Morgunblaðið - 15.06.2011, Side 17

Morgunblaðið - 15.06.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Upp hefur komist um mikinn blekkingarleik á vefsíðunni LezGetReal þar sem m.a. sýr- lensk lesbía hefur í raun reynst fertugur bandarískur karlmaður. Að auki hefur komist upp að annar af umsjónarmönnum síðunnar, sem skrifaði undir nafninu Paula Brooks, er einnig karl. Uppi varð fótur og fit er sýr- lenska lesbían Amina Arraf, var sett í varð- hald vegna skoðana sinna. Lesendur síðunnar fóru í mikla herferð og börðust fyrir lausn hennar. Í afsökunarbeiðni sem birt hefur verið á síðunni segir Linda Carbonell, umsjón- armaður síðunnar, að síðustu dagar hafi verið ömurlegir fyrir alla sem að síðunni koma enda hafi Paula Brooks verið mikilvægur hlekkur í baráttunni fyrir réttindum samkyn- hneigðra í Sýrlandi og víðar. Bill Graber, karlinn á bak við Paulu Bro- oks, segist ekki hafa ætlað að særa eða blekkja neinn. Þá hefur karlinn sem þóttist vera sýrlenska lesbían einnig beðist afsök- unar. Blogg hans hét áður „Samkynhneigð stúlka í Damaskus“ en heitir nú réttilega „Blekkingin“. Sá biðst afsökunar á því að hafa skaðað málstað samkynhneigðra með uppátæki sínu. Stuðningsmenn „Aminu“ eru þó enn bál- reiðir. Sumir segjast hafa lagt sig í hættu við að rannsaka handtöku hennar sem sögð var m.a. vera í kjölfar skrifa Aminu um forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Graber hefur reynt að réttlæta gjörðir sín- ar og m.a. bent á að það hafi verið hann sem kom upp um blekkinguna sem sýrlenska lesbían Amina var. sunna@mbl.is „Sýrlenska lesbían“ reyndist karl  Aðstandandi vefsíðu sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra fletti ofan af karli sem þóttist vera sýrlensk lesbía  Reyndist svo sjálfur sigla undir fölsku flaggi  Lesendur síðunnar æfir Reuters Uppreisn Mótmæli ungs fólks gegn forseta Sýrlands fara nú fram reglulega á götum úti. veg fyrir fjölgun „óæskilegra sam- félagshópa“, t.d. til hindra blöndun kynþátta og til að koma böndum á fjölgun innflytjenda, s.s. gyðinga og Ítala, segir í frétt BBC um málið. Indiana var fyrsta ríkið sem hóf að framkvæma ófrjósemisaðgerðirnar, árið 1907. Síðustu aðgerðirnar í tengslum við verkefnið voru fram- kvæmdar árið 1979. Framkvæma mátti aðgerðirnar á tilteknum þjóðfélagshópum, s.s. glæpamönnum, „vandræðaungling- um“, samkynhneigðum körlum, fá- tækum sem þáðu framlög frá hinu op- inbera, fólki sem var veikt á geði eða var flogaveikt. Í sumum ríkjum var gengið enn lengra, og voru ákveðnir hópar, s.s. gyðingar, blökkumenn og innflytjendur frá Suður-Ameríku, gerðir ófrjóir gegn vilja sínum. „Í raun var þetta þjóðernishreins- un,“ segir Paul Lombardo, sagnfræð- ingur við ríkisháskólann í Georgíu. Lögin sem heimiluðu aðgerðirnar voru vægast sagt loðin og voru þess eðlis að foreldrar höfðu oft ekki annað val en að leyfa ófrjósemisaðgerðir á börnum sínum, að öðrum kosti hefðu þau misst bætur. Rökin fyrir aðgerð- unum voru m.a. þau að glæpamenn myndu ala af sér glæpamenn sem myndu enda á framfæri hins opin- bera. Kynþáttahreinsanirnar voru rétt- lættar með því að „því færri svört börn sem myndu fæðast – þeim mun betra, að mati margra á þessum tíma,“ segir Lombardo. „Blökkumenn myndu hvort eð er enda á framfæri þess opinbera Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa í gegnum árin beðist afsökunar á því að hafa beitt fólk þeim órétti sem fólst í framkvæmd ófrjósemisaðgerðanna. Í Norður-Karólínu, þar sem mjög margar aðgerðir voru framkvæmdar, aðallega á konum, er nú unnið að því að reikna út bætur til handa fórnar- lömbunum. Ófrjósemisaðgerðir sem þessar tíðkuðust víða í hinum vestræna heimi á síðustu öld. Voru lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir m.a. tekin upp í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Ófrjóir gegn vilja sínum  Yfir 60 þúsund Bandaríkjamenn fóru í ófrjósemisaðgerðir gegn vilja sínum á ár- unum