Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Hvítasunnan birtist seint á dagatal- inu í ár og stóðu vonir til að önnur helgi júnímánaðar yrði mikil ferða- helgi. Talningar Vegagerðarinnar höfðu sýnt að samanlögð umferð fyrstu helgina í júní minnkaði um 14% miðað við árið 2010. Um helgina virðist hins vegar hafa verið meiri umferð en um sömu helgi í fyrra en á sama tíma var hún minni en hvíta- sunnuhelgi síðasta árs sem þá var 23.-24. maí. Þó er talningin með fyr- irvara vegna bilunar í einum teljara. „Almennt hefur dregið úr umferð og því reiknum við með að það muni líka eiga við um helgarnar í sumar. Það er hins vegar ekkert öruggt,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, um sumar- ið sem framundan er. Hann segir að umferð hafi farið minnkandi frá hruni: „Það kom toppur árið 2009 en þá mátum við það svo að minna var um ferðir Íslendinga erlendis það sumar.“ Ferðir Íslendinga valda kvíða „Umferð er minni um allt land vegna þess hve hátt eldsneytisverðið er. Af því hafa menn miklar áhyggj- ur fyrir sumarið. Ferðaþjónustufyr- irtæki kvíða því að ferðalög Íslend- inga verði minni í ár,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Búist er við að Íslendingar fari styttri ferð- ir um landið en fyrri ár og það sé áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustufyr- irtæki í lengri fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu. „Auðvitað spilar veðrið líka inn í enda ferðast Íslend- ingar mikið eftir því,“ segir Erna og bendir á að heldur kalt sé víða um land. Tryggvi Guðmundsson, forstöðu- maður landsbyggðarhótela hjá Flug- leiðahótelum, sér um Edduhótelin sem opin eru yfir sumartímann. Hann hefur einnig áhyggjur af elds- neytisverði í tengslum við ferðalög Íslendinga. „Við reiknuðum með því að fólk myndi fara af stað vegna frí- daganna en það hefur ekki skilað sér.“ Að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda, eru það helst erlendir ferða- menn sem nýta þjónustu bænda á þessum tíma árs. Þó er ljóst að færri Íslendingar eru á ferðinni en áður. „Mér er sagt að rólegra sé hjá þeim sem skipuleggja ættarmót fyrir Ís- lendinga en síðustu ár. Við höfum áhyggjur af því að fólk muni spara við sig bensíndropann,“ segir Sævar en bætir við að ef veður verður betra gæti það haft áhrif. Hann telur að eldsneytisverð muni ekki hafa jafn takmarkandi áhrif á ferðir erlendra ferðamanna um landið og ferðir Ís- lendinga. Sjá minna af eigin landi  Útlit er fyrir samdrátt í ferðaþjónustu innanlands við Íslendinga í sumar  Hátt eldsneytisverð veldur áhyggjum en batnandi veðurfar getur haft áhrif Umferð um landið » Samkvæmt Vegagerðinni er fyrsta helgi júnímánaðar í ár sú umferðarminnsta frá því að birting talninganna hófst, árið 2008. » Meiri umferð var um nýliðna helgi en sömu helgi árið 2010. Það skýrist líklega af því að um hvítasunnuhelgi var að ræða. Umferðin var þó minni en um- ferð hvítasunnuhelgar síðasta árs. » Búist er við meiri umferð næstu helgi, borið saman við sömu helgi árið 2010, þar sem 17. júní ber upp á föstudag í ár. Morgunblaðið/Skapti Tjaldstæði Heldur tómlegt var um að litast á tjaldstæðinu á Hömrum á Akureyri í gær og fáir ferðalangar voru þar á ferli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga innanlands í sumar og telja að fólk muni fara styttri ferðir frá höfuðborgarsvæðinu, aðallega vegna eldsneytisverðs. Umferð misjöfn milli ára Heimild: Vegagerðin – tveir talningarstaðir af sex Ingólfsfjall við Selfoss Hvalfjarðargöng Fyrsta helgin í júní Vikudagur 2010 2011 % Föstudagur 10.178 9.723 -4,5% Laugardagur 9.185 8.247 -10,2% Sunnudagur 10.223 9.525 -6,8% Samtals 29.586 27.495 -7,1% Önnur helgin í júní Vikudagur 2010 2011 % Föstudagur 10.879 11.010 +1,2% Laugardagur 9.296 10.803 +16,2% Sunnudagur 10.678 11.446 +7,2% Samtals 30.853 33.259 +7,8% Fyrsta helgin í júní Vikudagur 2010 2011 % Föstudagur 8.811 7.002 -20,5% Laugardagur 6.850 5.480 -20,0% Sunnudagur 8.178 7.289 -10,9% Samtals 23.839 19.771 -17,1% Önnur helgin í júní Vikudagur 2010 2011 % Föstudagur 8.534 9.371 +9,8% Laugardagur 6.151 6.744 +9,6% Sunnudagur 7.728 7.088 -8,3% Samtals 22.413 23.203 +3,5% „Það gekk vel um helgina en um- ferðin af fólki byrjar töluvert seinna en venjulega,“ segir Alex- andra Berg Rúnarsdóttir, starfs- maður ferðaþjónustunnar Snjófells á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Ferða- þjónustan