Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum kjólum og skokkum Góðarbuxur í ferðalagið Háar í mittið - stretch Sendum í póstkröfu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Flott fyrir 17. júní 20% afslát tur Skoðiðfleiri vörur áwww.laxdal.is Fagottleikarinn Hans Ploder lést á Landspít- alanum í Fossvogi 12. júní síðastliðinn. Hans fæddist í Bruck/Mur í Aust- urríki 21. ágúst 1927 og var því tæplega 84 ára. Hann flutti til Íslands 1. febrúar 1951 til þess að spila með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, sem var stofnuð árið áður, og lék með sveit- inni þar til hann fór á eftirlaun 1991. Hann stjórnaði líka Lúðra- sveit Hafnarfjarðar í áratugi og á 60 ára afmælistónleikum sveitarinnar í fyrra stjórnaði hann henni í síðasta sinn. Hans var einn fyrsti tónlistar- kennari skólanna á Seltjarnarnesi og brautryðjandi í skólalúðrasveita- mótum. Hann útsetti mikið fyrir lúðrasveitir og skrifaði mjög fallegar nótur sem margar eru varðveittar í Hafnar- firði. Áður en Hans flutti til Íslands lauk hann námi við tónlistar- háskólann í Graz og starfaði við óperuna í borginni í nokkur ár. Hann var einn af stofn- endum Íslensk-austur- ríska félagsins á Ís- landi og meðal annars formaður þess um tíma. 1983 veittu aust- urrísk yfirvöld honum gullheiðursmerki fyrir félagsstörf í þágu austurrísku þjóð- arinnar. Á Íslandi kynntist Hans Jóhönnu Kristínu Jónmundsdóttur, eftirlif- andi eiginkonu sinni, en þau gengu í hjónaband 4. maí 1957. Þau eiga fimm börn, 14 barnabörn og tvö barnabarnabörn. Andlát Hans Ploder Olíufélagið N1 fylgdi á eftir öðr- um félögum í gærkvöldi og hækkaði verðskrá sína fyrir eldsneyti. Lítill munur var þá á verði elds- neytis milli olíu- félaga, sam- kvæmt vefsvæð- inu GSMbensin. Fyrr um daginn hafði N1 lækkað eldsneytið en síð- an fylgt öðrum eftir. Lítri af 95 okt bensíni var ódýr- astur hjá Orkunni á höfuðborgar- svæðinu, 235.60 kr. Lítrinn var 20 aurum dýrari hjá Atlantsolíu og al- gengt verð hjá N1 var 235.90 kr. Hjá Shell kostaði lítrinn 236.30 kr. og hjá ÓB 236.50 kr. Dýrastur var bensínlítrinn í gærkvöldi hjá Olís, eða 236.80 kr. Í díselolíu var lítrinn ódýrastur hjá Orkunni, 236.90 kr., og 20 aur- um dýrari hjá Atlantsolíu. Enn hækkar elds- neytisverðið hér Eldsneytisverðið hækkar enn. María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Það er algjörlega rangt að ég sé að innleiða mína lífsskoðun. Skólar eiga að vera hlutlausir í veraldlegu sam- félagi. Það á ekki að miðla sértækum gildum einhvers lífskoðunarfélags, hvort sem það er ríkiskirkja eða Sið- mennt,“ segir Bjarni Jónsson, fulltrúi meirihluta í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, um ummæli Gísla Jónassonar prófasts í blaðinu sl. laugardag. „Prestar eru að misskilja hugtakið mannréttindi, trúfrelsi og Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Bjarni og telur presta vilja verja rétt- inn til að stunda sína trú, en hluti af trúfrelsinu sé að vera án trúar. Starf opinberra skóla og starf lífsskoðunar- félaga fari ekki saman. „Starfslýsing presta er trúboð, og það gengur ekki í veraldlegu sam- félagi að vera með opinbera skóla sem stunda trúboð.“ Bjarni telur óásættanlegt að eyða dýrmætum skóladögum í truflanir vegna fermingarfræðslu og að lang- flestir skólar hafi ekki getað brugðist við slíkum truflunum. Kirkjan þurfi að breyta sínum starfsháttum þar sem þessi frí séu skipulögð af kirkj- unni. „Mannréttindi ganga út á það að verja rétt minnihlutahópa og þá eiga ekki að fara fram skoðanakannanir um þau mál. Það þarf að huga að rétt- indum annarra heldur en meirihluta, út á það ganga mannréttindamál.“ Bjarni tekur sem dæmi innleiðingu á stjórnmálakennslu sem sé einnig gildishlaðin eins og trúmál og sam- bærilegt væri því að kenna aðeins þá stjórnmálastefnu sem nýtur mests gildis. Bjarni telur að mikil sátt sé hjá borgarfulltrúum um hlutlausan skóla og hefur enga ástæðu til að halda ann- að en að samskiptareglurnar verði samþykktar í borgarráði. Trúaruppeldi á ábyrgð foreldra Bjarni segir að trúaruppeldi barna sé á ábyrgð foreldra og ef fulltrúar þjóðkirkjunnar sjá ekki muninn á trúarbragðakennslu og trúboði þá muni þeir halda áfram að berjast á móti. Kennsla um kristni muni alltaf vera viðameiri en annarra trúar- bragða vegna sögu okkar. „Miðað við málflutning Gísla Jón- assonar þá vilja prestar stunda sitt trúboð óáreitt og það er algjörlega óá- sættanlegt,“ segir Bjarni sem telur trú vera einkamál hvers og eins og ekki hlutverk opinberra skóla að sjá um slíkt. Misskilningur hjá prestum  Ekki eigi að miðla sértækum gildum í opinberum skólum, kristni eða öðru  Það er hluti af trúfrelsinu að vera án trúar, segir Bjarni Jónsson Morgunblaðið/Eggert Trúarbrögð Mannréttindaráð telur að trúboð eigi ekki heima í skólum. „Bjó í Svíþjóð með þrjú börn og þar var ekkert trúboð í skólum enda er trú einkamál“ Bjarni Jónsson Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfús- son og Ögmundur Jónasson hafa op- inberað vanþekkingu sína á lands- dómsmálinu. Þeir hafi ákveðið að beita ákæruvaldinu gegn tilteknum einstaklingum án þess að hafa kynnt sér niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis í pólitískum tilgangi. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í færslu á Facebook-síðu sinni. „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið“? Skyldi það vera hugsanlegt að ein- hverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið – pólitískt?“ segir Ingibjörg Sólrún í færslu sinni í gærkvöldi. Segir hún rangt að rannsóknar- nefndin hafi lagt fram tillögur um að rannsaka framgöngu oddvita ríkis- stjórnarinnar í aðdraganda hrunsins eins og Steingrímur og Ögmundur hafi látið hafa eftir sér í viðtölum. „Fólk getur haft á því mismun- andi skoðanir hver sé ástæðan fyrir hruni íslenska fjármálakerfisins og hvaða einstaklingar eigi þar helst hlut að máli. En þegar þingmenn og ráðherrar fara með ákæruvald yfir einstaklingum duga ekki persónu- legar skoðanir þeirra. Það verður að gera til þeirra þá kröfu að þeir kunni a.m.k. skil á niðurstöðum þeirrar rannsóknar sem á að liggja ákærum til grundvallar. Á því er greinilega mikill misbrestur,“ segir Ingibjörg Sólrún. kjartan@mbl.is „Opinbera vanþekkingu“ Ráðherrar Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde leiddu saman ríkisstjórn.  Ingibjörg Sól- rún ritar um lands- dómsmálið Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.