Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Eru Kardashian-systurnar búnar? 2. Katrín mætti í gamalli kápu … 3. Sakfelldur fyrir að níðast á kind 4. Andersson: Veit ekki hvað gerðist »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Áttunda Vitraun Kormáks og Skjaldar verður haldin á Ölstofunni í kvöld. Sem fyrr eru einn til sex í liði og spurningar í fimm flokkum, en lið- ið sem lendir í öðru sæti fær þátt- tökugjaldið endurgreitt. Morgunblaðið/Eyþór Áttunda Vitraun Kormáks og Skjaldar  Skúli mennski og hljómsveitin Grjót, ásamt söngkonunni Þór- unni Örnu Krist- jánsdóttur, blása til brakandi búgí- veislu á Rósen- berg í kvöld og hefst hátíðin klukkan 21:00. Aðstandendur plöt- unnar BÚGÍ!, sem er væntanleg til landsins 20. júní, kynna efnið. Skúli mennski með brakandi búgíveislu  Heimildarmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson fékk Ein- arinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborg- arhátíðarinnar, sem fór fram á Pat- reksfirði um helgina. Hátíðin fór nú fram í fimmta sinn og hefur fest sig í sessi á meðal kvikmyndagerð- armanna. Um 300 gestir sóttu hátíðina og yfir 20 heimild- armyndir voru frum- sýndar. » 28 Myndin Jón og séra Jón verðlaunuð Á miðvikudag Norðaustan 8-13 m/s. Bjartviðri að mestu sv-lands, annars víða skýjað og rigning eða súld á köflum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sv-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið víðast hvar, en skýjað að mestu. Hiti 5 til 13 stig, hlýj- ast sv-lands. VEÐUR Ekki er ljóst hver mun stýra kvennalandsliðinu í hand- knattleik þegar það spilar í fyrsta skipti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu í desember. Samn- ingar við Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson runnu út eftir seinni leikinn við Úkra- ínu á sunnudag. „Það hafa ekki átt sér stað neinar al- varlegar viðræður,“ sagði Ágúst við Morgunblaðið í gær. »2 Óvíst hver stýrir liðinu í Brasilíu Sunnudagurinn var stór fyrir íslensk- an handknattleik því bæði A-lands- liðin tryggðu sér sæti í lokakeppni næstu stórmóta. Karlalandsliðið burstaði Austurríki og verður í 3. styrkleikaflokki á morgun þegar dregið verður í riðla á EM í Serbíu og kvennalandsliðið fór létt með að verja 19 marka forskot í Úkraínu og leikur í fyrsta skipti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það fer fram í Brasilíu í desember. »1, 2, 4, 5 Stór sunnudagur í íslenskum handbolta Ragna Ingólfsdóttir lagði fram kvört- un eftir úrslitaleik alþjóðlega bad- mintonmótsins í Litháen á sunnudag- inn. Þar fékk hún silfurverðlaun eftir tap gegn Chloe Magee í úrslita- leiknum en gult spjald sem hún fékk hafði mikil áhrif á þróun mála hjá Rögnu. „Yfirdómarinn var sammála mér og sagði dómarann óreyndan,“ sagði Ragna við Morgunblaðið. »6 Kvörtun frá Rögnu eftir úrslitaleik í Litháen ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Andri Karl andri@mbl.is Hjartaskurðlækningar hafa verið stundaðar á Íslandi í 25 ár. Ná- kvæmlega 25 ár því 14. júní 1986 var fyrsta aðgerðin framkvæmd. Þar var um að ræða kransæða- skurðaðgerð á 62 ára gömlum manni. Hún tókst svo vel að Val- geir G. Vilhjálmsson – við hátíðleg tilefni nefndur Valgeir fyrsti – er sprelllifandi, 87 ára að aldri. Sá sem stýrði aðgerðinni var Þórarinn Arnórsson, sérfræðingur á Landspítala. Hann fluttist árið áður aftur heim til Íslands frá Sví- þjóð þar sem hann gerði fjölmarg- ar hjartaskurðaðgerðir á Akadem- iska sjúkrahúsinu í Uppsala. Þórarinn var því reyndasti hjarta- skurðlæknir á Íslandi og af þeim sökum fenginn til verksins. En þótt aðgerðirnar hafi verið margar áður er dagurinn Þórarni enn mjög eftirminnilegur. Þórarinn segir að ekki hafi þurft langan tíma til að telja Valgeir á að gangast undir hnífinn hér á landi. „Nei, það þurfti eiginlega alls ekki. Jafnvel má segja að hann hafi mjög gjarna viljað láta fram- kvæma aðgerðina hérlendis. Hann hafði einnig á orði að hann hefði litlar áhyggjur þar sem við mynd- um ábyggilega vanda okkur með fyrsta manninn.