Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Hún Ella frænka mín var einstök kona. Hún átti mikið að gefa og hún var örlát á gjafir sínar. Alltaf mátti ganga að stuðningi hennar vísum þegar á reyndi, hvort sem það var að að- stoða við veisluhöld, hjálp með börnin okkar, ekki síst frumburð- inn en hún tók hana oft til sín á meðan við foreldrarnir vorum að læra. Ella var ekki aðeins hjálp- leg og gjafmild hún bjó líka yfir einstakri skapgerð. Hún var glaðvær og jákvæð í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og smitaði af sér til okkar sem tengdumst henni fjölskyldu- og vinaböndum. Ekki þarf að koma á óvart hversu rík hún var að vin- konum sem vildu svo allt fyrir hana gera þegar mest á reyndi í veikindum hennar. Ella lærði á sínum tíma í húsmæðraskólanum en svo á fimmtugsaldri menntaði hún sig enn frekar og lærði til leikskólakennara. Þetta átti vel við hæfileika hennar og eljusemi, en hún var ætíð í kringum börn, hvort sem það voru afkomendur hennar og ættingjar eða börn sem hún gætti sem dagmamma og leikskólakennari. Ömmudrengirnir Róbert Elís og Tómas Ingi voru augastein- arnir hennar og var hún ákaflega stolt af hæfileikum þeirra og ár- angri og naut samvista við þá. Systurnar Ella og Inga voru ákaflega nánar og nutu þess ákaflega að fara með ömmu- drengina hennar Ellu og Ólaf Þorstein son okkar á ýmsar uppákomur og kemur þar Vík- ingahátíðin í Hafnarfirði fyrst upp í hugann, en þar voru þær heilu dagana og fylgdust með vopnaskaki og leikjum drengj- anna. Þá lifa allar sumarbústaða- ferðirnar í minningunni – sér í lagi ferðirnir síðasta sumar, en það var eins og Ella skynjaði að veikindin gætu tekið sig upp aft- ur og ferðaðist vítt og breitt um landið og naut samvista við fjöl- skylduna. Ella var einsök kona. Hún var góð móðir, dóttir, systir, amma, frænka og vinkona. Hún annaðist af alúð um börnin sín þrjú og fengu þau tækifæri til endur- gjalds í veikindum hennar. Þá var hún ræktarsöm og góð dóttir, en Hanna amma hefur sýnt mikinn styrk og stuðning í veikindum Ellu. Við sem erum svo lánsöm að hafa gengið með henni í lífinu höfum misst mikið. Góður Guð blessi hana og veri með fjöl- skyldu hennar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Ella frænka mín hafði mikið til brunns að bera. Ég finn það glöggt þegar hún hefur kvatt okkur og ég hugsa til hennar. Minningarnar eru svo jákvæðar og lifandi. Hún tókst á við mikil veikindi af æðruleysi og dugnaði Elín Valborg Þorsteinsdóttir ✝ Elín ValborgÞorsteinsdóttir fæddist 8. febrúar 1947 á Eyrarbakka. Hún lést á gjör- gæslu Landspít- alans 6. júní 2011. Elín var jarð- sungin frá Selja- kirkju 14. júní 2011. sem ekki öllum er gefið. Hún gaf styrk og sótti til náinnar fjöldskyldu sinnar sem stóð þétt við hlið hennar. Það var töluverð- ur samgangur milli fjöldskyldna okkar þegar við vorum að alast upp og þótti mér ævinlega spennandi að koma í Gnoðavoginn og leika við frænd- systkinin. Ella var elst af okkur krökkunum og var umhyggusöm sem móðir ef eitthvað bjátaði á hjá þeim yngri. Ég var rétt ung- lingur þegar ég heyrði af því að Ella ásamt Ragnhildi vinkonu sinni hygðist fara í för til Wash- ington til vinnu í íslenska sendi- ráðinu. Þetta þótti mér vera æv- intýri hjá frænku því á þessum árum fór landinn ekki mikið til útlanda og þaðan af síður