Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Markmiðið er að ná sem mestum upplýsingum áður en við töpum þeim í sjóinn eða vindinn,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifa- fræðingur hjá Fornleifastofnun Ís- lands, sem vinnur að fornleifaupp- greftri í verbúðahólum við Gufuskálavör á Snæfellsnesi ásamt prófessor og doktorsnemum frá Bandaríkjunum og Noregi. Unnið er í kappi við eyðilegging- armátt náttúruaflanna. Miklar mannvistarleifar eru við sjóinn á Gufuskálum enda var þar stór verstöð um aldir. Þar hefur verið fjöldi húsa sem lítið hefur verið rannsakaður. Svæðið og all- ar minjar eru friðaðar. Nátt- úruöflin taka þó ekki mark á slíku og eru minjar víða að blása upp og sjórinn tekur sinn toll á hverju ári. Lilja hreinsaði nokkur rofsár á árinu 2008, mældi og lét rannsaka bein og muni sem hún fann. Nátt- úruöflin hafa haldið áfram mótun landslagsins og þegar Lilja mætir aftur á staðinn, þremur árum seinna, hefur sjórinn brotið um hálfan annan metra til viðbótar af hól sem hún mældi þá. Aðstoð frá New York Hólarnir sem Lilja og sam- starfsfólk hennar fékk leyfi til að grafa í að þessu sinni eru eftir verbúðir eða naust sem byggst hafa upp í margar aldir. Ekki er vitað frá hvaða tíma minjarnar eru enda eru engin öskulög í hólunum svo tímasetja verður mannvirkin með aldursgreiningu muna og leifa sem kunna að finnast. Hleðslur mannvirkja eru í hól- unum og ruslahaugar með fisk- beinum og brenndum dýrabeinum, auk annars. Rannsóknir á fisk- beinum sem Lilja tók 2008 og lét rannsaka benda til að þarna hafi borist á land rígaþorskar og stór- ar lúður, mun stærri fiskur en veiðist í dag. Taflmaður fannst, ef til vill kóngurinn úr manntafli sem vermenn hafa stytt sér stundir við í brælum á 14. eða 15. öld. „Von- andi finnum við fleiri taflmenn og annað sem veitir okkur innsýn í líf þeirra sem dvöldu hér,“ segir Lilja en tekur fram að hún búist fremur við að finna gripi sem tengjast sjósókn beint, svo sem öngla, fiskisleggjur og áhöld til að halda við bátum. Vísindamennirnir fara nákvæm- lega í gegnum jarðveginn sem þeir grafa út, sigta hann til að finna allar mannvistarleifar. Þetta kost- ar mikla vinnu. Samstarf við er- lendan háskóla kemur sér því vel. Nú í upphafi rannsóknarinnar er Thomas McGovern, prófessor í mannfræði við Cuny-háskóla í New York, með Lilju ásamt þrem- ur doktorsnemum og einum norsk- um doktorsnema, auk íslensks sér- fræðings sem mælir svæðið. Eftir helgi er síðan von á átta nem- endum til viðbótar frá New York ásamt leiðbeinanda. Þau hafa ætl- að sér þrjár vikur í verkið. Dýra- beinin sem finnast verða rann- sökuð frekar í Cuny-háskóla. Auk Cuny-háskóla og Fornleifa- stofnunar Íslands standa Forn- leifavernd ríkisins og Þjóðgarður- inn Snæfellsjökul að rannsókninni sem nýtur styrks Þjóðhátíðar- sjóðs. Megum ekkert missa „Þetta er einn af þeim stöðum sem við megum ekki missa,“ segir Lilja og vísar til þess að upplýs- ingarnar glatist þegar sjórinn eða vindurinn komast að minjunum. Hún segir að í ljósi mikilvægis sjávarútvegs í sögu þjóðarinnar sé einkennilegt hversu lítið verbúða- minjar hafi verið rannsakaðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafið Frank Feeley, Inga Malene Bruun og Lilja Björk Pálsdóttir grafa inn í verbúðahólinn. Þau eru þarna að fást við mannvistarlag frá fimmtándu öld. Náttúruöflin gleypa upplýsingarnar  Fornleifauppgröftur hafinn á verbúðum á Gufuskálum  Sjór og vindur eyðileggja minjar á hverju ári Rannsókn Megan Hicks mokar jarðvegi í poka hjá Thomas McGovern prófessor. Gufuskálar » Fyrstu skráðu heimildirnar um Gufuskála eru frá þrett- ándu öld og þaðan var útræði alveg fram á tuttugustu öld. » Verbúðir og naust voru við sjóinn og í hrauninu þar upp af. » Þá eru mikil fiskbyrgi í hrauninu norðan þjóðvegarins þar sem fiskurinn var geymdur og þurrkaður. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Fyrsti gripurinn sem fornleifafræðingarnir hafa fundið í rannsókn sinni á verbúðahólunum á Gufuskálum er smella eða ólarendi úr kopar. Grip- urinn lítill, 2 sinnum 2,6 cm, og er skreyttur mynstri og vel varð- veittur. Eftir er að rann- saka hann betur. Smellan fannst ofarlega í hólnum. Kolefnagreiningar sem gerðar hafa verið benda til að hún sé úr lagi frá öndverðri fimmtándu öld. Koparsmella frá fimmtándu öld FORNGRIPIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.