Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25
mikla umhyggju og hugsaðir allt- af fyrst og fremst um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfa þig. Við áttum ófáar gæðastundir fyrir framan sjónvarpið og oftar en ekki var fótbolti á skjánum. Alltaf spurðir þú okkur hvernig við þekktum alla þessa leikmenn og hverrar þjóðar þeir væru. Best þótti þér að vera heima og dunda þér við spilin og hlusta á Rás 2 í leiðinni. Það varst þú sem kennd- ir okkur að spila hin ýmsu spil. Við höfum aldrei þekkt neina manneskju eins hógværa og góð- hjartaða og þú varst. Þú talaðir aldrei illa um neinn og sást alltaf björtu hliðarnar á hverju máli. Þú varst þrautseig og gerðir allt sem þú ætlaðir þér þótt oft á tíðum hljótt færi. Við héldum að þú vær- ir ódrepandi, enda ekki að ástæðulausu sem við kölluðum þig Ömmu ódrepandi. Nú er líf þitt á enda komið, við elskum þig og munum aldrei gleyma þér. Þín verður sárt sakn- að og minningin um þig mun vara að eilífu. Þín barnabörn, Kristín Ása og Árni. Nú kveð ég þig elsku amma mín af þessari jörðu, þú sem varst svo sterk og frábær kona, dug- legri konu held ég að erfitt sé að finna. Þú ólst upp þennan hóp af börnum, tíu stykki, og gerðir með sóma, svo komum við barnabörn- in á eftir, svo lánsöm vorum við að eiga þig sem ömmu, alltaf settirðu okkur í fyrsta sæti. Þegar ég var lítil var ég svo mikið hjá þér, svaf á milli þín og afa, sú minning lifir og mun ég aldrei gleyma. Þú varst svona alvöruamma. Við komum til þín í Laufbrekkuna og alltaf varstu heima með svuntuna, tilbúin til þess að taka á móti okk- ur krökkunum með nýbökuðum pönnsum eða brúnköku, passaðir alltaf upp á að enginn væri svang- ur og allir hefðu nóg. Ég tel mig mjög lánsama að hafa kynnst þér og fengið öll þessi ár með þér. En nú er kominn sá tími að ég þurfi að kveðja þig af þessari jörðu, mikill söknuður fylgir, en svona sterk kona eins og þú amma mín, sem ert búin að ljúka þínu hlut- verki á þessari jörðu, þú varst svo tilbúin að fara. En það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann og ég hlýja mér við það að nú ertu komin á betri stað og þér líður miklu betur, ég veit að nú ertu komin til afa sem þú saknaðir eins og við hin sem þekktum hann. Elsku amma mín, hvíldu í friði, minning um yndislega og sterka konu lifir með mér alla ævi, ég elska þig og ég sakna þín. Birna Rán. Ég vil með fáum orðum minn- ast Áslaugar, en hún var tengda- móðir sonar míns, Guðna Þórs. Við hjónin kynntumst Áslaugu fyrst þegar hún, orðin ekkja, kom í heimsókn til okkar snemma árs 1997, með yngstu dóttur sinni Guðlaugu, sem sonur okkar var búinn að koma heim með nokkuð oft og greinilegt var að þar bjó eitthvað meira undir. Okkur varð þá strax ljóst að þarna var komin traust, kraftmikil og dugleg kona, sem heilsaði okkur með sterku handtaki. Kynni okkar ná því ekki lengra aftur en rúm 14 ár, en þó nógu mörg til að ég hafði tækifæri til að kynnast konu sem hafði fætt 10 börn á 14 árum og alið þau upp með ráð- deild, dugnaði og eljusemi. Ás- laug var líka sérlega myndarleg í verkum sínum. Flestum þætti nú nóg að gera að sjá um jafnstórt heimili og hennar var, en hún prjónaði og saumaði líka föt á öll þessi börn, jafnvel fram á fullorð- insár. Af