Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tólf til fjórtán manns á vegum rík- isskattstjóra, Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins munu í sumar fara á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og freista þess að sporna gegn svartri atvinnu- starfsemi og duldum launa- greiðslum. Starf hópsins er liður í átakinu Leggur þú þitt af mörkum? sem stendur fram til haustsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri að sterkar vísbendingar væru um að svört atvinnustarfsemi væri meiri en áður. Hann benti á að pen- ingamagn í umferð hefði aukist og vísbendingar væru um að einhver hópur manna væri samtímis á duld- um launagreiðslum um leið og þeir þægju atvinnuleysisbætur. Aðdragandinn að átakinu voru umræður í samningaviðræðum ASÍ og SA. Niðurstaðan var sú að fá rík- isskattstjóra til að taka þátt í átaki gegn svartri atvinnustarfsemi. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að ekkert kerfi væri fullkomið og oft væri rætt um að kerfi þyldu að svindl næði 1-3%. „En um leið og það kemst yfir tiltekið mark, hvort sem það er skattsvik eða eitthvað annað, þá sýk- ir það viðkomandi atvinnugrein,“ sagði hann. SA fengi aðallega kvart- anir um svik í byggingariðnaði, eink- um hvað varðar viðskipti við útlend- inga, og í veitinga- og gistihúsageiranum. Svindlið í þess- um geirum væri komið upp fyrir þau 1-3% mörk sem hann nefndi. „Við viljum passa upp á að þetta breiðist ekki út þannig að atvinnugreinar sýkist og það verður ókleift fyrir fyr- irtæki, sem fara eftir leikreglum, að keppa,“ sagði hann. Vilhjálmur benti á að fjármagn til greiðslu atvinnuleysisbóta kæmi frá fyrirtækjunum í landinu í gegnum tryggingagjald. Það væri því einkar ósanngjarnt fyrir heiðarlega rekstr- armenn að þurfa að greiða gjaldið ef aðrir noti atvinnuleysisbæturnar til að svindla og skapa sér forskot á markaði. Vill losna við gerviverktöku Það er engin nýlunda að verka- lýðshreyfingin hafi áhyggjur af und- andrætti skatta. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, minnti á að um leið og launagreiðslur fari undir yfirborðið, hverfi um leið æðimikið af þeim rétt- indum sem verkalýðshreyfingin hef- ur barist fyrir á undanförnum árum. Hluti af vandanum fælist í baráttu gegn gerviverktöku, koma í veg fyrir að fólk væri þvingað úr launamannasamn- ingum yfir í verk- töku eða lokkað með gylliboðum. Atvinnugreinar sýkjast af svikum  Átak gert til að sporna við svartri atvinnustarfsemi  Skekkir samkeppni  Aukið peningamagn í umferð bendir til meiri umsvifa í svarta hagkerfinu Morgunblaðið/ÞÖK Átak Þolir bókhaldið dagsljósið? Árleg talning Náttúru- fræðistofnunar á rjúpu sýnir 26% fækkun um allt land frá 2010 til 2011. Kyrrstaða eða aukning var þó á friðuðu svæði á Suðvest- urlandi. Búast má við að rjúpum fækki áfram og næsta hámark verði ekki fyrr en 2020 til 2022. Rjúpnastofninn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum var í hámarki vorið 2010. Á Norðaust- urlandi er fækkunin sérstaklega hröð en þar hefur stofninn helm- ingast á milli ára. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varp- árangri rjúpna, afföllum 2010 til 2011 og veiði 2010. Rjúpur voru taldar á 43 svæðum í öllum landshlutum og gekk talning vel þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Um 65 manns tóku þátt með sam- starfi nokkurra aðila. mep@mbl.is Rjúpum fækkar um fjórðung  Mat á veiðiþoli liggur fyrir í ágúst Náttúra Rjúpum fækkar hérlendis. Þeir fengu gott skjól og böðuðu sig í sólinni krakkarnir sem efndu til tombólu fyrir utan Kjörgarð á Laugavegi í gær. Þá reyndist gott að kæla sig niður með frostpinnum en suðvestanlands gæti viðrað ágætlega til útiveru næstu daga þótt vætusamara verði í öðrum landshlutum. Morgunblaðið/Eggert Gott að kæla sig niður með frostpinnum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er alveg ljóst að mjög margir öryrkjar mega ekki við neinu. Ákveðinn hópur öryrkja á ekki fyrir mat út mánuðinn. Það er ákveðinn hópur sem á mjög erfitt, sérstaklega einstæðar mæður. Það er sá hópur sem á erfiðast með að láta enda ná saman. Þetta er hópur sem á ekki fyrir tannlæknakostnaði og fleiru,“ segir Rannveig Traustadóttir, pró- fessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, spurð út í svigrúm efnalítilla öryrkja til að mæta verðhækkunum. „Stjórnvöld hafa reynt að bregð- ast við þessu með því að bjóða tann- læknaþjónustu fyrir efnalitlar fjöl- skyldur í sumar. Hins vegar er þetta hópur sem er við mörk fátæktar og sumir fara niður fyrir þau mörk. Þessi hópur er því viðkvæmur fyrir öllum hækkunum. Flestir í þessum hópi eiga ekki möguleika á að leggja fyrir og það er algjört lykilatriði, eins og allir vita, að eiga einhvern varasjóð til þess að mæta óvæntum áföllum. Það þarf lítið út af að bregða til að fólk sé í miklum erfiðleikum.“ Kjörin rýrna jafnóðum Guðrún Hannesdóttir félagsfræð- ingur segir kannanir á hag öryrkja sýna að verðbólga rýri kjörin. „Það kom fram á síðari hluta árs 2008 að 29% aðspurðra voru mjög óánægð með fjárhagsafkomu sína og að 44% aðspurðra hefðu átt í erfið- leikum með að mæta útgjöldum vegna nauðsynja. Lágmarkstekju- trygging var hækkuð úr 150.000 kr. í 180.000 kr. í upphafi árs 2009. Ástæða er til að ætla að verðbólga hafi étið upp þessa hækkun.“ Verðhækkanir myndu vega að hag þeirra sem búa við mörk fátæktar  Þeir sem eiga ekki varasjóð eru berskjaldaðir  Hækkanir bóta halda ekki í við verðbólgu Guðrún Hannesdóttir Rannveig Traustadóttir Starf hópsins felst í að fara milli fyrirtækja, ræða við stjórnendur og starfsmenn og kynna þeim lög og reglur. Komi eitthvað misjafnt í ljós verður því veitt í viðeigandi farveg. Á blaðamannafundinum í gær sagði ríkisskattstjóri, að starfs- menn hans heyrðu strax hvort eitthvað þyrfti að fela. „Það koma strax fram skýrar vís- bendingar í því hvernig for- ráðamenn fyrirtækja tala. Það leynir sér ekkert. En ég ætla nú ekki að gefa það upp á þessum fundi hverjar þær eru,“ bætti hann við í létt- um dúr. Ræða og fræða FARA MILLI FYRIRTÆKJA Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður stjórnar Fjölskylduhjálpar Íslands, segir nýjar tölur um eftirspurn eftir mataraðstoð hjá hjálpinni leiða í ljós að ástandið sé „hrikalegt“. Tölurnar sýni að 3.757 kennitölur hafi leitað eftir aðstoð á síðustu tíu mánuðum en Ásgerður segir aðeins eina skráða á hverja fjölskyldu. Miðað við hefðbundnar áætlanir fyrir fjölda ein- staklinga að baki hverri umsókn megi margfalda töluna með 2,4. Sam- kvæmt því snerti umsóknirnar ríflega 9.000 einstaklinga. Þá hefur hjálp- in tekið saman fjölda matargjafa og munu þær vera 26.120 á tímabilinu, eða ríflega 2.600 á mánuði. Hyggst Fjölskylduhjálpin á næstu dögum gera nánari grein fyrir samsetningu hópsins sem óskar aðstoðar. Matarbeiðnum fer fjölgandi ÞRÖNGT Í BÚI HJÁ MÖRGUM Í SUMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.