í vinnu. Síðan komu fréttir af því að mannsefni væri komið í spilið frá framandi landi og þau fljótlega á heimleið. Þetta þótti ungum frænda spennandi! Ella og Ric- ardo stofnuðu heimili og börnin komu hvert af öðru og líf færðist í heimilið að Fljótaseli sem þau lögðu mikla vinnu í að byggja. Það var ævinlega gott að heim- sækja Ricardo og Ellu því já- kvæðnin var mikil og myndar- skapur í öllu sem hún gerði. Ella fylgdist vel með öllu sínu skyld- fólki og tók þátt í framgangi frændsystkina sinna af mikilli gleði. Hún vildi öllum vel og það var svo auðfinnanlegt. Við Ella störfuðum saman í fyrirtæki foreldra minna um nokkurra missera skeið og naut ég þess að hafa fengið tækifæri til þess og að læra af henni. Okk- ar leiðir lágu aftur saman í vinnu nú fyrir og eftir síðustu áramót þegar Ella kom og hjálpaði til hjá mér í Skipholtinu. Það var búið að taka ákvörðun um mergskipt- in í Svíþjóð og Ella komin í und- irbúning fyrir þá ferð. Hún vildi dreifa huganum og koma út með- al fólks og þegar ég spurði hana hvort hún væri ekki að ofgera sér þá sagði hún: „Þormar minn, ef ég kem ekki hingað þá myndi ég bara liggja uppi í rúmi.“ Hún átti auðvelt með að tengj- ast okkar viðskiptavinum sem hún gerði á augabragði því hlýja hennar og bros bræddi auðveld- lega allar hindranir sem eru í byrjun kynna. Ég hafði áhyggjur af því hve hart hún lagði að sér í vinnu og sagði ég oft við hana þegar mér hálf-ofbauð vinnu- harkan: „Viltu ekki fara að hætta núna, Ella mín?“ en þá kom jafn- an viðkvæðið hjá henni að hún væri rétt að verða búin og svo leið klukkutími í viðbót eða meir. Hún hafði sett sér markmið sem hún vildi og ætlaði sér að klára. Það er sárt að hún skyldi ekki hafa fengið að klára sitt líf án baráttu við illvígan sjúkdóm. Börnum sínum var hún mjög náin sem og Ingu systur sinni sem sendi ófáa póstana frá Sví- þjóð og deildi með okkur hvernig hlutirnir gengu fyrir sig frá degi til dags og móður sinni sem hún dvaldi hjá þegar hún var hvað veikust og sótti þar styrk og kraft til æskuslóða. Minning um yndislega mann- eskju mun lifa að eilífu. Aðstand- endum öllum votta ég samúð mína. Þormar Ingimarsson. Elsku Ella. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með þér, en hann var allt of stutt- ur. Takk fyrir það hvað þú tókst mér opnum örmum þegar ég fór að vera með honum Steina þín- um, þú varst alveg yndisleg og opnaðir heimili þitt og hjarta fyr- ir mér. Þú munt eiga stað í hjarta mér til æviloka. Leiddu mig heim í himinn þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals) Ingveldur. Kveðja frá skólasystrum Húsmæðraskólans á Laug- arvatni veturinn 1965-66 Haustið 1965 komum við sam- an fjörutíu væntanlegar náms- meyjar á Laugarvatni með vonir og væntingar í farteskinu. Fljót- lega kom í ljós að þarna var á ferðinni samheldinn og góður hópur, fæstar þekktust en ekki leið á löngu þar til við urðum allar sem ein. Hún Ella sem hér verð- ur minnst var eftirminnileg í hóg- værð sinni, brosmild, gefandi og sinnti öllum sinum störfum af al- úð og samviskusemi svo nett og pen, öll handavinna lék í höndum hennar og skipulega gekk hún til verks í eldhúsinu. Í gáska og á gleðistundum okkar, sem voru margar, tók hún þátt á sinn hóg- væra hátt, kankvís á svip, hafði ekki hátt en brosti með öllu and- litinu og saumaði út á