- startað sölunni á dularfullan hátt í maí, fróðlegt verður að sjá hvort platan nái að standa undir þeim miklu væntingum sem til hennar eru gerðar. Ný plata frá Bon Iver komin út Í því flóði af nýrri tónlist sem kem- ur út í hverri viku getur verið erfitt að átta á sig á því hvað er gott og hvað er froða. Ein af þeim frábæru plötum sem komu út í fyrra án þess að mikið væri með hana látið var platan Innerspeaker með áströlsku sýrurokkurunum í Tame Impala. Á plötunni er að finna vel samin mel- ódísk lög skreytt smekklegum spilaköflum. Útkoman hljómar svo- lítið eins og að sýrutrippið hans Johns Lennons hafi aldrei klárast. Allt er svo hljóðblandað af snill- ingnum Dave Fridmann (Flaming Lips, Mercury Rev ofl.). Skotheld plata. Áleitin, áströlsk sækadelía JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHN- NY DEPP, PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE “STÓRKOSTLEG! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI” - L.S - CBS “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV “FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA ÞOKKAFULL” - D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA THE HANGOVER 2 kl. 6-8-9-10:20-11:10 12 THE HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 8 3D - 10 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 3D enskt tal kl. 10:50 (ótextuð) L KUNG FU PANDA enskt tal kl. 6 - 10:20 (textuð) L SOMETHING BORROWED kl. 8 L / ÁLFABAKKA THE HANGOVER 2 kl. 5:30-8-8:20-10:25-11 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10:40 10 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 3D ísl. tal kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 8:10-10:20(ótextuð) L THE HANGOVER 2 kl. 6-8-10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 9 10 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 9 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5:50 L BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 5:50 L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI X-MEN: FIRST CLASS kl. 8 - 10:40 14 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 6 L PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 5:20 10 RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.