“ Aðgerðin gekk afar vel og Val- geir var fljótur að ná sér. Síðan þá hafa um tvö hundruð opnar hjarta- aðgerðir verið gerðar árlega að meðaltali hér á landi; og eru í dag orðnar um fimm þúsund tals- ins. Þórarinn segir Ísland liggja frekar hátt í al- þjóðlegum samanburði þegar kemur að fjölda aðgerða miðað við höfðatölu, og mest hafi um 270 opnar hjartaað- gerðir verið gerðar á ári. Vart þarf að fjölyrða um hvaða þýðingu það hafði að hefja aðgerð- ir af þessum toga hér á landi en áður fóru menn til útlanda til að leita sér lækninga. „Þetta var verulegt mál fyrir sjúklinga, að ferðast langa vegu og koma svo hingað heim viku, kannski tíu dög- um eftir aðgerð með flugi. Í stað þess eru þeir hér með fjölskylduna sér við hlið og allan stuðning, auk þess auðvitað að tala málið. Þannig að þetta breytti geysilega miklu.“ Gríðarlegar framfarir hafa orðið í læknisfræðinni frá því fyrsta að- gerðin fór fram og skurðtæknilega séð ráða skurðlæknar við mun flóknari aðgerðir en áður. Og ekki er vanþörf á, því breytingar urðu einnig á sjúklingahópnum. „Breyt- ingarnar á Íslandi eru þær sömu og um allan hinn vestræna heim; fólk sem fer í aðgerðir er að eldast og hefur meðalaldurinn hækkað um tíu ár,“ segir Þórarinn og bæt- ir við að með eldri sjúklingum aukist vandamálin. „Þannig að þetta eru að jafnaði verulega þyngri aðgerðir sem verið er að gera í dag.“ „Breytti geysilega miklu“  Hjartaaðgerð fyrst framkvæmd hér á landi fyrir 25 árum Morgunblaðið/Golli Sérfræðingur Þórarinn Arnórsson var valinn til að framkvæma fyrsta hjartauppskurðinn á Íslandi, fyrir 25 árum. Þórarinn Arnórsson fær að sjálf- sögðu heiðurinn af að hafa stýrt fyrstu hjartaskurðaðgerðinni hér á landi, en þá eins og nú kemur fjöldi fólks að slíkum aðgerðum. Viktor Magnússon stjórnaði hjarta- og lungnavélinni en aðrir í teyminu voru Hörður Alfreðsson, Hans Erik Hansson, Grétar Ólafsson, Kristinn B. Jóhannsson, Hjörtur Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Eiríkur Benjamínsson, Herdís Alfreðs- dóttir, Rut Sigurðardóttir, Helga Þóra Kjartansdóttir, Halldóra Jóns- dóttir, Valgerður Jónsdóttir og Mar- grét Jónasar. Í fyrstu eftir aðgerðina 14. júní 1986 voru aðeins gerðar krans- æðaskurðaðgerðir en mjög fljót- lega var einnig farið að gera hjartalokuaðgerðir. Síðar komu inn flóknari aðgerðir og þá bæði á ungbörnum, börnum og full- orðnum. Meðal þeirra aðgerða sem teknar voru upp hér á landi eru ígræðslur á grindarlausum líf- rænum ósæðarlokum, krans- æðaskurðaðgerðir á sláandi hjarta án hjarta- og lungnavélar, viðgerðir í völdum tilvikum á ósæðarlokum, viðgerðir frekar en skipti á mít- urloku hjartans, lokusparandi að- gerðir við ósæðargúl, viðgerðir á þriggjablöðkuloku hjartans, hjálp- arhjartaígræðslur til skamms tíma og til lengri tíma við hjartabilun, brennslur með útvarpsbylgjum og örbylgjum auk frystingar við gátta- tifi og lagfæring á holubrjósti með brjóstholsspeglun. Aðeins þarf að senda örfáa sjúk- linga úr landi til meðferðar og er þá aðeins um að ræða þá sem haldnir eru mjög sjaldgæfum sjúkdómum sem eingöngu eru meðhöndlaðir á fáum stöðum í heiminum. Fleiri og flóknari teknar upp FJÖLDI FÓLKS KOM AÐ FYRSTU AÐGERÐINNI Valgeir G. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.