Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Snuð Margir hafa ekkert að gera en aðrir eru önnum kafnir og gleyma stað og stund, jafnvel snuði og flík, eins og ljósmyndari komst að í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Ómar Sprautufíklar sprauta sig nú í vaxandi mæli með metýlfenidati í æð og HIV-sýkingar meðal þeirra eru að breiðast út. Við þetta hefur mikið hættu- ástand skapast og allar martraðir mínar um sprautufíkla virðast vera að rætast. Okkur Íslendingum hefur tekist ágætlega að hugsa um sprautufíklana okkar, ef við miðum okkur við aðrar þjóðir. Margir þeirra hætta að sprauta sig eftir meðferð, sem verður sífellt betri og viðameiri, og aðrir fá við- haldsmeðferð vegna sprautufíknar og fá lyf daglega sem halda þeim í bata. Nú eru um 60 einstaklingar í slíkri meðferð. Á þessu ári er hins vegar að koma í ljós hversu kostnaðarsöm veikindi sprautufíkla eru fyrir þá sjálfa, að- standendur þeirra og þjóðfélagið í heild. Til viðbótar kostnaði vegna ótímabærra dauðsfalla, óvirkni í samfélaginu og annars kostnaðar blasir nú við hætta á að sýkingar, einkum HIV og C-lifrarbólgu sýk- ingar, berist frá sprautufíklahópn- um til annarra hópa þjóðfélagsins. Sprautufíklarnir eldast og verða veikari Lifrarbólga C kom inn í sprautu- fíklahópinn 1989 og hefur grasserað þar síðan. Afleiðingar sýkingarinnar koma ekki að fullu í ljós fyrr en eftir mörg ár. Síðan 1989 hefur verið haldið vel utan um lifrarbólgusjúk- lingana og þeim komið í viðeigandi meðferð um leið og þeir komast í bata frá fíkn sinni. Þetta hefur kost- að óhemju vinnu og fjármuni en tek- ist vel í samstarfi Vogs og melting- ardeildar LSH. Árlega koma á Vog um 140 sjúklingar með virka lifr- arbólgu C sem þarf að koma í bata og lifrarbólgumeðferð. Á þessu ári er að koma í ljós að skorpulifur vegna lifrarbólgu C eykst hröðum skrefum hjá þeim sem hafa haft sýkinguna lengi. En það er ekki bara lifr- arbólgan sem er farin að segja til sín. Hjarta- lokuskipti hjá fíklum eftir sýkingar í hjarta eru hafnar. Sprautu- fíklarnir eldast og koma oftar á Vog og verða sífellt veikari og veikari. Læknalyfin gera ástandið verra Í gegnum árin hafa læknalyf gengið kaupum og sölum meðal sprautufíkla og oft gert ástandið verra, en aldrei eins og nú. Morfín, sem læknar voru að ávísa, komst í sölu á hinum ólöglega vímuefna- markaði á árunum í kringum alda- mótin. Dauðsföll ungmenna vegna yfirskammta urðu þá flest. Með samstilltu átaki tókst að hefta fram- boðið á morfíni og fækka dauðs- föllum með viðhaldsmeðferð fyrir ópíumsprautufíkla. Eftir hrunið hafa sprautufíklar farið úr öskunni í eldinn. Í hruninu minnkaði mjög framboð á inn- fluttum ólöglegum vímuefnum eins og kókaíni, amfetamíni og e-pillu. Sprautufíklarnir fóru þá að nota me- tylfenidat mun meira en áður. Í ljós kom að þeir sprautuðu sig miklu oft- ar og af miklu meira stjórnleysi með því efni en nokkru öðru vímuefni. Við þetta jukust veikindi þeirra um allan helming og sýkingar meðal þeirra urðu mun algengari en áður. HIV breiðist út meðal sprautufíkla Ofan á allan þennan vanda bætist síðan nýr og enn alvarlegri vandi. HIV veiran breiðist nú hratt út með- al sprautufíklanna. Rúmlega 10 til- felli hafa fundist á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Auðvitað höfum við heil- brigðistarfsmennirnir beðið eftir þessum tíðindum með kvíða, en smitsjúkdómalæknar segja okkur nú að hætta sé á eins konar HIV- sprengju í þjóðfélaginu, sem byrjar með hraðri aukningu smita meðal fíkla en berst þaðan sem kyn- sjúkdómur út í þjóðfélagið almennt. Í sama streng taka virtir erlendir sérfræðingar sem hafa mun meiri reynslu í þessum málum en við. Hvað á að gera? Varanleg lausn við þessum vanda er ekki til en með aðgerðum má draga úr vandanum og ef til vill forð- ast stórslys. Reynsla okkar af mor- fínfaraldrinum sem hér gekk meðal sprautufíkla fyrir nokkrum árum og hvernig okkur tókst að draga úr honum varðar veginn og reynsla okkar í meðferð lifrarbólgu C nýtist okkur. Við getum líka stuðst við reynslu annarra þjóða. Það er nauðsynlegt að bregðast við metylfenidat-vandanum til að minnka sýkingarhættu og veikindi fíklanna. Svo illa