meðan. Það hefur oft verið haft á orði hvað þessi hópur hefur verið samheld- inn alla tíð síðan, margir vina- fundir, saumaklúbburinn stóri á Reykjavíkursvæðinu og alltaf haldið upp á útskriftarárin með tilþrifum og ýmsum ferðalögum, Ella oftast með. Saman höfum við staðið í gleði og sorgum og gerum nú sem fyrr. Fyrir nokkrum dögum komum við saman sextán skólasystur á heimili einnar í Laugardalnum við Laugarvatn. Var okkur þá ljóst í hvað stefndi hjá Ellu og með blendnum hug ókum við fram hjá Lindinni okkar í baka- leiðinni, minningar hrönnuðust upp og við liðum frá Laugarvatni „í ljúfum draumi“, himinninn tár- aðist. Þá var efst í huga ljóðlínan hennar Jensínu Halldórsdóttur skólastjóra: Að Laugarvatni í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstíg. Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. Ella er komin í sína dýrðar- heima eftir þungbær veikindi undanfarinna mánaða. Megi góð- ur Guð blessa og styrkja eftirlif- andi móður, börnin og afkomend- ur hennar í sorginni. Farðu sæl kæra skólasystir að himnaborðum, inn í sumarsól og eilífan frið. F.h. skólasystranna, Þóra Grétarsdóttir. Með sorg í hjarta kveð ég Ellu. Alveg frá því við vorum saman á Laugarvatni veturinn 1965-66 hafa kynni okkar verið góð. Traust hennar, glaðværð og létt- leiki, allt var svo gefandi frá henni. Ég man svo margar góðar stundir sem við áttum saman bæði með öðrum og eins þegar við vorum einar í gleði og stund- um í sorg. Við hittumst í Köben 2007 og teknar voru myndir af okkur, þar sem við erum báðar hressar og kátar. Okkur fannst þá að lífið væri svo bjart og gott. En þegar ég veikist og hún frétti það, var hún fljót að koma til mín, með kærleika og skilning. Oft kom hún með ber og annað góð- gæti til mín. Hafi hún þökk fyrir allt það góða sem hún gaf mér. Ég minnist síðustu heimsóknar hennar til mín hress og jákvæð. Við gátum talað um eilífðarmálin, rætt um hvað biði okkar. Þakklát og sátt var hún því liðna, sagðist hafa átt mann sem hún var alltaf skotin í þótt leiðir hafi skilið og yndisleg börn og barnabörn, sem hún var mjög stolt af. Með þökk og söknuði kveð ég Ellu mína og mínar innilegustu samúðarkveðjur til barna, móður hennar og annarra aðstandenda. Jóhanna Stefánsdóttir. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Þessi orð Jónasar Hallgríms- sonar voru það fyrsta sem kom í hugann er við, vinkonur Ellu, komum saman eftir að við frétt- um lát hennar. Það var árið 1964, eftir tveggja ára samveru í gagnfræðaskóla, að við ákváðum, nokkrar skóla- systur, að halda hópinn og stofna saumaklúbbinn Hægfara nálar. Síðan hefur hópurinn hist reglu- lega, misstór eftir aðstæðum hverju sinni. Nú eru tvær horfn- ar úr þeim hópi, „tvær stjörnur“ sem skreyta himingeiminn og lýsa okkur sem eftir lifum leiðina áfram. Ella var ein af driffjöðrum hópsins, lét sig sjaldan vanta þótt hún hefði ýmislegt annað spenn- andi á prjónunum. Hún skellti sér í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni, dvaldi ásamt vinkonu sinni um eins árs skeið í Banda- ríkjunum og dreif sig í háskóla- nám á miðjum aldri en hún lauk prófi sem leikskólakennari fyrir um áratug. Hún var mikil fag- manneskja í öllu sem laut að handavinnu og leiðbeindi af ótrú- legri þolinmæði þeim sem minnst kunnu í saumaklúbbnum, jafnt í jólaföndri sem annarri