Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 G narrismi, -a k. 1 stjórnmálastefna sem berst gegn stjórnmálum; það þjóðskipulag er gnarristar stefna að. -isti, -a, -ar sá sem að- hyllist gnarrisma. 2 anarkó- súrrealismi. 3 sú tilhneiging að taka aðra ekki of alvarlega og allra síst sjálfan sig. Haraldur Freyr Gíslason bauð sig fram í formannsstöðu í stéttarfélagi sínu, Félagi leikskólakennara, í byrjun apríl sl. Hann hafði sigur í allsherjaratkvæðagreiðslu, en lýsti því í viðtali í Fréttablaðinu í gær að hann hafi háð óvænta glímu í kosningabaráttu sinni: „Ég þurfti að vinna á móti ákveðnu hugtaki sem nú er orðið þekkt í samfélaginu og kallast gnarr- ismi.“ Ekki er farið nánar út í það í blaðinu hvað Haraldur á við með orðinu „gnarrismi“ og ekki heldur hvaða skilning menn almennt leggja í þetta hugtak „sem nú er orðið þekkt í samfélag- inu“. Sem unglingur kom ég oft á fundi hjá Æskulýðsfylk- ingunni á háalofti í Tjarnargötunni, en þar safnaðist saman fólk sem skapa vildi betri heim og þá helst með því að gera útaf við þann gamla. Ég náði aldrei almenni- legu sambandi við þetta byltingarsinnaða hugsjónafólk, sumpart vegna þess að ég var mun yngri en það en líka vegna þess að mér fannst þau vilja bylta kerfi sem þau sögðu fáránlegt, með því að koma á öðru kerfi sem var ekki síður fáránlegt. Þessi reynsla, svo ágæt sem hún var, gerði mig eiginlega að anarkista og þar við situr. Jón Gnarr gaf sjálfur skilgreiningu á gnarrisma í vikuritinu Grapevine í lok maí á síðasta ári: „Ég hef sagt það að Besti flokk- urinn sé anarkó-súrrealískur flokkur sem sameinar það besta úr anarkisma og súrreal- isma. Og það hefur í raun alltaf verið pólitísk sannfæring mín, anarkismi og súrrealismi. En ef ég myndi segja það í fréttum Stöðvar 2 eða í spjallþætti, að við séum anarkista- flokkur, þá myndi fólk skilja það á annan hátt: „Þetta er ekki Jón Gnarr, þetta er ein- hver geggjaður anarkistaflokkur,“ myndi fólk segja. Kannski er það bara gnarrismi?“ Ég slæ hér fram í upphafi tveimur skil- greiningum sem mér finnst ríma vel við það sem Besti flokkurinn hefir hafst að undan- farna mánuði og mun vonandi hafast að það sem eftir er kjörtímabilsins. Þessar skilgrein- ingar byggjast eðlilega á því hvað mér finnst gnarrismi vera og eru eflaust að einhverju leyti óskhyggja eins og gengur, en reynsla mín af Æskulýðsfylkingunni gerir að verkum að ég finn samhljóm í því sem Jón Gnarr og Besti flokkurinn er að gera. Það er náttúrlega mótsögn í sjálfu sér að til sé anark- istaflokkur, en lífið er allt ein mótsögn og þeir sem ekki fagna mótsögninni og mótsetningunum fara á mis við margt, þar með talið lífshamingju. Það er nefnilega svo margt í kringum okkur, og þá helst í pólitísku starfi, sem er þess eðlis að ekki er annað hægt en að hlæja, því ef við hlæjum ekki þá förum við að gráta. Árni Matthíasson Pistill Gnarrska ævintýrið Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ámánudagkomu framtvö athygl- isverð sjónarmið tveggja málsmet- andi manna um evrusvæðið. Jean- Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, flutti ræðu í London School of Economics, um stöðu og fram- tíð evrusvæðisins og Nouriel Roubini, einn kunnasti hagfræðiprófessor heims, gerði hið sama í grein á vef Financial Times. Segja má að Trichet og Ro- ubini eigi það sameiginlegt að telja evruna ekki ganga upp að óbreyttu. Trichet telur, eins og vænta mátti stöðu hans vegna, að evrunni megi bjarga með gagngerum breyt- ingum á fjármála- og efna- hagsstjórn innan evrusvæð- isins. Roubini telur á hinn bóginn að evrusvæðinu sé tæplega við