Morgunblaðið - 15.06.2011, Side 23

Morgunblaðið - 15.06.2011, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 ✝ Rafn Krist-jánsson fædd- ist á Tröð í Álfta- firði 7. júní 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 5. júní 2011. Foreldrar hans voru Ingi- björg Ólafía Ólafs- dóttir, f. 17. apríl 1894 á Ketilseyri í Dýrafirði, d. 14. október 1972, og Kristján Matt- hías Rögnvaldsson, f. 25. júní 1888 á Svarfhóli í Álftafirði, d. 14. júní 1984. Hinn 11. mars 1944 kvæntist hann Guðríði Eiríku Gísladótt- ur sem lést 22. mars 2007. For- eldrar Guðríðar voru Magnea Sigríður Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1895 í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi, d. 18. mars 1980, og Gísli Arason, f. 17. nóvember 1895 á Ragnheið- arstöðum, Gaulverjabæj- arhreppi, d. 25. júní 1986. Rafn og Guðríður eignuðust sex börn: 1) Magnús, f. 29. júní 1946, d. 20. desember sama ár. 2) Ingibjörg, bankamaður í Reykjavík, f. 23. júlí 1948. 3) Magnús, sagnfræðingur á Bakka í Bjarnarfirði, f. 9. ágúst 1950, maki hans er Arnlín Þ. Óladóttir skógfræðingur, f. 2. Harpa, f. 16. janúar 2006. 5) Auður Sveinborg, móttökurit- ari, f. 18. apríl 1955, maki hennar er James Bett, f. 25. nóvember 1959. Þau eiga þrjá syni: a) Baldur, f. 12. apríl 1980, sambýliskona hans er Ell- isif Sigurjónsdóttir. b) Calum Þór, f. 3. október 1981. c) Brynjar Lee, f. 25. október 1983. 6) Hjördís, bókari í Hafn- arfirði, f. 4. september 1960. Börn hennar eru: a) Ágúst Rafn Einarsson, f. 28. júlí 1983, unnusta Rakel Guðmunds- dóttir. Synir Ágústs eru Alex Breki, f. 29. júlí 2005, og Björn Andri, f. 19. maí 2006. Rakel á tvö börn. b) Matthías, f. 18. ágúst 1989. c) Erna, f. 7. apríl 1993. Rafn bjó alla tíð í Reykjavík. Að loknu gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla lærði hann til þjóns og starfaði sem slíkur á Hótel Borg og á Esjunni og Gullfossi. Hann nam síðar pípu- lagnir og varð m.a. formaður Sveinafélags pípulagninga- manna upp úr miðri síðustu öld. Síðustu 20 ár starfs- ævinnar hafði hann umsjón með fjölritunarstofu Seðla- banka Íslands. Rafn og Guð- ríður bjuggu fyrst í Nóatúni 19 þar sem börn þeirra ólust upp en síðar bjuggu þau á Laug- arnesvegi 96. Útför Rafns fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 15. júní 2011, kl. 13. júlí 1953. Þau eiga tvö börn: a) Hrönn, f. 17. mars 1978, og b) Bjarki, f. 2. júní 1979, sam- býliskona hans er Arna Rut Þorleifs- dóttir. Dóttir Arn- línar er Lísa Ólafs- dóttir, f. 27. september 1973, hún á tvo syni. 4) Sigríður, skrif- stofumaður, f. 15. mars 1953, maki hennar er Rafn Jónsson flugstjóri, f. 28. mars 1952. Þau eiga fjögur börn: a) Soffía Fransiska, f. 4. nóvember 1975, maki hennar er Pelle Hede. b) Eiríkur Rafn, f. 5. ágúst 1978, sambýliskona hans er Hulda María Stefánsdóttir. Dóttir þeirra er Arna María, f. 18. nóvember 2008. c) Þórdís, f. 9. mars 1981, sambýlismaður hennar er Heiðar Bragi Hann- esson. Börn þeirra eru Arnar Gauti, f. 29. júní 2006, og Hild- ur Elva, f. 29. mars 2009. d) Hildur, f. 9. mars 1981, sam- býlismaður hennar er Baldur Beck. Dóttir Sigríðar er Ölrún Marðardóttir, f. 5. maí 1971, maki hennar er