Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EF ÞÚ KREMUR MIG ÞÁ KLAGA ÉG Í „TANNA” FRÆNDA VÁÁÁÁÁ... HVAÐ ÉG ER HRÆDDUR „TANNI”! ÉG ER KANNSKI PÍNULÍTIÐ HRÆDDUR GÓÐAN DAGINN KALLI! GÓÐAN DAGINN! HANN ER Á FULLU JÁ, HANN FÉKK NÝJAN VERK- FÆRAKASSA HMMM... HANNVAR VÍST AÐ KLÁRA EITT- HVAÐ, EFLAUST EITTHVAÐ EINFALT HVERT ERTU AÐ FARA? TIL ENGLANDS Í JÓLAGJAFA- LEIÐANGUR AF HVERJU ÆTLARÐU AÐ TAKA ÖLL ÞESSI VOPN MEÐ ÞÉR? STUNDUM ERU VERSLUNAR- MENNIRNIR MEÐ RANGHUGMYNDIR ÞEIR HALDA AÐ ÉG ÞURFI AÐ BORGA BORÐ FYRIR TVO TAKK FYRIR BÍÐIÐ HÉR ÞANGAÐ TIL YKKUR ER VÍSAÐ TIL SÆTIS ÉG...VERÐ UPPVAKN- INGURINN... YKKAR Í KVÖLD... ÞESSA LEIÐ EKKI GRÍMUR, ÞAÐ ER LJÓTT AÐ HERMA ÉG GERÐI AÐRA TILRAUN TIL AÐ LITA Á MÉR HÁRIÐ ÞAÐ LÍTUR VEL ÚT ÉG HELD AÐ LITURINN SÉ SVOLÍTIÐ ÓJAFN REYNDAR, EN ÞAÐ ER ALLT Í LAGI ÞAÐ ER SMÁ PÖNK Í ÞESSU ÉG ER EKKI AÐ REYNA AÐ VERA PÖNK! AF HVERJU SNÉRI SANDMAN SÉR AFTUR AÐ GLÆPUM? KANNSKI VAR ÞAÐ BARA OF FREISTANDI FYRIR MANN MEÐ OFURKRAFTA ÉG VORKENNI DÓTTUR HANS DÓTTUR HANS? ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA HENNI ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA MÁLIÐ! GOTT AÐ ÉG GAT HJÁLPAÐ ÞÉR ELSKAN Gullhringur fannst Við Kauptún í Garða- bæ fannst gifting- arhringur hinn 10. júní sl., inni í honum stend- ur: Þín Erla. Uppl. í síma 8941447. Öryrkjar og kjarasamningar Nýgerðir kjarasamn- ingar á vinnumarkaði hljóða upp á að hver og einn einasti launamað- ur fær ekki minna en 12 þús. króna hækkun dagvinnulauna á mán- uði. Hver og einn fær 50 þús. kr. ein- greiðslu auk þess að fá auka uppbót á orlof upp á 10 þús. krónur og auka desemberuppbót sem verður 15 þús. kr. Ég ítreka sérstaklega að allir á vinnumarkaði fá ekki krónu minna en það sem ég hef talið upp. Í kjölfar undirritunar kjarasamninganna kom yfirlýsing bæði frá stjórnvöldum og for- manni ASÍ um að bæt- ur öryrkja myndu hækka til samræmis við hækkanir á vinnumark- aði. Svo samræmi sé þá skil ég það svo að hver og einn öryrki fái ekki minna en 12 þús. kr. hækkun á örorkubætur auk áðurnefndra upp- bóta. Öðruvísi útfærsla til handa öryrkjum yrði því alls ekki til sam- ræmis við hækkanir á vinnumarkaði. Það yrði hámark ósanngirninnar ef öryrkjar fengju minna en allir aðrir. Að lokum. Allir með yfir 280 þús. í mánaðarlaun fá 4,25% hækkun, eða vel yfir 12 þúsund á mánuði. Öryrki. Ást er… … þegar orð hans eru líkt og blómum skreytt. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10/11.30. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, handa- vinna, kaffi/dagblöð. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferð Eftirlaunadeildarinar verður 13.-17. ágúst. 1. d. Ekið um Sprengisand til Goðafoss, gist á Stöng í Mývatnssveit. 2. d. Mývatn, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ás- byrgi, Húsavík, Akureyri (2 nætur). 3. d. Hringferð um Eyjafjarðarsveit, könn- unarferð um Akureyri. 4. d. Svarf- aðardalur, Dalvík, Ólafsfjörður, Héðins- fjörður, Siglufjörður, Skagafjörður, gist á Bakkaflöt í Tungusveit. 5. d. Ekið til Reykjavíkur. Nánari uppl. í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsstarf eldri bæjarbúa á Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Handavinnudagur án leiðbein- anda. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofa, botsía kl. 10.30, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. handavinna/tréútskurður. Frá hádegi er spilasalur opinn. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Kaffi og rabb kl. 10. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 11. Brids kl. 13, kaffi/samvera. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, Helga fótafræðingur á staðnum, tímap. í síma 6984938, hárgreiðslustofa kl. 9-14, tímap. í s. 8946856. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin kl. 8. Gönguferð kl. 14 um nágrennið. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9. Félagsvist á mánudögum. Bónus og bókabíll á þriðju- dögum. Hárgreiðslustofa/fótaaðgerða- stofa. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Íþróttafélagið Glóð | Púttnámskeið hefst á morgun, 16. júní, kl. 17. Skemmtifélag eldri borgara | Óvissu- ferð verður 15. júní, kaffi. Farið frá Hraunbæ kl. 13, Mjódd kl. 13.05, Afla- granda kl. 13.20, Vesturgötu kl. 13.25, Lækjartorgi 13.30. Uppl. í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Sund, spænska kl. 10. Myndmennt kl. 13. Verslunarferð í Bónus kl. 12.10. Tréskurður kl. 13. Vesturgata 7 | Félagsmiðstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með mánud. 20. júní, opnað aftur má- nud. 25. júlí. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fé- lagsmiðstöðin opin, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðastofur opnar. Dansað við undir- leik Vitatogsbandsins kl. 14. Ólafur Stefánsson geymir á vísumstað vísur séra Helga Sveins- sonar, sem Páll heitinn Lýðsson sendi honum fyrir mörgum árum ásamt skýringum Ólafur segir séra Helga góðan hagyrðing og skáld, sem hafi tekið virkan þátt í daglegu lífi um- hverfisins og verið óhræddur við góðlátlegt sprell. Hér teflir hann fram nokkrum vísum í „Pálsbréfi“: „Fyrsta vísa er um bústað séra Sig- urðar Pálssonar á Selfossi: Rís ein bygging römm og há rauð á allar síður til að minna alþjóð á eld sem dæmdra bíður. Um Pál sýslumann, ort á fundi á Selfossi: Sýslumanninn sjá hér má sæmd og prýði meður, en skósmið gljáir allan á eins og sólaleður. Var þar átt við Guðmund Jónsson skósmið, sem sat hjá Páli. Guð- mundur svaraði: Séra Helgi situr hér sæll með glöðum lýði, en geislabaugur ekki er enn hans höfuðprýði. Um séra Helga orti Kristján frá Djúpalæk er þeir fóru að heimsækja Hlíðardalsskóla og séra Helgi brá skólastjórafrúnni á eintal: Lengi kyssti kennd við fjör kempan listum búna allt frá rist og upp í vör aðventista frúna. Lýði Guðmundsyni í Sandvík varð eitt sinn ekki svefnsamt á sýslufundi. Gekk hann þá nótt um gólf ellegar fór fram og sótti sér einatt heitt vatn ef honum mætti sofnast af því. Séra Helgi vaknaði við umganginn og orti: Hart knúði hurðir Lýður hamrammur tók að þramma Hrökk þjóð er hrundi næði hurðaskak Lýðs hins spaka. Sáði um nótt seggur ótta sér snýtti – mjög flýtti. Undrast hver hölda héraðs hátt þann lögréttumanna. Á sameiginlegum sýslufundi Ár- nesinga og Rangæinga orti séra Helgi til Björns Fr. Björnssonar sýslumanns er stóð fyrir veitingum: Björn vill ávallt meir og meir mjöð að gestum bera, svona eiga, segja þeir, sýslumenn að vera. Síðar um kvöldið orti séra Helgi enn: Hér er margur sæll í sinni, sveitarígur burtu fer. Þjórsá verður minni og minni því meira sem að drukkið er. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sprelli og presti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.