Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mig langaði svo til aðgera eitthvað til minn-ingar um hann bróðurminn, Sigurð Reyni Magnússon, sem féll frá fyrir aldur fram fyrir tveimur árum, en hann var með ættgengan ólæknandi nýrnasjúkdóm. Mig langaði líka til að leggja eitthvað af mörkum fyrir fólk sem þarf að kljást við nýrna- bilun og þess vegna rennur allur ágóði af bókinni til styrktar nýrna- sjúklingum,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir sem nýlega gaf út ljósmyndabók um Loðmundarfjörð. Anna býr á Eiðum en hún og systkini hennar fæddust og ólust upp í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. „Myndirnar tók ég flestar sjálf Æskuminningar og uppgjör við sálina Hún fæddist og ólst upp í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og gaf nýlega út bók á fjórum tungumálum sem hefur að geyma fjölda glæsilegra ljósmynda sem hún tók í Loðmundarfirði ásamt ljóðum, þjóðsögum og textum sem tengjast firð- inum. Allur ágóði rennur til styrktar fólki með nýrnabilun. Eyðibýli Bærinn Klyppsstaður er löngu farin í eyði en þar stendur enn falleg kirkja og ferðaskáli. Friður Anna við tjörn rétt neðan við Stakkahlíð þar sem hún ólst upp. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Það hafa eflaust margir heyrt auglýs- ingaslagorðið „Hættu að hanga, ganga.is“ í útvarpinu undanfarið. Ef farið er inn á vefsíðuna Ganga.is má lesa allt um þetta hreyfingarátak Ungmennafélags Íslands. Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem hófst 5. júní og stendur til 15. sept- ember 2011. Verkefni fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góð- ar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjöl- skyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn og geta unn- ið sér inn bronsmerki, silfurmerki eða gullmerki. Öllum er heimil þátt- taka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. Hreyfið ykkur með UMFÍ. Vefsíðan www.ganga.is Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing Það er fátt meira hressandi en góð gönguferð. Hættu að hanga, farðu að ganga Prjónafólki er margt til lista lagt og lagið við að skapa skemmti- lega viðburði. Á morgun, fimmtu- daginn 16. júní, ætla prjónakonur og -karlar að hittast á Austurvelli í Reykjavík og prjóna saman. Prjónastundin stendur frá klukkan 15 til 19 og þótt veð- urspáin sé góð er mælt með að taka með sér teppi og kaffi eða kakó á brúsa. Þá er bara að draga fram prjónanna, koma sér vel fyrir á Austurvelli og prjóna í takt við aðra sem þar verða. Svo má allt- af sýna sína handavinnu, deila visku sinni og hugmyndaauðgi og skoða hjá öðrum. Endilega … Morgunblaðið/Frikki Prjónadagur Prjónað verður saman á Austurvelli á morgun, fimmtudag. … prjónið saman á Austurvelli Uppáhaldsbindið mitt errautt bindi með óreglu-legu mynstri. Það erfrá því um 1990 og ég notaði það talsvert mikið. Ég átti þá grá föt og þetta bindi fór ein- staklega vel við þau,“ segir Hákon Sigurgrímsson fyrrverandi skrif- stofustjóri. Á sveitahátíðinni Fjör í Flóa sem var haldin í Flóahreppi fyrir skömmu sýndi Hákon bindi í sinni eigu. „Ég sýndi bindi sem ég hef notað síðastliðin fimmtíu ár, sex- tíu bindi frá tímabilinu 1957 til 2011. Ég vann alltaf skrif- stofustörf og þá tilheyrði það að vera í jakkafötum og með bindi,“ segir Hákon. Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart þegar hann fór yfir bindasafnið sitt segir Há- kon það hafa verið litina. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað litirnir hafa glaðnað eftir því sem liðið hefur á árin. Þetta var frekar drungalegt í gamla daga. Nú eru litirnir orðnir bjartari og kom það með silkibindunum. Eftir 1990 hafa þau haldið nokkur veg- inn sama laginu en litirnir og mynstrin hafa breyst mikið.“ Hákon raðaði bindunum upp í tímaröð á sýningunni sem fékk mikla athygli. „Margir urðu hissa en fannst þetta áhugavert og skoðuðu bindin af athygli. Svo þegar menn áttuðu sig á því að þetta var hluti af klæðnaði mínum í 50 ár fannst þeim þetta safn ekkert óvenjulegt. En það er von að þetta stingi svolítið í augu þeirra sem fara bara í jakkaföt örfáum sinnum á ári,“ segir Há- kon. Hann kveðst vera mikill bindismaður. „Hálsbindið er í raun það eina sem karlmaðurinn getur skreytt sig með ef svo má segja. Það er eina tilbreytingin sem við getum gert í klæðnaði okkar. Ég hef allt- af reynt að eiga falleg bindi sem eru í stíl við fötin sem ég er í.“ ingveldur@mbl.is Uppáhaldsbindi Hákons Sigurgrímssonar Alltaf reynt að eiga falleg háls- bindi í stíl við fötin Sýningin Hákon Sigurgrímsson sýndi bindin sín í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi á sveitahátíðinni Fjöri í Flóa. Safnið vakti mikla athygli enda um að ræða sextíu hálsbindi frá löngu tímabili, eða rúmlega 50 árum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.