Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 13
Góð aðstaða og veitingar á hátíðarsvæðinu. Kjörorð sumarsins er NÚNA FER ÉG VESTUR! Dagskrá 10:00 Hátíðarsvæðið opnað, sölubásar og veitingatjöld. 11:00 Útskriftarathöfn Háskólaseturs Vestfjarða. 11:30 Hópsigling smábáta frá Bíldudal, lending kl. 12:30. 13:00 Hátíðarmessa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri. Séra Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi prédikar. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur Hrafnseyrarkirkju þjónar fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar syngur. Organisti: Margrét Gunnarsdóttir. Meðhjálpari: Davíð H. Kristjánsson. 14:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Stjórnandi: Dagný Arnalds. 14:30 Hátíðardagskrá á útisviði - Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig að Minningarsteini Jóns Sigurðssonar. - Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setur hátíðina. - Hátíðarræða: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. - Kveðja frá Vestur-Íslendingum: David Gislason. - Fjallkona Vestfjarða. - Elfar Logi Hannesson: Brot úr einleik um Jón Sigurðsson. - Ávarp: Sólveig Pétursdóttir, formaður afmælisnefndar. - Tónlistardagskrá: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björgvin Halldórsson, Karlakórinn Ernir, Karlakórinn Vestri, Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson. Stjórnandi: Guðni Franzson. Brimlending - Lag: Áskell Jónsson, ljóð: Davíð Stefánsson. Nú sefur jörðin - Lag: Þorvaldur Blöndal, ljóð: Davíð Stefánsson. Sjá dagar koma - Lag: Sigurður Þórðarson, ljóð: Davíð Stefánsson. Ég bið að heilsa! - Lag: Ingi T. Lárusson, ljóð: Jónas Hallgrímsson. Íslandslag - Lag: Björgvin Guðmundsson, ljóð: Grímur Thomsen. Rósin - Lag: Friðrik Jónsson, ljóð: Guðmundur G. Halldórsson. Lofsöngur, Ó guð vors lands, með þátttöku hátíðargesta. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, ljóð: Matthías Jochumsson. - Ávarp: Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar. - Sýningin “Líf í þágu þjóðar - Jón Sigurðsson 1811-1879” opnuð. Formlegri hátíðardagskrá lýkur. Kynnir er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. 17:00 Elfar Logi Hannesson frumflytur einleik sinn um Jón Sigurðsson í fullri lengd í Minningarkapellunni. Glímumenn frá Glímufélaginu Herði á Ísafirði sýna íslenska glímu. Verðlaunagripurinn Vestfjarðabeltið verður til sýnis. Í burstabænum verða sýndar teikningar af Jóni Sigurðssyni eftir nemendur 6. bekkjar grunnskólanna á Vestfjörðum. Hrafnseyrarhátíð 17. júní 2011 Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrarnefnd bjóða til þjóðhátíðar á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní n.k. í tilefni af opnun sýningarinnar „Líf í þágu þjóðar“ í Safni Jóns Sigurðssonar og þess, að tvöhundruð ár verða þá liðin frá fæðingu hans. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrarnefnd Sjá nánar: www.jonsigurdsson.is Aðgangur að hinni nýju sýningu á Hrafnseyri er ókeypis í allt sumar! MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Hæstiréttur stað- festi í gær úr- skurð Héraðs- dóms Reykja- víkur sem hafnaði að fella niður mál Kaup- þingsbanka á hendur Sigurði Einarssyni, fyrr- verandi stjórn- arformanni bankans. Sigurður kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans um að mál Kaupþings hf. á hendur honum yrði fellt niður. Við uppkvaðningu úr- skurðar í héraðsdómi um frávís- unarkröfuna var sótt þing af hálfu Sigurðar en ekki Kaupþings hf. Krafðist Sigurður þá að málið yrði fellt niður og honum úrskurðaður málskostnaður. Fyrir Hæstarétti hélt lögmaður Kaupþings hf. því fram að eftir munnlegan flutning málsins um frávísunarkröfu Sig- urðar hefði dómari skýrt frá því að hann hygðist kveða upp úrskurð til- tekinn dag á tilteknum tíma. Tíma- setningunni hefði síðar verið breytt án þess að hann hefði haft um það upplýsingar. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. andri@mbl.is Mál Kaupþings gegn Sigurði Einarssyni ekki fellt niður Sigurður Einarsson Samkoma verður í gömlum stíl á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn 17. júní milli kl. 12.30 og 14. Hljómskálakvintettinn leikur, Karlakór Kjalnesinga syngur, ís- lensk glíma verður sýnd og Lýð- veldisbörn hittast, fjöldasöngur og loks er messa í Þingvallakirkju. Hljómskálakvintettinn leikur nokkur lög við fræðslumiðstöðina á Almannagjárbarmi (Hakinu) og gengur síðan kl. 12.30 í skrúðgöngu niður Almannagjá og að Lögbergi. Þar í Almannagjá leikur kvintett- inn og Karlakór Kjalnesinga syng- ur. Einnig verður fjöldasöngur samkomugesta. Ungir og vaskir menn sýna íslenska glímu og kenna börnum undirstöðuatriði í glímu. Er fólk hvatt til að taka með sér nesti og teppi til að sitja á í brekk- unni. Samkomunni við Almannagjá lýkur um kl. 14 og þá hefst messan í Þingvallakirkju. Samkoma í gömlum stíl á Þingvöllum Morgunblaðið/Sverrir Þingvellir Mikið um dýrðir 17. júní. Íslenska tölvu- leikjafyrirtækið Locatify gaf ný- lega út í sam- vinnu við þýska útgáfufyrirtækið AudioBits nýja snjallleiðsögn um hina sögufrægu borg Trier í Þýskalandi. Leiðsögnin er til sölu í Apple Store og eru tvær ferðir í boði: önnur stutt sem fæst án end- urgjalds og önnur lengri sem er töluvert viðameiri og gefur hún skýra mynd af sögu borgarinnar allt frá tíma Rómaveldis. Samstarf við Audiobits komst á í gegnum tengslanet sem Nýsköp- unarmiðstöð Íslands er hluti af. Um er að ræða alþjóðlegt tengslanet sem hefur það að markmiði að að- stoða fyrirtæki og stofnanir við að efla samkeppnishæfni á alþjóða- markaði, segir í tilkynningu. Íslensk snjallleið- sögn um Trier

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.