Helgi Skúli Helgason. Þeirra börn eru Hlín, f. 18. febrúar 1996, Haf- þór, f. 1. desember 2001, og Tengdafaðir minn og nafni, Rafn, var kurteis séntilmaður, nægjusamur húmoristi og ein- staklega mikill fjölskyldumaður, sem hafði afar góða nærveru. Það kom ágætlega fram í því að barnabörnin leituðu mikið til hans og fannst gott að sitja hjá honum. Í þau tæp fjörutíu ár sem við þekktumst bar aldrei skugga á. Heimili hans og Guðríðar – Buddu – eiginkonu hans stóð allt- af opið og þau tóku vel á móti fólki. Þau voru ákaflega samhent hjón, enda búin að þekkjast allt frá barnsaldri. Hjónaband þeirra stóð í 63 ár, eða þangað til Budda lést 2007. Þegar við kynntumst hafði hann hafið störf hjá Seðlabank- anum og gantaðist með að hann sæi um prentun fyrir bankann, reyndar ekki á peningaseðlum heldur því sem þurfti að fjölrita hverju sinni. En Rabbi hafði víða komið við, lærður þjónn og pípu- lagningamaður. Hann minntist oft skemmtilegra tíma í þjóns- hlutverkinu á Hótel Borg. Með pípulagninganáminu fetaði hann í fótspor föður síns, sem einnig var pípulagningamaður. Rabbi komst til áhrifa innan Sveinafélags pípulagninga- manna og varð formaður um ára- bil. Sem formanni var honum boðið í mánaðarferð til Sovétríkj- anna og ferðaðist töluvert innan þeirra. Þessi ferð var honum afar minnisstæð og styrkti hann í lífs- skoðun hans, en hann var hrein- ræktaður sósíalisti í bestu merk- ingu þess orðs. Þeim hjónum varð sex barna auðið og komust fimm þeirra á legg. Þau voru alin upp í þröng- um húsakosti og miklu ástríki í Nóatúni 19. Fjölskyldan flutti á Laugarnesveg 96 árið 1971 og bjuggu Rabbi og Budda þar allt þangað til heilsan gaf sig og þau fluttu í Skógarbæ, fyrst Budda og svo Rabbi. Þar nutu þau einstakr- ar umhyggju og alúðar sem seint verður fullþökkuð. Nú hefur Rabbi loksins fengið hvíldina langþráðu og ég er viss um að Budda hefur tekið á móti honum þegar hann hvarf úr þess- ari jarðvist. Saman geta þau litið stolt til baka á gróðursælan ætt- garðinn þar sem þau sáðu fræjum hófsemi, heiðarleika og nægju- semi og svo leiðast þau hönd í hönd út á eilífðarbrautina en ein- mitt þannig er myndin sem mað- ur geymir af þessum öðlings- hjónum. Rafn Jónsson. Rafn átti eftir 2 daga í nírætt þegar hann lést eftir viðburða- ríka ævi. Hann var af kynslóð sem þekkti á eigin skinni örbirgð kreppuáranna, húsnæðishrak og ótrausta atvinnu, en alla ævi var þráin eftir fegurð lífsins honum leiðarstef. Hann þráði menntun sem því miður stóð ekki almúga- mönnum til boða, en hann nýtti hvert tækifæri og nú síðast sótti hann á níræðisaldri námskeið um óperutónlist. Hann vildi skoða heiminn og sem þjónn á milli- landaskipum brá hann sér iðu- lega á listasöfn í landlegum, fór í mikla Rússlandsferð og þau hjón- in voru reglulegir gestir hjá Auði dóttur sinni í Belgíu og Skotlandi. Okkur tengdapabba varð vel til vina. Við áttum sameiginlegt áhugamál í ræktun og áhuga á náttúrunni. Hann kenndi mér að rækta grænmeti og átti ófá hand- tökin við garðyrkjustörfin hér í sveitinni en ekki síður kenndi hann mér að garðurinn skyldi vera fallegur. Oft kom hann með bílinn hlaðinn blómum og trjám til að fegra umhverfið. Það var