Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 29
Úthlutað verður úr Minning- arsjóði Kristjáns Eldjárns gít- arleikara næstkomandi fimmtu- dag, en það verður í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Út- hlutunin fer fram í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Minningarsjóður Kristjáns Eld- járn gítarleikara var stofnaður af ættingjum hans, vinum og sam- starfsmönnum eftir að hann lést 22. apríl 2002 tæplega þrítugur að aldri eftir erfið veikindi. Sjóðnum er ætlað að verðlauna framúrskarandi tónlistarmenn. Fjáröflun sjóðsins byggist fyrst og fremst á frjálsum framlögum og sölu minningarkorta, auk þess sem sjóðurinn hefur aflað fjár með því að gefa út hljómdisk og bók. Diskurinn Ljóð, hljóð og óhljóð með tónlist Kristjáns við ljóðalestur Þórarins Eldjárn kom út 2003 og 2006 stóð sjóðurinn að endurútgáfu á þýðingu Kristjáns Eldjárn forseta á Max og Mórits eftir Wilhelm Busch. Minning- artónleikar voru haldnir vorið 2003 og rann allur ágóði til sjóðs- ins. 16. júní 2007, þegar Kristján hefði orðið 35 ára, voru í fyrsta skipti veitt verðlaun úr minning- arsjóðnum og hlaut þau Kristinn H. Árnason gítarleikari. Verðlaun eru veitt úr sjóðnum annað hvert ár og 2009 hlaut þau Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari. Kristján Eldjárn gítarleikari var fæddur í Reykjavík 16. júní 1972. Hann hóf gítarnám í Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Tón- listarskólanum í Reykjavík og lauk síðan burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Jafnframt lagði hann stund á rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH og lauk burt- fararprófi þaðan 1995. Á árunum 1997-98 stundaði hann framhalds- nám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk þaðan einleik- ara- og kennaraprófi. Kristján kenndi um skeið við ýmsa tónlistarskóla en starfaði fyrst og fremst sem hljóðfæra- leikari og tónsmiður og hélt fjölda einleikstónleika og skóla- tónleika víða um land. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og hópa hér heima og erlendis, má þar nefna Stuðmenn, Caput- hópinn, finnsku hljómsveitina Gi- ant Robot og finnsk-íslenska dú- ettinn Helvík. Hann lék inn á fjöl- margar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upp- tökum og samdi og/eða lék tón- list við ótal leikverk, danssýn- ingar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Úthlutað úr Minningarsjóði  Verðlaun veitt úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara Minningarsjóður Kristján Eldjárn gítarleikari lést tæplega þrítugur. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Jóna Sigríður Jónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Byggða- safninu Skógum, gamla skólahús- inu frá Litla- Hvammi, næst- komandi föstu- dag, 17. júní. Viðfangsefni sýn- ingarinnar er bernskuminning Jónu um föru- konuna Vigdísi Ingvadóttur, Viggu, f. 1864, d. 1957, sem var síðasta föru- konan í Mýrdal. Sýningin verður op- in kl. 9.00-18.00. Myndlist Vigga á Skógum Jóna Sigríður Jónsdóttir Arna Valsdóttir opnar innsetn- inguna „Stað- reynd 4 – … frá rótum …“ í Flóru, Lista- gilinu á Akureyri, á föstudag. 17. júní, kl. 15.00. Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er hluti af sýningaröðinni Staðreynd. Sýningin er hluti af ráðstefnunni „Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur“ sem fer fram í Listagilinu 19.-21. júní. Sýningin stendur til 4. ágúst. Myndlist Staðreynd 4 í Flóru Úr verki Örnu Valsdóttur. Hljómsveitin Spottarnir heldur tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. Spottarnir hafa starfað í sex ár, en lítið hefur heyrst frá hljóm- sveitinni á opinberum vettvangi því hún hefur hingað til helst spil- að og sungið í einkasamkvæmum. Undanfarið hefur hljómsveitin þó fært sig upp á skaftið og meðal annars komið fram á blúshátíðum og á tónleikum í miðbæ Reykja- víkur. Hljómsveitin leggur megin- áherslu á að flytja tónlist og texta sænska söngvaskáldsins Corneliis Vreeswijk, en auk þess eru á efn- isskránni lög eftir Megas, Magnús Eiríksson, Magnús R. Einarsson, Woody Guthrie, Hank Williams og fleiri. Þess má geta að Spottunum var boðið til Svíþjóðar síðasta sumar til að spila á Cornelis Vreeswijk-hátíðinni á Mosebacke í Stokkhólmi. Spottarnir eru Ragnar Sig- urjónsson, sem annast áslátt, Ein- ar Sigurðsson bassaleikari, Magn- ús R. Einarsson gítar- og mandólínleikari og söngvari og Eggert Jóhannsson, gítarleikari og söngvari. Vísnatónlist Spottarnir leika á Kaffi Rósenberg í kvöld. Spottarnir á Kaffi Rósenberg  Vísnatónlist úr ýmsum áttum Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í kvöld kl. 20 halda þeir Emil Frið- finnsson hornleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari tónleika í Norræna húsinu undir yfirskrift- inni Hljóð úr horni. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20, eru liður í Klass- ík í Vatnsmýrinni, sem er tónleika- röð Félags íslenskra tónlistar- manna í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Saint-Saëns, Schu- mann, Tryggva M. Baldvinsson, Leif Þórarinsson og Herbert H. Ágústsson. Þetta eru aðrir tón- leikar starfsárs Klassíkur í Vatns- mýrinni. Íslensku verkin á efnisskránni eru samin á seinni hluta 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Verk Her- berts, Andante, er samið árið 1950 og Rondó tuttugu árum síðar fyrir strengjasveit og horn. Herbert um- ritaði verkið fyrir píanó fyrir flytj- endurna árið 2009. Leifur samdi verk sín sem tækifæristónlist á átt- unda áratugnum og Tryggvi samdi sitt verk að beiðni flytjenda árið 2008, en að sögn Emils er ekki um auðugan tónverkaverkagarð að gresja þegar píanó og horn eru annars vegar. „Við Þórarinn höfum spilað saman lengi og okkur var farið að langa í að fá eitthvað nýtt á efnisskrána,“ segir Emil, en verk Tryggva var samið fyrir þá félaga til flutnings á alþjóðlega hornleik- araþinginu Nordhorn 2008. „Við Þórarinn höfum svo spilað Andadn- teið hans Herberts og honum datt í hug að umskrifa strengina í Ron- dóinu svo við gætum spilað það líka, ern Leifur samdi sitt verk fyr- ir son sinn á sínum tíma.“ Að sögn Emils er ekki mikið til af íslenskum verkum fyrir horn og pí- anó, en talsvert til af erlendum verkum svo ekki verða þeir uppi- skroppa með efnivið. Þeir eru þó að setja saman disk með íslenskum verkum fyrir þessi hljóðfæri tvö, byrjaðir að taka upp og hann segir hugsanlegt að eitthvað muni heyr- ast á þeim diski í fyrsta sinn, þó að upptökur séu skammt komnar. Þeir Emil og Þórarinn eiga tutt- ugu ára samstarfsafmæli á árinu, byrjuðu að spila saman þegar þeir áttu báðir heima í Þýskalandi, ann- ar í Hannover og hinn í Braunsch- weig. Við höfum þó ekki spilað svo mikið saman, þó að þetta sé orðinn þetta langur tími, enda höfum við aldrei búið í sömu borginni og stundum ekki í sama landinu. Við vinnum því í skorpum og höfum svo sem náð að gera hitt og þetta.“ Klassík í Vatnsmýrinni er tón- leikaröð Félags íslenskra tónlistar- manna í samvinnu við Norræna húsið með áherslu á norrænt og al- þjóðlegt samstarf. Á starfsárinu 2011 verða fernir tónleikar á mið- vikudagskvöldum; með erlendum einleikurum í samvinnu við norska einleikarafélagið, ítalska tónleika- haldara og með íslensku listafólki úr röðum félagsmanna FÍT. Tónleikaröð Emil Friðfinnsson og Þórarinn Stefánsson leika tónlist fyrir horn og píanó í Norræna húsinu í kvöld undir yfirskriftinni Hljóð úr horni. Hljóð úr horni í Vatnsmýrinni  Tónleikaröð í Norræna húsinu Aðdáandi faðmar söngkonuna áður en hún kemst upp á sætið. Þeir sem fremst sitja láta sér vel líka.31 » Vorhefti Skírnis 2011 er komið út. Í heftinu er meðal annars rætt um upphaf landnáms á Íslandi og Gunnar Karlsson sagnfræðingur andmælir kenn- ingum Páls Theo- dórssonar eðlis- fræðings um að það hafi hafist mun fyrr en almennt hefur verið talið. Einnig fjallar Orri Vésteinsson fornleifafræðingur um niðurstöður uppgraftarins á Gásum í Eyjafirði, Jóhann Páll Árnason heimspekingur skrifar um kenning- ar Halldórs Laxness um íslenskar fornbókmenntir og þróun þeirra, Daisy Neijmann fjallar um fyrstu birtingarmyndir hernámsins í ís- lenskum skáldskap, Jón Karl Helga- son ritar um leikritið Uppstigningu eftir Sigurð Nordal og Guðni Elísson um Góða elskhugann eftir Steinunni Sigurðardóttur og svo má telja. Vorhefti Skírnis 2011 markar upp- haf 185. árgangs. Það er 232 blaðsíð- ur að stærð, Egill Baldursson braut um en Steinholt sá um prentun. Út- gefandi er Hið íslenska bókmennta- félag og ritstjóri er Halldór Guð- mundsson. Vorhefti Skírnis komið út Vorhefti Skírnis 2011. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 15/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Húsmóðirin – nýjar aukasýningar! Söngkonan óútreikn- anlega Amy Winehouse hélt á dögunum leynilega tónleika á 100 klúbbnum í London. Samkvæmt breska blaðinu The Sun hafði hún látið flöskuna eiga sig í þetta skiptið og virkaði í góðu formi þeg- ar hún flutti smelli á borð við Rehab og Valerie. Stutt er síðan Winehouse skráði sig í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn sinni. Hún mun koma fram á einum tólf tónlist- arhátíðum í sumar þar sem vafalaust verður nóg af freistingum. Hin eiturhressa Winehouse. Leynitónleikar Winehouse

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.