bjargandi og muni að öllum líkindum liðast í sundur á næstu árum. Fyrir íbúa Evrópusam- bandsríkjanna, og ríkja á borð við Ísland sem sett hafa verið í aðlögunarferli, er umhugs- unarvert að skoða röksemda- færslu Trichet fyrir því að evrusvæðið geti þrátt fyrir allt átt sér framtíð. Í ræðu sinni fer hann ýtarlega út í samanburð við Bandaríkin og segir að horft til ýmissa hag- stærða sé ekki meiri munur á einstökum löndum innan evrusvæðisins en einstökum ríkjum innan Bandaríkjanna. Þetta telur hann til marks um að evrusvæðið þurfi ekki að vera óhagkvæmt myntsvæði, en nefnir ekki að munurinn er sá að Evrópusambandið er – enn sem komið er að minnsta kosti – samband margra þjóð- ríkja en að Bandaríkin eru þjóðríki. Trichet hefur áður viðrað skoðanir sínar á því hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað innan evrusvæðisins til að það gangi upp, en allar miða þær að því að auka samrunann og ganga á full- veldi aðildarríkj- anna. Hann telur nauðsynlegt að auka miðstýringu Brussel-valdsins í opinberum fjármálum aðildarríkjanna og að auka miðlægt eftirlit með þróun efnahagsmála innan evrusvæðisins. Roubini tekur í raun undir þetta þegar hann bendir á að öllum myntsvæðum sem náð hafa árangri hafi fylgt sam- runi á sviði stjórnmála og rík- isfjármála. Hann hefur hins vegar ekki sömu trú á að þetta geti gengið eftir og Trichet, enda bendir hann á að skref í átt að aukinni samræmingu ríkisfjármála krefðust um- talsverðra tekna Brussel- valdsins og verulegrar útgáfu evruskuldabréfa. Þá þyrftu þýskir skattgreiðendur ekki aðeins að standa að baki þýsk- um skuldum heldur einnig skuldum jaðarríkjanna. Hann telur ólíklegt að skattgreið- endur í Þýskalandi eða öðrum kjarnaríkjum myndu fallast á þetta, sem er vafalítið rétt at- hugað. Roubini spáir því að þótt hugmyndinni um að ríki yfir- gefi evruna sé í dag tekið sem fjarlægum möguleika kunni það að breytast innan nokk- urra ára. Forsendur evru- svæðisins hafi ekki gengið eft- ir og nauðsynlegur samruni á efnahags- og stjórnmálasvið- inu sé fjarlægur draumur. Nú má segja að evrusvæðið standi frammi fyrir tveimur kostum. Annar er að sá fjar- lægi draumur sem Roubini nefnir og Trichet vonast eftir, en miklu nær væri að kalla martröð, verði að veruleika. Hinn kosturinn er að fljótlega bresti á flótti út úr evrusvæð- inu. Hvorugur kosturinn gerir upptöku evrunnar fýsilega fyrir þau ríki sem borið hafa gæfu til að standa utan henn- ar. Trichet og Roubini eru sammála um að evran gangi ekki upp að óbreyttu } Tveir slæmir kostir evrusvæðisins Í lok maí voru13.296 án at- vinnu hér á landi. Því til viðbótar fluttu um tvö þús- und vinnufærir af landi brott umfram aðflutta. Atvinnuástandið er með öðr- um orðum skelfilegt og fer því miður ekki batnandi. Á bak við þessar tölur er mikil þjáning, ekki aðeins hinna atvinnulausu heldur einnig þeirra nánustu. Á sama tíma gera stjórnvöld ekkert annað í at- vinnumálum en þvælast fyrir, hækka skatta, hindra nýsköp- un og vega að grónum at- vinnugreinum. Fjandskapnum við atvinnulífið verður að fara að linna} 13.296 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Á meðal fjölmargra nýrra lagafrumvarpa og lagabreytinga sem hlutu samþykki á Al- þingi á lokasprettinum fyrir sumarfrí var hin svonefnda austurríska leið til að sporna við of- beldi innan veggja heimilis. Frum- varp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili var samþykkt á Alþingi á föstudag. Nýmæli laganna felast í möguleikanum á því að vísa manni af heimili sínu eða dvalarstað og banna honum að snúa aftur þangað í tiltekinn tíma. Í þessari