Morgunblaðið - 15.06.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 15.06.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Stuttar fréttir ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,13 prósent í viðskiptum gær- dagsins og endaði í 205,25 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,08 prósent en sá óverðtryggði um 0,27 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði í gær nam 9,6 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,07 prósent í afar litlum við- skiptum í gær og endaði í 979,13 stig- um. bjarni@mbl.is Skuldabréf lækka ● Veðlán spænskra banka hjá Evrópska seðla- bankanum jukust um fjórðung í maí samkvæmt Fin- ancial Times. And- virði þeirra fór í 53 milljarða evra í mánuðinum úr því að vera 42 millj- arðar í apríl. End- urspeglar þetta mikla lausafjárþurrð spænska bankakerfsins og afar skert aðgengi að hefðbundinni lánafyr- irgreiðslu. Samhliða bágri stöðu spænska hagkerfisins hafa menn áhyggjur af stöðu spænskra banka. Ekki minnkuðu þær í síðustu viku þegar Banco Santander, stærsti banki lands- ins, náði aðeins að selja helming í eins milljarðs útboði á sérvörðum skulda- bréfum bankans. Skuldabréfin voru með veðum í lánum bankans til lægri stjórnsýslustiga á Spáni. Spænskir bankar háðir veðlánum ECB Santander gat ekki klárað útboð. ● Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma- bili hélst óbreytt, 3,3%, í Finnlandi í maí. Er það meiri verðbólga en að með- altali í ríkjum Evrópusambandsins. Er það húsnæðisliður vísitölu neysluverðs sem hefur mest áhrif á hve mikil verð- bólgan er í Finnlandi, segir í tilkynningu frá Hagstofu Finnlands. Óbreytt verðbólga Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Dómur Hæstaréttar í máli þrota- bús dótturfélags Kaupþings á eynni Mön gegn þrotabúi Kaup- þings banka getur skipt kröfuhafa dótturfélagsins miklu máli. Með dómi Hæstaréttar fyrir helgi hefur 463 milljóna punda krafa dóttur- félagsins verið viðurkennd sem al- menn krafa í þrotabú Kaupþings banka, sú fjárhæð samsvarar tæp- um 90 milljörðum króna. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni. Samþykktar kröf- ur í þrotabú dótturfélagsins, Kaup- thing Singer & Friedlander (Isle of Man) ltd., nema alls um 890 milljónum punda og er því um um- talsverða fjárhæð að ræða í þessu samhengi. Slitastjórar dóttur- félagsins vara þó kröfuhafa við því að langur tími geti liðið þar til greiðslur fáist úr þrotabúi móð- urfélagsins og óvíst sé hve stór hluti kröfunnar fáist greiddur. Deilan, sem Hæstiréttur þurfti að greiða úr, snerist um ábyrgðaryf- irlýsingu, sem Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, skrifaði undir í september 2007. Samkvæmt henni ábyrgðist Kaup- þing banki lögmætar skuldbinding- ar dótturfélagsins á Mön, sem ekki fengjust greiddar með eignum þess. Kaupþing á Mön er í slitameð- ferð eins og Kaupþing sjálft og hefur komið í ljós að eignir fyr- irtækisins duga ekki til að greiða útistandandi skuldir. Því hefur slitastjórn bankans á Mön lýst kröfu við slit Kaupþings fyrir þeim mismun. Slitastjórn Kaupþings hafnaði kröfunni og taldi að Ingólfur Helgason hefði farið út fyrir um- boð sitt þegar hann skrifaði undir ábyrðaryfirlýsinguna. Héraðsdóm- ur tók undir þetta og segir að ekk- ert í gögnum málsins bendi til þess að stjórn Kaupþings hafi haft vitn- eskju um yfirlýsinguna. Hæstiréttur taldi hins vegar að yfirlýsing Kaupþings um ábyrgð, sem Ingólfur skrifaði undir, fæli í sér bindandi skuldbindingu gagn- vart Kaupthing Singer & Fried- lander Isle of Man Limited. Var krafa síðarnefnda bankans því tek- in til greina. Viðurkennir 90 milljarða kröfu í þrotabú Kaupþings Morgunblaðið/Golli Innlán Ábyrgðaryfirlýsingin kom til þegar Kaupþing keypti innlánsstofnun á Mön, en bankinn lagði áherslu á að safna innlánum á þeim tíma.  Forstjóri Kaup- þings á Íslandi skuldbatt bankann Krafan » Dótturfélag Kaupþings á Mön krafðist þess að krafan, sem hljóðaði upp á um 90 milljarða króna, yrði við- urkennd sem forgangskrafa. » Hæstiréttur féllst ekki á þá kröfu en viðurkenndi hana hins vegar sem almenna kröfu sam- kvæmt 113. grein laga um gjaldþrotaskipti. » Heildarkröfur í þrotabú dótturfélagsins nema um 170 milljörðum króna. Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði á fyrsta ársfjórðungi frá fyrri árs- fjórðungi um 4,2% í iðnaði, 3,4% í verslun, 2,8% í sam- göngum og 1,5% í bygging- arstarfsemi. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. Tólf mánaða breyting heildarlaunakostnaðar á greidda vinnustund var á bilinu 4,1% til 8,9%, mesta breytingin var í byggingarstarfsemi en minnst í iðn- aði. Lægri launa- kostnaður Vinnandi hendur. Á sama tíma og skuldabréfaútgáfa og endurfjármögnun ýmissa jað- arríkja evrusvæðisins er í fullkomu uppnámi hefur skoska heimastjórn- in loks fengið heimild til útgáfu eig- in skuldabréfa. Um er að ræða heim- ild sem fylgir nýrri lagasetningu sem færir heimastjórninni mun meira fjárhagslegt sjálfstæði frá stjórnvöldum í London en þekkst hefur frá því að Skotland gekk í kon- ungssamband við England. Samkvæmt lögunum hefur skoska heimastjórnin nú heimild til þess að gefa út ríkisskuldabréf fyrir allt að 2,2 milljörðum sterlingspunda. Skoska heimastjórnin getur án sam- ráðs við stjórnvöld í London ráðist í skuldabréfaútgáfuna en myndi hún vera tryggð af henni sjálfri. Þar sem ábyrgð breska ríkisins í heild sinni mun ekki hvíla á útgáfunni munu kjörin því ráðast af því hversu traust lánshæfi fjárfestar telja skosku heimastjórnina vera. Auk þessa hefur skoska heima- stjórnin fengið frekari heimildir til skattlagningar og munu fjárlög hennar nú nema ríflega 40 millj- örðum punda. Skoska heimastjórnin fjármagnar og hefur umsjón með ýmissi almannaþjónustu á borð við menntakerfi og heilbrigðiskerfi. ornarnar@mbl.is Hafa heimild til að gefa út hálandabréf Pilsaþytur Skoskir hálendingar fara víða og nú er útlit fyrir að skuldabréf skosku heimastjórnarinnar fylgi þeim í kjölfarið. Morgunblaðið/Sverrir Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Atvinnuleysi minnkar milli ára, en það var 7,4% í maímánuði, borið sam- an við 8,3% í sama mánuði árið 2010. Atvinnulausir á skrá voru að meðal- tali 12.553 í mánuðinum og fækkaði um 709 frá aprílmánuði, eða um 0,7 prósentustig. Þetta kemur fram í töl- um frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi er meira hjá körlum en konum. 7.125 karlar voru að með- altali atvinnulausir í maí, eða 7,7%, en 5.428 konur, eða 7,1%. Hlutfallslega fleiri voru atvinnulausir á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni. At- vinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu var 8,2%, en á landsbyggðinni var það 6,1%. Hlutfallslega flestir voru þó at- vinnulausir á Suðurnesjum, eða 12,1% af vinnuafli. Heldur fleiri voru atvinnulausir í lok mánaðarins en meðaltal mánaðar- ins segir til um, eða 13.296 manns. Af þeim var 11.161 atvinnulaus að fullu og þar af voru 3.648 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofn- unar. Þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði fækkar og eru þeir nú 7.993 talsins, borið saman við 8.348 í lok aprílmánaðar. Það eru 60% af þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en eitt ár fækkaði úr 4.801 í lok apríl í 4.725 í lok maí. Þegar litið er til aldurshópa at- vinnulausra sést að flestir eru at- vinnulausir í hópnum 25-29 ára, eða tæplega 2.200. Atvinnuleysið fer svo stiglækkandi eftir því sem aldurinn hækkar, en 466 eru atvinnulausir á aldrinum 65-69 ára. Dregur úr atvinnuleysi milli ára Morgunblaðið/Ernir Atvinna Atvinnuleysi er meira hjá körlum en konum. 7.125 karlar voru að meðaltali atvinnulausir í maí, eða 7,7%, en 5.428 konur, eða 7,1%. Þá voru hlutfallslega fleiri atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-10 ++0-.+ 22-+32 2+-+34 +/-+./ +43-.4 +-,20, +/4-.1 +3.-44 ++,-/+ +//-,4 ++0-/. 22-220 2+-22. +/-2++ +43-1+ +-,4+3 +/,-+, +3.-01 22+-5+54 ++.-5/ +//-/1 ++/-+1 22-212 2+-2/0 +/-23, +40-21 +-,4./ +/,-31 +33-2. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á  7,4% atvinnuleysi að meðaltali í maímánuði borið saman við 8,3% í maí 2010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.