Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 30
Hallur Már hallurmar@mbl.is Á hvítasunnudag lést einn dáðasti og afkastamesti tónlistarmaður þjóðar- innar, Ólafur Gaukur Þórhallsson. Sem einn helsti brautryðjandi í ís- lensku tónlistarlífi starfaði Ólafur Gaukur sem gítarleikari, lagahöf- undur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, textahöfundur, útgefandi og kennari. Jónatan Garðarsson poppfræðing- ur segir að áhrif Ólafs Gauks á ís- lenskt tónlistarlíf verði seint metin til fulls. „Hann byrjaði að spila tólf ára þeg- ar frændi Ólafs, Friðjón Þórðarson, síðar þingmaður og ráðherra, kenndi drengnum tvö grip á gítar sem til var á heimilinu og daginn eftir var Ólafur búinn að finna út það þriðja. Þrettán ára var hann svo farinn að hlusta á djass, bæði af plötum og í útvarpi. Fjölhæfur með eindæmum Upphaflega ætlaði Ólafur sér að verða læknir en hætti í námi og sneri sér að tónlistinni til að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni en íslensk dægurmenn- ing væri mun fátækari hefði Ólafur Gaukur helgað læknavísindunum starfskrafta sína. Ólafur hóf feril sinn mjög ungur, hann fór að spila opinberlega meðan hann var í menntaskóla og réð sig svo á Borgina til Carls Billich árið 1948 og árið 1950 byrjaði hann að spila með KK-sextettnum víðfræga. Snemma tileinkaði hann sér útsetn- ingar sem urðu hans aðall,“ segir Jónatan. ,,Sem gítarleikari var Ólafur Gauk- ur mjög fær, byrjaði sem djassisti og spilaði svo hvað sem var, rokk og dægurtónlist.“ Ólafi Gauki var ekkert óviðkom- andi í tengslum við tónlist og ungur að árum skrifaði hann í djassblað Svavars Gests. Snemma á sjöunda ártugnum byrjaði hann svo að kenna gítarleik í gegnum bréfaskóla en Gít- arskóla Ólafs Gauks stofnaði hann ár- ið 1975. Á sjöunda áratugnum varð Ólafur Gaukur leiðandi í hljómsveit- arrekstri með Sextett Ólafs Gauks og stýrði auk þess sjónvarpsþættinum gríðarvinsæla Hér gala gaukar. Mikilvirkur textahöfundur Færri vita að Ólafur Gaukur samdi texta við nokkur af vinsælustu dæg- urlögum okkar Íslendinga, m.a. Bláu augun þín, Ó María mig langar heim, Undarlegt með unga menn og Fyrsti kossinn. Á níunda áratugnum þegar Ólafi þótti sig vanta nýja áskorun vatt hann sínu kvæði í kross og hóf nám í gerð kvikmyndatónlistar í Grove School of Music í Kaliforníu. Þar voru á meðal fyrirlesara þekkt tónskáld á borð við Henry Mancini og Lalo Schifrin. Svo fór að Ólafur gerði tón- listina í myndunum Benjamín dúfa og Perlur og svín. Ólafur lét þó ekki staðar numið og hætti aldrei að þróa tónlistarsköpun sína. Á tíunda ára- tugnum stundaði hann framhaldsnám í gítarleik við hinn virta tónlistarskóla Musicians Institute GIT í Los Angel- es. Þar var Ólafur í miklum metum og var boðin kennarastaða sem hann þáði ekki að sögn Jónatans. Þróaði sinn stíl Guðmundur Steingrímsson, betur þekktur sem Papa Jazz, starfaði með Ólafi Gauki um árabil, m.a. í KK- sextettnum. Guðmundur segir að strax í upphafi hafi gítar Ólafs verið með ,,ljúfan og indælan tón“ eins og persónuleiki hans var. En þegar Ólaf- ur var að byrja í djassinum leit hann mikið upp til djassgítarleikarans Charlie Christian. Í fyrra var gefinn út safnplatan Syngið þið fuglar: Öll helstu lög og textar Ólafs Gauks í tilefni af áttatíu ára afmælis hans í ágúst. Jónatan segir að Ólafi hafi þótt vænt um út- gáfuna en var minna gefið um athygl- ina sem færðist að aldri hans þar sem hann taldi sig eiga þónokkuð inni. Fagmaður fram í fingurgóma Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Gaukur árið 2007 Hann kunni að meta gerjun í tónlist og hélt áfram að þróa tónlistarsköpun sína fram á gamals aldur. Árið 2008 var hann sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu. Í skólanum Hann var stofnaður árið 1975 en myndin var tekin árið 1977. Fremst er Anna Mjöll, dóttir Ólafs. Heiður Ólafi Gauki voru veitt heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2006 fyrir ævistarf sitt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Sverrir  Áhrif á tónlistarlífið seint metin til fulls 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 ÍListasafni ASÍ má sjá ljóð-rænar hugleiðingar HörpuÁrnadóttur um náttúruna ímáli og myndum. Verk sem ber titilinn Júní, einskonar dagbók- arfærslur frá því er Harpa dvaldi á gestavinnustofunni Bæ í Skagafirði á sama tíma fyrir ári, fylla Gryfjuna og gefa tóninn fyrir heildina. Dag- bókarblöðin innihalda brot upplif- ana, orð og myndir sem fæðast í tengslum við nærumhverfið, gróð- urinn, fuglalífið og sveitina. Þessi sömu verk eru einnig til sýnis í nýút- gefinni bók á vegum Crymogeu og óhætt að segja að uppsetning og hönnun hafi tekist einstaklega vel til enda virðist hvorugt vera til staðar þar sem bókin lítur út eins og (kannski óvenjulega snyrtileg) vatnslitablokk listamannsins. Áhorf- andinn hefur hér tækifæri til að upp- lifa snemmsumarið með listamann- inum á réttum árstíma og þannig vísar sýningin á vissan hátt út fyrir sig og vekur athygli okkar á hinu fín- gerða í gróðurlífinu jafnt sem sálar- lífinu. Beinir sjónum að því sem end- urfæðist, vex og dafnar en vor og snemmsumar er tími brums og út- sprunginna blóma. Í Ásmundarsal má sjá stærri vatnslitaverk sem eru unnin á striga. Eins og áður í verkum Hörpu er það flæði og gegnsæi sem spilar stóra rullu ásamt fínlegum blómatilvís- unum sem fara út í ljóðræna afstak- sjón. Verkin á endaveggnum eru með sterka vísun í fortíðarhyggju og minna á antik blómaveggfóður sem eru farin að láta á sjá. Það skír- skotar aftur inn í kvennaheim nítjándu aldar og dregur fram til- finningu fyrir aldalangri samhygð kvenna við gróandann og blómin. Einnig þann sess sem feðraveldið setti skapandi myndlistarkonum forðum, þ.e. að það hæfði konum að mála eitthvað fallegt eins og þær sjálfar, það hæfði þeim að mála blóm. Karlar aftur á móti máluðu það háleita í náttúrunni og tilfinn- ingum mannsins. Harpa upphefur hins vegar blómamálverkið, gerir það að hinu hversdagslega og háleita allt í senn og ljær því eigindir um- fram fegurðina eina saman. Við áhorf skapast margræðar tilfinn- ingar sem kalla á áleitnar spurn- ingar um fortíðina, menninguna og endurtekninguna. Titill sýning- arinnar „Mýrarljós“ er eilítil ráð- gáta því tilfinning fyrir hrævar- eldum og villuljósi virðast hér víðsfjarri, bæði hvað árstíma og myndefni varðar. Foldarljóð Harpa Árnadóttir, vatnslitamyndir bbbbn Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. Sýningin stendur til 26. júní. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís 15.-16. júní. Hér gefst tækifæri til að sjá það ferskasta í grasrót ís- lenskra kvikmynda. Uppskeran í ár þykir sérlega góð, en alls bárust 65 myndir í keppnina og voru 18 valdar til þátttöku. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í mörg ár,“ segir Ásgrímur Sverrisson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, „og mér finnst þetta óvenjulega góður árgangur. Maður hefur haft þetta á tilfinningunni að það sé mikið að gerast í grasrótinni, í stutt- myndagerðinni. Það er mjög mikið af fínum myndum í ár,“ segir hann. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir það þriðja. Stuttmynda- dagar í kvöld Bíó Paradís Ásgrímur Sverrisson er hér fyrir utan bíóhúsið þarsem Stutt- myndadagar í Reykjavík fara fram 15. og 16. júní. Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.