Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 ✝ Áslaug Sigurð-ardóttir fæddist í Syðri-Gegn- ishólum í Flóa í Árn. 25. desember 1923. Hún lést 7. júní 2011. Foreldrar hennar voru Sigurður Ís- leifsson, f. 18.10. 1872, d. 5.8. 1945, bóndi í Syðri- Gegnishólum, og k.h. Sigríður Jónsdóttir, f. 31.7. 1878, d. 18.7. 1958. Systkini Ás- laugar voru: Ísleifur, f. 14.8. 1909, d. 25.11. 1973, Sigríður, f. 14.1. 1911, d. 27.11. 1990, Jón, f. 7.5. 1912, d. 31.8. 2003, Gissur, f. 6.12. 1913, d. 23.12. 2000, Hall- bera f. 28.1. 1915, d. 5.12. 1986, Ólafur, f. 27.1. 1919, d. 17.7. 2010, Guðrún, f. 9.9. 1920, d. 19.4. 1993, og Anna G. Kristgeirsdóttir, f. 14.6. 1932. Áslaug giftist 8.1. 1955 Sigurði Guðjóni Magnússyni, bifreiða- stjóra, f. 26.3. 1924 á Orr- ustustöðum á Brunasandi í V- Skaft., d. 25.4. 1995, og eignuðust þau 10 börn. Þau eru: 1) Erlendur Guðnadóttir, f. 22.9. 1955. Börn Óskars eru: María Ósk, f. 1.12. 1981, eiginmaður hennar er Mar- teinn Þór Ásgeirsson, f. 15.1. 1978. Börn þeirra: Óskar Dagur, f. 6.11. 1999, Elísa Margrét, f. 5.4. 2004, Þorsteinn Ari, f. 13.5. 2008, og Ásgeir Þór, f. 2.12. 2009, Atli Rúnar, f. 5.9. 1985, barn hans er Agnes Ósk, f. 12.9. 2007, Sigþór Ingi, f. 28.3. 1991. 7) Sigurður, f. 27.3. 1963, trésmiður, börn hans eru: Guðjón Hrafn, f. 24.1. 1996, og Viktor Máni, f. 1.3. 1999. 8) Katrín Sigurlaug, f. 15.11. 1964, leikskólakennari, eiginmaður hennar Vilhjálmur Árni Ásgeirs- son, f. 1.1. 1964, verkfræðingur. Börn þeirra: Árni, f. 9.5. 1994, og Kristín Ása, f. 30.7. 1998. 9) Sig- rún, f. 6.4. 1967, bakari, eig- inmaður hennar er Jón Davíð Hreinsson, f. 22.8. 1969, raf- virkjameistari. Börn þeirra: Birna Rán Magnúsdóttir, f. 11.3. 1988, Davíð Snær, f. 16.1. 1998, og Róbert Mar, f. 5.7. 2004. 10) Guðlaug, f. 24.7. 1969, skrúðgarð- yrkjufræðingur, eiginmaður hennar er Guðni Þór Sigurðsson, f. 6.3. 1967, verslunarmaður. Börn þeirra: Sigrún Ása, f. 26.6. 1998, og Arnar Þór, f. 14.6. 2003. Áslaug og Guðjón bjuggu alla tíð í Kópavogi. Áslaug verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 15. júní 2011, kl. 13. Magnús, f. 22.6. 1955, plötu- og ket- ilsmiður í Kópavogi. 2) Sigríður, f. 22.7. 1956, leikskólakenn- ari í Kópavogi, gift Ingólfi Arnarsyni, f. 5.6. 1956, rekstrar- hagfræðingi. Börn þeirra: Guðjón Örn, f. 23.9. 1983, Sævar Örn, f. 31.12. 1992, og Arnar Örn, f. 12.3. 1996. 3) Karl, f. 26.7. 1957, skrúðgarðyrkjumeistari og landslagsarkitekt. 4) Bára, f. 21.7. 1958, garðyrkjufræðingur og verktaki. 5) Jóna, f. 10.11. 1959, bankastarfsmaður, sam- býlismaður Björn Ásgeir Ásgeirs- son, f. 10.2. 1957, múrarameist- ari. Börn þeirra: Elín Áslaug, f. 25.3. 1980, sambýlismaður Vignir Barði Einarsson, f. 22.9. 1975, dóttir þeirra er Silja Vignisdóttir, f. 22.7. 2009, Íris, f. 29.5. 1987, sambýlismaður Kristján Björns- son, f. 2.1. 1985, og Björn Ásgeir, f. 23.6. 2000. 6) Óskar, f. 14.5. 1961, vinnuvélastjóri í Kópavogi, sambýliskona Ásta Sigríður Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson) Í dag kveð ég með trega elsku- lega mömmu mína, eftir langa og stranga ævi. En ekki ætla ég að rekja þessa baráttu, heldur að minnast gleðistundanna, því svo mikill var krafturinn og lífsgleðin að allir dáðust að. Fjölskyldan var henni mikilvæg, að vera í kringum börnin sín og barna- börnin, og var það henni mjög hugleikið að við systkinin (10) héldum hópinn og pössuðum hvert upp á annað og talaði hún um það mikið og daginn sem hún kvaddi þennan heim sagði hún: „Það ætla ég að vona að þið hald- ið áfram að vera samhent, held að það sé alveg hræðilegt þegar fólk talar ekki saman og allt er í loft upp.