Morgunblaðið - 15.06.2011, Page 12

Morgunblaðið - 15.06.2011, Page 12
Á fimmtudag sl. var formlega opn- að nýtt tjaldsvæði á Hellissandi á svæði sem heitir Hrossabrekkur. Það voru Jón Þór Lúðvíksson og Kristján Þórðarson bæjarfulltrúar sem klipptu á borðann á nýja tjald- svæðinu. Á tjaldsvæðinu er þjónustuhús með góðri aðstöðu fyrir tjaldgesti. Aðstaðan á tjaldsvæðinu er eins og best verður á kosið, góð salernis- aðstaða, sturtuaðstaða, rafmagn fyrir þá sem vilja og einnig er hægt að losa seyru úr húsbílum og fleira. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir í samtali við Morgunblaðið að tjaldsvæðið sé góð viðbót við ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamannastraumurinn fari ört vaxandi á Snæfellsnesi, bæði meðal erlendra og innlendra ferðamanna og hafi tjaldsvæðið í Ólafsvík oft verið yfirfullt síðast- liðið sumar. Morgublaðið/Alfons Klippt á borða Jón Þór Lúðvíksson og Kristján Þórðarson bæjarfulltrúar klippa á borð- ann og opna formlega nýja tjaldstæðið á Hellissandi á Snæfellsnesi. Nýtt tjaldsvæði opnað á Hellissandi 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 VELKOMIN Á BIFRÖST Umsóknarfrestur rennur út í dag Skilaðu umsókn núna á bifrost.is Háskólasamfélagið á Bifröst er einstakt samfélag sem sameinar vandað nám og frábært umhverfi fyrir börn og fullorðna. Við leggjum áherslu á að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið með markvissri kennslu og raunhæfum verkefnum. Markmið okkar er háskóli í tengslum við raunveruleikann. FRUMGREINANÁM GRUNNNÁM MEISTARANÁM Frumgreinanám í stað- og fjarnámi HHS – heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði Viðskiptafræði í stað- og fjarnámi Viðskiptafræði í fjarnámi með áherslu á markaðssamskipti Viðskiptalögfræði MA í menningarstjórnun MA í menningarfræði MS í alþjóðaviðskiptum Frelsismen ÞÚ GETUR selur menið. ÞÚ GETUR! – forvarna- og fræðslusjóður, stendur nú fyrir sölu á Frelsismeninu til eflingar geð- heilsu. Allur ágóði af sölunni renn- ur óskertur í námsstyrki til ungs fólks með geðraskanir. Markmið forvarna- og fræðslu- sjóðsins ÞÚ GETUR! er að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi góðrar geðheilsu og eflingu henn- ar. Þar að auki eru verkefni sjóðs- ins að styrkja þá til náms sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða og að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna. Styrkja geðsjúka Opnuð hefur verið sýningin „Franskir sjómenn við Íslands- strendur“ á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn á Vestfjörðum. Sýningin er um veru Frans- manna hér við land. Hún sam- anstendur af gömlum myndum og munum, mörgum yfir 100 ára, 17 plakötum um helstu samskipti sjómannanna við landsmenn, frönskum og íslenskum bókum um útgerð þeirra á Íslandsmið og nútímahorni þar sem nýju sam- skiptunum er lýst. Þá hefur einnig verið opnuð ný kaffitería á safninu „Gott í kroppinn“ sem rekin er af hjón- unum Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur. Minjasafnið er opið alla daga frá kl. 11.00 til kl. 19.00, en kaffi- terían er opin frá kl. 11.00 til kl. 20.00 alla daga. Forstöðumaður Minjasafns Eg- ils Ólafssonar er María Ósk- arsdóttir. Hnjótur Franskir sjómenn fá nú sinn sess í Minjasafninu að Hnjóti. Franskir sjómenn við Íslandsstrendur Ríkisstjórn Íslands ákvað síðastliðið haust, að tillögu umhverfisráðherra, að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur Ómar Ragnarsson verið óþreytandi við að opna augu al- mennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra vekur í bréfi sem hún sendi fjölmiðlum í gær athygli á því hlutverki sem íslensk náttúra gegnir í sjálfsmynd þjóðarinnar. „Æ fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að njóta þess sem íslensk náttúra hefur að bjóða og við erum stolt af því að sýna gestum hina einstöku náttúru landsins,“ skrifar Svandís. Með því að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag sé mikilvægi hennar undirstrikað um leið og Íslendingar séu minntir á hversu mikils virði hún er. sunna@mbl.is Dagur íslenskrar náttúru haldinn í haust Svandís Svavarsdóttir KARLMAÐUR á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakst- ur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í Kópavogi á laugardags- kvöld og færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar en viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Ekki lét maðurinn sér samt segjast og settist aftur undir stýri í annar- legu ástandi nokkrum klukkutím- um síðar. Þá hafði hann komist yfir annan bíl í Kópavogi. Lögreglunni tókst hins vegar að stöðva för hans og reyndi maðurinn þá að komast undan á hlaupum. Hann var því handtekinn öðru sinni og var þá einnig með fíkniefni í fórum sínum. Handtekinn tvisvar STUTT Fáskrúðsfjörður | Hoffell SU 80 kom til Fáskrúðsfjarðar fyrir síðustu helgi með um 250 tonna afla. Aflinn var sambland af makríl og síld. Þó er meira af makríl sem fer til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni. Í samtali við Gísla Jónatansson, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar, kom fram að aflinn fer allur til vinnslu. Makríllinn er frystur en síldin söltuð. Bolfiskkvóti fyrirtækisins þetta fiskveiðiárið hefur nú verið veiddur svo makríllinn er mikil búbót fyrir Loðnu- vinnsluna. Makríl og síld landað Morgunblaðið/Albert Kemp Gert klárt Vinnsla er hafin á makríl hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.