heldur ekki ónýtt að hafa verk- glaðan pípulagningamann þegar svo bar við. Það var mikil æv- intýra- og svaðilför vetur einn þegar gera þurfti endurbætur á lögnunum á gamla Bakka. Rafn var í essinu sínu í bátsferð, snjó- mokstri og jakaburði. Aðstæður voru aðeins betri þegar hann tók soninn í læri og lagði lagnir í nýja húsið okkar. Og sonurinn naut uppeldis á fleiri sviðum, oft fóru þeir feðgar saman á lista- sýningar og tónleika og þegar útþráin greip afkvæmið var haldið í mikla för til Bretlands. Rafn var samur við sig og þræddi listasöfn og sýningar frá morgni til kvölds, ferð sem Maggi býr að og vitnar til enn þann dag í dag. Hjónaband þeirra Buddu var, eins og þau, kærleiksríkt og laust við alla tilgerð. Þegar ég hitti þau fyrst var „farið í mat“ á Laugarnesveginn. Nei, það þurfti ekkert að hringja á undan sér, bara að birtast. Og Budda halaði endalaust meiri mat upp úr galdrapottinum á eldavélinni. Þegar ég ætlaði síðan að ganga í augun á tengdó og taka að mér uppvaskið var ekki við það kom- andi. Það var nefnilega þeirra prívatverk. Í baslinu með barna- skarann varð til sú regla að þau vöskuðu upp saman, hölluðu eld- húshurðinni að stöfum og áttu sína stund. Samband þeirra öðl- aðist síðan nýja vídd í nýlegri ferð okkar um Vestfirði. Þau rifj- uðu upp „tildragelsið“ á milli sín í skólaferð til Ísafjarðar. Þau upplifðu aftur rómantíkina og spenninginn, hvernig Budda dáð- ist að Rabba fyrir hvað hann var klár námsmaður og góður í ensku og hann á móti hvað hún var lipur og sat hest fallega. Ég sé hann Rabba núna fyrir mér við hliðina á Buddu sinni, umvafinn grósku- miklum gróðri og með fagra tón- list í hlustum. Öðru hvoru er gert hlé á tónlistinni og fluttir leiftr- andi fyrirlestrar um hvaðeina fróðlegt og ef þeim leiðist má lalla sér á listsýningu. Og það má mik- ið vera ef ekki leynist þar hag- anlega gert listaverk sem Budda er búin að vera að dunda sér við á meðan hún beið eftir sínum. Það er mikið lán að hafa fengið að vera samtíða þeim hjónum. Þau voru eins og maður vill helst vera sjálfur, hógvær, réttsýn og fróð. Arnlín. Elsku afi okkar er látinn. Afi var í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinunum. Þær voru ófáar stundirnar sem hann notaði til að leika við okkur og vera með okkur. Þá var sérstaklega vin- sælt að hossa sér á bumbunni á honum og jafnvel fá hann sem sérlegan aðstoðarmann við hinar ýmsu leikfimiæfingar. Þar sem við bjuggum alltaf í nágrenni við afa og ömmu sem börn vorum við tíðir gestir hjá þeim. Á Laugarnesveginum mátti alltaf leika sér. Við systk- inin gátum t.d. tekið upp á því að byggja hús úr borðstofuhúsgögn- unum eða búa til ruggustól úr skemli. Þá var skrifstofan hans afa algjör gullkista. Þar inni mátti hlusta á plötur og afi átti fullt af spennandi hlutum sem við máttum fikta í og hann var alltaf til í að sýna okkur og segja frá. Það var tilhlökkunarefni að koma til afa og ömmu á mánudögum og skoða Andrésblað vikunnar sem afi kom með heim úr vinnunni. Hjónaband afa og ömmu varði í 63 ár. Þau gengu í gegnum margt í sinni hjúskapartíð, andlát frumburðarins, fátækt og veik- indi ömmu. Gleðistundirnar voru þó fleiri. Þau voru hamingjusöm