fyrir 1979  Markmiðið að koma í veg fyrir fjölgun fátækra og veikra BAKSVIÐ Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Elaine Riddick var nauðgað árið 1968. Þá var hún þrettán ára. Er hún ól barnið á sjúkrahúsi var fram- kvæmd á henni ófrjósemisaðgerð, án hennar vitundar. Ólæs amma hennar hafði reyndar gefið samþykki sitt, með því að setja „x“ á vottorð á sjúkrahúsinu. Elaine var ein 60 þúsund Banda- ríkjamanna sem voru gerðir ófrjóir gegn vilja sínum fyrir árið 1979 í op- inberri aðgerð með það að markmiði að hefta fjölgun fátækra og geðveikra í landinu. Nú, áratugum síðar, hefur eitt ríki, Norður-Karólína, ákveðið að bjóða fórnarlömbum aðgerðanna bætur. Hópur á vegum stjórnvalda ríkis- ins leitar nú um 2.900 fórnarlamba sem talin eru enn vera á lífi. Er ætl- unin að safna upplýsingum um fólkið og leyfa því að segja sögu sína. Óæskilegir samfélagshópar Aðgerðirnar á sínum tíma voru á landsvísu. Var þeim ætlað að koma í Bandaríska varnarmálaráðuneytið er komið í herferð gegn óvarkárni hermanna í netheimum. Snýr her- ferðin aðallega að samskiptasíðum á borð við Twitter og Facebook. Eru hermenn og fjölskyldur þeirra sem nota slíkar síður varaðir við því að kæruleysislegt hjal geti kost- að mannslíf. Hefur skilaboðunum m.a. verið dreift í auglýsinga- myndböndum á YouTube. Í einu myndbandinu skrifar móðir á vegg- inn sinn á Facebook að sonurinn hafi það gott og njóti sín á nýja staðnum. Skömmu síðar birtist maður í hermannabúningi á þrösk- uldnum og í kjölfarið kemur boð- skapurinn: „Það eru ekki aðeins vinir og vandamenn sem lesa skila- boð á veggnum þínum.“ Á vef varnarmálaráðuneytisins er nú auk þess að finna örygg- isleiðbeiningar um hvernig beri að haga sér í netheimum. Mælst er t.d. til þess að hermenn gefi sem minnst af persónulegum upplýsingum um sig á samskiptasíðum. Er sérstak- lega varað við því að auðkennis- þjófar nýti sér fjarveru hermanna og geti valdið þeim miklu fjárhags- legu tjóni. Í síðari heimsstyrjöldinni fór varnarmálaráðuneytið í sambæri- lega herferð þar sem hermenn og ættingjar þeirra voru varaðir við að gefa upp viðkvæmar upplýsingar. sunna@mbl.is Hermenn varaðir við óvarkárni í netheimum BANDARÍKIN Á hvaða fólki voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir, gegn vilja þess? Í skjölum frá Norður-Karólínu kem- ur fram að hópurinn var nokkuð breiður en óæskileg kynferðisleg hegðun var augljóslega meðal þess sem þótti nauðsynlegt að koma í veg fyrir með ófrjósemi. Fyrir árið 1950 var t.d. ófrjósemisaðgerð framkvæmd á ungri stúlku sem hefði skilið við eiginmanninn og í kjölfarið viðhaft „ósæmilega“ hegð- un. Þá var einnig framkvæmd að- gerð á 16 ára blökkustúlku sem þótti sýna „afbrigðilega“ kyn- hegðun í kjölfarið. En hvað um aðra hópa? Fátækir voru einnig skotmark að- gerðanna. Fyrir árið 1950 var t.d. framkvæmd ófrjósemisaðgerð á hvítri þriggja barna móður sem hafði þegið bætur í nokkur ár auk þess að hafa orðið „uppvís“ að því að eiga í kynferðissambandi við „negra“. Spurt&svarað Tvö stærstu kennarasambönd Bretlands hafa ákveðið að hefja verkfall í lok mánaðarins. Verði af verkfalli mun það hafa áhrif á fleiri þús- und skóla víðs- vegar um landið. Kennararnir eru ósáttir við boðaðar breytingar á eftirlaunum þeirra sem m.a. fela í sér að eftirlaunaaldur kennara hækkar. Kennararnir segja breytingarnar af pólitískum toga en ekki fjárhags- legum. sunna@mbl.is Kennarar vilja óbreytt eftirlaun BRETLAND Kappreiðar eru vinsæl íþrótt í Bretlandi. Mörg hundruð manns fylgjast með þeim úr áhorf- endastúkunni og enn fleiri láta sér nægja að sitja heima fyrir framan sjónvarpið og fylgjast með. Á fyrsta degi hinna vinsælu konunglegu As- cot-kappreiða var það knapinn Tom Quealy á hestinum Frankel sem bar sigur úr býtum. Keppnin fer fram á Suður-Englandi og er ein sú stærsta sinnar tegundar. REUTERS Frankel varð fremstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.