vill til að lyfið me- týlfenidat er notað sem hluti af heil- stæðri meðferð við ADHD. Það er oft talið fyrsti valkostur lyfja þó að önnur lyf séu líka á boðstólum, eink- um fyrir þá fullorðnu. Það er ekkert einsdæmi að nauðsynlegt lyf getur orðið hættuleg fíkniefni sé því sprautað í æð í allt of stórum skömmtum. Slík notkun í æð á ekk- ert skylt við læknismeðferð. Þetta ástand skapar nú óvissu og kvíða meðal lækna og sjúklinga. Sambæri- legan kvíða mátti greina í morfínfar- öldrum meðal sprautufíkla og gat hann leitt til þess að sjúklingar með mikla verki fengu of lítið af lyfjum. Það er því von að foreldrar barna með ADHD séu uggandi yfir þessari umræðu. Lyfjameðferð við ADHD er ekki vandamálið En umræðan ætti ekki að snúast um ADHD. Hún ætti að snúast um sprautufíklana, um þá vá sem að þeim steðjar og um rétt þeirra til réttrar og viðurkenndrar lækn- ismeðferðar. Það eru þeir sem eru að sýkjast og deyja. Og sprautufíkl- ar eiga rétt eins og aðrir sjúklingar. Þegar lyf, sem ávísað er af lækn- um, ratar út á hinn ólöglega vímu- efnamarkað má nær alltaf rekja það til þess að læknar eru að ávísa lyfj- um á sprautufíkla, sem hægt er að sprauta í æð. Vandinn skapast ekki vegna þess að verið sé að ávísa mor- fínlyfjum á krabbameinssjúklinga eða metýlfenidati á börn. Hægt er að draga stórkostlega úr því að metýlfenidati sé ávísað á örv- andi vímuefnafíkla og jafnvel að koma að mestu í veg fyrir það. Tvær leiðir eru til þess. Sú fyrri er að allir læknar læri, með aðstoð landlæknis, að þeir mega ekki ávísa metylfeni- dati á fíkla, einkum sprautufíkla, og að þeir skoði sjúklingana sína vel og leiti að sprautuförum á þeim. Önnur lausn byggist á því að einu lyfjafyrirtæki hefur tekist að búa svo um hnútana að nær ógjörningur er að leysa upp hylki fyrirtækisins með metýlfenidati og sprauta í æð. Með því hefur fyrirtækinu tekist að koma í veg fyrir hættulegustu auka- verkun lyfsins og skotið samkeppn- isaðilum sínum ref fyrir rass. Það ætti því að sitja eitt að markaðnum. Taka ætti af markaði hin lyfjaformin með metýlfenidati og skiptir engu þótt samkeppnisaðilarnir maldi í móinn, beri fyrir sig samkeppnislög eða beiti fyrir sig óárennilegum hópi lögfræðinga. Með þessu væri alhliða meðferð við ADHD í engu raskað og læknar gætu rólegir og áhyggju- minni ávísað metylfenidati á þá sjúk- linga sína, sem þurfa á lyfinu að halda. Víðtækar samhentar aðgerðir þarf strax Með því að stöðva metylfenidat- flæði til fíklanna mætti draga eitt- hvað úr hættunni sem fíklarnir eru í en miklu meira þarf að gera. Besta aðgerðin í sýkingarvörnunum, þegar bólusetning er ekki til, er skimun og aftur skimun. Sá sem veit að hann er sýktur af HIV eða lifrarbólgu C breytir hegðun sinni og varast að smita aðra. Gera þarf skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C meðal fíkla að- gengilega, almenna og öllum ókeyp- is. Ef okkur tekst að koma í veg fyrir eitt HIV tilfelli borgar það allar skimanirnar. En það er ekki nóg að skima. Það þarf að hefja lyfjameðferð hjá fíkl- unum sem eru komnir með þessar sýkingar. Auðvelt er að meðhöndla flesta smitaða einstaklinga sem ekki eru fíklar og eins fíkla í bata, en það er nær ógerningur að meðhöndla „virkan sprautufíkil“. Góð meðferð fyrir sprautufíkla, og sérstaklega fyrir þá sem eru smit- aðir, er lykillinn að því að hefta smit meðal sprautufíkla og koma í veg fyrir að smit þeirra berist til ann- arra þjóðfélagshópa. Það þarf fjármuni til að efla vit- und almennings um vandann og gera víðtækar skimanir fyrir sýk- ingum um allt þjóðfélagið. Styrkja þarf smitsjúkdómadeild LSH og þær stofnanir sem veita sprautufíkl- um alhliða og nægilega góða með- ferð við fíkn sinni. Gera þarf smokk- inn að aðalvörn almennings gegn HIV og um leið miklu ódýrari og að- gengilegri en hann er nú. Eftir Þórarin Tyrfingsson » Góð meðferð fyrir sprautufíkla, og sér- staklega fyrir þá sem eru smitaðir, er lykillinn að því að hefta smit meðal sprautufíkla og koma í veg fyrir að smit þeirra berist til annarra þjóðfélagshópa. Þórarinn Tyrfingsson Höfundur er yfirlæknir SÁÁ. Þjóðarvá krefst þjóðarátaks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.