býður meðal annars upp á gistingu, tjaldstæði og jöklaferðir auk þess sem hún rekur veitinga- staðinn Arnarbæ. Alexandra segir að yfirleitt sé meira af útlendingum en Íslendingum á svæðinu. „Mér finnst samt eins og það sé enn minna af Íslendingum núna. Við töl- um ensku í vinnunni allan daginn og erum hissa ef það koma Íslend- ingar,“ segir Alexandra en bætir við að Íslendingar séu yfirleitt fleiri í júlí en júní þar sem margir virðast vera í sumarfríi þá. Um helgina hafi fólk víðs vegar af Snæfellsnesi komið við en ekki var mikið um fólk af höfuðborgarsvæðinu. Tala ensku allan daginn í vinnunni Arnarstapi Ferðamenn njóta sólar og góðs veðurs á Arnarstapa á Snæfellsnesi. „Hjá mér var ekki mikil umferð um helgina,“ segir Þuríður Helgadótt- ir, eigandi Voga, ferðaþjónustu, sem er í Vogahrauni við Mývatn. Vogar ferðaþjónusta býður upp á gistingu og tjaldstæði fyrir ferða- menn auk þess að vera með pítsu- stað. „Mér fannst lítil umferð miðað við svona langa helgi. Ég held að umferðin liggi meira í námunda við höfuðborgarsvæðið og að fólk sé að fara styttra. Ég hef engar áhyggjur fyrir sumarið ef veðrið verður okk- ur hliðhollt,“ segir Þuríður um ferðir Íslendinga, sem gjarnan elta veður á ferðalagi. Lítil umferð miðað við langa helgi Mývatn Margir ferðamenn skoða Mývatn og aðrar náttúruperlur Norðurlands. Ljósmynd/ Jón Viðar Sigurðsson Fossar Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs mun hafa samband við Landmælingar við fyrsta tækifæri og biðja um mælingu á fossinum. beltinu, en Jón hafði orðið var við þá áður og grunaði hann sterk- lega að þarna væri um að ræða hæstu fossa landsins.Við mæl- inguna kom í ljós að einn fossinn er um 228 m á hæð, en Glymur sem áður hafði verið talinn hæst- ur fossa hér á landi er einungis 198 metrar. Ef rétt reynist mun Vatnajök- ulsþjóðgarður ekki einungis skarta stærsta jökli landsins og hæsta tindi landsins heldur einnig hæsta fossi landsins. Verklag Landmælinga Í samtali við Eydísi Líndal, for- stöðumann sviðsmiðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum, kom fram að þegar um nýjar stað- reyndir sem þessar væri að ræða væri málið kannað. „Í framhaldi af frétt Morgunblaðsins munum við heyra í forsvarsmönnum Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is fréttaskýring Við óformlegar mælingar á foss- um síðastliðinn sunnudag kom ljós að Glymur, sem löngum hefur ver- ið talinn hæsti foss landsins, sé sennilega að missa stöðu sína sem slíkur. Er talið að fossinn sem mældur var við Morsárjökul sé ívið hærri en talið er að munurinn sé um 30 metrar. Eins og Morgunblaðið greindi frá á forsíðu í gær, fóru Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur, Guð- mundur Ögmundsson, aðstoðar- maður þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli, og Unnur Jónsdóttir, landvörður á Lónsöræfum, til reglubundinna mælinga á skriðu- hlaupi í Morsárjökli síðasta sunnu- dag. Í kjölfarið ákvað Jón Viðar að gera einfalda hornamælingu á hæð fossanna sem sáust í kletta- Vatnajökulsþjóðgarðs og munum líklega mæla fossinn í samstarfi við þá,“ segir hún. Að hennar sögn mun mælingin fara fram með nákvæmum hornamælingum sem munu þá leiða það í ljós hvort hér sé um að ræða hæsta foss landsins. „Ef svo er þá þarf að skoða hvort fossinn verði skil- greindur sem slíkur og sögulegum staðreyndum þá breytt í kennslu- bókum,“segir Eydís. Yrði hér um samvinnuverkefni Landmælinga og Vatnajökulsþjóðgarðs að ræða. Sýnilegur frá 2007 Að sögn Jóns Viðars jarðfræð- ings, sem átti kveikjuna að því að fossinn yrði mældur, hefur fossinn verið sýnilegur frá árinu 2007. „Jöklar fara hopandi við hlýnun jarðar. Ef litið er nokkra áratugi aftur í tímann sést það bersýni- lega. Þetta skapast við þynningu jöklanna, fossinn kemur af fjalls- brún jökulsins,“ segir Jón, með von um að mælingin verði fram- kvæmd sem fyrst. Að sögn Þórðar H. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Vatnajökuls- þjóðgarðs, mun hann hafa sam- band við Landmælingar við fyrsta tækifæri og biðja um mælingu á fossinum. Flyst hæsti foss landsins búferlum?  Grunur leikur á að hæsti foss landsins missi sennilega stöðu sína sem slíkur  Jöklar fara hopandi við hlýnun og við það myndast nýir fossar  Vatnajökulsþjóðgarður bætir líklega við sig gersemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.