Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 9 5 4 3 1 5 7 8 6 1 7 5 5 3 9 7 4 5 1 8 8 1 3 7 4 3 9 5 7 4 6 3 2 8 5 4 3 2 9 4 5 2 3 4 5 6 3 8 7 5 6 4 1 6 8 3 5 3 4 9 5 1 2 9 2 9 4 2 5 8 9 8 4 6 5 1 7 4 6 3 2 9 1 8 5 9 5 3 4 1 8 2 6 7 1 2 8 7 5 6 3 4 9 4 8 9 2 7 3 6 5 1 6 3 7 1 8 5 4 9 2 5 1 2 9 6 4 7 3 8 2 6 4 5 9 7 8 1 3 8 7 5 6 3 1 9 2 4 3 9 1 8 4 2 5 7 6 2 7 6 9 4 8 3 1 5 9 1 4 5 3 6 2 7 8 5 3 8 1 2 7 4 9 6 6 2 7 8 1 3 5 4 9 8 4 5 2 7 9 6 3 1 1 9 3 4 6 5 7 8 2 4 8 9 7 5 2 1 6 3 3 5 1 6 9 4 8 2 7 7 6 2 3 8 1 9 5 4 1 9 8 5 4 7 3 6 2 4 2 3 1 8 6 7 5 9 6 5 7 2 3 9 8 1 4 8 7 5 9 2 3 1 4 6 2 4 9 8 6 1 5 3 7 3 1 6 4 7 5 2 9 8 9 6 2 3 1 8 4 7 5 7 3 4 6 5 2 9 8 1 5 8 1 7 9 4 6 2 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) ÁÍslandi er samkeppni öll bjöguðog skekkt. Ekki virðist vera sérstakt keppikefli að hlúa að heil- brigðum fyrirtækjum, en sjúk fyr- irtæki eru mörg komin í rekstur hjá bönkum og eru þar í súrefnistjaldi. Páll Gunnar Pálsson, formaður Sam- keppniseftirlitsins, kynnti nýja skýrslu þess fyrir helgi og sagði: „Al- þjóðleg samstaða ríkir um að bankar séu ekki vel til þess fallnir að reka fyrirtæki. Það er vegna þess að fjár- málaþjónusta fyrir fyrirtæki og eign- arhald á þeim fer ekki vel saman.“ Víkverji hefur iðulega velt sér hvern- ig fyrirgreiðslu fyrirtæki í tilteknum rekstri fær hjá banka, sem hefur yf- irtekið fyrirtæki í sama rekstri. Í fyrsta lagi getur bankinn farið fram á upplýsingar, sem fyrirtækið myndi fyrir enga muni vilja að bærust til keppinautarins. Í öðru lagi má velta fyrir sér hversu miklir hagsmunir eru hjá banka að veita fyrirtæki fyr- irgreiðslu, sem er í beinni samkeppni við fyrirtæki, sem hann er með í súr- efnistjaldinu. Í þriðja lagi eiga óheil- brigðu fyrirtækin einfaldlega greiðari aðgang að peningum en þau heilbrigðu vegna náins banka- sambands þeirra. x x x Víkverji hefur einnig velt því fyrirsér hvers vegna ekki sé auð- veldara að fá upplýsingar um það hvaða fyrirtæki bankarnir reka. Hann gladdist því þegar Páll Gunnar vakti máls á þessu. Eins og kom fram í fréttaskýringu Önnu Lilju Þór- isdóttur í Morgunblaðinu á föstudag sagði hann að Samkeppniseftirlitið hygðist draga upp á yfirborðið tilvik, þar sem bankar færu með yfirráð í fyrirtækjum, án þess að hafa tilkynnt það til eftirlitsins. „Tryggja þarf að raunveruleg yfirráð banka yfir fyr- irtækjum séu uppi á borðum,“ sagði Páll. Víkverji veltir fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að ganga skrefi lengra. Þannig mætti til dæmis skikka fyrirtæki undir yfirráðum banka til að taka það fram í auglýs- ingum þannig að neytendur, sem kynnu að vilja eiga frekar viðskipti við þau fyrirtæki, sem enn halda velli í ójöfnum leik, ættu auðveldara með að gera það. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 eftirlátt, 8 lag- hent, 9 depill, 10 synjun, 11 gabba, 13 sefaði, 15 týndist, 18 steggur, 21 fugls, 22 vagga, 23 hæð, 24 liðleskju. Lóðrétt | 2 ótti, 3 deila, 4 endalok, 5 giftast ekki, 6 fífl, 7 grasflötur, 12 horaður, 14 reykja, 15 gleðikona, 16 skynfærin, 17 slétt, 18 borg- uðu, 19 al, 20 dugleg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 vansi, 4 bælin, 7 leita, 8 ragar, 9 náð, 11 náin, 13 ærna, 14 eyrað, 15 þarm, 17 afar, 20 áma, 22 gefur, 23 gætin, 24 rím- an, 25 auðga. Lóðrétt: 1 valan, 2 neiti, 3 iðan, 4 borð, 5 logar, 6 narta, 10 áfram, 12 nem, 13 æða, 15 þegir, 16 rófum, 18 fátíð, 19 runna, 20 áran, 21 agga. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vaknaðu nú, makker minn. Norður ♠6 ♥K92 ♦ÁDG1094 ♣984 Vestur Austur ♠G98743 ♠ÁK10 ♥1054 ♥873 ♦3 ♦865 ♣ÁKG ♣7632 Suður ♠D52 ♥ÁDG6 ♦K72 ♣D105 Suður spilar 3G. Grandfyrirstaðan ♠Dxx á móti ein- spili er ekki eins fárveik og ætla mætti, því drottningin valdar litinn ef sami mótherji er með tvo efstu – og líkur á því eru 48%. Með hliðsjón af því er ekki alvitlaust hjá N-S að reyna 3G. Veikleikinn er hins vegar ekki bara í spaða og hér dugir það vörninni ef austur skiptir yfir í lauf í öðrum eða þriðja slag. En því skyldi hann gera það? Byrjum á byrjuninni: Suður opnar á 1G og norður stekkur í þrjú. Vestur spilar út ♠7, fjórða hæsta, austur tekur á ♠K, leggur niður ♠Á og … þarf nú að spila laufi. Þá vörn finnur austur alls ekki ef vestur fylgir með smáspaða. Hér verður vestur að vísa veginn með því að henda ♠G undir ásinn, sem eins konar „vekj- araklukkukall“. 15. júní 1926 Kristján tíundi Danakonungur og Alexandrína drottning lögðu hornstein að Landspít- alabyggingunni, sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum. Spítalinn var tekinn í notkun fjórum ár- um síðar. 15. júní 1947 Millilandaflugvél, sú fyrsta sem Íslendingar eignuðust, kom til landsins. Hún var nefnd Hekla, var af Skymas- ter-gerð og í eigu Loftleiða hf. Tveimur dögum síðar fór hún í fyrstu ferðina til Kaup- mannahafnar. Flugið tók sjö klukkustundir. 15. júní 2001 Um sex þúsund manns hlýddu á tónleika þýsku hljómsveit- arinnar Rammstein í Laug- ardalshöll. „Önnur eins sýning hefur ekki sést á Íslandi,“ sagði í Fréttablaðinu. 15. júní 2006 Ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók við völdum. Hún starfaði í nær tuttugu mánuði. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég mun gera eitthvað óvænt, jafnvel fara út að borða, en mig langar mest til þess að eyða deg- inum með börnunum mínum og manninum,“ segir Svava Gestsdóttir sjúkraliði, en hún fagnar 65 ára afmæli sínu dag. Svava útskrifaðist sem sjúkraliði frá St. Jósefsspítala árið 1968 en hún hefur starfað í heilbrigðisgeiranum í um 40 ár og unir sér þar vel. „Þetta er mitt hugarfóstur,“ segir Svava með miklum tilburðum. Svava er giflt Ægi Jónssyni skipstjóra og saman eiga þau þrjú uppkomin börn og sex barnabörn. Aðspurð hvort Svava ætli sér að ferðast erlendis í sumar segist hún nýkomin úr langri siglingu með Goðafossi, þar sem eiginmaður Svövu er skipstjóri. „Ég fór til Hollands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og fékk renniblíðu alla ferðina. Nú er sá tími kominn að ég ætla að eyða sumrinu í sumarbústaðnum mínum, sem er á Flúðum. Ég fæ 60 daga í sumarfrí og hugsa að ég verði þar í þá tvo mánuði sem ég hef. Þar langar mig að dútla í garðinum, en það veitir víst ekki af því að gera eitthvað fyrir garðinn í allt sumar,“ segir Svava og bætir því við að garðurinn sé tilbúinn að taka á móti sumr- inu. janus@mbl.is Svava Gestsdóttir sjúkraliði 65 ára Nýkomin úr langri siglingu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 15. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.41 3,6 11.52 0,4 18.09 4,0 2.57 24.00 Ísafjörður 1.48 0,3 7.37 2,0 13.54 0,3 20.06 2,4 1.34 25.34 Siglufjörður 3.45 0,1 10.17 1,2 16.05 0,3 22.19 1,3 1.17 25.17 Djúpivogur 2.43 2,0 8.49 0,4 15.17 2,4 21.35 0,5 2.13 23.44 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Hvaða nýj- ungar leggur þú til? (20. apríl - 20. maí)  Naut Nú er mikið að gera á heimilinu, sem hugsanlega veldur spennu milli fjölskyldu- meðlima. Gerðu þig kláran til að kynna þeim hugmyndir þínar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Gæði fremur en magn eru sig- urmantra dagsins. Allt hefur sinn tíma og það á líka við um mál tilfinninganna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur þörf fyrir meiri hvíld og af- slöppun en ella á heimilinu um þessar mund- ir. Reyndu að koma erfða-, fasteigna- og tryggingamálunum á hreint. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú ert alltaf að búast við vandræðum, leita þau þig uppi. Láttu því þínar eigin þarfir hafa forgang. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fólk stækkar við hrós þitt og verður betri útgáfa af sjálfu sér. Verkefnin þín þróast í þá átt sem þú vonaðist eftir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það sem þú ert að velta þér upp úr getur ekki beðið lengur. En þegar þú sérð baknag- arana hvíslast á úti í horni, þá vorkennir þú þeim svo mikið að þér verður alveg sama. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Horfurnar virðast yfirþyrmandi, en þú ert í fullkominni aðstöðu til að takast á við það sem koma mun. Ertu viss um það það borgi sig að hætta góðri samvinnu vegna þessa? (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur stundum verið erfitt að spá í fyrirætlanir annarra. Breyttu út af van- anum með því að fara aðra leið heim úr vinnu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gættu þín að láta engan misnota tilfinningar þínar hvort heldur um er að ræða vini og vandamenn eða aðra aðila. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú heillar alla þá sem verða á vegi þínum í dag án þess þó að leggja nokkuð á þig til þess. Stundum er best að gera ekkert. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er erfitt að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera maður. Ef þú einbeitir þér að þeim sem treysta á þig vex orðstír þinn. Stjörnuspá Lilja Jónsdóttir er sextug í dag, 15. júní, af því til- efni munu hún og eiginmaður hennar, Snorri Guðmundsson, taka á móti ætt- ingjum og vinum kl. 18-20 í Oddfellowhúsinu, Von- arstræti 10 í Reykjavík. Vonast þau til að sjá sem flesta. 60 ára 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 c6 6. Bg2 d5 7. 0-0 Rbd7 8. Dc2 Be7 9. a4 0-0 10. Ra3 Hc8 11. Hd1 He8 12. Bd2 Bxa3 13. Hxa3 c5 14. Be3 dxc4 15. bxc4 cxd4 16. Hxd4 e5 17. Hh4 De7 18. Hc3 Rf8 19. Bh3 Hc7 20. Bf5 Rg6 21. Bxg6 hxg6 22. Rg5 Hec8 23. Dc1 Rd5 24. Df1 f6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Kaupmanna- höfn. Íslenski stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2.545), hafði hvítt gegn Martin Matthiesen (2.242). 25. Hh8+! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 25. … Kxh8 26. Dh3+ Kg8 27. Dh7+ Kf8 28. Dh8#. Henrik fékk 6½ vinning á mótinu af níu mögu- legum og lenti í 2.-5. sæti af 79 kepp- endum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.