heilsufarsástæðum hef ég þurft að vera í meðferð hjá sjúkraþjálfara í mörg ár og svo kom að því að Áslaug þurfti á sömu þjónustu að halda, eftir lið- skiptaaðgerð, og hittumst við þá á sjúkraþjálfunarstöðinni, þar sem við vorum í meðferð á sama tíma og þá var alveg upplagt að við yrðum samferða í og úr með- ferðinni. Á þessum tíma kynntist ég Áslaugu betur en hefði ella orðið og voru þessar ferðir okkar mér mikils virði og ýmislegt var talað um. Eitt sinn vorum við að tala um þau háu laun sem sumir í þjóð- félaginu höfðu. Þá sagði Áslaug: „Ég hef nú ekki fjárfest í hluta- bréfum, heldur í börnum og það er mikil eign að eiga 10 börn og að allt sé þetta nýtilegt fólk.“ Þessari setningu held ég að ég muni aldrei gleyma, því í henni felst svo mikill sannleikur. Elsku Gulla mín og þið öll hin, börn, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabörn og aðrir aðstandend- ur, Guð veri með ykkur um ókom- in ár. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Sigrún Gissurardóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Merktu gæludýrið Fyrir gæludýr. Merki með hlekk, nafni dýrsins og símanúmeri eiganda. Verð 2000 kr. Fannar, Smiðjuvegi 6, Kóp. Rauð gata. Sími 551-6488. fannar@fannar.is Gisting Hótel Sandafell Þingeyri Býður gistingu og orlofsíbúðir. Sími 456 1600. Atvinnuhúsnæði SKRIFSTOFURHÚSNÆÐI til leigu að Súðarvogi 7 á annari hæð, 18 fm.skrifsota með tölvi og símatengi. í sameign er aðgangur að fundarherbergi. uppl. í S: 824-3040 og 862-6679 Sumarhús Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Í landi Kílhrauns á Skeiðum. 50 mín. akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógræktar og útivistar. Falleg fjallasýn. Upplýsingar í símum 824 3040 og 893 4609 Festu þér þinn sælureit í dag. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Golf Rafmagnsgolfhjól Eigum á lager rafmagnsgolfhjól á góðu verði. 250.000 kr. H-Berg ehf. Sími 565 6500 . Til sölu Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Óska eftir Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt og seðlasöfn, geri tilboð á staðnum. Gull- og silfurpen- ingar. Sími 825 1016, Sigurður. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Málarar Íslandsmálarar ehf. Þakmálun - Þakmálun!! Húsfélög - Húseigendur Þarf að huga að viðhaldi á þakinu? Við sérhæfum okkur í málun og viðgerðum á þökum. Gerum tilboð ykkur að kostnaðar- lausu. Löggiltur málarameistari. Grétar, s. 899 2008. islandsmalarar@gmail.com Íslandsmálarar ehf. Húsfélög - Húseigendur Þarf að huga að viðhaldi á húsinu? Er kominn tími á að mála? Við tökum að okkur málun, múrviðgerðir, flotun og flísalagnir. Gerum tilboð ykkur að kostnaðar- lausu. Elías Raben múrarameistari, s. 770 3686. eliasraben@gmail.com Bílar Árg. '07, ek. 54.000 km Til sölu Volvo XC 90, árg. 2007/8, 7 manna, ssk., 8 cyl., eins og nýr. Bónusverð. Uppl. í síma 897 1458. Pallbíll Pall-lok á ameríska pickupa Eigum til á lager pall-lok frá www.undercoverinfo.com - þetta eru sterk og létt lok sem gefa pallbílnum aukið notagildi og minnkar eyðslu. Uppl. Frank 844 5222. Bílaþjónusta Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is – s. 551-6488. Aðalfundur BR Boðað er til aðalfundar Bridsfélags Reykjavíkur í dag, 15. júní 2011. Fundurinn verður haldinn í Síðu- múla 37 kl. 18. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Aðalfundarstörf skv. 5. gr. laga Bridsfélags Reykjavíkur. Eftirfarandi tillögur um lagabreyt- ingar hafa komið fram og verða af- greiddar á fundinum. Tillaga um fækkun stjórnarmanna úr fimm í þrjá. Tillaga um að breyta boðun aðal- fundar. Félag eldri borgara Rvík. Spilað var í Stangarhyl 4, sal Fé- lags eldri borgara í Reykjavík 9. júní. Úrslit í N/S Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 263 Rafn Kristjánss. – Júlíus Guðmundss. 256 Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 227 A/V Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 297 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 248 Friðrik Jónss. – Tómas Sigurjónss. 242 Bikarkeppnin/ Önnur umferð Nokkrir leikir hafa verið spilaðir í annarri umferð bikarkeppninnar og þessi eru úrslitin: Bernódus Kristinss. – Sveitin svala 90-85 VÍS 140 – Úlfurinn 140-42 6. Nammi – Kristján B. Snorrason 77-71 Óskar Elíasson – Sparisj. Siglufjarðar 40-123 Pétur og úlfarnir – Suðurtún 62-83 Tölvustoð ehf. – Skákfjelagið 125-85 Umferðinni á að vera lokið 3. júlí. Félag eldri borgara í Hafn- arfirði Föstudaginn 10. júní var spilað á 14 borðum í Hraunseli með eftirfarandi úrslitum í N/S: Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 360 Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórss. 358 Sæmundur Björnss. – Knútur Björnss. 343 Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnsson 330 Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 328 AV: Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 387 Lilja Helgadóttir – Hildur Jónsd. 375 Friðrik Hermannss. – Ásgeir Sölvas. 372 Jón Ólafur Bjarnas. – Stefán Ólafsson 339 Jóhannes Guðmundss. – Friðrik Jónss. 334 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ Ingibjörg Stef-anía Þorvalds- dóttir fæddist hinn 9. júní 1913 í Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) í Blönduhlíð í Skagafirði. Hún lést 29. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þorvaldur Jóns- son, f. 31.12 1884, d. 23.9. 1989, og Helga Jó- hannsdóttir, f. 26.8. 1893, d. 11.6 1944. Systkini hennar, bæði látin, voru Jóhann Jón, f. 1915, og Oddný Kristín, f. 1919. Sonur Ingibjargar er Helgi Þorvalds Gunnarsson, f. 1950, og kona hans Þorbjörg Ásgrímsdóttir, f. 1949. Börn Helga og Þorbjargar eru Eg- ill, f. 1970, Ásgrímur Haukur, f. 1972, Ingibjörg Helga, f. 1974, og Guðrún, f. 1980. Árið 1973 giftist hún Ólafi Jóns- syni vélstjóra, d. 1985. Ingibjörg ólst upp í Hjalta- staðakoti og á Íb- ishóli í Skaga- firði. Upp úr fermingu var hún í vist á ýmsum bæjum í sveit- inni. Fjölskyldan flutti á Sauðárkrók árið 1928 en um það leyti flytur Ingibjörg til Akureyrar. Þar bjó hún til ársins 1985 að hún flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði lengst af við saumaskap. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey á 98. afmælisdegi hennar 9. júní sl. Tengdamóðir mín Ingibjörg var Skagfirðingur og var stolt af því. Hún fæddist og ólst upp í torfkofa. Hún sagði okkur sög- una af því þegar hún lítil stúlka, vormorgun einn í maí, vaknaði við að eitthvað blautt og volgt lá við fætur hennar. Þegar að var gáð kom í ljós að þar lá nýfætt líflítið lamb. Pabbi hennar sagði að lambið yrði hennar ef það héldi lífi. Það gekk eftir. Gleði og hamingja barnsins var ósvik- in. Á kveðjustundu þökkum við öll fyrir takmarkalausa um- hyggju sem hún bar fyrir af- komendum sínum sem og fjöl- skyldu sinni allri. Hvíl í friði. Þorbjörg. Þá hefur hún Ingibjörg amma okkar kvatt þennan heim nær 98 ára að aldri. Með sanni má segja að amma hafi lifað tímana tvenna og hefur okkur alla tíð þótt hún sem tengiliður okkar við löngu horfna tíma. Al- in upp í torfbæ, við verklag og hugsunarhátt, sem tíðkast hafði öldum saman á Íslandi. Menn- ingu og aðstæður sem voru við það að taka stórstígum breyt- ingum. Æskuárin átti amma í Hjalta- staðakoti og síðar að Íbishóli við Varmahlíð er fjölskyldan flutti þangað búferlum árið 1921. Ýmsum minningum sínum um veruna að Íbishóli, sagði hún okkur frá. Minnisstæð er sagan af því þegar bæjarfólki að Íb- ishóli bárust til eyrna fréttir af bifreið, sem notuð var við vega- gerð í allnokkurri fjarlægð frá bænum. Slíkt fyrirbæri höfðu þau aldrei fyrr séð og gerðu sér sérstaka ferð til að skoða. Saga af því hversu lengi hún og Jón bróðir hennar höfðu beðið spennt eftir að fá að fara með föður sínum á Sauðárkrók og fá að sjá sjóinn sýnir hversu fólk á þessum tíma var bundið heima- högunum og ferðalög tímafrek- ur munaður. Vegalengdin milli Íbishóls og Sauðárkróks er um 30 kílómetrar og aksturstími í dag varla nema 20 mínútur. Á uppvaxtarárum ömmu var þetta hinsvegar margra klukkutíma ferðalag. Upp úr fermingu var amma í vist á ýmsum bæjum í Skagafirði, en árið 1928, er fjöl- skyldan tók sig upp og flutti inn á Sauðárkrók, flutti amma ein norður á Akureyri. Á Akureyri vann hún ýmis störf við mis- jafnar aðstæður. Fáum árum eftir komu sína til Akureyrar lærði hún karlmannafatasaum hjá Laxdal og vann þar um hríð áður en hún hóf störf á sauma- stofu Gefjunar. Saumaskapur varð ævistarf ömmu og var hún eftirsótt saumakona, enda rösk til verka og handbragð hennar fallegt. Eftir að hún eignaðist föður okkar, Helga Þorvalds Gunnars- son, árið 1950 sinnti hún sauma- störfum heima við. Er við systk- inin vorum á barnsaldri saumaði amma reglulega föt á okkur. Eftir að við komumst á ung- lingsaldur varð það sjaldnar en fyrir kom að hún saumaði á okkur hin fínustu spariföt, sem sum eru jafnvel enn til í dag. Á efri árum tók amma til við að prjóna lopapeysur, sem að mestu voru seldar í ferða- mannaverslunum og þóttu vand- aðar. Við systkinin nutum þess að heimsækja ömmu Ingibjörgu og Óla afa á sumrin á Akureyri. Í huganum lifa minningar um bæjarferðir með ömmu, heim- sóknir til Óla afa í Ketilhúsið, drullukökubakstur á hamrinum ofan við húsið, hjálp við vökvun sumarblóma og ilminn af reyni- viðnum í garðinum. Árið 1985 lést Óli afi og amma fluttist í Gaukshóla í Reykjavík til að vera nær okk- ur, pabba og mömmu. Alla tíð lét hún sér annt um afkomendur sína og bar hag þeirra fyrir brjósti. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar kveðjum nú ömmu Ingibjörgu og erum þakklát fyrir þann langa tíma sem við höfum átt með henni og allt það sem hún hefur gert fyr- ir okkur. Egill, Ásgrímur, Ingibjörg og Guðrún. Ingibjörg Stefanía Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.