Morgunblaðið - 15.06.2011, Page 8

Morgunblaðið - 15.06.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Björn Bjarnason fjallar umblekkingar ESB-aðildarsinna um EES-samninginn á Evr- ópuvaktinni. Innkoma Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórn- málafræði og vara- þingmanns Sam- fylkingarinnar, á Alþingi er tilefni skrifanna. Björn bendir á að Baldur hafi nýtt tíma sinn á þingi til að ófrægja EES- samninginn.    Um þetta segir Björn: „Baldurtalaði eins og Íslendingar hefðu engin tök á að ráða neinu um efni þeirra laga sem af EES- samningnum spretta. Býsnaðist hann yfir því hve samningurinn væri ólýðræðislegur. Þessi málflutningur er með ólík- indum. Flestir hugsandi menn svo að ekki sé talað um fræðimenn vita betur en fram kemur í mál- flutningi Baldurs Þórhallssonar.“    Björn bendir á að Íslendingarvannýti þau tækifæri sem EES-samningurinn gefur til að gæta hagsmuna Íslands. Utanrík- isráðherrar Samfylkingarinnar hafi frá 2007 kosið að ráðast á EES-samninginn til að sannfæra fólk um aðild að ESB.    Þessi ESB-stefna Samfylking-arinnar frá 2007 gengur gegn hagsmunum Íslands þegar hugað er að EES-aðildinni. Hún mótast af því að gera ekkert gagnvart ESB sem að mati Samfylking- arinnar er til þess fallið að styggja forráðamenn sambandsins í Bruss- el. Einmitt þess vegna er látið undir höfuð leggjast að gæta hagsmuna Íslands samkvæmt EES-samningnum,“ segir Björn.    Þetta er alvarleg gagnrýni en áþví miður rétt á sér. Baldur Þórhallsson Gegn hagsmunum Íslands í þágu ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning Vestmannaeyjar 9 léttskýjað Nuuk 10 léttskýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 22 heiðskírt París 22 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 17 skýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 25 skýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 19 skýjað Chicago 20 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:57 24:00 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:13 23:44 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Búist er við allt að 8-10.000 gestum á Landsmót hestamanna sem fram fer dagana 26. júní til 3. júlí nk. á Vind- heimamelum í Skagafirði. Að sögn Haraldar Arnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna, verður að- sókn erlendra ferðamanna á mótið í ár heldur minni en undanfarin ár. „Það á sér líklega eðlilega skýr- ingar,“ segir Haraldur. Hann kveður marga ferðalanga hafa ákveðið að koma til landsins í fyrra þrátt fyrir að mótinu hafi verið aflýst vegna skæðrar hestaflensu sem lagðist á íslenska hestinn. „Hinsvegar er það þannig að útflutningur íslenska hestsins er að glæðast frá því að þessi skelfilega flensa reið yfir og ekkert annað en jákvætt um það að segja,“ segir Haraldur Arnar. Hann segir að frestun lands- mótsins í fyrra hafi leitt til þess að Heimsmeistaramót íslenska hests- ins lendir á svipuðum tíma og Landsmótið í ár og það hafi líklega einhver áhrif á komu erlendra ferðamanna. Heimsmeistaramótið er haldið í byrjun ágúst í Austurríki einungis mánuði eftir landsmótið á Vindheimamelum. Haldið í 19. sinn Landsmót hestamanna er hald- ið á tveggja ára fresti. Það er nú haldið í 19. sinn og er viðburðurinn orðinn allþekktur meðal Íslendinga og erlendra áhugamanna um ís- lenska hestinn. Eins og áður segir er mótið nú haldið á keppnissvæðinu á Vind- heimamelum í Skagafirði en það var fyrst haldið þar árið 1974. Þetta er því í fimmta sinn sem mótið er hald- ið þar. Dagskráin er ekki af verri end- anum þetta árið en þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við verðum með fjöldann allan af skemmtikröftum en þar má nefna sveiflukónginn Geirmund Valtýsson, Álftagerðisbræður og síðast en ekki síst karlakórinn Heimi fyrir þá full- orðnu,“ segir Haraldur og bætir því við að Magni Ásgeirsson muni fá það hlutverk að stýra brekkusöng. „Börnin ættu líka að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því í ár höfum við sett upp sérstakan barnagarð þar sem Magni Ásgeirsson og Sig- ríður Beinteinsdóttir munu stýra söngvakeppni fyrir yngri kynslóð- ina,“ segir hann, en fyrst og fremst mun mótið snúast um hesta og hestamenn. Áhrifa hestaflensu gætir enn á landsmóti  Aðsókn erlendra ferðamanna heldur minni í ár  Á sér eðlilega skýringu Morgunblaðið/Ernir Mót Landsmót hestamanna er nú haldið með reglubundnum hætti eða á tveggja ára fresti, en það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt. Mikið var um stöðubrot í Reykjavík um helgina og hafði lögreglan af- skipti af tæplega 230 ökutækjum vegna þessa, að- allega í Laugar- dalnum en líka annars staðar í borginni. Þetta kemur fram í til- kynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Sektin fyrir að leggja ólöglega er fimm þúsund krónur en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. Þess má geta að á sama tíma og bílum var ítrekað lagt ólöglega í Laugardalnum um helgina var mikið af ónotuðum bílastæðum á svæðinu, m.a. við Laugardalsvöllinn, segir í tilkynningu lögreglunnar. Mikið um stöðubrot Sektir Lögreglan fylgist vel með stöðubrotum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.