“ Ég veit að það verður mikið tómarúm í mínu lífi þegar þú ert farin, ég kveð, elsku mamma, með söknuði og gleði. Guð geymi þig. Þín dóttir, Sigrún. Komið er að kveðjustund. Hvernig skrifar maður kveðjuorð til móður? Sorg hvílir innra með mér, en einnig viss léttir þar sem hún lifði í þjáðum líkama síðustu árin og var oft búin að hafa orð á því að nóg væri komið og tími væri kominn til að fara, og nú hefur almættið gefið henni þá líkn. Í mínum huga var hún dæmi- gerð gamaldags húsmóðir sem passaði upp á heimili sitt eftir því sem orka og efni leyfði hverju sinni og var nokkuð sátt við það, þó skipst hafi á skin og skúrir eins og gerist í lífi okkar allra. Hún vildi ekki skulda nein- um neitt og var kona orða sinna. Þegar hún hafði kvatt þessa jarðvist fékk vísa ein sem var of- an við rúmgafl hennar einhverja nýja merkingu fyrir mér. Senni- lega er þetta eina vísan sem samin var henni til handa í lífinu, ég veit að henni þótti mjög vænt um þetta vísubrot sem Geir Gunnlaugsson bóndi í Lundi (Geir í Eskihlíð) samdi til hennar og gaf henni skrautritað og inn- rammað um jólin 1991. Það var mikið lán þér léð – á löngu æviskeiði. Yfir öll þín blómabeð – skín blessun Guðs í heiði. Mér finnst þessi vísa ramma vel inn þær tilfinningar sem bærast innra með mér þessa dagana og vil gera hana að kveðjuorðum sonar til móður. Kær kveðja, Karl Guð- jónsson. Elsku amma Ása. Nú ertu far- in frá okkur en við munum alltaf geyma minninguna um þig í hjörtum okkar. Eftir allar þessar góðu stund- ir sem við höfum átt saman verð- ur erfitt að kveðja þig fyrir fullt og allt. Þú sýndir okkur alltaf Áslaug Sigurðardóttir Nú er rúmur mánuður liðinn síðan elsku mamma mín lést. Það var daginn fyrir 90 ára afmælið hennar. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann, margar góðar minning- ar og tómarúmið og söknuðurinn er mikill. Mamma bjó hjá okkur Einari síðustu átta árin og erum við þakklát fyrir þann tíma. Hún var alltaf svo hlý og góð og gaf svo mikið af sér. Hún hugsaði alltaf um aðra meira en sjálfa sig. Hún var bænheit kona og margir leituðu til hennar og báðu um fyrirbæn. Hún átti ótalmarga vini og kunningja og var dugleg að halda sambandi við alla, hringdi reglulega og skrifaði bréf alveg fram á síðustu stund. Mig langar að minnast Ingibjörg Jónsdóttir ✝ IngibjörgJónsdóttir fæddist á Akureyri 5. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 4. maí 2011. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Hallgrímskirkju 9. maí 2011. mömmu minnar með kvæði sem ber yfirskriftina: Mamma. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Rannveig Óskarsdóttir.✝ Einlægar þakkir fyrir allar þær fallegu og hlýju kveðjur sem okkur bárust vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS JÓAKIMSSONAR bifreiðarstjóra, Hlíf 2, Ísafirði. Starfsfólk heimahjúkrunar á Hlíf og læknar og starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fær sérstakar þakkir fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Páll Kristmundsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Árni Aðalbjarnarson, Gunnar Theodór Þorsteinsson, Elín Huld Halldórsdóttir, Friðgerður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri FRIÐRIK JENS FRIÐRIKSSON fyrrv. héraðslæknir, Smáragrund 4, Sauðárkróki, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson, Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson, Alma Emilía Björnsdóttir og börn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, DÓRA MAGGA ARINBJARNARDÓTTIR, lést á deild B2 Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 9. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Gestsson, Guðný Elíasdóttir, Hörður Ingi Torfason, Grétar Páll Stefánsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Kristín Þóra Sigurðardóttir, Haraldur Ragnarsson, Salbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur M. Halldórsson, Gestur Sigurðsson, Íris Huld Guðmundsdóttir, Linda Sigurðardóttir, Páll J. Aðalsteinsson, Axel Baldvinsson, Halldóra Pétursdóttir, Björgvin Kristjánsson, Sigríður Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR kjólameistari lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 13. júní. Guðmundur Helgi Haraldsson, Helga Þorkelsdóttir, Kristrún Haraldsdóttir, Þorbjörn Rúnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR, Hverahlíð 20, Hveragerði, áður til heimilis að Dalbraut 17, Bíldudal, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 8. júní. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13.00. Ásgeir M. Kristinsson, Guðjóna Kristjánsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Birna Kristinsdóttir, Jóna Elín Kristinsdóttir, Guðbjartur Ólafsson, Guðmundur Kristinsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Kristján Hörður Kristinsson, Valdís Valdimarsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Þórarinn Viðar Hjaltason, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, HAUKUR FRÍMANN PÁLSSON mjólkurfræðingur frá Sauðárkróki, Nónhæð 2, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 13. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 20. júní kl. 15.00. Sigurlaug Valdís Steingrímsdóttir, Steingrímur Hauksson, Maggý Dögg Emilsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Sigbjörn Ármann, Theodóra Hauksdóttir, Sigurður Sævar Gunnarsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, ÁRNA HALLDÓRSSONAR frá Húsey. Einnig sendum við sérstakar þakkir til starfsfólks spítalans á Neskaupstað, svo og starfsfólki og heimilisfólki Sambýlisins á Egilsstöðum, fyrir þá einstöku hlýju sem faðir okkar og við fjölskyldan nutum þar. Elsa Þorbjörg Árnadóttir, Jóhann Bjarnason, Ingi Halldór Árnason, Guðrún Jóna Jónasdóttir, Kristín Árnadóttir, Þorsteinn Pálsson, Margrét Magna Árnadóttir, Jón Steinar Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og systir, INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Grandavegi 47, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 13. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir, Guðný Jónasdóttir. ✝ Okkar hjartkæri HÖRÐUR SIGURGRÍMSSON bóndi í Holti, Stokkseyrarhreppi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 9. júní. Jarðsungið verður frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Anna Guðrún Bjarnardóttir, Sigríður Harðardóttir, Már Ólafsson, Sigurður Jónsson, Björn Harðarson, Elín María Karlsdóttir, Anna Harðardóttir, Sigurður Kristinsson, Sigurður Harðarson, Manon Laméris, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.