handa- vinnu. Það var gott að eiga hana að og margs að minnast. Nú þegar við kveðjum Ellu sit- ur sterkast eftir mynd í huga okkar af einstaklega ljúfri og glaðværri konu, góðum og trygg- um vini sem lét ekki bugast þótt hún hefði storminn í fangið. Hún var líka lánsöm kona, eignaðist þrjú yndisleg börn sem hafa verið móður sinni stoð og stytta í veik- indum hennar. „Okkar bíður blómleg ey/bak við sund og tinda“ kvað skáldkon- an Hulda. Það er von okkar að hún hafi rétt fyrir sér og að þar bíði okkar einnig vinkonurnar góðu sem farnar eru. Við sendum börnum Ellu, barnabörnum, móður og systkin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín, Signý, Katrín, Oddný, Margrét, Rósa, Íris og Sveinbjörg. Elsku Ella. Það er sárt að kveðja þig. Ella var góð kona sem við sem eftir lifum getum lært af. Hún hugsaði alltaf vel til allra í sínu nánasta umhverfi og var boðin og búin til að hjálpa hvenær sem færi gafst. Hún var aufúsugestur á heim- ili okkar og lét okkur öll finna fyr- ir því að við áttum stórt pláss í hjarta hennar þó að til skilnaðar kæmi milli mín og sonar hennar. Hún lét sér ekki nægja að veita ömmustrákunum bestu mögulega umhyggju heldur gaf hún einnig Einari litla, sem bætt- ist í hópinn seinna, alla sína ást- úð. Hann fékk að kalla hana Ellu ömmu líka. Þegar strætó fer hjá er hann alltaf kallaður „strætó Ella amma“ því hún kynnti hon- um strætó. Nú eiga Róbert og Tómas erfiða tíma en hugga sig við minningar um góða ömmu sem sinnti þeim í hvívetna. Samúarkveðjur til aðstand- enda. Þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur. Minning þín lifir. Anna, Árni og synir. Það var okkur systkinunum ávallt tilhlökkunarefni að leggja í 10 tíma ferðalag suður á bóginn að hitta Ellu og Magga og þeirra börn. Ella föðursystir okkar og Maggi Dan tóku á móti okkur sem sínum eigin börnum og var sú gestrisni og hlýhugur viðvar- andi alla tíð. Við höfum í gegnum tíðina öll átt greiðan aðgang að gistingu, spjalli og samveru hjá Ellu og Magga hvenær sem er og alltaf fundist við eiga þar annað heimili. Fyrstu minningarnar um Magga er stóri, sterki lögreglu- maðurinn sem við bárum ótta- blandna virðingu fyrir og vorum kannski hálfsmeyk við en fljótt sáum við hversu ljúfur, glettinn og hlýr hann var. Hann hafði gaman af því að ræða um daginn og veginn, gjarnan var tæpt á pólitík og aldrei lá hann á skoð- unum sínum. Honum leiddist heldur ekki að vera ósammála og oft varð glettnisglampinn að brosi, jafnvel skellihlátri þegar honum tókst að ýfa fjaðrirnar á viðmælandanum. Maggi Dan var vel kvæntur og hann og Ella voru einstaklega samhent hjón þótt hann væri ekki eins hrifinn af berjamó og hún. Þau voru dugleg að ferðast og Maggi naut þess að aka Ellu sinni um allar trissur á sínum bíl. Einnig var hann afar stoltur af garðinum sínum og taldi skilyrði til jarðræktar mun betri í Garða- bæ en norður í landi. Svo má ekki gleyma að minnast á allar þær gersemar sem hann vann í tré í bílskúrnum í Goðatúni, miklir hagleiksgripir þar. Við eigum öll ljúfar minningar um Magga Dan, minningar sem eru okkur afar kærar enda var hann einstaklega hjartahlýr mað- ur sem bar hag okkar fyrir brjósti og var alltaf boðinn og bú- inn að gera hvað sem er fyrir okkur rétt eins og við værum hans eigin börn, sem við vissu- lega erum. Það er alltaf sárt að sjá á eftir þeim sem manni eru kærir en um leið er ljúft að rifja upp kynni af einstökum öðlingi sem átti góða ævi með samheld- inni fjölskyldu, ljúfmenni sem veitti okkur leiðsögn og styrk á lífsleiðinni, stríðnispúka sem átti það til að hrekkja okkur en allt í græskulausu gamni. Við systkinin, Gunnur, Sigurð- ur, Gunnar, Ingibjörg, Guðbjörg og Baldvin, auk Gerðar, sendum Magnús Daníelsson ✝ Magnús Daní-elsson fæddist á Tindstöðum á Kjalarnesi 3. nóv- ember 1923. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 4. júní 2011. Útför Magnúsar fór fram frá Vídalínskirkju 14. júní 2011. Ellu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir að hafa átt samleið með heiðursmann- inum Magga Dan. Baldvin B. Ringsted. Laugardags- kvöldið 4. júní bár- ust okkur bræðrum þær sorgar- fréttir að Magnús frændi væri látinn, 87 ára að aldri. Magnús starfaði sem lögreglumaður um árabil og var farsæll laganna þjónn. Hann var réttsýnn og sanngjarn maður, vildi öllum vel, jafnvel þótt þeir ættu það ekki alltaf skilið. Húmor og kerskni var áberandi þáttur í fari Magn- úsar og hefur sá eiginleiki eflaust hjálpað honum og samstarfs- mönnum hans að takast á við oft erfiðar og snúnar aðstæður í starfi, þar sem mannlegur breyskleiki og erfiðleikar voru allsráðandi. Magnús var elsti bróðir móður okkar og fylgdist hann vel með afkvæmum systur sinnar. Hringdi hann reglulega og innti frétta af strákunum, eða kom í kvöldkaffi til Lillu systur á Norð- urvanginn, svona til að kanna málið frekar. Oft var tilefni til ábendinga um hegðun strákanna, sérstaklega ef honum fannst þeir litblindir í pólitík. Það verður heldur ekki undan því vikist að nefna að frændi okk- ar var matmaður mikill. Gjarnan voru haldin matarboð á Norður- vangnum og hafði Magnús þá iðulega mjög ákveðnar skoðanir um matseðilinn. Kjöt skyldi helst vera á borðum, og ekki sakaði ef bitinn væri svolítið feitur. Fisk- inn mátti þó fyrirgefa, en aðeins ef tryggt væri að Hnallþóra fylgdi í kjölfarið, að sjálfsögðu í formi rjómatertu. Á eftir var sest í rauða sófann í stofunni, ættar- höfðinginn Magnús fyrir miðju og stýrði umræðum. Þar var hann í essinu sínu. Hann fylgdist vel með dægurþrasi pólitískrar umræðu, þekkti marga og hafði gaman af góðum sögum. Var hann sjálfur sögumaður góður og kunni þá list að búa hversdags- legum hlutum kómíska umgjörð, sér og áheyrendum til mikillar skemmtunar. Hjarta hans var efalaust meira til vinstri en hægri, en hann átti þó auðvelt með að skipta um lið, tala sér þvert um hug, ef hann sá í því tækifæri til að hleypa umræðunni á hærra plan. Enginn gekk þó sár frá borði, heldur óma hlátrasköll- in í minningunni. Við vottum Ellu og börnum þeirra okkar innilegustu samúð og vitum að minningin um Magn- ús bregður birtu á sorgarstund. Daníel, Björn, Hlynur og fjölskyldur.             ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Tröllakór 12, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Vina til Bjargar, reikningsnúmer 0130-15-630320, kt. 540509-0690. Kristján Hauksson, Stefanía E. Kristjánsdóttir, Hlynur Gíslason, Eva Lind Kristjánsdóttir, Arnar Valgarðsson, Kristín Gyða Hrafnkelsdóttir, Hafdís Björg Hrafnkelsdóttir, Kristján Unnar Ragnarsson, Vilhelm Breki Arnarsson, Bjarney Lilja Hlynsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.