saman, eignuðust sex börn, þrett- án barnabörn og eiga í dag átta barnabarnabörn. Það var afa mjög erfitt þegar amma þurfti að flytjast á Skógarbæ vegna veik- inda sinna. Hann heimsótti hana á nær hverjum degi þangað til hann sjálfur hafði fengið sama sjúkdóm. Þau fengu að vera sam- an á Skógarbæ þar til amma lést. Við erum þakklát fyrir þá góðu umönnun sem þau fengu þar. Við minnumst afa eins og hann var á Laugarnesveginum, að leika við okkur krakkana eða í eldhúsinu hjá ömmu, að borða jólaköku og pönnsur og drekka kaffi. Hún hefur eflaust tekið vel á móti honum þegar þau hittust aftur. Ölrún, Soffía, Eiríkur, Þórdís og Hildur Rafn Kristjánsson Það sem lýsir afa mínum best er hversu skemmtilegur penni hann var. Hann skrifaði nokkrar smásögur sem við krakkarnir fengum í jólagjöf og var eftir- væntingin eftir þeirri næstu allt- af jafnmikil. Af minn var líka mikill ljóða- kall. Þegar ég komst að því deildi ég ljóðunum mínum með honum sem var skemmtileg upp- lifun. Hann hjálpaði mér meðal annars með ljóð sem ég átti í vandræðum með. Ljóðið hafði ég ákveðið að nota til að taka þátt í ljóðasamkeppni. Eftir örfáar lagfæringar eftir leiðsögn frá afa var ljóðinu skilað inn og end- aði ég á því að fá viðurkenningu fyrir afbragðsljóð. Fríða Jónsdóttir. Hann afi vildi allt fyrir mann gera, það var alltaf gott að koma til hans í spjall og alltaf fór ég brosandi frá honum. Hann var mikill sælkeri sem átti alltaf perubrjóstsykur að bjóða okkur. Fyrsta minningin um hann er þegar hann sótti mig og Loft (Hreinsson) frænda á róló og fór með okkur í vinnuna sína og þar fengum við kókómjólk og snúð. Hann var alltaf í góðu skapi og stutt í bros og brandara. Ég sakna hans enda hafa hann og amma verið stór partur af lífi mínu. Ég hefði alveg viljað hafa hann miklu lengur hjá okk- ur og finnst mér synd að fram- tíðarfjölskylda mín fái ekki að kynnast þessum frábæra og ein- staka manni. Vona að hann sé kominn á góðan stað, hvíl í friði afi. Aðalheiður Steina. Nú er komið að því sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma. Í dag kveð ég Loft Magnússon, afa minn sem og góðan vin minn, í hinsta sinn. Allt frá því ég man eftir mér hefur afi verið til stað- ar með opinn faðminn, tilbúin að deila með sér góðri sögu og oftar en ekki köku eða einhverju sætu með. Hann var bæði mikill leik- ari og mikið skáld og sú blanda gerði hann að stórkostlegum sögumanni sem tókst að láta hversdagslega atburði hljóma sem ævintýri og alltaf tókst hon- um að hughreysta mann og stappa í mann stálinu ef eitthvað bjátaði á. Það mættu allir taka hann sér til fyrirmyndar en hann var góðmennskan uppmál- uð, alltaf til í að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum og tilbúinn að gefa af sér og tíma sínum. Síðustu ár eftir að afi hætti að keyra gerðum við tvö „samning“ okkar á milli, ég fékk afnot af bílnum hans og í staðinn aðstoð- aði ég hann og ömmu við mat- arinnkaup og skutlaði ef þess þurfti. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þetta litla samkomulag okkar því það gerði það að verk- um að heimsóknir mínar til hans Loftur Magnússon ✝ Loftur Magn-ússon fæddist á Ísafirði 24. júlí 1925. Hann lést á Sunnuhlíð í Kópa- vogi 6. júní 2011. Útför Lofts fór fram frá Kópavogs- kirkju 14. júní 2011. og ömmu urðu mun tíðari og reglulegri en þær hefðu lík- lega orðið. Þrátt fyrir að vera sorgmædd yfir því að tími afa Lofts meðal okkar sé nú liðinn þá er ég líka hamingjusöm yfir því að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast honum. Jóna Margrét. Elskulegi afi minn. Efst í huga mér er hlýjan, rólega fasið og lági hláturinn þinn. Hvernig það birti alltaf yfir þér þegar ég kíkti í heimsókn til þín og ömmu eftir skólann og æfingar. Ekki var það sjaldan sem ég dottaði í sóf- anum og ávallt þegar ég vaknaði hafðir þú breitt yfir mig hlýtt teppi. Ég mun ekki gleyma því þeg- ar ég kom í heimsókn um daginn í Sunnuhlíðina, þar sátuð þið skötuhjúin í söngstund og þú söngst hástöfum uppáhaldslagið mitt, „Litla flugan“. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn, þú varst alltaf svo seigur. Ég geymi allar yndislegu minningarnar okkar innst í hjarta mínu. Mér þykir svo vænt um þig elsku afi, þín er sárt saknað. Kveðja, Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Elsku afi okkar er látinn. Þegar við systkinin vorum börn í Kambaselinu vorum við svo heppin að amma og afi bjuggu hinum megin við götuna. Það varð okkar annað heimili þar sem við fengum oft hádegismat áður en við fórum í skólann, lit- um við í kökubita og mjólkurglas eða hittum fjölskylduna við ýmis tilefni. Alltaf var afi vel til hafður í skyrtu og með bindi og lumaði á einhverju góðgæti handa okkur krökkunum. Afi var góður sögumaður og kunni margar sögur þar sem hann var oftar en ekki aðalsögu- hetjan. Hann lifði sig inn í frá- sögnina og lék jafnvel einstaka atriði svo það kom ekki að sök að við heyrðum sumar sögurnar nokkrum sinnum, alltaf höfðum við jafn gaman af. Yfirleitt var einhver boðskapur fólginn í sög- unni sem var þá til að hug- hreysta okkur eða hvetja okkur áfram. Hvort sögurnar hans afa voru allar sannar vitum við ekki enn, enda er það aukaatriði. Samband ömmu og afa ein- kenndist af gagnkvæmri virð- ingu og ást og hefur verið okkur barnabörnunum góð fyrirmynd. Þegar amma og afi fluttu og lengra varð á milli húsa þá varð líka lengra á milli heimsókna. Alltaf var samt jafn indælt að líta inn, fá kex og djús, ræða um allt og ekkert og rifja upp nokkrar sögur með afa. Við erum þakklát fyrir stundirnar með afa okkar og að börnin okkar fengu að kynnast langafa sínum og við hlökkum til að segja þeim sög- urnar hans. Elsku afi, þín verður sárt saknað. Hildur, Stefán og Steinar. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN HALLDÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR, sem andaðist þriðjudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 15. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhildur Þórisdóttir, Axel Þórisson, Rakel Rut Þórisdóttir, Þórður Ægir Þórisson, Þórir Gunnar Jónasson. ✝ Eiginmaður minn, ÓMAR ÁRNASON cand act, til heimilis að Móabarði 20, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir. ✝ PÁLL ÓLAFSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést föstudaginn 10. júní. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.