heimild kristallast hin austurríska leið. Auka vernd brotaþola Austurríska leiðin var leidd í lög í landinu sem hún er kennd við árið 1997 og þar var lögreglu veitt heimild til að fjarlægja ofbeldis- mann af heimili sínu og banna heim- sóknir á heimilið og nánasta um- hverfi þess í 10 daga til þrjá mánuði. Eðlislík ákvæði voru lögfest í Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi upp úr aldamótum. Í frumvarpinu sem lögunum fylgir segir að markmið laganna sé að leitast við að styrkja réttarstöðu brotaþola enn frekar og þá sér- staklega þeirra sem mega þola heimilsofbeldi. Í 5. gr. laganna er að finna heimild til brottvísunar af heimili ef rökstuddur grunur er um að sak- borningur hafi framið refsivert brot gegn tilteknum ákvæðum almennra hegningarlaga og verknaður hafi beinst að öðrum sem er honum ná- kominn og tengsl þeirra þyki hafa aukið á grófleika verknaðarins, enda varði brotið fangelsi allt að sex mán- uðum. Einnig er heimilt að beita brottvísun ef hætta er talin á því að viðkomandi muni fremja áðurnefnd brot gegn hegningarlögum. Jafnframt er tekið fram í 12. gr. laganna að lögreglustjóri skuli bera ákvörðun um beitingu úrræð- isins undir héraðsdóm eins fljótt og auðið er og ekki síðar en þremur sólarhringum eftir að ákvörðun er birt ætluðum ofbeldismanni. Brott- vísun af heimili skal ennfremur vera ákveðinn tími, þó ekki lengri en fjórar vikur í senn. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir enn of snemmt til að segja til um hvernig framkvæmd laganna verður. „Þetta verður metið á grundvelli hvers máls fyrir sig, býst ég við. Það er hins vegar ljóst að þessi löggjöf mun hafa töluverð áhrif á úrlausnir heimilisofbeldis- mála. Við fögnum þessu enda gerir þetta úrræði lögreglu skýrari.“ Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með því hvernig nýju lögunum um brottvísun manns af heimili – austurrísku leiðinni – verður beitt hér í framkvæmd. Ýmsir áleitnir þættir eru óljósir í löggjöfinni. Til að mynda er ekki kveðið á um það hvers konar viðurlög bíða þess, sem vísað hefur verið burt af heimili, ef hann virðir ekki bannið. Í 71. grein stjórnarskrár er jafnframt friðhelgi heimilis manna vernduð og ekki er kveðið á um það í lögunum hvar sá útlægi getur eða honum ber að halda sig á meðan hann má ekki vera heima hjá sér. Í lög- fræðilegu samhengi er enn- fremur áhugavert að velta fyr- ir sér að í frumvarpi laganna segir að brottvísun skerði ekki ráðstöfunarrétt eiganda. Því er hægt að ímynda sér að útlæg- ur eigandi myndi í reiði eða biturð selja eða leigja eignina sem hann má ekki nálgast. Ofbeldismönnum úthýst að austurrískum sið Morgunblaðið/Kristinn Heimili Á föstudag var lögfest á Alþingi heimild til að vísa ofbeldismönnum af heimili sínu eða dvalarstað í allt að því fjórar vikur í senn. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins, segist vera mjög ánægð með lögleiðingu aust- urrísku leiðarinnar. „Við erum í sjöunda himni. Þetta hlaut raunar að gerast núna og það er gott að frum- varpið var samþykkt. Við lítum á þetta sem mikla lagabót,“ segir Sigþrúður. Hún segir jafnframt að þrátt fyrir að hún sjái ekki fyrir sér að heimildin geti gagnast mjög mörgum konum sem leiti til Kvennaathvarfsins muni hún skipta miklu máli fyrir þær sem geti nýtt sér hana. „Svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta verður í fram- kvæmd. En þetta mun án efa nýtast vel. Þetta er okkur mikið réttlætismál og gleðiefni.“ „Í sjöunda himni“ SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigþrúður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.